Morgunblaðið - 21.07.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.07.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JULI 1974 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Bjórn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 1 00. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasolu 35,00 kr. eintakið. um kveðið upp sinn lýð- ræðislega dóm. Þeir hafa í þessum kosningum lýst þeim vilja sínum, að vinstri stjórnin fari frá völdum og að Sjálfstæðisflokkurinn taki við forystu landsmála. Dómi kjósenda ber að sjálf- sögðu að hlýða. Og í sam- ræmi við það fól forseti ís- lands formanni Sjálfstæð- isflokksins, Geir Hall- grímssyni, nokkrum dög- um eftir kosningar að mynda nýja ríkisstjórn. Fyrsta verk Geirs Hall- grímssonar var að óska eft- ir skýrslum um ástand og horfur í efnahagsmálum VILJI KJOSENDA ER SKÝR viðfangsefna, sem fyrir hendi eru, þannig að mál- efnalegur grundvöllur væri fyrir hendi til mynd- unar nýrrar ríkisstjórnar. Tilmæli Geirs Hallgríms- sonar um slíkar viðræður leiddu til þess, að tveir frá- farandi stjórnarflokka, Al- þýðubandalag og SFV, lýstu því skýrt yfir, að þeir vildu ekki ríkisstjórn með aðild Sjálfstæðisflokksins — þrátt fyrir ótvíræðan dóm kjósenda þar um. Það er að sjálfsögðu mál þess- ara tveggja flokka, að þeir skuli með þeim hætti vilja koma í veg fyrir, að vilji kjósenda nái fram að ganga. Ikosningum kveða kjós endur upp dóm yfir verkum umboðsmanna sinna á liðnu kjörtímabili og taka jafnframt ákvörð- un um, hverjum þeir vilja fela forsjá sinna* mála næsta kjörtímabil. Síðast- liðin 3 ár hefur setið að völdum í landinu vinstri stjórn, sem mynduð var að loknum þingkosningum 1971. Fyrir þær kosningar datt engum í hug, að mynd- un vinstri stjórnar að þeim loknum kæmi til greina og vafalaust hefðu kosninga- úrslit orðið á annan veg, ef kjósendur hefðu gert sér grein fyrir því, hvers vænta mátti. 1 vor og sumar hafa farið fram tvennar kosningar, byggðakosningar í maí og þingkosningar f júní. Úr- slit þessara kosninga beggja urðu mjög afdrátt- arlaus vantraustsdómur yf- ir vinstri stjórn og skýr traustsyfirlýsing við Sjálf- stæðisflokkinn. í byggða- kosningunum hlaut Sjálf- stæðisflokkurinn 50,5% allra gildra atkvæða á land- inu og varð í þeim kosning- um í raun meirihlutaflokk- ur með þjóðinni. í byggða- kosningunum 4 árum áður hlaut Sjálfstæðisflokkur- inn 42,8% gildra atkvæða og bætti því við sig 7,7% milli þessara tveggja kosn- inga. 1 borgarstjórnarkosn- ingunum í Reykjavík í maí, þar sem að venju var barizt um það hvort Sjálfstæðis- flokkurinn héldi meiri- hluta sínum, nam atkvæða- aukning flokksins 10%. tJrslit byggðakosninganna einna voru út af fyrir sig svo skýr og fylgisaukning Sjálfstæðisflokksins svo mikil, að augljóslega var um að ræða afgerandi van- traust á vinstri stjórn. Rúmum mánuði sfðar fóru fram þingkosningar og þar kom sama afstaða kjósenda í ljós. Sjálfstæðis- flokkurinn hlaut hærra hlutfall atkvæða en hann hefur nokkru sinni hlotið frá því á fyrstu starfsárum sínum upp úr 1930 og bætti við sig 6,5% í atkvæða- magni. Stjórnarflokkarnir töpuðu bæði þingsætum og atkvæðahlutfalli. í Reykja- vík nam fylgisaukning Sjálfstæðisflokksins 7,5% atkvæða, í Reykjaneskjör- dæmi 10,7% atkvæða og i nær öllum kjördæmum öðrum nam fylgisaukning- in 4—5%. Þannig hafa kjósendur með ótvíræðum hætti í tvennum kosning- þjóðarinnar, sem öllum ber saman um, að eru mjög ískyggilegar. Næsta skref hans var að óska eftir við- ræðum allra flokka um efnahagsmálin svo og önn- ur mál, en markmiðið með þessum viðræðum átti að vera að leiða í ljós, milli hvaða stjórnmálaflokka líklegast væri, að samstaða gæti tekizt um lausn þeirra 1 framhaldi af þessum viðbrögðum tveggja flokka var eðlilegt, að Geir Hall- grímsson sneri sér til Framsóknarflokks og Al- þýðuflokks með ósk um viðræður milli þessara þriggja flokka til þess að kanna, hvort málefnalegur grundvöllur gæti skapazt hjá þeim um stjórnar- myndun. Svör þeirra munu væntanlega liggja fyrir fljótlega eftir helgi. Eins og nú er háttað málum ætti að geta náðst málefnaleg samstaða milli þessara þriggja flokka um stjórnar- myndun, ef gengið er til viðræðna þar um með já- kvæðu hugarfari. Það kem- ur í ljós eftir helgina, hvort svo verður. | Reykj aví kurbréf 20» júlí< Loftur Bjarnason Þeir, sem þekktu Loft Bjarna- son útgerðarmann, sakna nú eftir- minnilegs persónuleika og sér- stæðs athafnamanns, sem tókst í lífi sínu að gera hvort tveggja í senn, að skilja eftir sig góðar minningar í hugum vina sinna og djúp spor í athafnasögu íslenzku þjóðarinnar. Slíkir menn eru lít- illi þjóð mikils virði, og vill Morgunblaðið minnast þessa góða vinar síns að leiðarlokum. Blað eins og Morgunblaðið verður óhjákvæmilega skotspónn fyrir sakir stærðar sinnar og áhrifa og er slíkt að vonum, þar sem ríkir lýðræði og svonefnd frjáls hugsun. 1 slíku þjóðfélagi eru skoðanir sem betur fer margar og stangast oft og einatt á. En á þeim árum, sem vegið hefur verið hvað ákafast að Morgun- blaðinu og reynt að gera málflutn- ing þess tortryggilegan, þ.e. á tveimur fyrstu árum vinstri stjórnarinnar, stóð Loftur Bjarnason eins og klettur úr hafinu og lét á sér brjóta suma þá boða, sem blaðinu voru ætlaðir. Það er ekkert Iaunungarmál, að Mbl. hefur, að sjálfsögðu, orðið fyrir gagnrýni ýmissa þeirra, sem Sjálfstæðisflokkinn styðja, og hefur þá verið gott að eiga slíkan bakhjarl sem Loft Bjarnason. Hann var ódeigur að segja skoðun sína, en það sem mestu varðar: drengskapur hans minnti einnig á klettinn, sem stendur af sér öld- una. Það var áreiðanlega engin til- viljun, að Loftur Bjarnason náði þvf takmarki, sem hugur hans stóð til. Hann var gæddur góðum gáfum, meðfæddri einbeitni, áhuga, viljakrafti og stjórnaði fyrirtækjum sínum sjálfur eins og góður skipstjóri skipi sínu. Lífsstarf hans var allt bundið við hafið og sér þess vfða stað, eins og kunnugt er. Það ber dugnaði hans og ekki síður farsæld fag- urt vitni, en þó að hann hafi verið maður framkvæmdanna, tók hann virkan þátt í margvíslegum félagsstörfum, og var einarður sjálfstæðismaður. Hann var oddviti stéttar sinnar á ýmsum sviðum og hafði eins og allir stór- brotnir framkvæmdamenn mik- inn áhuga á menningarmálum og andlegum efnum. Það er engin tilviljun, að Loftur Bjarnason var ein styrkasta stoð Almenna bóka- félagsins frá upphafi, og Hall- grfmskirkja í Saurbæ mun um ókomin ár bera vitni trúrækni Lofts og konu hans, en þau hlúðu að henni með þeim hætti, að með eindæmum má telja. Loftur Bjarnason var trúmaður, en hann lét ekki mikið yfir þvf. Hann sýndi trú sína aftur á móti í verki. Og hann gekk að starfi sínu með því hugarfari, sem lýst er í 43. sálmi Passíusálmanna, þar sem séra Hallgrímur segir í 16. versi: Herra Jesú, ég þakka þér, þvílíka huggun gafstu mér, ófullkomleika allan minn umbætti guðdómskraftur þinn. Framkvæmdamaðurinn var aldrei einn á ferð þar sem Loftur Bjarnason var. I fylgd með hon- um var ávallt fulltrúi menningar og andlegrar ræktunar. A Skeiðarársandi Þeir, sem voru viðstaddir opnun hringvegar á Skeiðarár- sandi sl. sunnudag, munu áreiðanlega minnast þess lengi. Veður var fagurt, en þó minntu höfuðskepnurnar á sig í miðri ræðu Eysteins Jónssonar, en gerðu það þó eigi með jökulhlaup- um eða eldgosum, heldur miklu úrfelli, sem dundi svo harkalega á plastskálanum, þar sem sam- koman fór fram á sandinum, að yfirgnæfði orð ræðumanns. Þannig taka náttúruöflin til máls. Við sjálfa vígsluathöfnina var hið fegursta veður og einnig í lok samkomunnar, og hvergi rigndi á Suð-Austurlandi nema þessar mín útur þarna á sandinum. Þeir, sem voru í tjaldborginni undir Öræfa- jökli austast á sandinum, voru furðu lostnir, þegar þeim síðar var sagt, hversu mikil rigning hafði verið á samkomunni. Og vestur í Núpsstað var sólskin eins og í öllu Fljótshverfinu og á Síðu. Einhvern tíma hefðu forfeður okkar talið skúr þessa til jarteina, en nú er allt með öðrum hætti og veraldlegri blær á öllum skýr- ingum á náttúrufyrirbrigðum. En áhuginn virðist vera sá sami, ef dæma má af frásögn dagblaðs eins og Vísis sem virðist ekki telja neitt fréttnæmt við hringveginn, nema rigningu þessa. Og ekki var laust við, að samkomugestir heyrðu því fleygt, að þarna hefðu höfuðskepnurnar viljað minna á sig, enda verða þær víst seint sigr- aðar. Þó er ekki hægt að segja annað en þær hafi orðið að láta í minni pokann þarna á sandinum, a.m.k. í bili, svo mikil og stórbrot- in mannvirki hafa verið sett jökl- inum og ánum til höfuðs. Filipus bóndi á Núpsstað, sonur Hann- esar, þess landsfræga bónda og vatnamanns, sagði þeim, er þetta ritar, að brýrnar mundu að öllum lfkindum standa af sér venjuleg jökulhlaup, eins og verið hafa undanfarin ár og áratugi, en þær standast ekki hlaup á borð við það, sem varð í Skeiðará á sfðasta áratug 19. aldar, bætti Filipus við. Náttúruhamfarirnar þarna á sandinum eru svo ógnlegar, þegar mestar verða, að því getur enginn lýst með orðum; jökullinn lyftist undan vatnselgnum og jökulaldan sígur fram á sandinn, oft með miklum jakaburði. Einhver gat þess, að þegar hlaupið væri hvað mest, mundi vatnsmagn þess vera sem svaraði 100—200 Þjórsám. Þegar vegamálastjóra var nýlega óskað til hamingju með mann- virkin á Skeiðarársandi, svaraði hann eitthvað á þessa leið. Við skulum geyma það, þar til eftir næsta stórhlaup! En hvað sem því líður, þá er Skeiðarársandur nú bílfær — og er það ærið tilefni hamingjuóska. Hvenær kemur Katla? Jökulhlaup á Skeiðarársandi ætti ekki að vera vegfarendum hættulegt, því að áin kemur hægt undan jöklinum, fyllir fyrst alla árfarvegi og flæðir sfðan yfir sandinn. Ætti að vera nóg svig- rúm til að loka leiðinni fyrir stór- hlaup. öðru máli gegnir um Mýr- dalssand. Nú þegar hringvegur- inn hefur verið opnaður, er nauð- synlegt að hafa alla gát á honum. Gos í Kötlu og hlaup á Mýrdals- sandi gætu haft slys í för með sér. Almannavarnir vinna að því öll- um árum að koma í veg fyrir, að slys verði á Mýrdalssandi, þegar Katla kemur, en engum jarðfræð- ingi dettur í hug, að langt sé í Kötlugos úr því sem komið er. Nú eru 56 ár frá því Katla gaus sein- ast, og ef miðað er við þau gos, sem orðið hafa í Mýrdalsjökli frá því sögur hófust, má nokkuð örugglega vænta Kötlugoss á næsta hálfum öðrum áratug. Sfð- ast þegar hlaupið kom 1918, mátti það mildi kallast, að smalar úr Mýrdalnum urðu því ekki að bráð, en þeir komust naumlega undan upp í Hafursey á hestum MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JULI 1974 ^ 7 Viðhorfiri Þór Vilhiálmsson: 1 Caracas Caracas, Venezuela, 18. júll 1974 Störfin á hafréttarráðstefnunni ! Caracas hafa hingað til gengið eftir áætlun. Eins og kunnugt er af frétt- um tókst að ná samkomulagi um fundarsköp 27. júnl, eins og ráðgert hafði verið ! vinnuáætlun ráðstefn- unnar Þá hófst allsherjarumræða. sem lauk á mánudag, hinn 14 júlí. Fulltrúar 1 15 rikja og 9 alþjóða- stofnana lýstu þar skoðunum á helztu málum, sem fyrir ráðstefn- unni liggja Merkustu fréttir um um- ræðuna hafa þegar komið fram ! íslenzkum blöðum Mestum tíðind- um sætti þar, að fulltrúar Sovétríkj- anna, Bretlands og Bandaríkjanna lýstu yfir, að þessi ríki myndu fallast á 200 milna efnahagslögsögu, ef samkomulag yrði um önnur atriði. Þó að þvi fari fjarri, að slíkt sam- komulag hafi tekizt, eru þessar yfir- lýsingar næsta mikilvægar og ánægjulegar frá sjónarmiði (slend- inga Þriðji hluti ráðstefnunnar er haf- inn Fundir eru haldnir i þremur nefndum, sem hafa hver sitt verk- efni. Tilgangurinn er að ná sam- komulagi um samningsákvæði eða að komast eins nærri sliku sam- komulagi og kostur er í nefndunum fara einnig fram almennar umræður en um miklu þrengri efni en I alls- herjarumræðunni, sem lauk á mánu- dag í 1 nefnd, sem svo er kölluð, var rætt um lögsögu á hinu alþjóð- lega hafsbotnssvæði utan lögsögu rlkja og um skipulag stofnunar, sem áætlunin er að setja á laggirnar til að fjalla um nýtingu hafdjúpanna Al- mennri umræðu T nefndinni um þetta mál lauk á miðvikudag er 68 ræður höfðu verið haldnar. Ágrein- ingur er mikill. í stórum dráttum er afstaðan sú, að þróunarlöndin vilja alþjóðastofnun með mjög viðtæku valdsviði, sem sjálf annist málm- vinnslu á hafsbotni. Iðnaðarrikin með Sovétrikin og Bandarikin i broddi fylkingar vilja hins vegar al- þjóðastofnun fremur smáa i sniðum, sem veiti leyfi til málmvinnslu og taki gjald fyrir, er siðan sé skipt milli þróunarlandanna. I fyrstu virðist nokkuð vera að ganga saman með mönnum um þessi atriði og kom það fram I meiri sáttfýsi hjá ýmsum fulltrúum þróun- arlandanna Hafa þeir sjálfsagt ákveðið að slá eitthvað af ýtrustu kröfum um starfsemi alþjóðastofn- unarinnar, þar sem Ijóst er, að hún mun hvorki hafa yfir að ráða fé né tækniþekkingu til málmvinnslu í upphafi starfsemi sinnar. Á miðviku- dag syrti þó í álinn, er fulltrúi Mexi- co tók mjög eindregið undir skoðan- ir um hlutverk hinnar væntanlegu alþjóðastofnunar, sem áður höfðu komið fram, en vakið fremur litla athygli. Vildi hann að verksviðið tæki ekki aðeins til hagnýtingar auð- æfa af hafsbotni heldur og auðæfa sjávarins sjálfs utan lögsögu rikja. Hér er um stórmál að ræða, til dæmis ættu fiskveðar utan 200 milna efnahagslögsögu að vera und- ir einhvers konar eftirliti eða stjórn stofnunarinnar eftir þessum hug- myndum Fulltrúi Bandarikjanna mótmælti þvi, að þetta atriði kæmi til umræðu i 1. nefnd, þar sem verkefni hennar væri bundið við hafsbotninn. Fulltrúi Sovétrikjanna kvað kröfugerð um aukið valdsvið alþjóðastofnunarinnar skapa hættu á að hafréttarráðstefnan færi út um þúfur Um þetta varð talsvert orða- skak, en óvist er hvað gerast mun á næstu vikum varðandi þetta atriði ( umræðunum i 1. nefnd gerðist það einnig, að fulltrúi UNCTAD, viðskpta- og þróunarstofnunar Sam- einuðu þjóðanna, flutti þann boð- skap, að málmvinnsla af hafsbotni gæti valdið þróunarlöndum, sem framleiða kobolt, kopar og magnes- ium verulegu tjóni, þar sem aukið framboð myndi e.t.v. valda verð- lækkun. Um þetta er þó deilt Talað var af íslands hálfu I al- mennu umræðunni i 1. nefnd sl. þriðjudag íslenzka sendinefndin vildi itreka þá skoðun, að um hafs- botnssvæðið ætti að fara eftir stefnuyfirlýsingu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna frá 1970, en megin atriði hennar er, að svæðið eigi að hagnýta I þágu allra þjóða en fyrst og fremst þjóðanna i þróunar- löndunum Látin var i Ijós von um, að samkomulag tækist sem tryggði skjóta og hagkvæma vinnslu af hafs- botni Jafnframt var sagt, að það væri meginatriði, að þessi vinnsla ætti að koma þróunarlöndunum til góða Ef til þess kæmi að velja yrði milli tillagna þeirra og tillagna iðn- aðarrikjanna myndi (sland styðja þróunarlöndin. I ræðunni var einnig vikið að mörkum alþjóðlega hafs- botnssvæðisins og sagt, að málefni varðandi hafið yfir þessu botns- svæði væru sérstaks eðlis og kæmi þar allt önnur atriði til greina en þau, sem til umræðu væru I nefnd- inni Bæri þvi til dæmis ekki að ræða verndun fiskistofna á úthafinu um leið oa mál hafsbotnsins Næstu 2 vikur mun 1 nefnd halda fundi fyrir luktum dyrum um samningsákvæði um lögsögu á al- þjóðasvæðinu og hina nýju stofnun Má segja, að þá fyrst sjáist, hvort verulega hefur þokazt i samkomu- lagsátt I 2 nefnd er hafin umræða um ákvæði um landhelgi í væntanlegum hafréttarsáttmála. Þar eru aðallega tvö sjónarmið uppi; flest ríki vilja 1 2 sjómílna landhelgi en nokkur riki I Suður-Ameríku halda enn fram kröf- um um, að landhelgin verði 200 sjómilur Flestir búast við að frá þessari kröfu verði fallið Rætt er um skilgreiningu landhelgishugtaksins og virðist nokkurt stjórnleysi vera á þeirri umræðu ennþá Varla verður þetta atriði torleyst. en mörg og erfið álitaefni biða 2. nefndar Á miðvikudag lauk i 3. nefnd umræðu um verndun hafsins, það er mengun. Þar eru skoðanir skiptar Allir eru sammála um, að einhvers konar lágmarkskröfur séu settar fram í væntanlegum sáttmála Hins vegar er mikil ágreiningur um, hvort strandríkjum skuli heimilt að framfylgja þeim varðandi skip utan landhelgi. Telja siglingaþjóðir hættu á, að það gæti orðið til að skaða siglingafrelsi öhóflega Ovist er hvaða stefnu þetta mál tekur ( dag hófst umræða um visindarannsóknir og miðlun tækniþekkingar. Auk allsherjarfunda og nefndar- funda eru haldnir hér margs konar fundir fyrir luktum dyrum. Fulltrúar Norðurlanda hittast vikulega Svo- kallaðir svæðafundir eru einnig haldnir, en hjá Sameinuðu þjóðun- um skipta þeir máli i ýmsum sam- böndum. ísland er í hópi, sem kall- ast WEO, með fulltrúum annarra ríkja Vestur-Evrópu, Kanada, Ástrallu og Nýja-Sjálands Formað- urinn er nú Finninn Manner Fleiri og öllu mikilvægari fundir eru hér margir, vitað er að alvarlegar tilraun- ir standa yfir til að ná samstöðu strandrikja um tillögugerð um efna- hagslögsögu. Þar er þó enn ekki búið að komast að samkomulagi um kröfur rikja, sem kalla til réttinda á landgrunninu utan 200 mllna Sér- stök óformleg nefnd lögfræðinga frá um 30 rikjum reynir að samræma hugmyndir um efnahagslögsögu Formaður nefndarinnar er Jens Evensen, viðskiptaráðherra Noregs, en i nefndinni eru bæði fulltrúar stórveldanna og rikja i ýmsum heimshlutum. Hans G. Andersen er í þessari nefnd og i strandríkja- nefndinni. Landlukt riki og riki, sem telja sig ekki hafa hagsmuni af stækkun efnahagslögsögu, halda hér fundi Þetta er stór hópur og gæti verið hætta i þvi fólgin að innan hans myndaðist sterk sam- staða Nú mun hópurinn hafa i smiðum tillögur um aðgang að sjó og um hlutdeild rikja í auðæfum sjávar i lögsögu annarra rikja. Ekki liggja fyrir upplýsingar um þessar tillögur Þá hafa eyriki samvinnu og gera miklar kröfur undir forystu Indónesíu Fundum hér í Caracas lýkur í ágústlok. Ljóst er, að fyrir þann tima næst ekki endanlegt samkomulag um hafréttarsáttmála. Við þvi var raunaraldrei búizt. Sennilega verður starfinu haldið áfram i Vin á næsta ári í umræðunum hér til þessa hefur gætt nægilegrar sáttfýsi til að segja megi, að störfin muni væntan- lega bera tilætlaðan árangur og yfir- gripsmikill hafréttarsáttmáli verði saminn og fullgiltur sínum. Daginn áður höfðu þeir verið mun nær jöklinum, og ef hlaupið hefði komið þá, hefðu engar sögur farið af þeim. Þrátt fyrir hætturnar af jökulhlaupum á Mýrdalssandi, er aðeins vitað um einn mann, sem farizt hefur í slfkum hlaupum, og drukknaði hann þó ekki í hlaupinu sjálfu, heldur kviksandi eftir hlaup á Mýrdalssandi. En nú er öldin önnur. Hring- vegurinn mun kalla á gifurlega umferð yfir Mýrdalssand. Þar eru litlir bilar og stórar rútur sífellt á ferðinni og þrátt fyrir mikið starf Almannavarna og annarra aðila til að koma í veg fyrir að slys hljótist af Kötlugosi er hættan nú margfalt meiri en nokkru sinni fyrr vegna þeirrar miklu um- ferðar, sem er og verður um sand- inn. Munurinn á jökulhlaupum á Skeiðarársandi og Mýrdalssandi er sá, að í Kötlugosi kemur flóð- bylgjan undan jöklinum með litl- um sem engum fyrirvara, fyliir alla farvegi þegar í stað og æðir yfir sandinn til sjávar á um það bil klukkutíma. Helztu aðvör- unarmerki eru jarðhræringar á þessum slóðum og er nú kapp- kostað að fylgjast rækilega með þeim, svo að unnt sé að loka Mýr- dalssandi að vestan og austan fyrir allri umferð, ef talin er ein- hver hætta á gosi. Undankomu- leiðir eru að vísu bæði f Hafursey, Hjörleifshöfða og niðri í Álfta- veri, en ekki er hægt að ætlast til þess, að ókunnugir geti notað sér þær á örlagastund nema þeir hafi fengið fræðslu um eðl* hættunnar og hvernig við skuli bregðast. Er þess nú að vænta, þegar hring- vegurinn hefur verið opnaður, að meiri áherzla verði lögð á öryggi á Mýrdalssandi en nokkru sinni fyrr; þar sem áður fóru aðeins fáir, en kunnugir fjármenn, leggja nú leið sína hundruð ef ekki þúsundir manna á degi hverjum, svo að allir hljóta að sjá í hendi sér, að hér er ekki um neitt gamanmál að ræða, heldur brýnt viðfangsefni slysavarna- manna í landinu. Með árvekni er unnt að fylgjast með breytingum á Kötlu og vötnunum á Mýrdals- sandi og koma þannig í veg fyrir stórslys af völdum náttúruham- fara. Vel má vera, að rétt sé það, sem jarðfræðingur sagði við blaðamann Mbl., þegar hann spurði um Mýrdalssand: Jökul- hlaup á Mýrdalssandi eru svo ógurlegar náttúruhamfarir, að bezt er að vita ekkert um þær, þegar lagt er út á sandinn. En þetta ráð mundi ekki duga á hættustund. Þess vegna er á hana minnzt nú í tilefni af opnun hringvegar. Næg verkefni Það hefur vist ekki farið fram hjá neinum, að hringvegur hefur verið opnaður, en við verðum að horfast í augu við þá staðreynd, að mikið er enn ógert til að vegur- inn umhverfis landið geti talizt góður. Enginn vafi er á því, að auðvelt er að bæta hann til muna og það með tiltölulega litlum til- kostnaði. Þeir Skaftfellingar höfðu orð á því á Skeiðarársandi sl. sunnudag, að áður fyrr hefði alltaf verið sagt: Það er ógerlegt að brúa árnar, þær verða aldrei brúaðar — en þegar ein hefði verið brúuð, þá hefði verið lagt í þá næstu, enda þótt hún hefði einnig verið talin óbrúanleg, þangað til öll jökulfljótin höfðu verið brúuð nema á Skeiðarár- sandi; en þá lá auðvitað beinast við að leggja einnig í þau. Nú þegar hringveginum er lok- ið, er nauðsynlegt að huga að margvíslegum endurbótum á hon- um, og má t.a.m. nefna veginn yfir Breiðamerkursand og vfðar í Austur-Skaftafellssýslu, ekki sízt þarf að breyta veginum um Lóns- heiðina. Það er lítið gagn af hringvegi, sem ekki er nothæfur vegna ófærðar á vissum köflum. langtímum saman. Vegirnir á Austurlandi hafa batnað verulega en Skriðdalurinn hefur orðið út- undan, svo að dæmi sé nefnt. Veg- urinn upp Jökuldal og yfir Möðrudalsöræfi og Hólsfjöll hef- ur tekið miklum breytingum til batnaðar, en vegurinn yfir Mývatnsöræfi er með öllu óviðun- andi. Frá Mývatni að Akureyri er sómasamlegur vegur og einnig frá Akureyri suður til Reykjavíkur og frá Reykjavik austur að Skeiðarársandi, en þó þarf veru- legrar lagfæringar við á einstaka stöðum eins og á kafla I Norðurár- dal, svo að enn eitt dæmi sé tekið. Auk þess má benda á, að hring- vegur um landið verður að ná til Vestfjarða og þarf að vinna að því öllum árum að leggja hringveg um Vestfirði og tengja hann aðal- hringvegi landsins. Yrði það enn til stórbóta. Þá má og bæta þvf við, að varla mundi það teljast stórmál að leggja sómasamlega vegi yfir öræfin og mundi slík vegagerð draga mjög úr umferð á þeim vegum, sem nú eru fyrir hendi, a.m.k. á sumrin og haustin. Yfir Sprengisand væri hægt að leggja hraðbraut með tiltölulega litlum tilkostnaði og ekkert taékniafrek væri að leggja veg yf- ir Kjöl. Sáralítið vantar á, að Fjallabaksleiðin nyrðri sé á sumr- in fær öllum bifreiðum og ætti það einnig að vera takmark að gefa sem flestum tækifæri til að fara svo fagra leið og komast í þá snertingu við landið, sem öræfin ein bjóða upp á. Þar sem það er naktast og afskekktast veitir það mönnum þrek, styrk og áræði. öræfi íslands eru eftirsóknarverð reynsla. Gróandi þjóðlíf Reykjavíkurbréf þetta hefur f jallað um hringveginn og bættar samgöngur hér á landi. Ekkert er eyþjóð eins og Islendingum nauð- synlegra en að búa við góðar sam- göngur, sem tengir landsmenn sterkari böndum, auðveldar sam- skipti og aðflutninga og eykur þannig á fjölbreytt þjóðlff, örvar framkvæmdir og athafnahug. En fyrst og síðast dregur gott vega- kerfi meir en annað úr þeim mis- muni, sem verið hefur á því að búa á þéttbýlissvæðum og í dreif- býlinu. Er enginn vafi á því að stórframkvæmd á borð við hring- veginn á eftir að stuðla mjög að þvf, að fólk úti á landsbyggðinni telji sig sitja við sama borð og aðrir þjóðfélagsþegnar og uni þar af leiðandi betur hag sfnum og kjörum. Á 1100 ára afmæli Islands- byggðar hefur margt verið gert til aðglæða þjóðarvitund íslendinga, minna þá á einstæða sögu lands- ins, erfðir og glæsilegar fram- tíðarvonir, ef við kunnum fótum okkar forráð og erum á verði gagnvart erlendri ásókn. Opnun hringvegarins er liður í þjóð- hátíðahaldinu, vígsla hans verður einn eftirminnilegasti atburður þessa árs, vegurinn á eftir að auka á bjartsýni þjóðarinnar, samheldni hennar og samstarf. Það mætti því vel komast svo að orði f lokin, að það hafi verið gróðrarskúr, sem truflaði athöfn- ina á Skeiðarársandi — jartein gróandi þjóðlífs á íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.