Morgunblaðið - 21.07.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.07.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JULl 1974 Minjagripir Þjóðhátíðarnefndar 1974 Undirbúningur fyrir þjóðhátlðina á Þingvöllum hinn 28. júlf næstkomandi er I fullum gangi þessa dagana og miðar vei áfram. 1 tilefni 1100 ára afmælis Islandsbyggðar hefur þjóðhátfðarnefnd 1974 gefið út nokkra minjagripi, sem tveimur fyrirtækjum hefur verið falið að dreifa I verzlanir um land allt, en þau eru O. Johnson og Kaaber h.f. og Samband fsl. samvinnufélaga. Á undanförnum vikum hefur salan á þjóðhátíðarminjagripum aukizt jafnt og þétt og nú er svo komið, að ýmsir munir eru um það bil að seljast upp. Fréttamað- ur blaðsins leit á dögunum inn á skrifstofu O. Johnson og Kaaber h.f. og ræddi við Gunnar Stein- grfmsson fulltrúa um minjagrip- ina. — Hvernig stóð á þvf, að Kaab- er var falið að sjá um dreifingu minjagripanna ásamt Samband- inu? — Þjóðhátíðarnefnd ákvað að biðja þessi tvö fyrirtæki að sjá um heildsöluna á þeim grundvelli, að Sambandið dreifði minjagripun- um í allar samvinnuverzlanir landsins og að við sæjum um flestallar aðrar verzlanir, sem verzla með gjafavörur, en við urð- um fyrir valinu, vegna þess, að O. Johnson og Kaaber er með heild- söluleyfi númer eitt. Fyrirtækið er stofnsett árið 1906, en fyrst í stað hafði það ekki númerað leyfi, en þegar þau voru gefin út þótti rétt, að það fengi leyfi númer eitt vegna þess, hve lengi það hefur starfað. Við erum mjög ánægðir með að sjá um þessa sölu fyrir þjóðhátíðarnefndina. — Hvernig gengur salan á minjagripum þjóðhátíðarnefnd- ar? — Hún gengur vel og er að aukast mikið þessa dagana, enda nálgast Þingvallahátíðin og fólk er komið í hátíðarskap. I upphafi ákváðum við að dreifa minjagrip- unum eingöngu í gjafabúðir, eins og t.d. blómabúðir og minjagripa- verzlanir. I flestum stærri bæjum eru tvær verzlanir með þessar vörur, en hér í Reykjavík eru allmargar verzlanir með minja- gripina og auk þess fást þeír í flestum ef ekki öllum samvinnu- verzlunum landsins. Þá eru minjagripirnir einnig til sölu I flugstöðinni á Keflavíkurflug- velli. — Hvaða hlutir seljast mest? — Postulínsplattaserían henn- ar Sigrúnar Guðjónsdóttur list- málara, sem hlaut fyrstu verðlaun þjóðhátíðarnefndar 1974, en hún er framleidd hjá hinu heims- fræga postulínsfyrirtæki Bing og Gröndahl í Kaupmannahöfn. Þetta eru þrír veggskildir f litum, sem á táknrænan hátt sýna land- r.ámið fyrir 1100 árum. Plattarnir hafa selzt mjög vel og er talsvert farið að ganga á upplagið, sem er takmarkað. Plattasería Einars Há- konarsonar listmálara, sem fram- leidd er hér á landi hjá Gleri og postulfni f Kópavogi, hefur einnig selzt mikið. Hún er minni en postulínsplattar Sigrúnar og er f afar heppilegum umbúðum til að senda í pósti um víða veröld. Það má kannski taka það fram, að plattarnir frá Bing og Gröndahl eru í litum, en plattarnir frá Gleri og postulíni h.f. eru svart-hvítir. — En hvernig gengur sala minni hlutanna? — Þjóðhátíðarnefnd lét gera tvær gerðir af postulínsöskubökk- um hjá Bing og Gröndahl, sem eru bæði fallegir og ódýrir miðað við slíka gæðavöru. Annar, sá stærri, er ferkantaður og á honum er 1100 ára merki þjóðhátíðarárs- ins f litum. Þessi bakki er að verða búinn, en svo er til minni bakki í póstöskju, sem senda má hvert sem er ef menn vilja senda vinum og kunningjum erlendis minjagrip um 1100 ára búsetuna. Á bakkann er letrað á íslenzku: „Ellefu hundrað ára afmæli Is- landsbyggðar 874—1974“. Bakk- inn er blár og hvítur, en askjan er afar litrfk og skemmtileg og hefur vakið verðskuldaða athygli. Við höfum einnig á boðstólum vegg- dagatöl, sem prentuð eru á dúk, Einar Hákonarson listmálari fékk sérstaka viðurkenningu þjóðhátíðarnefnd- ar fyrir þriggja platta serfu, sem sýnir landnámið. Hér er mynd af einum plattanna. en á bakhlið hans er ritað: „Flóki sigldi þaðan til Færeyja og gifti þar dóttur sfna; frá henni var Þrándur f Götu. Þaðan sigldi hann út á haf með hrafna þá þrjá, er hann hafði blótað í Noregi. Og er hann lét lausan hinn fyrsta, fló sá aftur um stafn; annar fló f loft upp og aftur til skips; þriðji fló fram um stafn f þá átt, er þeir fundu landið". (Hauksbók Landnámabók- ar). og er sala þeirra stöðugt að aukast jafnvel þótt árið sé rétt hálfnað. — Ég sé hér á borðinu hjá þér borðfána í tilefni þjóðhátíðarinn- ar. — Þessi skemmtilegi hlutur er nýkominn á markaðinn. Hann er Hér getur að Ifta postulfnsplattaserfuna eftir Sigrúnu Guðjónsdóttur. sem hlaut fyrstu verðlaun þjóðhátfðarnefnd- ar 1974. Plattarnir eru framleiddir hjá danska postulfnsfyrirtækinu Bing og Gröndahl í Kaupmannahöfn. Þjóðhátfðarnefnd hefur látið gera tvær gerðir af litlum postulfnsöskubökk- um hjá Bing og Gröndahl f Kaupmannahöfn. Efri bakkinn á myndinni er með merki 1100 ára afmæiis fslandsbyggðar, en neðri bakkinn er f fallegri póstöskju. sem senda má f almennum bréfapósti um allan heim. afar vandaður og á eflaust eftir að seljast vel meðan birgðir endast, en þær eru einnig takmarkaðar. — Þjóðhátfðarnefnd hefur látið gera ýmis fleiri merki? — Það er rétt, við höfum dreift tveimur gerðum af límmerkjum með 1100 ára merkinu, en þau eru ætluð fyrir bíla. Annað má líma innan á rúðu og hitt utan á bíla. Þessi merki fást nú f öllum bensínsölustöðvum olfufélaganna f landinu. Þá er að koma barm- merki í lit með 1100 ára merkinu, en við gerðum samning við skát- ana um að selja það og fara þeir f hús þessa dagana og bjóða merk- ið. — Er einhver einn hópur, sem kaupir meira af minjagripum en aðrir? — Nei, alls ekki. Hitt má taka fram, að fyrirtæki hafa keypt nokkuð mikið af hinum fallegu og smekklegu veggskjöldum, sem ég minntist á áðan, til þess að senda viðskiptavinum sfnum erlendis. Mikið er um að fólk sendi þessa hluti til ættingja og vina víða um lönd, auk þess eru flestir grip- anna keyptir og notaðir til afmæl- is- og fermingjargjafa. Þótt sumir hlutanna séu nokkuð dýrir þá eru þetta sérlega vandaðir safngripir, sem eiga eftir að margfaldast í verði, þegar frá líður eins og aðrir sambærilegir hlutir hafa gert hingað til. — Hvað með söluna á Keflavík- urflugvelli? — Hún er að aukast, en nýlega kom út fallegur lítill pöntunar- pési hjá ICEMART á Keflavíkur- velli í samvinnu við þjóðhátíðar- nefnd, þar sem allir minjagripir þjóðhátíðarnefndar eru sýndir í litum. Ferðamenn hafa tekið pés- ann með sér heim og nú eru pant- anir að byrja að berast og vonandi eiga þær eftir að verða margar, þvf að hér er um gjaldeyrisöflun að ræða. — Eru skýringar á mununum á erlendum tungumálum? — Já, á plattaseríunni, sem Ein- ar Hákonarson gerði, eru mjög góðar skýringar bæði á ensku og íslenzku. — Hvernig ætlið þið að haga sölunni á þjóðhátíðardaginn 28. júlí n.k. á Þingvöllum? — Það hefur verið ákveðið, að þjóðhátíðarnefnd hafi sölutjald rétt við pósthúsið á hátíðarsvæð- inu. Þar ætlum við að hafa sölu- fólk og alla munina, sem ég hef rætt um. Söludeildin verður skammt frá pósthúsinu til þess að auðvelda fólki að pósta hluti eins og t.d. öskubakkana í póstöskj- unni. Rétt er að hvetja menn til að tryggja sér minjagripina áður en þeir fara til Þingvalla, bæði til þess að vera vissir um að fá um- rædda minjagripi og komast hjá ös í sölutjaldinu þar eð vitað er, að menn komast í þjóðhátfðar- skap á Þingvöllum og kaupa sér minjagripi um staðinn og stund- ina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.