Morgunblaðið - 15.08.1974, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.08.1974, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 15. AGÚST 1974 | ÍÞRIÍTIAIRETTIR MIIIICTIUIISIHS Staðráðnir í að komast 1 meistaraflokk Rætt við nokkra þeirra leikmanna, sem léku til úrslita í yngstu aldursflokkunum Islandsmótinu I yngstu aldursflokkunum lauk á Mela- vellinum á mánudagskvöldið. Breiðablik bar sigur úr býtum I öllum flokkunum, þriðja, f jórða og fimmta flokki, eins og frá var sagt f Morgunblaðinu f gær. Fréttamaður Morgun- blaðsins ræddi að leikjunum loknum við nokkra leikmanna úrslitaliðanna og fara þau hér á eftir. Þetta var frábært, að vinna alla flokkanna, sagði Valdimar Valdimarsson fyrirliði 3. flokks Breiðabliks, eftir að hann hafði tekið við bikarnum fyrir hönd liðs síns. Þetta er í 3ja skiptið, sem ég tek þátt f úrslitaleik í Islandsmóti og hef tapað þar til nú. -— Hverju þakkar þú þennan góða sigur? — Við æfum vel undir stjórn Ásgeirs Þorvaldssonar. Hóp- urinn er að vísu ekki stór, en samstilltur og ákveðinn I að gefa sig ekki enda höfum við ekki tapað leik í sumar og ekki einu sinni gert jafntefli. Það eru 17 leikir, sem við höfum unnið í röð. Jú, ég er ákveðinn í að halda áfram að æfa og komast í meistaraflokk, sagði Valdimar að lokum, en næsta takmark okkar f Kópavogi er að komast upp úr 2. deild í 1. deild. Þorsteínn Hilmarsson, fyrir- liði 4. flokks Breiðabliks, sagðist vera 12 ára og bráðum 13. Hann sagði, að þetta væri 3ja árið, sem hann tæki þátt í Islandsmóti og hefði verið íslandsmeistari með 5. flokki f fyrra. Erfiðasti leikurinn okkar í riðlakeppninni var án efa á móti Vestmannaeyingum. Stefán Árnason Leikurinn var jafn 1—1 þegar 7 mín. voru eftir, en þá skoruðum við 3 mörk og unnum leikinn 4—1. Við tókum þá á úthaldinu, bætti hann við. Ég hef leikið knattspyrnu síðan ég var 7 ára og er ákveðinn í að halda áfram að keppa og æfa. Og eins og aðrir vildi hann þakka þjálf- aranum, Gissuri Guðmunds- syni, hvað þeim hefði gengið vel í sumar, enda hefðu þeir ekki tapað leik. Það vakti athygli, að í 4. flokks liði Breiðabliks voru tví- burar, líkir eins og tveir vatns- dropar. Það eina, sem greindi þá í sundur á vellinum, var, að annar var með töluna 9 á bak- inu, en hinn með töluna 5. Þess- ir drengir eru þeir Sigurður Viggó Halldórsson og Guðmundur Ólafur Halldórs- son. Strákarnir sögðu, að Sigurð- ur væri aðal markaskorari liðs- ins og að hann skoraði í hverj- um leik. Ég hitti Sigurð eftir leikinn, en hann brá ekki vana sínum að þessu sinni og skoraði tvö mörk f úrslitaleiknum. Ég spurði hann um mörkin: — Ég fékk sendingu, sagði hann, komst frír innfyrir og skaut yfir markvörðinn, undir þverslána, en knötturinn fór innfyrir marklínuna og út aftur. Síðan skoraði ég 3ja markið í leiknum með skalla, sagði Sigurður. Sveinn Ottós- son komst inní hornið og gaf knöttinn yfir nokkra varnar- menn, en þá kom ég hlaupandi og skallaði í netið. — Ég skoraði 13 mörk í Islandsmótinu, en alls hef ég skorað 35 mörk í 23 leikjum í sumar. Skúli Rósantsson Að lokum spurði ég þennan mikla markaskorara hverjir væru hans uppáhalds knatt- spyrnumenn og sagði hann, að það værp þeir Matthías Hallgrfmsson og Guðni Kjartansson, en bezta liðið taldi hann vera lið Akraness. Skúli Rósantsson 13 ára fyrir- liði IBK i 4. flokki, sagði, að úrslitaleikurinn við Breiðablik hefði verið jafn, en taldi, að 2-1 sigur Breiðabliks hefði gefið réttari mynd af leiknum. Við unnum alla okkar Ieiki í riðlakeppninni nema gegn Val, en sfðan mættum við þeim í aukaleik um efsta sætið og þá unnið 5-1. Ég er búinn að leika knatt- spyrnu frá því ég var smá- strákur, sagði Skúli, og ætla að halda þvf áfram. Hann sagði, að erfiðasti leikurinn hefði verið gegn Þrótti í riðlakeppninni, en þann leik unnum við 1-0. Þá sagði Skúli, að í sumar hefði liðið tekið þátt í móti f Hjörring í Danmörku, þar sem þátttak- endur voru 8 lið frá öllum Norðurlöndunum og Frakk- landi. Þar hafnaði IBK f 3ja sæti og fékk bikar að launum. Þannig að við höfðum þá alla- vega unnið einn bikar í sumar, þótt við töpuðum af þessum í kvöld, sagði Skúli að lokum. Sigurjón Kristjánsson 12 ára fyrirliði 5. flokks Breiðabliks, var að vonum ánægður eftir leikinn, þegar ég hitti hann að máli. Hann sagði, að leikurinn hefði ekki verið svo mjög erfiður og strákarnir ekkert verið taugaóstyrkir, nema kannski nokkrir. Guðmundur Þórðarson þjálfar okkur og hann er ffnn þjálfari, sagði Sigurjón, en við æfum þrisvar í viku og er alltaf vel mætt. Erfiðasti leikurinn okkar var á móti Víkingi, sagði hann, en þá skoruðum við fyrsta markið, en Víkingar komust í 3-2. Sigurjón Kristjánsson En undir lokin tókst okkur að skora tvö mörk og vinna leikinn 4-3. Sigurjón sagðist leika stöðu tengiliðs f liðinu og hafa einnig verið Islandsmeistari í þessum flokki f fyrra. Einnig sagðist hann vera staðráðinn í að halda áfram að æfa og stefna að því að komast í meistaraflokk, þegar hann hefði aldur til þess. — Þess má að lokum geta, að Sigurjón á ætt sfna að rekja til Akraness, en faðir hans Kristján Sigurjónsson var á sínum tíma leikmaður með „Gullaldarliði" Akurnesinga og tók á móti meistaratitlinum ásamt félögum sfnum á þessum sama velli fyrir réttum 20 árum. Stefán Árnason, 12 ára fyrir- liði ÍBK í 5. flokki, var ekkert sérlega óhress eftir tapið fyrir Blikunum. Þetta var erfiður leikur, sagði hann, en Þorsteinn Hilmarsson strákarnir í Breiðabiik voru miklu betri og áttu skilið að vinna. Hann sagðist vera „aft- ari haffsent" f liðinu, en kvaðst ekki muna hvenær hann byrjaði að leika knattspyrnu. Leikurinn á móti Fylki var erfið astur f riðlakeppninni, sagði hann. Við töpuðum 3-2 þótt við ættum allan leikinn. Þeir fengu þrjú tækifæri og skoruðu úr þeim öllum. En það gerði ekkert til því þeir töpuðu tveim leikjum, en við bara þessum eina. Jú, ég er ákveðinn í að halda áfram að æfa, sagði Stefán að lokum, og kannski kemst ég einhverntíma í lands- Iiðið. Þá vildi Stefán geta þess, að strákarnir í 5. fl. æfa vel undir stjórn Hólmberts Friðjóns- sonar, sem hann sagði, að væri mjög góður þjálfari. —H.dan. Valdimar Valdimarsson Miklir keppnis- menn og HM-farar í KR-húsinu í kvöld AUSTFIRÐINGURINN Skúli Öskarsson verður meðal kepp- enda á lyftingamótinu, sem hefst í íþróttahúsi KR klukkan 20 í kvöld. Verða örugglega margir, sem leggja leið sína í KR-húsið í kvöld til að sjá þennan skemmti- lega keppnismann reyna við lóð- in. Auk Skúla verða meðal kepp- enda á mótinu þeir Guðmundur Sigurðsson og Gústaf Agnarsson, sem keppa á heimsmeistaramót- inu í Manilla á Filippseyjum f september. Báðir hafa þeir æft mjög vel í sumar og vissulega eru miklir möguleikar á þvf, að Gúst- af setji einhver góð met í snörun- inni í kvöld. Alls verða sex kepp- endur á mótinu í kvöld, þeir, sem ekki hafa verið nefndir, eru Frið- rik Jósepsson, Kári Elíasson og Árni Þór Helgason. Hinn mikli keppnismaður Skúli Óskarsson f keppni á síðasta Norðurlandamóti. BE.ROENS PN.VATBANK ... a<>(f terWt'- "—■■■ StOT .... * ' Misskilningur í 3. deildinni VIÐ sögðum frá því í blaðinu í fyrradag, að úrslitaleikirnir f 3. deild í knattspyrnu færu fram nú í vikunni. Ekki er það þó alveg rétt, úrslitakeppni 3. deildar hefst ekki fyrr en í næstu viku, annað- hvort á fimmtudag eða föstudag. Það voru fleiri skekkjur í þessari stuttu frétt um 3. deildina. Sagt var, að Víðir úr garði væri í úrslit- um, en átti að vera Reynir úr Sandgerði. I úrslitakeppninni verður riðlaskiptingin þá þessi. A-riðill: Þróttur Neskaupstað, Austri Eskifirði, Reynir Árskógs- strönd og Stefnir Súgandafirði; B-riðill: Víkingur Ólafsvík, Stjarnan Garðahreppi, Knatt- spyrnufélag Siglufjarðar og Reynir Sandgerði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.