Morgunblaðið - 15.08.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.08.1974, Blaðsíða 1
28 SIÐUR 148. tbl. 61. árg. FIMMTUDAGUR 15. AGÚST 1974 PrentsmiSja MorgunblaSsins. Nixon á spólumar Washington, 14. ágúst. AP. NTB. BLAÐAFULLTRtJI Nixons for- seta, Jerald Terhorst, sagði f dag, að lögfræðingar forsetans hefðu úrskurðað, að hljóðritanir Richard Nixons væru persónuleg eign forsetans fyrrverandi. Þegar Terhorst var aö því spurður hvort þetta táknaði, að hljóðritanir, sem krafizt hefur verið að verði afhentar vegna Watergate-rannsóknarinnar, yrðu afhentar Nixon, kvaðst hann ekki vita svar við þeirri spurningu. Terhorst gaf til kynna, að þessar hljóðritanir og aðrar, sem væru taldar máli skipta í Water- gate-rannsókninni, yrðu geymdar í Hvíta húsinu, að minnsta kosti fyrst um sinn. Hann sagði, að hljóðritanirnar væru nU í vörzlu leyniþjónust- unnar. Lögfræðingar Hvíta hUssins hefðu verið á einu máli um það, að Nixon ætti spólurnar og komizt að þessari niðurstöðu Makaríos biður stór- veldin að grípa inn í London 14. ágUst — AP MAKARlOS erkibiskup, fyrr- um forseti Kýpur, sem nú er landflótta, skoraði f dag f London á stærstu rfki heims að bjarga eynni frá „villimann- legri árás Tyrkja“. 1 yfirlýs- ingu sinni segir Makarfos: „Þvf, sem Tyrkum mistókst að ná á fundunum f Genf með afarkostum og hótun um vopnabeitingu, reyna þeir nú að ná með ruddalegu ofbeldi." Makarfos: „Villimennska" Makarfos sagði m.a., að tyrk- neskar herþotur væru að myrða saklausa og varnarlausa borgar, og að tyrkneskar her sveitir reyndu stöðugt að sölsa undir sig land. „Enginn getur verið afstöðulaus og aðgerða- laus á slfkum tfma þegar svo mikið er f húfi. Þetta er stund athafna en ckki orða.“ Þá hvatti sendifulltrúi Kýp- ur f London stórveldin til að neyða Tyrki til að láta af sókn sinni með pólitfskum, efna- hagslegum eða hernaðarlegum þrýstingi. að höfðu samráði við skrifstofu Leon Jaworski saksóknara og dómsmálaráðuneytið. Ford forseti átti engan þátt í þessari ákvörðun að sögn Ter- horsts, en er henni sammála. Jafnframt tilkynnti Terhorst, að James D. St. Clair, lögfræðing- ur Nixons í Watergate-málinu, mundi láta af störfum á morgun og snúa sér að lögfræðistörfum í Boston að eigin ósk. 0 Málshöfðun. Ákvörðun um hvort mál skuli höfðað gegn Nixon verður ekki tekin á næstunni. Leon Jawor*ski verður að eiga frumkvæðið, en vill gaumgæfilega athugun í ró og næði á málinu áður en jafnvíð- tæk, söguleg og lögfræðileg ákvörðun verður tekin, segir fréttaritari NTB. Bandaríska lögmannafélagið greiðir atkvæði á morgun á fundi sínum í Honolulu um ályktun þess efnis, að enginn sé hafinn yfir lög og rétt og Nixon verði að sæta ábyrgð gerða sinna eins og allir aðrir. Líklega yrði Ford forseti að taka lokaákvörðun í málinu, en hann hefur sagt, að sú spurning hvort Nixon skuli veitt löghelgi sé ekki ofarlega á blaði hjá sér. Reykinn leggur upp af Nikosíu, höfuðborg Kýpur, eftir að tyrk- neskar herþotur gerðu stðrfelldar loftárásir á borgina í dag. (AP-símamynd) Grikkir og Tyrkir: Á barmi styrjaldar Nikosiu, Aþenu, Ankara, Washington, London Brússel, Moskvu 14. ágúst.AP. • SAMEINUÐU þjóðunum tókst ( kvöld að koma á vopnahléi ( Nikosiu, höfuðborg Kýpur, milli tyrknesku innrásarsveit anna og þjóðvarðliðs grfskra Kýpurbúa, og dró nokkuð úr bardögum í borginni og umhverfis hana. Ekkert benti hins vegar til, að Tvrkir ætluðu að láta af stórsókn sinni inn (Iandið, bæði austur til Famagusta, stærstu hafnarborgarinnar á austurströnd eyjarinnar, og vestur til Lefka. Það er einmitt talið takmark tyrkneska hersins að ná á sitt vald landinu norðan línu, sem dregin er gegnum Famagusta, Nikosiu og Lefka til tyrkneska þorpsins Kottima á norðvesturströndinni. Geysilegir bardagar hafa geisað á eynni f allan dag, allt frá þv( er tyrkneskar herþotur hófu loftárásir á Nikosiu um dagrenningu eftir að Tyrkir slitu friðarviðræðunum ( Genf. Er talið, að verulegt mannfall hafi orðið, m.a. fórust þrfr austurrfskir hermenn Sameinuðu þjóðanna, og einnig særðust fjölmargir sjúklingar geðveikraspftala ( Nikosfu. Standa Grikkir og Tyrkir nú á barmi algerðrar styrjaldar milli landanna. 0 Eftir að friðarviðræðunum f Gent var hætt f nótt að frumkvæði Tyrkja og stórárásir þeirra hófust á Kýpur, ákvað grfska rfkisstjórnin að hætta hernaðarsamstarfi innan Atlantshafsbandalagsins vegna getuleysis þess til að koma á sættum milli tveggja bandalagsþjóða. Hins vegar halda Grikkir áfram stjórnmálasamstarfi. Fastaráð NATO kom saman til skyndifundar og lýsti von sinni um að þessi úrsögn yrði aðeins um skamman tfma, og fyrirskipaði sfðar nákvæmt endurmat á hernaðarstyrk bandalagsins við Miðjarðarhafið. Ljóst er talið, að bandalagið hafi þungar áhyggjur af þvf hversu staða þess á þessu svæði hefur orðið veikari við úrsögn Grikklands. Grikkir eru sagðir hafa mikinn viðbúnað við tyrknesku landamærin. # „Við höfum ekki f hyggju að ná á vald stærra svæði á Kýpur en við teljum réttlátan hluta tyrkneskumælandi Kýpurbúa,“ sagði Bufent Ecevit, forsætisráðherra Tyrkja, á blaðamannafundi f Ankara f dag, og kvað Tyrki hafa verið tilneydda að hefja sókn sfna að nýju þar eð Grikkir hefðu ekki staðið heilshugar að friðarviðræðunum f Genf. 0 Ford, Bandarfkjaforseti, og Harold Wilson, forsætisráðherra Bretlands, fylgdust án afláts með þróun mála á Kýpur f dag, og vestræn lönd létu almennt f ljós áhyggjur vegna yfirvofandi styrjaldar. Þá skýrði talsmaður bandarísku stjórnarinnar frá þvf f dag, að Grikkir og Tyrkir ættu á hættu að Bandarfkin hættu allri hernaðaraðstoð við þá ef þeir hæfu strfðsrekstur hvorir gegn öðrum. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, sem f dag samþykkti einróma að hvetja til nýs vopnahlés á Kýpur og nýrra viðræðna f Genf var kallað aftur til fundar f kvöld að beiðni Kýpur. I yfirlýsingu sinni f dag sagði Robert McCloskey, talsmaður utanríkisráðuneytisins, að Grikk- land og Tyrkland skyldu ekki reiða sig á áframhaldandi hernaðaraðstoð Bandaríkjanna. Á þessu ári var gert ráð fyrir 90 milljón dollara láni til vopna- Framhald á bls. 16 NT Ecevit — „viljum aðeins rétt- látan hluta Kýpur fyrir tyrkneska Kýpurbúa"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.