Morgunblaðið - 21.07.1974, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JULl 1974
Landsmót
...
skáta
1974
„HOPPOG HÍ”
„A Olfljötsvatni er hopp og hí
— öll við komum aftur á ný,“
segir f einum skátasöngnum.
Ekki tókst að ná mynd af lifinu,
en hér er ein mynd af hoppinu;
það eru skátar f Skátafélagi Akur-
eyrar, sem taka nokkrar leik-
fimisæfingar á meðan beðið er
þess, að varðeldur hef jist.
Vinnuálag háir
skátastarfinu
Búðir ísfirzku skátanna á lands-
mötinu hafa vakið athygli fyrir
vandaðar skreytingar, mann-
virkjagerð og góða umgengni,
enda hafa tjaldbúðaverðlaun
fallið báðum hópunum í skaut,
kvenskátafélagið Valkyrjunni og
drengjaskátafélaginu Einherjum.
Alls eru um 200 skátar starfandi í
félögunum tveimur, en á mótinu
eru 26 stúlkur úr Valkyrjunni og
30 piltar frá Einherjum. Einn
fararstjóri piltanna, Halldór Jóns-
son, segir blaðamanninum frá
undirbúningi undir mótið:
„Mikill áhugi hefur verið hjá
skátunum fyrir að undirbúa vel
þátttöku sína í mótinu, en það
hafa bara allir svo lítinn tíma.
Það er svakalega mikil vinna á
ísafirði fyrir unglingana og ég
veit, að margir unglingar úr
Reykjavík, sem hafa komið I
heimsókn vestur, hafa verið stein-
hissa á þessu. — Við tókum að
okkur að gera hliðið að fjöl-
skyldubúðunum og var mikið
verk að teikna það og mála. Svo
höfum við sérstaka æfingu á upp-
setningu þessara tjaldbúða
helgina áður en við komum
hingað. Við höfum alltaf verið
með turnbyggingu á hverju lands-
móti, en slepptum turninum núna
og vildum vera með fleiri
byggingar f staðinn. Hér eru
fjórir flokkar og tók hver flokkur
að sér eitt verk, einn gekk frá
bekkjunum á varðeldasvæðinu,
annar sá um hliðið, sem er brú, sá
þriðji gerði uppþvottagrind og sá
fjórði borðið, sem vió mötumst
við. Við fararstjórarnir sáum
síðan um girðinguna utan um
búðirnar okkar."
Á myndinni sjást bekkirnir
utan um varðeldastæðið, en
skátarnir, sem unnu að gerð
bekkjanna, höfðu, þegar hún var
tekin, gert hlé á starfinu til að
taka þátt í kynningarleiknum á
mótinu.
■ ■
SJÓSKÁTUN
Niðri við Ulfljótsvatn eru sjó-
skátar úr Hafnarfirði og Garða-
hreppi með búðir sfnar og báta og
þar hefur þátttakendum I lands-
mótinu gefizt kostur á að fá léða
báta til siglinga út á vatnið. Hefur
jafnan verið margt um manninn
þar og mikið Iff í tuskunum.
Foringjar sjóskátanna veita
blaðamanninum nokkrar upp-
lýsingar um starfið f Garðahreppi
og Hafnarfirði, en sjóskátun mun
ekki vera stunduð að ráði annars
staðar á landinu. 1 Hafnarfirði er
sjóskátastarfið hluti af almenna
starfinu og stendur öllum skátum
félagsins opið. Þó er það einkum
ákveðinn kjarni, sem heldur
starfseminni gangandi og skapar
aðstöðu fyrir félagið. Er hug-
myndin að hafa þessa aðstöðu
alltaf til reiðu, þannig að hún
verði nýjum skátum hvati til að
leggja stund á sjóskátun.
Skátarnir hafa samvinnu um
þessi mál við siglingaklúbb á
vegum æskulýðsráðs Hafnar-
fjarðar.
1 Garðahreppi er sjóskáta-
starfið aðgreint frá almenna
starfinu og sérstök sveit starfar
eingöngu að sjóskátun. Auk
siglinganna er unnið að smfðum,
ýmiss konar sjóvinnu, s.s. neta-
hnýtingum, splæsingum o.fl. og
kenndar öryggisreglur o.fl. Að
sögn foringjanna tveggja stefnir
þróunin að samstarfi milli Garða-
hrepps og Hafnarfjarðar f mál-
efnum sjóskáta.
Skátabúningurinn
kom í góðar þarfir
Meðal erlendra skáta á lands-
mótinu eru fimm stúlkur frá
Sviss og tveir þýzkir piltar.
Stúlkurnar komu hingað gagn-
gert til að taka þátt í mótinu og
höfðu undirbúið ferðina um
nokkurt skeið, en piltarnir fréttu
hins vegar ekki af mótinu fyrr en
þremur dögum áður en það hófst.
Þeir höfðu komið til Islands til að
kynnast landi og lýð, en fréttu þá
af mótinu, og þar sem þeir skilja
skátabúninginn aldrei eftir á
ferðalögum fannst þeim tilvalið
að skella sér á mótið. — Fyrirliði
svissnesku stúlknanna, Ursula
Koller, kvaðst lengi hafa haft
áhuga á íslandsferð og þegar hún
heyrði um landsmótið lét hún
strax skrá sig til farar. Hún ætlar
að dveljast hér áfram eftir mótið
til septemberloka og hefur fengið
vinnu á sveitabæ þann tíma. —
Með Ursulu á myndinni er annar
þýzku piltanna, Toni Weber.