Morgunblaðið - 15.08.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.08.1974, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. AGUST 1974 eftir BRAGA ASGEIRSSON í eins marga barna- og unglinga- skóla og ég kemst yfir til aó skoða vinnubrögð ungu kynslóðarinnar, jafnt I bundinni handavinnu sem i. frjálsri myndíð. Ég þyrfti langt mál til að gera áhrifum mínum viðhlítandi skil, því að efnið er margslungið og víðtækt, og slík skil hafa í raun og veru verið á dagskrá hjá mér í fleiri ár, en annir leyfa mér ekki að koma öllu því á framfæri, sem ég tel þörf á. En það er næsta auðvelt að rök- styðja það, að handavinna i ís- lenzkum barnaskólum er langt á eftir tímanum og þarf mjög endurskoðunar og uppstokkunar við, því að hér er um mjög mikil- vægt fag til þroskunar að ræða. Litilsiglt föndur tekið upp úr er- lendum heimilisblöðum og alls- kyns annað Iéttmeti, sem getur verið gott og blessað í lokuðum saumaklúbbum, á alls ekki heima i skólum, sem er ætlað það mikil- væga hlutverk að móta smekk ungs fólks á viðkvæmu og næmu þroskastigi. Um smíði drengja er oftlega svipaða sögu að segja, — hér er lögð meiri áherzla á „flínk- heitin" en sjálft þroskagildið. Þá á ég bágt með að skilja þá teikni- kennara, sem láía börnin rita út- skýringar á einslökum þáttum myndefnisins á myndflötinn á mjög óskipulegan hátt; slíkt gerir ekki annað en að gróma myndflöt- inn. .. Ég leit inn á safn Einars Jóns- sonar í tilefni þess, að eitt hundr- að ár eru liðin frá fæðingu hans, og dvaldi þar allnokkra stund. Það er rétt, sem stendur í sýningarskrá, að: „list Einars Jónssonar ber þess merki, að hann var trúmaður mikill, trúði á sigur hins góða yfir hinu illa, þrátt fyrir baráttu og þjáningar, og oftast eru verk hans tákn- myndir“. Allt þetta ber að virða mikils, en ekki get ég skilið, hvernig listamanninum hefur komið sú hugmynd að reisa þetta grafhýsi yfir æviverk sitt, því að sannast sagna nýtur sín varla eitt einasta verk til fulls í þessu húsi. Sem myndlistarmaður, sem geng- ið hefur um sali ótal safna austan hafs og vestan, verð að segja, að aldrei hef ég komið f húsakynni, er falla jafnilla að myndlistar- verkum, og sjaldan hef ég verið jafnfeginn að komast aftur undir bert loft og þá. Hér höfða ég ekki til sjálfra verkanna, þótt ég sé ekki aðdáandi allra verka þessa listamanns, heldur til þess þrúg- andi andrúms, sem fylgir manni jafnvel lengi eftir að maður hefur yfirgefið safnið. Ég get þó tekið undir ummæli Asger Jorn eftir heimsókn hans í safnið fyrir nokkrum árum: „að þetta gæti allt eins komizt í tízku eins og hvað annað i furðulegri ver- öld...“ Lfkur hér að segja frá sýning- um f prentaraverkfalli. Annálinn hafði þann megintilgang, að forða þessum sýningum frá að falla í gleymsku. Bragi Ásgeirsson. □ Höggmyndir frá Afríku; Kjarvalsstaðir □ Nancy Nadzo: Menn- ingarstofnun Bandarfkjanna. Q Gestur og Rúna: Vinnustofusýning björgum. □ Skólasýningar. Einar Jónsson: Hnit- björgum. Það er óvenjulegt, að ekki sé meira sagt, að hingað slæðist höggmyndasýning allar götur frá Afríku, svo óvenjulegt, að margur tortrygginn myndlistarmaður átt- aði sig ekki með öllu á mikilvægi framtaksins, og sumir hverjir, sem hafa um sjónmenntir að fjalla f fjölmiðlum, eru sagðir rétt hafa tyllt tá f dyragættinni og voru svo horfnir að vörmu spori. Þó munu það nokkur meðmæli, að jafnvel nútímalistasafnið í New York hafði fest sér verk á sýningu slíkra verka, — en svona mun það ósjaldan, þegar um einkaframtak er að ræða, en „réttir“ aðilar eru ekki á ferð, nokkurs konar löggilt- ir listmiðlar. Myndlistarmaður, sem hafði ekki einu sinni séð sýn- inguna, nefndi hana hneyksli, en á móti kom, að aðrir og þjóðkunn- ir myndlistarmenn höfðu bæði gleói og ánægju af sýningunni og festu sér jafnvel verk. Víst má telja, að þótt myndirnar á sýn- ingunni væru misjafnar að gæðum, einkum hvað snerti myndverk ýmiss konar á veggjum, sem voru í minnihluta, og sýningin í heild væri ekki fag- mannlega upp sett, var þarna margt um formsterkar og magn- aðar höggmyndir, enda afsprengi trúar á guði og galdra, hugleiðslu og dagdrauma frumstæðs nátt- úrufólks. — Sú fullyrðing ýmissa, að hér hafi verió um fjöldafram- leiðslu að ræða, stenzt naumast, því að til þess voru myndirnar of þungar eða allt upp í hálft tonn og þannig erfiðar og dýrar í flutn- ingi og áttu lítið skylt með því léttmeti í öllum skilningi, er flætt hefur um Norðurlönd og í rusl- verzlanir hvers konar. Felist sannleiksneisti í fullyrðingunni, þá voru formin þó ósjaldan það meitluð, að einungis er á færi mjög gildra myndhöggvara að gera betur. Þannig séð skipti það ekki meginmáli, hvort um frum- verk listamanna væri að ræða eða háþróaðan listiðnað, heldur feg- urð myndanna í sjálfu sér, og því eiga þeir, er að stóðu, þakkir skildar fyrir framtakið . . . Menningarstofnun Banda- rfkjanna að Nesvegi 16 virðist hafa I hyggju að starfrækja sýningarsal í húsakynnum sínum, þannig sýndi þar ung kona, frú Nanzy Nadzo, I marz-apríl sl. um 20 myndverk. Mjög var áberandi við þessa sýningu frúarinnar, að hér var áhugasamur byrjandi á ferð, sem ekki hefur ennþá þróað með sér persónuleg vinnubrögð, málverkin voru mjög ólík inn- byrðis, en líkast því sem fleiri væru að sýna, enda öll verkin máluð sl. 2 ár. Koma fram áhrif vfða að og heildarsvipur þannig brotinn. Það var undarlegt að sjá sannverðugan natúralisma við hlið mynda rótækrar nýlistar og hreins kólorisma. .. — Það vakti óskipta athygli mina í sýningar- Mynd: Frá sýningunni: „Afríka á Islandi". Myndlist Myndlistarannáll II skrá, að menningarstofnunin mun eiga von á athyglisverðum sýningum á grafík-list í náinni framtíð, svo sem frá hinni frægu Pratt listastofnun á Manhattan og eftir hinn viðfræga ameríska popp-listamann Jim Dine, en sá er mikill vinur Guðmundar Erró. Væntanlega koma þessar sýningar sem fyrst, því að þær ættu að geta orðið mikilsverður viðburður. Það er með óblandinni ánægju sem ég skoðaði vinnustofu- sýningu hinna velþekktu lista- hjóna Gests og Rúnu að Laugarás- vegi 7. Ég hefi áður bent á það, hve vinnustofusýningar eru geðþekkar og hafa yfir sér hlý- legra og mannlegra yfirbragð en uppstillíng í sýningarsölum, — en vinnustofusýningar eru því miður sjaldgæfar og því fágætt hnoss- gæti. Á umræddri sýningu voru 48 myndir eftir Rúnu, unnar í acryl á mjög sérstæðan hátt, og hika ég ekki við að segja það álit mitt, að þetta sé það geðþekkasta, sem ég hef séð frá hendi þessarar listakonu, litirnir jarðbundnir og safaríkir og línurnar hnitmiðaðar, léttar og leikandi. Keramikverk Gests um 20 að tölu voru einnig mjög athylisverð, og sem mynd- höggvari leggur hann meiri áherzlu á formið en notagildið. Á sýningunni voru einnig jafnt gamalkunnar sem nýrri högg- myndir Gests, auk þriggja borða, hannaðar af Guðmundi Magnús- syni húsgagnaarkitekt, með brenndum, myndskreyttum plöt- um eftir Rúnu, og var það mjög athyglisverð samvinna. . . . Á hverju vori geri ég mér ferðir Háskólafyrirlestur um tungumálanám 48 þúsund manns sáu sýningar LR LEIKÁRI Leikfélags Reykjavfk- ur lauk um fyrri helgi með þjóð- hátfð f Reykjavfk. Er þetta f fyrsta skipti sem leikhúsið f Iðnó hefur verið opið sumarlangt, en samkvæmt gamalli hefð hafa leikhúsin ekki starfað fram yfir Jónsmessu fyrr en á þessu hátíð- arári. Ekki verður annað séð en að fólk hafi svipaðan leikhús- áhuga f sumarblfðunni og f skammdeginu, þvf sumar- sýningar Leikfélags Reykjavfkur hafa jafnan verið fyrir fullu húsi. A liðnu leikári voru frumsýnd 7 ný verk hjá Leikfélaginu og er það tveim meira en áður hefur verið á einu leikári. Auk þess var fjórum sinnum bryddað upp á nýju efni f Síðdegisstundum leik- hússins og flutt var sérstök dag- skrá með brúðuleik í tilefni af Listahátíðinni í vor. Sýningar í Iðnó urðu á þessu leikári 252 og leikhúsgestir rúmlega 48 þúsund. Leikfélag Reykjavíkur mún taka til starfa á ný í byrjun októ- ber eða mánuði seinna en venja er, vegna þess hve umliðið leikár teygðist fram á sumarið. I haust verða tekin til sýninga fjögur verk frá fyrra leikári, þ.e. Selur- inn hefur mannsaugu eftir Birgi Sigurðsson, revían íslendinga- spjöll eftir Jónatan Rollingstón Geirfugl, Kertalog Jökuls Jakobs- sonar og Fló á skinni. Fyrsta nýja verkefni haustsins verður sjón- leikurinn Meðgöngutími eftir pólska skáldið Slawomir Mrozek. Leikstjóri er Hrafn Gunnlaugs- son, sem er nýkominn heim frá námi í leikhúsfræðum. Æfingar eru þegar hafnar og er frumsýn- ing fyrirhuguð í októberlok. Dregið í happ- drætti Færeyska Sjómannaheimilisins DREGIÐ hefur verið í happdrætti Færeyska sjómannaheimilisins og komu þessi númer upp á vinn- ingana: Cortona, 2ja dyra, á miða 18428. Dr. W. R. Lee, M. A., PhD, HonFTCL, forseti Alþjóðasam- bands enskukennara og ritstjóri English Language Teaching Journal, sem gefið er út af Oxford Ferðir fyrir tvo til Færeyja á eftirfarandi miða. 19824 — 19794 — 16514 — 15879 og 6153. Um leið og Byggingarnefndin hefur beðið Mbl. að færa öllum þeim, sem happdrættið styrktu, einlægar þakkir, skal handhöfum vinninga bent á, að vinninganna má vitja til Jakobs Mortensen Safamýri 38, sími 38247. University Press á vegum IATEFL (Alþjóðasambands enskukennara) og The British Council, flytur fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla Islands mánudaginn 19. ágúst n.k., kl. 17.30 í 1. kennslustofu Háskólans. Fyrirlesturinn nefnist „SOME ASPECTS OF MOTIVATION IN FOREIGN LANGUAGE LEATN- ING“ og fjallar m.a. um nýjustu rannsóknir á námsvaka í tungu- málanámi. Athygli tungumála- kennara og annarra skólamanna er sérstaklega vakin á fyrirlestri þessum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.