Morgunblaðið - 21.07.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.07.1974, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JULÍ 1974 Guðbrandur Magnús- son fyrrv. forstjóri Guðbrandur Magnússon var einn af höfuðsmönnum Lions- manna, einn af tólf stofnendum hreyfingarinnar á íslandi árið 1951, og annar maðurinn, sem gegndi embætti umdæmisstjóra hér á landi. Hann var ávallt áhugasamur félagsmaður, fjör- mikill og fús til þess að hjálpa, þar sem hjálpar var þörf. Guðbrandur líkti stundum Lionshreyfingunni við Ung- menna félagsskapinn, sem lét mikið til sín taka í byrjun aldar- innar, en þar var hann einnig framarlega í flokki. Hann var jafnan framarlega I flokki meðal forystumanna, þar sem hann lét á annað borð til sín taka. Lengst ævinnar var Guðbrand- ur forstjóri Afengisverslunar rík- isins, en hafði áður verið ritstjóri Tímans stutta stund. Guðbrandur var um eitt skeið prentariog vann nokkur árí ísa- fold. Eitt sinn gætti hann húss í Austurstræti 8 fyrir Elísabetu og Björn Jónsson ritstjóra. Guð- brandur hafði gaman af að segja frá þvf, að hann teldi sig eiga sinn þátt í því að velja nafnið á Morg- unblaðið. Um það leyti, sem fyrsta tölublað Morgunblaðsins var í undirbúningi, var mönnum tilrætt um það í Isafoldarprent- smiðju, hvað nýja blaðið ætti að heita. Hann segist þá hafa kallað upp af garðanum, þar sem hann vann f prentsmiðjunni: „Auðvitað á að kalla blaðið Morgunblaðið" — og Morgunblaðið varð það. Þessar línur eru skrifaðar af Lionsmanni um Lionsmann, góð- an vin. Um leið skulu fluttar hlýj- ar kveðjur frá Lionsklúbbi Reykjavíkur til frú Matthildar og fjölskyldu hennar, en við klúbb- félagar lítum á frú Matthildi sem óskráðan félagsmann okkar, svo oft hefur hiin verið með okkur f starfi. Pétur Ölaf sson. „Það smásaxast á limina hans Björns míns" datt mér í hug, þeg- ar ég frétti lát Guöbrands. Hann varum margt hinnmesti merkis- maður og svo greiðvikinn og hjálpfús, að engan hefi ég slfkan þekkt. — Einhverntíma, þegar við hittumst „Tímaklíkumenn", en það gerðum við a.m.k. viku- Iega, varð mér að orði, að ef Guð- brandur héldi að skaparann ætti i einhverjum erfiðleikum með að stjórna heiminum, þá mundi Guð- brandur umsvifalaust koma til hjálpar. Ég held að ég láti þessi kveðjuorð duga — og þó verð ég að bæta því við, að það var Guð- brandur, sem „uppgötvaði" lista- manninn Jóhannes Kjarval og gekkst fyrir því að „aurað var saman handa honum til missiris eða árs dvalar erlendis. Hann fékk Ifka Tryggva Þórhallsson, sem þá var prestur á Hesti, til að taka að sér ritstjórn Tímans, en + Bálför mannsins mfns, ÞORVALDAR EINARSSONAR, bakara, Laugamesvegi 56, verður gerð frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 24. júl! kl. 1 3.30. Blóm og kransar afbeðin. Þeim sem vildu minnast hans, er benl á sjóð Matthildar Þorkelsdóttur Ijósmóður. Spjöldin fást I sima 50709. Fyrir hönd sona hans og annarra vandamanna. Gunnhildur Gestsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð, við andlát og jarðarför föður okkar tengdaföður afa og langafa BENEDIKTS BENJAMÍNSSONAR fyrrv. strandapósts, Sogaveg 170 Börn, tengdabörn, barnaböm og barnabarnabörn. t Af heilum hug þökkum við þeim, sem sýndu okkur samúð við andlát TÓMASAR ÓSKARS ÁRNASONAR, prentara, Bergþórugötu 6B. Dætur, tengdasynirog barnabörn. + Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir og amma ELÍSABET KARÓLÍNA BERNDSEN, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju, þriðjudaginn 23. júll n k. kl. 1.30. Birna og Fredric Mann, Steinunn og Ingvar Pálsson, Björg og Benedikt Ólafsson. Ásta og Fritz Hendrik Borndsen og barnabörn. + Dtför eiginmanns míns LOFTS BJARNASONAR útgerðarmanns, fer fram þriðjudaginn 23. þ m., og hefst með minningarathöfn í Frikirkjunni I Hafnarfirði kl. 11. f.h Jarðsungið verður sama dag frá Hallgrímskirkju ! Saurbæ á Hvalfjarðarströnd kl. 3. s d Vinsamlegast sendið ekki blóm. Solveig Sveinbjarnardóttir Skarphéðinn Njáls- son - Minningarorð það reyndist Framsóknarflokkn- um ómetanlega gagnlegt. — Sjálf- ur var Guðbrandur ritstjóri blaðs- ins, en lét það ekki aftra sér frá að útvega afburðamann til blað- stjórnarinnar. — Þannig var Guð- brandur ætíð, um sjálfan sig og sinn hag hirti hann minna. Jón Arnason. Hann var alltaf hress og glaður, hugþekk fmynd frjálsra manna, hann var „aldamótamaður", merkisberi hugsjónanna. A.D. Litil stúlka hefur misst bezta vin sinn. Þótt litla stúlkan væri að stíga sín fyrstu spor á lífsbraut- inni, en vinurinn góði sín síðustu og ríflega áttatíu ár skildu á milli þeirra, voru samrýndari félagar vandfundnir og hins margum- talaða kynslóðabils varð hvergi vart. Vinurinn góði var Skarphéð- inn Njálsson langafi litlu stúlk- unnar og stúlkan er dóttir mín. Strax frá fæðingu barnsins tók Iangafinn miklu ástfóstri við það og barnið laðaðist fljótt að gamla manninum og endurgalt ást hans. Milli þeirra tókust óvenjunáin tengsl umhyggju og ástar, sem nú hafa rofnað.' Skarphéðinn Njálsson lézt á Landspftalanum hinn 14. þessa mánaðar eftir stutta legu. Hann fæddist á Stokkseyri 23. septem- ber 1889 og var þvf á 85. aldurs- ári, er hann lézt. Foreldrar hans voru hjónin Vilborg Magnúsdóttir og Njáll Símonarson. Skarphéð- inn var næstelztur 6 systkina. Af þeim er Símon sá eini eftirlifandi. Skarphéðinn fluttist til Reykja- vfkur árið 1913 og kvæntist Val- gerði Sigurðardóttur frá Reynisholti f Mýrdal 14. Sumarliði Jakobsson Borgarnesi - Minning Hinn 12. júlí lézt Sumarliði Jakobsson verkamaður f Borgar- nesi. Hann fæddist á Hreðavatni 21. október 1898. Foreldrar hans voru Jakob Þorsteinsson frá Húsafelli, bróðir Kristleifs á Stóra-Kroppi. Móðir hans var Halla Jónsdóttir, Jónssonar, Þorvaldssonar bónda í Deildar tungu. Móðir Höllu var Helga Jónsdóttir Árnasonar á Leirá. Á æskuárum sfnum dvaldist Sumarliði um skeið i fóstri hjá föðurbróður sínum, Birni Þorsteinssyni I Bæ, en þar dvöldu foreldrar hans um hríð eftir að Jakob brá búi á Hreðavatni. Víða lágu Ieiðir Sumarliða á ævinni um byggðir Borgarf jarðar og var hann eftirsóttur starfs- maður og heimilismaður, enda hlýr bæði mönnum og mál- leysingjum. Og ekki gleymdi hann börnunum, sem hann sýndi I senn hlýju og virðingu. Þau sáu líka góðvildina í brosleitum augum hans, þótt umgerðin væri + Þökkum vottaða samúð við and- lát og útf ör, DANÍELS F. TEITSSONAR frá Grímarsstöðum. Vandamenn víst nokkrum rúnum rist. Nú eru sumir þessara unglinga orðnir fullorðið fólk og minnast þessa manns þakklátum huga, vita að vinakynni Sumarliða rofnuðu aldrei af hans hálfu. Hann sá einungis gott eitt í f ari fólks, enda féll honum aldrei last- mæli af vörum um samf erðamenn sína. Sumum þótti Sumarliði á stundum nokkuð forn i háttum. Má rétt vera. En ef það er að vera forneskjulegur að temja sér ró- semi og heiðríkju hugans, taka öllu með æðruleysi og leita ávallt hins sanna, megi þá fleiri taka upp slíka háttu. Þeim mun þá vel farnast. Hugrekki er f ögur manndáð. Sú dáð er stundum talin augljósust hjá þeim, sem vaða eld og brenni- stein. Hitt er síður lofsungið, sem unnið er i þögn og æðruleysi. Sumarliði dansaði ekki ætið á rósum, en hann tók öllu sem að hðndum bar með jafnaðargeðí og hugsaði fremur um aðra en sjálfan sig. Hann átti því andans hugrekki og iðkaði það af lítillæti, en þannig kemur sú dyggð ósvíkin — og reyndar fegurst — fram. Sumarliði var fróðleiksmaður, las mikið og spurði þá, sem hann taldi vita sannfræði. Minnið var með ólikindum og er það trúlega ættarfylgja margra Húsfellinga. Þessi fróðleikssjóður var ætíð til- tækur öðrum til fræðslu og skemmtunar. Vinir Sumarliða og frændur voru margir. Þeim var hann tryggur, sem öðrum, enda ætt- rækinn vel og vinfastur. Þetta + Öllum þeim, sem sýndu ÖNNU HELGADÓTTUR, Munkaþverárstræti 33, Akureyri umönnun og vinarhug í veikindum hennar, þökkum við af alhug, einnig alla samúð við andlát hennar. Júlíus Davlðsson, Valdls Þorkelsdóttir og fjölskylda. Sigrún Júltusdóttir og fjölskylda. + Útför mannsins míns ARONSI GUÐMUNDSSONAR skipstjóra verður gerð frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 23. júll kl. 13.30. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna. Ingveldur Pálsdóttir. marz það sama ár. Eignuðust þau 3 börn: Sigrúnu, Vilberg og Njál, en Njáll dó í bernsku. Skarphéðinn missti eiginkonu sína árið 1956 og bjó upp frá þvl hjá Sigrúnu dóttur sinni að Meðalholti 13, ásamt Sigriði dótt- ur Sigrúnar og Svanhvíti Vatns- dal, sem eftir fráfall Valgerðar hef ur séð um heimili þeirra. Skarphéðinn starfaði hjá Kol og salt til sjötugsaldurs og sfðan hjá Garðrækt Reykjavíkurborgar þar til hann varð áttræður. Eftir það fór heilsu hans smám saman hrakandi. Það var eins og líkami þessa heilsuhrausta manns þyldi ekki aðgerðarleysið. Að vfsu reyndi hann að finna sér ýmislegt til afþreyingar, en það var honum greinilega ekki nóg. Starfslöngun hans hafði verið heft. Hann varð svartsýnn og honum f annst starf s- degi sínum vera lokið. En um þetta leyti kom litla stúlkan inn í líf hans. Og það var sem líf hans öðlaðist nýjan tilgang. Upp frá þessu má segja, að hann helgaði barninu líf sitt. Ég kynntist Skarphéðni fyrst, er ég kvæntist Sigrúnu sonardótt- ur hans. Við hiónin unnum bæði fólk heimsótti hann tíðum og spurðist fyrir um líðan og feril manna. Alls staðar var hann auðfúsugestur. Síðustu árin dvaldi hann í Borgarnesi. Senni- lega haf a þau ár verið honum góð. Hann bjó f eigin íbúð, sá um sig sjálfur meðan hann megnaði, veitti gestum beina og hýsti suma. Þegar máttur dvínaði, átti hann hauka í horni, ekki sízt hús- freyjuna á efri hæðinni. Hann hvarf úr þessum heimi sáttur við Guð og menn. Vinur. VALE krafft- talíur lyffta grettis- talci VALD POULSEN HF verzlun Suðurlandsbraut 10 simi 38520

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.