Morgunblaðið - 15.08.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.08.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. ÁGUST 1974 7 Nauðsynlegt að byggja útfærslu fiskveiðilögsögu á alþjóða samkomulagi „ÞAÐ er mjög mikilvægt fyrir lítið land eins og Noreg að geta grund- vallað framleiðslu sína á olíu úr Norðursjónum á alþjóðasamkomu- laginu í Genf 1 948. Á sama hátt er nauðsynlegt að geta byggt hugsanlega útfærslu fiskveiðilög- sögu á alþjóðasarnkomulagi," sagði Trygve Bratteli, forsætisráð- herra Noregs, í viðtali við Morgun- blaðið, en hann var fulltrúi Norð- manna á þjóðhátíðinni á Þing- völlum. „Norðmenn eru meðflytjendur tillögu um 200 mílna efnahagslög- sögu á hafréttarráðstefnunni í Caracas", sagði Bratteli enn frem- ur, þegar hann var spurður um það, hvort Norðmenn færðu hugs- anlega fiskveiðilögsögu sína ein hliða út. „Einhliða útfærsla leysir ekki vandamálið um framtíðarrétt- indi strandríkja. Þau verða aðeins leyst að fullu með samningum milli ríkja. Aukin umsvif á hafinu, auk olíu og gasframleiðslu, skapa mikla þörf á alþjóðareglum, og þegar um fiskveiðar er að ræða, þá er það enn mikilvægara að hafa samráð við önnur ríki. Hins vegar getur skapazt það ástand, að land eins og Noregur verði að grípa til einhliða aðgerða til að vernda fiskistofna sína. Það vekur til dæmis ugg að horfa upp á ofveiði á mikilvægustu miðum Norður- landa." — Nú er Noregur að verða olíu- framleiðsluland. Á olfan ekki eftir að hafa mikil áhrif á norskt efna- hags og atvinnulíf? „Noregur hefur þegar tekjur af olíu, sem framleidd er af Ekofisk svæðinu. Eðlileg og jöfn fram- leiðsla mun hins vegar ekki nást fyrr en í kringum 1980. Ég veit ekki, hve verðmæt framleiðslan kann að verða, en þetta á eftir að verða mjög mikilvægur þáttur í norsku hagkerfi. Hins vegar er samstaða um það í Noregi að tak- marka umfang olíuvinnslunnar. Með öðrum orðum að nýta hana yfir langan tíma í stað þess að reyna að dæla upp sem mestu í einu. Þegar vinnslan verður komin á eðlilegt stig, verður um að ræða mun meira magn af olíu og gasi en Norðmenn nota nú. Ég vona þess vegna, að þessi vinnsla eigi eftir að bæta efnahag okkar til muna. Það verður líka spennandi að sjá, hvernig þessi nýi atvinnuvegur þróast í hlutfalli við aðra atvinnu- vegi, sérstaklega verzlunarflot- ann. Þegar í dag er umframeftir- spurn í Noregi eftir vinnuafli, en það er stefna okkar að halda olí- unni innan viss ramma, þannig að hún leiði ekki til endaloka hinna hefðbundnu atvinnuvega." — Má búast við því, að afstaða Norðmanna til fullrar aðildar að Efnahagsbandalagi Evrópu verði endurskoðuð í náinni framtíð? Rætt við Trygve Bratteli, forsætis- ráðherra Noregs „í rauninni get ég ekkert sagt um það að svo stöddu, þvi að þetta mál hefur legið niðri um nokkurn tima. Efnahagur IVIorð- manna hefur staðið mjög styrkum fótum undanfarin tvö ár, sem staf- ar aðallega af ákaflega hagstæð- um greiðslujöfnuði. Hins vegar hafa lönd Efnahagsbandalagsins átt við ýmsa efnahagsörðugleika að etja síðustu árin. Þess vegna hafa fáar raddir verið uppi um, að Norðmenn gangi i bandalagið." — Ber eitthvað á andstöðu gegn aðild Noregs að Atlantshafs- bandalaginu? „Það er auðveldast að svara þessu með þvi að segja, að það sé mjög sterkt fylgi í Noregi fyrir aðild að Nato. Könnun, sem gerð er tvisvar á hverju ári og nær til allra aldurshópa, sýnir. að nú er meira fylgi fyrir aðild að Nato en var fyrir nokkrum árum Þegar það lá Ijóst fyrir, að Noregur yrði ekki aðili að Efnahagsbandalag- inu, þá óx mjög áhugi fyrir þvi, að við styrktum tengsl okkar við Nato, svo að við einangruðumst ekki frá öðrum rikjum Evrópu." — Eiga Norðmenn við verð- bólguvandamál að striða? „Okkar mesta efnahagsvanda- mál er verðbólgan, sem farið hefur vaxandi á undanförnum árum. Miðað við önnur lönd Evrópu er ekki mikil verðbólga i Noregi. Á meðan mörg lönd hafa 20% verð- bólgu, er hún minna en 10% hjá okkur. Það er aftur á móti Ijóst, að 10% verðhækkanir hafa skaðleg áhrif á efnahagslifið og því er það aðalmálið hjá okkur að ná valdi yfir verðlagsþróuninni. Ég held þó, að verðbólgan, sem við tölum um i dag, sé að miklu leyti alþjóðlegt fyrirbæri og þess vegna verður hún ekki kveðin að fullu niður nema með sameiginlegum að- gerðum viðskiptalanda." Hjólhýsi til sölu. Upplýsingar i sima 34616 og hjá sölumanni hjólhýsa hjá Gunnari Ásgeirssyni i sima 35200. Óska eftir að taka börn i daggæzlu. Hef leyfi Upplýsingar í síma 43361 i dag Til sölu fjallabíll með nýlegri Perkingsvél. Klæddur að innan. Með hliðarrúðum. Gas 1966. Upplýsingar að Faxatúni 40, simi 42955 eftir kl. 7 á kvöld- in. Hafnarfjörður Til leigu 3ja herb. íbúð i tvibýlis- húsi. Laus nú þegar. Uppl. í síma 53033. Keflavík Vantar konu til að gæta eins árs stúlku í vetur. Uppl. í síma 1 1 73. Keflavík — atvinna Óskum eftir að ráða stúlkur til verzlunar- og skrifstofustarfa. Stapafell, Keflavik. Kennara og fóstrunema vantar 2ja—3ja herb. íbúð sem fyrst, helzt í Kópavogi eða Hlíðun- um. Vinsamlegast hringið í síma 37565 eftir kl. 7. Peningar Vil lána kr. 2 — 300 þúsund i eitt ár eða lengur. Fasteignatrygging skilyrði. Tilboð merkt: Traust 4395 sendist Mbl. Óska að taka á leigu góða 2ja—3ja herbergja ibúð i Rvik, fyrirframgreiðslá ef óskað er. Upplýsingar i sima 2691 5. Bílkrani óskast Bilkrani óskast til kaups, þarf að vera 2Vi tonn Upplýsingar i sima 99-1399, Sel- fossi. Traktorsgrafa til sölu árg. 1970 Upplýsingar í síma 93- 1930. Óska eftir vinnu úti á landi á gröfu eða jarðýtu. Uppl. eftir kl. 20 á kvöldin, sími 94-7623. Skúr eða útihús i nágrenni Reykjavik óskast til leigu. Má þarfnast lagfæringar. Allt kemur til greina. Upplýsingar í sima 1 3851. IWorð'unliliiíiilF f •mRRGFnLDRR I mRRKRÐ VDRR Laxveiðileyfi Til sölu nokkrir stangadagar í Haukadalsá í Dölum og Reykjadalsá í Borgarfirði. Upplýsingar í símum 92 — 2490 og 92 3222. Stangaveidifélag Keflavíkur. SPONAPLÖTUR: • Bison (danskar) (10, 12, 16, 19, 22 mm) Elite, vatnsþéttar (12, 16 mm) W TIMBIIRVERZUININ VÖIUNDUR hf. Klapparstíg 1, Skeifan 19 símar: 18430 — 85286 15. ágúst/ AFTEN ER NORDENS HUS ÁBENT Kl. 20:30 Ældre islandsk Htteratur. Universitetslektor Vésteinn Ólason giver en oversigt over de forskellige genrer af ældre islandsk litteratur. ,,Rímur''-sang. Cafeteriaet er ábent kl. 20—23 16. ágúst SIGMUND KVALÖY, vistfræðingur ■ frá Oslo, heldur fyrirlestur: ,,Ökopolitisk syn pá Heimskringla'' í samkomusal Norræna hússins föstudaginn 1 6. ágúst, kl. 20:30. 17. ágúst MAJ-LIS HOLMBERG frá Helsing- fors les sænskar þýðingar sínar á íslenzkum Ijóðum ásamt eigin Ijóðum. Með henni les BALDVIN HALLDÓRSS0N, leikari. Sam- komusalur kl. 1 7:00. Verið velkomin. NORPÆNA Hl'JSlÐ POHJOLAN TAIO NORDBNS HUS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.