Morgunblaðið - 21.07.1974, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.07.1974, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JULl 1974 29 BRÚÐURIN SEIVi HVARF Eftir Mariu Lang Þýðandi: Jóhanna Krístjónsdóttir — Veslings Gretel veitir víst ekki af því, að henni sé sýnd umhyggja. Og að einhver reyni að gera eitthvað. Hún var niður- brotin, þegar ég talaði við hana I símanum áðan. Og ég skil það undur vel. Anneli er einkabarn hennar og mér finnst ekki nema eðlilegt, að hún sé áhyggjufull. Það þarf ekki mikið hugmynda- flug til að sjá, hvílíkt hneyksli er í uppsiglingu. Það fer hrollur um mig við tilhugsunina um, hvað verður þvaðrað og blaðrað f bænum. Christer var ekki kominn nema rétt út fyrir hliðið, þegar hann fékk staðfestingu á orðum móður sinnar. Þetta var á laugardags- morgni og fjórar húsmæður voru á leiðinni á markaðinn eða heim í veðurblíðunni. Þær gáfu sér þó tfma til að stanza og stinga saman nefjum og hann heyrði ávæning af æstum röddum þeirra: — Jú, ég sver, það er heilagur sannleikur. Það er sagt, að þau hafi rifizt svona líka heiftarlega, hún og þessi myndarlegi unnusti hennar . . . og svo bara stakk hún af, án þess að kveðja kóng né prest. — Ja, hugsa sér, annars er nú aldrei að vita með þessa karl- menn. Hann ku nú vera út- lendingur, greifi eða barón eða eitthvað svoleiðis, og hann borðar alltaf á hótelinu og hún Anna Britta mín segir, að hún hafi aldrei borið á borð fyrir annan eins stórbokka og hann er . . . — Jæja og hugsiði ykkur. Ein- glyrni ofan á allt annað. — Ég verð nú að segja, að hún Gretel Ström á ekkert betra skil- ið, eins og hún er tilgerðarleg og hefur verið að rifna úr monti út af þessari stelpu sinni og trúJof- uninni. Ég hef næstum því óskað, að eitthvað svona gerðist. Christer gekk rösklega framhjá húsi Richardssons dómara. Svo kom hann allt í einu auga á lág- vaxinn, feitan mann með gler- augu, sem kom til hans og hvísl- aði: — Er hún . . . er hún enn týnd? Christer kinkaði kolli. — Ert það ekki þú Sebastian, komdu blessaður. Það er langt síðan við höfum sézt. Hann sá, að Sebastian Petrén varð feitari með hverju árinu sem leið. Af vexti hans varð séð, að það var ekki beinlínis hollt fyrir holdarfarið að vera forstjóri fyrir stóru fyrirtæki og auk þess var hann piparsveinn og sagður einn helzti fjáraflamaður bæjarins. Hann var rauður í andliti, það gaf til kynna of háan blóðþrýsting og hann virtist þjást af andarteppu. Sebastian gaf sér ekki tíma til að bíða eftir svari við spurningu sinni. — Hvernig . . . hvernig fer þetta eiginlega . . . verður nokk- uð brúðkaup? Og bætti svo við: — Þetta er alveg óskiljanlegt! VELVAKANDI Velvakandi svarar í sima 10-100 kl. 10.30 — 1 1 30, frá mánudegi til föstudags. 0 Hvers á konan að gjalda? Það hringdi til okkar kona með blíða rödd og kurteis. „Mig langaði aðeins að gera smáathuga- semd við texta með mynd, sem birtist í blaðinu hjá ykkur 11. júlí s.l. Myndin er af ungum hjónum i sólinni á Mallorca. Þar er tekið fram, að maðurinn sé viðskipta- fræðingur, en þess að engu getið, að konan sé tannlæknir. Finnst ykkur þetta nú rétt?“ Nei, Valvakanda finnst þetta ekki rétt. Að sjálfsögðu átti einn- ig að geta um starf frúarinnar fyrst tiundað var hvaða menntun húsbóndinn hefði. Velvakanda er alveg sama þótt hann verði stimplaður rauðsokki fyrir þá af- stöðu. 0 Konan maður og bóndi. En vel á minnst, húsbóndi! Er- um við ekki komin þar út á hálan is. Hver segir að karlmaðurinn sé húsbóndinn á heimilinu? Konur eru bæði menn og herrar, blað- menn, alþingismenn og ráð- herrar. Hvers vegna geta þær ekki eins verið bændur, húsbænd- ur eða búandi menn (konur) uppi i sveit. Vist geta þær verið það. — Og þá neyðist karlmaðurinn til að bíta I það súra epli, að konan er honum meiri, þvi hann getur víst aldrei orðið húsmóðir. 0 Staða konunnar. Það væri annars skemmtilegt rannsóknarefni hvernig staða konunnar í þjóðfélaginu hefur breytst á siðari árum. Samdar hafa verið doktorsritgerðir um óverðugra efni. Hvað skyldu t.d. vera margir áratugir siðan konan var I reynd manninum undirgefin — eða nánast eign hans. Hún átti allt sitt undir honum komið og varð að hlita boðum hans og banni. Ef hún fékk einhverju ráðið var talað um slægð hennar. Of oft beitti hún þeirri slægð til þess að ná sér niðri á karlmannin- um á einn eða annan hátt. Sagan geymir þó frásagnir af konum, sem komust til æðstu met- orða, en það er aðeins undan- tekningin, sem sannar regluna. # Ekki aftur snúið. Nú hefur karlmaðurinn aftur á móti viðurkennt konuna sem jafningja. Þann árangur hefur barátta hennar fyrir auknum rétt- indum borið. Enn eimir þó eftir af gömlum forréttindum karl- manna, en hjólinu verður ekki snúið við úr þessu. Nú verða bar- áttukonurnar aðeins að gæta þess að ganga ekki of langt. Hver ein- stök kona á sjálf að hafa frjálst val um starf sitt og stöðu. Hún á hvorki að þurfa að beygja sig undir vilja karlmannsins eða her- skárra kynsystra, sem finnst niðurlægjandi að vera „bara húsmóðir“. Jæja, ekki meira um þetta að sinni. Konan verður enn um sinn að halda vöku sinni — og svo kemur sennilega að karlmannin- um að láta ekki ganga yfir höfuð sér. Lokað vegna sumarleyfa frá 26. júlí til 30. ágúst. Saltsa/an h. f. Fyrirframgreiðsla skatta í Kópavogi Lögtök eru að hefjast vegna vangreiddra fyrir- framgreiðslna þinggjalda í Kópavogi. Lögtaks- úrskurður var uppkveðinn 15. þ.m. Gjaldendur eru beðnir um að Ijúka fyrirfram- greiðslum nú þegar og komast þannig hjá þeim kostnaði og óþægindum, sem af lögtökum leiðir. Bæjarfógetinn í Kópavogi. 0 Enn um náms- bækur. Velvakandi var aðeins of hvat- vís á dögunum þegar hér í dálkun- um birtist bréf piltsins, sem bar sig upp undan því, að hið opin- bera væri að „snuða" hann um margvíslegar námsbækur, sem hann taldi sig eiga rétt á ókeypis. I eftirmála Velvakanda við fyrrgreint bréf hefði gjarnan mátt koma fram, að það er að sjálfsögðu ekki þeirra sök, sem sjá um útgáfu námsbóka fyrir ríkið, þótt kennarar skikki nemendur sfna til að kaupa aðrar bækur en þær sem eru á boðstól- um endurgjaldslaust. Rfkisútgáfa námsbóka fær þar engu um ráðið. Hún gefur út þær bækur sem að góðra manna mati þykja hentugar fyrir skólana, og hún kvað gera það vel og samviskusamlega. Það er einkum á enskusviðinu, sem nokkur glundroði hefur rfkt um bókaval þrjú til fjögur síðustu árin, en nú mun það líka standa til bóta. En Ríkisútgáfunni verð- ur þar ekki heldur um kennt. Enskukennurum hefur einfald- lega ekki gengið betur en þetta að koma sér saman um ákjósan- legustu kennslubækurnar. 0 Húsvagnarnir. Ferðalangur skrifar: „Kæri Velvakandi. Það er alltaf verið að skammast yfir umferðinni og tillitsleysi öku- manna. Rétt er nú það, margir ökumenn aka eins og þeir væru einir í heiminum, en hinir eru miklu fleiri, sem taka fullt tillit til annarra ökumanna. Því skrifa ég þessar línur, að ég átti leið austur um sveitir fyrr í þessum mánuði. Allt í einu birtist fyrir framan mig á veginum bíll með stóran húsvagn f eftirdragi. Mér hraus hugur við að þurfa að fara fram úr ferlíkinu, en viti menn, nær strax og ég hafði náð bílnum, hægði hann á ferðinni, gaf stefnuljós og vék vel út á vegarkantinn. Þetta gerði hann áður en ég hafði gefið hljöð- eða ljósmerki, hafði fylgst svona vel með umferðinni. Tveir aðrir bílar með hjólhýsi urðu á vegi mínum f þessari ferð og véku þeir báðir strax og vel. Ég vona að þetta séu ekki undan- tekningar, heldur hitt að öku- menn bíla með húsvagna geri sér almennt grein fyrir þeitri ábyrgð, sem á þeim hvílir gagnvart öðrum farartækjum. Ferðalangur.“ Ung danskt par óskar eftir húsnæði í Reykjavík frá 1 5. sept. 3ja herb. íbúð eða hluta af einbýlishúsi. Húsgögn eiga ekki að fylgja húsnæðinu, en bað og eldhús nýtízkulega innréttað. Tilboð sendist Morgunblaðinu merkt: „5295". Hótel Húsavík Gisting, matur, grill, kaffitería. Akið ekki fram hjá. Hóte! Húsavík. Verzlunarpláss Viljum taka á leigu eða kaupa verzlunarpláss á góðum stað í borginni stærra. ca. 70 fm eða Tilboð óskast sent Mbl. fyrst merkt „70 fm 5297 \ sem Reykjavík Þjóðhátíð 1974 í tilefni 1100 ára byggðar í Reykjavík hefur Þjóðhátíðarnefnd Reykja- víkur 1974 látið gera þessa mlnjagripi: Minnispening um landnám Ing- ólfs Arnarsonar. 70 mm I þver- mál Afhentur i gjafaöskju. Upplag: Silfur, 1000 stk, kr 10 000./- pr stk Bronz, 4000 stk kr. 3.000./- pr stk Teiknaður af Halldóri Péturssyni. Framleiddur af ís-spor h.f. Reykjavík. Útsölustaðir: Skrifstofa Þjóðhátiðarnefndar Reykjavikur, Hafnarbúðum. Landsbanki íslands, Frimerkjamiðstöðin. Skólavörðu- stlg Veggskjöld úr postulini framl. hjá Bing & Gröndahl. i Kaup- mannahöfn i aðeins 4000 ein- tökum. Teiknaður af Halldóri Péturssyni. Útsölustaðir: Thorvaldsenbasar, Austurstræti Rammagerðin, Hafnarstræti Raflux, Austurstræti ísl. Heimilisiðnáður, Hafnarstr. Frimerkjamiðstöðin, Skólavörðu stig Æskan, Laugavegi Domus, Laugavegi Gjafabúðin, Vesturveri Geir Zoéga, Vesturgötu Rammagerðin, Austurstræti Bristol, Bankastræti ísl. Heimilisiðnaður, Laufásvegi Mál & Menning, Laugavegi Liverpool, Laugavegi S.Í.S., Austurstræti Rósin, Glæsibæ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.