Morgunblaðið - 21.07.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.07.1974, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1974 Séð yfir hinn mikla fjölda hesta. Kirkjubæ. Allir þrír hestarnir hlutu 1. verðlaun. í öðru og þriðja sæti voru Sörli frá Sauðárkróki og Hylur frá Kirkjubæ. Allir þrir hestarnir hlutu 1. verðlaun. í keppni stóðhesta án afkvæma varð efstur í hópi 6 vetra og eldri Hrafn frá Holtsmúla, Skagafirði, sem hlaut 8,56 stig, sem er hæsta stigatala, sem nokkrum kynbóta- hesti var gefin. I hópi 5 vetra stóðhesta var Gustur frá Hólum dæmdur beztur með 8,10 stig, en í hópi 4 vetra varð Náttfari frá Ytra-Dalsgerði hlutskarpastur með 8,09 stig. Hrafnkatla frá Sauðárkróki varð efst kynbótahryssa 6 vetra og eldri með 8,54 stig en hálfsyst- ir hennar, Hrafnhetta frá Sauðár- króki, hlaut 8,31 stig og þar með þriðja sætið. Þær eru báðar und- an Síðu. í öðru sæti varð ör frá Akureyri með 8,49 stig. í hópi 5 vetra hryssa urðu efst- ar Freyja frá Reykjum og Bára frá Asgeirsbrekku með 8,12 stig en í hópi 4 vetra hryssa sigraði Perla frá Hóli með 8,16 stig. # Gæðingar Mikill fjöldi hesta tók þátt i keppni gæðinga. Keppt var í tveimur flokkum, annars vegar i flokki alhliða gæðinga og hins vegar í flokki klárhesta. t flokki alhliða gæðinga varð efstur Núpur frá Kirkjubæ með 224,5 stig. Annar var Sindri frá Laugarvatni með 219,5 stig og þriðju Eyrar-Rauður frá Þor- valdseyri með 218 stig. í flokki klárhesta með tölti sigr- aði Gainmur frá Hofsstöðum með 221 stig en Roði úr Flatartungu varð annar með 217 stig og þriðju Hreggur frá Dalsskarði með 215,5 stig. # Spennandi hlaup 30 hestar tóku þátt í skeiðinu og hlupu í 6 riðlum. Mikil eftirvænt- ing rikti um þetta hlaup því marg- ir þóttu sigurstranglegir þ.á m. Máni frá Álfsnesi, sem sigraði á kappreiðum Fáks í vor og Hvinur, einnig frá Álfsnesi, en Sigurður Sæmundsson sat báða. Urslit urðu hins vegar þau, að Öðinn Þorgeirs I Gufunesi sigraði á 23.2 sek., sem er bezti tími, sem náðst hefur í langan tfma. Eins og kunnugt er, er það Gletta Sigurðar Ólafssonar, sem hefur átt metið, 22,6 sek., frá því 1948. Annar varð Sigurboði Reynis Aðalsteinssonar frá Sigmundar- stöðum með tímann 23,5 sek. Hvinur Sigurðar Sæmundssonar varð I þriðja sæti með sama tima og Sigurboði, er var sjónarmun á undan. 1 skeiðinu voru í boði hæstu verðlaun, sem um getur í kapp- reiðum á íslandi. Fékk Öðinn 60 þúsund fyrir sprettinn en þeir Sigurboði og Hvinur 50 og 40 þús- und. Stökkið var ekki minna spenn- andi. 1 800 metrunum var hörð keppni ámilli Kára Hreins Árna- sonar og Sörla Reynis Aðalsteins- sonar, sem fengu sama tíma 59,7 sek. en sjónarmunur réð því, að LANDSMÓT hestamanna var haldið á Vindheimamelum dag- ana 10.—14. júlí og þótti takast mjög vel. Fjöldi manns hvaðan- æva að af landinu kom með hesta sfna. Er álitið, að hátt á þriðja þúsund hesta hafi verið á mótinu. Var stórfenglegt að horfa yfir hagann þar sem hestarnir voru geymdir og hefur vart í annan tfma sézt svo mikill fjöldi hesta samankominn á einum stað. Margt fagurra gæðinga var á mót- inu enda lögðu hestamannafélög- in kapp á að koma með sfn beztu hross. M.a. sögðu Þjóðverjar, sem blm. talaði við, að þó að þeir hefðu á mörg mót komið hefðu þeir aldrei séð jafnmarga fallega hesta á einu móti. Vindheimamelar eru mjög ákjósanlegur staður fyrir mót af þessu tagi, frábær aðstaða er fyrir tjaldstæði og sýningarstaða góð, að mestu löguð af náttúrunnar hendi. Snyrti- og þjónustuaðstaða annaði hins vegar illa mikilli að- sókn og eftirspurn hins gífurlega fjölda mótsgesta. Er reiknað með, að um 10 þúsund manns hafi sótt mótið. Fjölbreytt dagskrá var á mót- inu. Auk hefðbundinna keppnis- atriða voru haldnar kvöldvökur þar sem m.a. ungmenni sýndu meðferð oghlýðnihesta. Á laugar- dag kom póstlestin á leiðarenda og var henni vel fagnað en á sunnudag riðu hestamenn hóp- reið í félagsbúningum inn á sýn- ingarsvæðið. Þetta var stærsti hópur hestamanna, sem sézt hef- ur í skrautreið. Var hún VA kíló- metri að lengd i þrfsetinni röð. Hjónin Vilhjálmur Pálsson og Vigdfs Bjarnadóttir stjórnuðu hópreiðinni. # Bezta kynbóta- hryssan Bezta dóma kynbótahryssa hlaut Síða frá Sauðárkróki, sem hlaut 1. heiðursverðlaun. í um- sögn dómnefndar segir m.a., að 5 afkvæmi Síðu hafi náð 1. verð- launum nú þegar sem kynbóta- hross og er það einsdæmi og talar sínu máli um það hvílík úrvals- kynbótahryssa Síða er. Ennfrem- ur segir: „Sfða má óefað teljast bezta kynbótahryssan, sem undir dóm hefur komið á síðari árum.“ Númer 2 varð Fjöður frá Reykj- um f Skagafirði og nr. 3 Nös frá Búðardal. Hlutu báðar 1. verð- laun. Blesi frá Núpakoti var dæmdur beztur stóðhesta með afkvæmum. Blesi er góður undaneldishestur og á afkvæmi í fremstu röð gæð- inga, að þvf er segir f úrskurði dómnefndar. í öðru og þriðja sæti voru Sörli frá Sauðárkróki og Hylur frá Afkvæmi Sfðu frá Sauðárkróki. Skjótta merln, önnur frá vinstri, er aðeins veturgömul þótt stór sé. Borizt á fákiim fráum Frá landsmóli hestamanna á Vindheimamelum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.