Morgunblaðið - 21.07.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.07.1974, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JULI 1974 Snœbjörn Jónsson: UPPHAFLEGA var ætlunin að grein þessi birtist í blaðinu ártíðardag Byrons 19. aprfl. sl., en blaðið kom þá ekki út vegna prentaraverkfallsins. — Þess má geta, að efnt var til merkilegrar Byronssýningar í Victoria and Albert Museum í London og mun hún verða opin til ágústloka. But there is that within me which shail tire Torture and time, and breathe when I expire. BYRON. „BYRON Bretatröll". Aldrei komst Matthlas betur að orði en þegar hann mælti þetta, og þó oft listavel. Hann var að minnast á glímu sína við Manfreð Byron. Þenna bitra sorgarleik sundur- tættrar sálar hafði brezki skáld- jöfurinn ort hartnær viti sínu fjær af gremju og reiði og Matthías þýddi, þegar honum sjálfum lá við vitfirringu af sorg yfir missi konu sinnar. Við höfum hans eigin orð fyrir þvf, að þá hafi hann verið „harmi tryldur". Lík- legt er að hann hafi einmitt bjarg- að viti sínu með þessari tröllslegu glímu. Hitt líka sennilegt, að aldrei I annað sinn hefði hann getað skilað slíku meistaraverki sem þýðingin er. „Aldrei hefir íslenzk tunga eins leikið mjer á vörum“, segir hann sjálfur, og getur þess einnig, hve mjög það hafi þá verið á takmörkum, að sér tækist að verjast brjálsemi. En svo tókst honum þýðing Manfreðs, að sennilega á engin þjóð aðra slíka. Því miður kunna íslendingar ekki lengur að meta hana; svo mjög hafa óljóðin eitrað og sljóvgað tilfinningu þjóðarinn- ar fyrir skáldskap og fyrir móður- málinu. Goethe sagði um Byron, að hans lfki hefði aldrei til verið og mundi sennilega aldrei framar koma. Margt fleira er eftir honum haft, sem sýnir, hve geysilega honum fanst til um Byron. En allt hverf- ur það við hliðina á því undur- fagra kvæði, sem hann orti um enska skáldið látið — mann svo miklu yngri en hann var sjálfur. Það kvæði innlimaði hann í Faust sinn, og þó að því sé þar skeytt við líkingar, sem eru hrein hugsmíð hans sjálfs, varpaði hann frá sér með kvæðinu — eins og Bayard Taylor segir — öllu lfkingamáli og hyllir þar Byron einfaldlega eftir skilningi sínum á honum. Kvæðið er fjögur erindi, hið fyrsta þannig: Nicht allein! — wo du auch weilest, Denn wir glauben dich zu kennen; Ach! wenn du dem Tag enteilest, Wird kein Herz von dir sich trennen. Wiissten wir doch kaum zo klagen, Neidend singen wir dein Los: Dir in klar und triiben Tagen Lied und Mut war schön und gross Margt mundi auðveldara en að skilgreina f fám orðum, hvað til þess þurfi að mælt eða ritað mál sé f strangasta skilningi mikill skáldskapur. Hinar beztu hand- bækur verja til þess talsverðu rúmi og gefa þó naumast fullnaðarsvar. Varla munu hinir dómbærustu menn telja Byron á meðal þeirra skálda, er hæst hafi tekizt að klffa tindinn. Og ekki hafa öll þau skáld, er þar hafa komizt nær takmarkinu, unnið sér almennasta hylli. En naumast hafa önnur skáld reynzt afkasta- meiri en hann, (sem lézt hálffert- ugur að aldri), og líklega alls ekk- ert skáld hlotið slfkar vinsældir sem hann. Þær hlaut hann ekki aðeins í lifanda lífi heldur vara þær enn f dag eftir að hann er búinn að lilgja hálfa aðra öld í gröf sinni. Það er öðru nær en að þess sjáist merki, að hylli hans sé að réna. Og hún stendur djúpt. Hann er lesinn, dáður og elskaður af þúsundum þúsunda víðsvegar um heim. Ethel Mayne hefir ritað aðra hina beztu bók, sem til er um Byron, (hin er vitanlega undir- stöðurit það, ævisaga, er Thomas Moore ritaði og allir síðari höf- undar hafa orðið að styðjast við), segir að það sem mest hafi heillað sig, sé hans enthralling (1845) hefir sennilega átt nokk- urn þátt í að auka áhrif hans á dönsk skáld og þar með óbeint hin íslenzku. En ekkert erlent skáld hefir haft slík áhrif hér á landi sem Byron. Þau áhrif voru ærið mikil á sfðara helmingi nítjándu aldar og naumast öll til hins betra. Kristján Jónsson var eflaust að eðlisfari bölsýnn, en þó má vera að skuggsýni Byrons hafi dýpkað þann eðlisþáttinn. Það er annars útaf fyrir sig merkileg saga, að blásnauður, tví- tugur vinnumaður norður á Hóls- fjöllum skuli í slíkri einangrun komast yfir eintak af ljóðmælum Byrons um 1860. Og þegar hann þýðir My soul is drak, sannar hann það tvennt, að hann hefir næga kunnáttu í enskri tungu til þess að skilja textann rétt og að hann er skáld, en ekki einfaldlega hagyrðingur. Þýðingin opnaði honum leið til frekari menntunar, og þann stutta tíma, sem hann átti þá ólifaðan, orti hann mikið og mjög undir áhrifum Byrons. Annað skáld, er orti undir sterkum áhrifum Byrons, var Gísli Brynjúlfsson, (sem Einar Benediktsson kallaði stórskáld). Sjálfur taldi Gfsli, að „Faraldur“ væri eitt hið bezta sinna kvæða og miklar vinsældir hlaut það, er það var fyrst prentað. Enn í dag verð- ur því með engri skynsemd neit- BYRONLAVABÐUR humanity. Langsennilegast að svo sé það um flesta. Byron er alltaf svo ákaflega mannlegur. Og hus- un hans er sífellt svo fágætlega skýr og ljós. Og einhvern veginn er þvf svo háttað, að þegar við lesum Byron, finnst okkur líkast þvf sem standi hann við hlið okk- ur. I sfnu ágæta kvæði um hann segir Matthew Arnold: .......................our soul Has felt him like the thunder’s roll. I minningu 150. ártíðar hans Það var eins og vænta mátti um Arnold: hann hitti naglann á höf- uðið. Og þegar Byron þjáist, þá þjáist lesarinn með honum. „Mfn kvöl skal eignast orð,“ sagði hann sjálfur. Hún eignaðist þau orð, sem við fáum ekki skilið að nokkru sinni hljóðni. Hefir þá nokkurt skáld unnið öllu stærri sigur? Vitaskuld er það markvert, hve mikil og varanleg frægð Byrons varð; hitt ekki síður, með hvílíkri skyndingu hún kom. Nftján ára hafði hann gefið út dálítið Ijóða- safn og annað þegar árið eftir. Þetta voru að talsverðu leyti þýð- ingar úr latfnu og grísku.Kverin vöktu litla athygli fram yfir það, að skozkt tímarit birti um annað þeirra svæsinn áfellisdóm. Hon- um svaraði Byron með hinu miskunnarlausa og ódauðlega kvæði sínu, English Bards and Scotch Reviewers. Þar gekk hann þann berserksgang, sem einna bezt mundi lýst með orðum Sigurðar Breiðfjörð; „Ekki sjer hann sína menn, svo hann ber þá líka.“ Kylfuhöggin voru mörg næsta ómakleg. En Saga er löngu búin að græða þau sár, sem hann veitti þá ófyrirsynju. Straumhvarfanna miklu var nú ekki næsta lang* að bíða. English Bards and Scotch Reviewers kom út 1809 og sama ár fór Byron úr landi, til Grikklands og landanna á Balkanskaga, var tvö ár í þeim leiðangri og lét ekkert prenta á því tfmabili. En 1812 voru prent- aðir tveir fyrstu þættirnir af kvæðabálknum Childe Harold’s Pilgrimage, sem hann hafði ort f Albaníu. Þá var það, að hann (eins og hann sagði sjálfur) „vaknaði upp einn morgun og komst að raun um, að hann var orðinn frægur". Frá þeim degi sá hann aldrei frægðarsól sína ganga undir, en um hamingjusólina var það kannski nokkuð á annan veg. Skáldgáfu Byrons var þannig háttað, að hann orti með svipuð- um hraða og Símon Dalaskáld. Kvæðin urðu til sjálfkrafa, alveg fyrirhafnarlaust. (Þvf má skjóta hér inn f, að þessu var á sama hátt farið um William Morris). Og upp frá þessu lét hann jafnan lítið hlé verða á yrkingunum. Hvert skáld- ritið rak annað og svo var eftir- spurnin gífurleg, að forleggjari hans, John Murray, hafði í raun- inni aldrei undan. Sem dæmi um söluna er það, að þegar söguljóðin The Corasair komu út (1814) seldust af bókinni 10,000 eintök f London á sjálfan útkomudaginn. Og að sjálfsögðu varð að marg- endurprenta hverja bók. En að rekja þessa sögu áfram væri til- gangslaust. Auðvitað voru tekjur Byrons upp frá þessu alveg gífurlegar. En svo var fjárþörf hans mikil, að hann þarfnaðist sí og æ aukinna tekna. Eins og lifnaðarhættir hans voru hlaut hann að eyða miklu til eigin þarfa, en hitt tók þó út yfir, hve miklu hann eyddi öðrum til framfærslu og loks til þess að styrkja Grikki í frelsisbar- áttu þeirra. A nurli og fjársöfnun hafði hann megnustu fyrirlitn- ingu og lét hana þráfaldlega í ljós; t.d. í The Vision of Judgement með þessum orðum: ................a thirst for gold, The Beggar’s vice, which can but overwhelm The meanest hearts. Mun þetta minna ýmsa á orð Einars Benediktssonar: „Hver laut sínum auði var aldrei ríkur, öreigi bar hann purpurans flík- ur.“ Ekki safnaði Einar auði, þó að mikið fé eignaðist hann — til þess að ausa því út. Um frelsisbaráttu Grikkja og hlut hans í henni er það að segja, að enda þótt hann legði henni stórfé og væri einn af fremstu hvatamönnunum fór því fjarri, að honum þætti Grikkir sýna þar þann manndóm, er vænta hefði mátt af þeim. Þar um vitnar með- al annars kvæði hans „Grikk- Iandseyjar“, sem bæði Matthías Jochumsson og Grímur Thomsen hafa þýtt (Grímur betur). Og Þessari frelsisbaráttu fórnaði hann lífi sínu — gerði það vitandi vits og af fúsum vilja. Kvæðið, sem hann orti siðasta afmælisdag sinn, er út af fyrir sig fullnægj- andi vitni f þvf máli. Það mun lengi snerta hjörtu þeirra, er það lesa. Þetta er niðurlagserindið: Seek out — less often sought than found — A soldier’s grave, for thee the best; Then look around, and choose thy ground, And take thy rest. En hermannsgröfin, sem beið hans, er ekki á Grikklandi. Lík hans var flutt heim til Englands til greftrunar. + + + I öndverðu minntumst við á ein- stæða frægð Byrons. Hún er ein- stæð um fleira en eitt. Það ber fyrst að telja, að ekkert skáld annað hefir af svo mikilli skynd- ingu hlotið himingnæfandi orð- stfr eftir að hafa verið lítilsvirtur og að hartnær engu metinn. Hann hafði rétt fjóra um tvítugt, þegar þessi brennandi frægðarsól rann upp. I öðru lagi er hitt, að frægðin er frá öndverðu ekki aðeins f hans eigin ættlandi heldur fer hún í einni svipan eins og eldur í sinu um alla norðurálfu heims. öll Evrópa lýtur þegar í stað þessu unga skáldi. Frægðarsól hans lýs- ir enn í dag og óhætt að fullyrða, að þess verður langt að bíða að hún gangi undir. Áhrif Byrons á bókmenntir þjóðanna voru um langt skeið hreint geysileg — í reuninni alveg með eindæmum. Þetta var ekki að undra ef Goethe hafði rétt fyrir sér um það, að tilvinnandi væri að læra enska tungu til þess eins að geta lesið Byron. Það var að taka stórt til orða. En jafnvel þó að Goethe hefði aldrei sagt þetta þarf ekki að draga það í efa, að orðstír Byrons hefir stuðlað að því, bæði á Þýzkalandi og annars- staðar, að vegur enskrar tungu fór um þessar mundir mjög vax- andi víðsvegar um lönd. En hvergi á meginlandi Evrópu mun hann hafa orðið meiri en á Þýzka- landi og þar varð hylli Byrons mikil: The Germans, too, these men of blood and iron, Of all our poets chiefly swear by Byron, sagði Andrew Lang (að vfsu all- löngu síðar). öll hin helztu skáld- rit Byrons voru skjótlega þýdd á þýzku — eins og raunar aðrar tungur á meginlandinu. Bók Grfms Thomsens um Byron að, að merkilegt sé það. En það er svo í anda Byrons, að eftir hann gæti það verið ef hann hefði ort á íslenzku. Ekkert öndvegisskálda okkar á nítjándu öld mun þó hafa dáð Byron meir en Steingrímur Thorsteinsson og þýðingar hans á ljóðum eftir Byron eru bæði margar og með miklum ágætum af hendi leystar, enda var hann þýðari með stórum yfirburðum. Þegar hann var kominn nokkuð á áttræðisaldur safnaði hann þeim saman í eina bók og lét prenta á eigin kostnað (1903). Þar með lét hann fylgja ritgerð um Byron, og hún er enn í dag hið rækilegasta, sem um hann hefir verið ritað á íslezku. Aldrei var það áformið að telja hér öll þau skáld fslenzk, sem sýnt hafa byronsk áhrif í ljóðagerð sinni. En eitt er þó enn ónefnt, sem með engu móti má ganga fram hjá, og það skáld er Þor- steinn Erlingsson. Hjá honum er það ekki byronski dapurleikinn, sem segir til sín, heldur er það byronska háðið. Þorsteinn hefði aldrei ort „Eden“ (þ.e.a.s. í þeirri mynd, sem kvæðið hefir) ef hann hefði ekki kynnzt Don Juan Byrons. Hann átti tvær útgáfur af ljóðum Byrons (og báðar hafði hann fengið þær að gjöf frá vini sínum Sir Walliám Craigie). Hvar sem þær’bækur eru nú bera þær þess' ljósan vott, að ekki hafði hann'. vanrækt að lesa þær. Skóla- lærdómur hans var meiri í öðrum tungum en ensku, en Byron er sérlega orðauðugt skáld, enda var hann hinn mesti tungumálagarp- ur. Við lestur kvæða hans hefir Þorsteinn óumflýjanlega rekizt á mörg orð, sem honum voru ókunnug. Þeim hefir hann flett upp í orðabók og skrifað svo merkingarnar með blýanti á spássfu bókarinnar, sem hann var að lesa. Þannig hefir hann sparað sér að þurfa að fletta upp að nýju við endurlestur og fyrir þetta hef- ir hann notið kvæðanna betur, er hann las á ný. En mundum við ekki sakna ef „Eden“ hyrfi úr Þyrnum Þorsteins? Jú, líklega heldur betur. Það kvæði er gerólíkt „Faraldi" Gísla, en um bæði gildir þó hið sama: Þau gætu verið verk Byrons ef hann hefði ort á íslenzku. „Loks á Byron engan yl.“ Þó er einmitt með þessum orðum sagt, að (ásamt Njálu) var það hann, sem að Sigurði Breiðfjörð sleppt- um dugði bezt til þess að ylja Þorsteini Erlingssyna Kannski eru þetta allrabeztu eftirmælin, sem hann hefir fengið á Islandi. Hvað sem um það er mega Is- lendingar vel minnast hundrað og fimmtugustu ártiðar hans. Svo mun verða gert víða um lönd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.