Morgunblaðið - 15.08.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.08.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. AGÚST 1974 3 „200 milna efnahagslögsaga hefur stuðning yfirgnæfandi meirihluta ríkja á hafréttarráðstefnunni Segir Hans G. Andersen sendiherra Caracas 13. ágúst frá Margréti Bjarnason. ÞVl HEFUR gjarnan verið haldið fram i fjölmiðlum að undanförnu, að hafréttarráð- stefnan hér í Caracas hafi í raun og veru siglt í strand, að hér gerist ekki neitt og engrar niðurstöðu sé að vænta af þess- um fundi ráðstefnunnar. Formaður fslenzku sendi- nefndarinnar, Hans. G. Ander- sen sendiherra, er þessu ekki sammála. Var á honum að heyra, þegar ég ræddi við hann í morgun, að enda þótt ekki gerist eitthvað sérstaklega fréttnæmt frá degi til dags, sem blaðamenn gætu slegið upp, miðaði starfinu stöðugt áfram í rétta átt, — og hann sagði síður en svo útilokað, að áður en þessum þætti ráðstefnunnar hér í Caracas lyki, yrði búið að tryggja svo 200 milna efnahags-' lögsögu, að ekki yrði aftur snú- ið í þeim efnum. Atriðin, sem hér er fjallað um, eru hins vegar svo mýmörg og flókin, að einsýnt er, að heildarlausnar er ekki að vænta fyrr en á næsta ári. Mörg þessara atriða er þó þvf sem næst búið að leysa, en stefnt er að heildarsamningum, svo að tæpast er að vænta endanlegs árangurs í einu máli fyrr en öll eru leyst, eða því sem næst. Liklegt er nú talið hér, að ráðstefnunni verði haldið áfram næsta vor og að síðasti þáttur hennar verði ef til vill næsta sumar, jafnvel hér f Caracas, en það er allt óákveð- ið. Til stóð, að áfram yrði haldið í Vinarborg, en nú er ekki víst, að af þvi geti orðið. Þannig mun standa á þar vegna annars ráðstefnuhalds, að ekki er unnt að hýsa hafréttarráðstefnuna nema í febrúar-apríl, en ein- hver lét þau orð falla, að Afr- íkubúar væru lítt hrifnir af þvf að skjálfa úr kulda í Evrópu á þeim árstíma. Hans G. Andersen minnti á það í samtali okkar i dag, að það hefði legið ljóst fyrir, áður en ráðstefnan hófst hérna, að ekki yrði gengið frá neinum heildar- texta samkomulags, hans væri ekki að vænta fyrr en kæmi til atkvæðagreiðslna, sem áttu að verða í Vín. „Starfið hefur verið í því fólgið eins og til stóð að reyna til hins ýtrasta að ná samkomu- lagi án atkvæðagreiðslna, sam- ræma texta og reyna að fækka valkostum. Það er einkum tvennt, sem hefur tafið starfið, annars veg- ar að af þátttökurfkjunum eru sextíu ríki, sem ekki hafa átt sæti í undirbúningsnefndun- um, og þó að fundarstjórar hafi lagt á það áherzlu, að ræðuhöld takmörkuðust sem mest við fulltrúa þessara ríkja og þeirra, sem hefðu nýjar tillögur fram að færa, hefur svo farið, að flest rfki hafa viljað láta frá sér heyra. Þegar 150 sendinefndir eru hér saman komnar, segir sig sjálft, að þetta tekur allt sinn tfma. 1 annan stað hefur það tafið fyrir, að fundurinn hér hefur orðið eins- konar framhaldsundirbúnings- fundur frekar en beinar samn- Hans G. Andersen. ingaviðræður, þannig að menn hafa viljað að málin lægu sem skýrast fyrir, áður en til veru- legra átaka kæmi. Islenzka sendinefndin lagði áherzlu á það í almennu um- ræðunum f upphafi, að mjög væri æskilegt, að þessi fundur gæti gengið frá heildarniður- stöðu f aðalatriðum, og lagði fram tillögur ásamt átta öðrum ríkjum, sem kunnugt er. Það var vonast til að hægt yrði að sýna sem sterkasta hreyfingu. Þetta hefur gengið hægt, vegna þess annars vegar að fjölmörg rfki, sem að vísu styrðja 200 mflna efnahagslögsögu, vilja að samkomulag verði um ýmis ein- stök atriði í því sambandi, m.a. um nýtingarheimildir innan efnahagslögsögu annarra ríkja, hins vegar vegna þess að beðið er. úrslita mjög vfðtækra við- ræðna, sem fara stöðugt fram bak við tjöldin innan ýmissa ríkjahópa. Hitt er ljóst, að tillagan hefur þegar gert mikið gagn með þvf að beina athyglinni að aðalat- riðunum og hún verður, ásamt öðrum tillögum, sem ýmist eru komnar eoa koma fram á næst- unni, grundvöllur framhalds- viðræðna allra þessara ríkja. Það er til dæmis ljóst, að þær tillögur, sem nýlega eru fram komnar af hálfu EBE-ríkjanna, A-Evrópuríkjanna og Banda- ríkjanna voru beinlínis kallað- ar fram vegna okkar tillögu og ýmislegt úr henni notað þar.“ Sendiherrann sagði, að meg- inmunurinn á tillögunni, sem ísland hefði staðið að og hinum tillögunum þremur, væri sá, að f fyrrnefndu tillögunni væri gert ráð fyrir því, að strandrfki hefðu öll yfirráð yfir öllum auð- lindum innan efnahagslögsög- unnar, en að hin ríkin vildu aðeins fallast á slíka megin- reglu að því tilskyldu, að þau gætu fengið aðgang að þeim hluta auðlindanna, sem strand- ríkið ekki hagnýtti sjálft. „Þá veltur auðvitað á þvf, hver tek- ur ákvörðun um, hvort eitthvað sé umfram, hvað mikið og hvernig eigi að úthlúta þvf,“ sagði sendiherrann. „Grund- vallaratriði í tillögum hinna er, að þar eigi einhver stofnun eða gerðadómur að hafa úrskurðar- vald.“ „Það er að vísu ekki eins ein- falt og það kann að virðast frá okkar sjónarhóli. A það hefur til dæmis verið bent, að Argen- tínumenn nota ekki nema fimm prósent af þeim afla, sem hægt er að veiða þar við strendur, en þeir vilja samt meina öðrum að hagnýta þennan afla, bætti hánn við. „Hvað sem öðru líður, er ljóst, að 200 mílna efnahagslög- saga hefur stuðning yfirgnæf- andi meirihluta ríkja á ráð- stefnunni og er mjög líklegt, að hún yrði samþykkt, ef til at- kvæðagreiðslu kæmi nú. Hinsvegar eru menn yfirleitt á því, að reyna að ná fullu sam- komulagi án þess að beita slíku atkvæðaafli, enda ráðgert, að úr þessu öllu verði skorið á næsta ári. Aðalatriðið nú er, að stöðugar viðræður fara fram um þessi mál og er ekki hægt að segja annað en málin hafi gengið eðlilega, þó að hægt hafi miðað, til dæmis er búizt við nýrri til- lögu Afríkuríkjanna seinna í vikunni. Islenzka sendinefndin stend- ur í stöðugu sambandi við þau rfki, en ljóst er, að þeirra aðal- vandamál er að koma sér saman sín á milli um sameigninlega stefnu út á við, aðallega vegna kröfugerða landluktu rfkjanna um þátttöku í hagnýtingu auð- linda inna efnahagslögsögu strandrikja þar. Sumir virðast telja aðalatriði fyrir íslendinga að standa að sameiginlegri tillögu með Afrfkuríkjunum, en þar sem stuðningur þeirra við aðalstefn- una liggur þegar fyrir, en dugir ekki til, er mikilvægast að brúa bilið milli þeirra og annarra þannig að heildaratkvæða- magnið verði nægilegt þegar til úrslita kemur, og við það hefur okkar starf hér miðazt. Eins og nú horfir, er ekkert útilokað, að þessi mál liggi nægilega skýrt fyrir, áður en fundunum hér lýkur, til þess að 200 sjómilna efnahagslögsaga verði þannig tryggð, að ekki verði aftur snúið,“ sagði Hans G. Andersen að lokum. r Læknar á æfingu með GNA Byrjuðu á Reykjavíkurflugvelli í gær — síga niður í varðskip í dag NOTKUN TF-GNÁR, þyrlu Slysa- varnafélagsins og Landhelgis- gæzlunnar, við að bjarga mönnum úr lífsháska hefur vakið athygli að undanförnu. Nú síðast vakti gagnsemi þyrlunnar athygli þegar hún flaug til móts við skut- togarann Baldur frá Dalvík, lét lækna síga niður í skipið og hífði síðan slasaðan mann og lækninn aftur um borð, og flaug til Reykja- víkur á stuttum tíma. íslenzkir læknar hafa gefið sjúkraflugi sífellt meiri gaum og eins og Mbl. hefur skýrt frá, eru ávallt nokkrir læknar reiðubúnir að fara í sjúkraflug er á þarf að halda. 1 GNÁ er ýmis útbúnaður, sem nauðsynlegt er fyrir lækna að kunna á, og eins er mjög gott fyrir þá að hafa fengið æfingu f að síga niður úr þyrlunni, áður en til alvörunnar kemur. Þvl var það í gær, að nokkrir læknar með Skúla Johnsen borgarlækni í broddi fylkingar komu saman í flugskýli Landhelgisgæzlunnar, kynntu sér útbúnað þyrlunnar og voru látnir síga úr þyrlunni og dregnir aftur um borð. Þeir Bjarni Helgason, skip- herra, og Björn Jónsson, þyrlu- flugmaður, tóku á móti læknun- um. Fyrst var læknunum sýndur búnaður vélarinnar, t.d. tvær tegundir súrefnistækja, sem hægt er að grípa til þegar með þarf og fl. Þá voru þeim sýndar tvenns konar sjúkrabörur. Önnur tegundin er alveg ný, brezk að gerð, og er hægt að nota börurnar við mjög erfiðar aðstæður, t.d. er hægt að koma þeim niður um Skúli Johnsen borgarlæknir hífður upp ( þyrluna. Ljósm. Mbl. Brynjólfur. GengiÖ frá sjúklingi á sjúkrabörunum. Að þessu sinni var sjúk urinn Kristinn Árnason, stýrimaður hjá Gæzlunni. Þeir Björn son, flugmaður, og Bjarni Helgason, skipherra, ljúka við að ólarnar. Maðurinn á hvítu peysunni er Ólafur Ingibjörnsson læh„... sá, er seig niður ( Baldur. mannhol á olíugeymum og hífa sjúklinginn upp, einnig er hægt að brjóta þær lítillega saman, ef þarf að ná sjúklingi út þar sem mikil þrengsli eru. Reyndu læknarnir sjálfir börurnar og leizt vel á þær. Þá var spilútbúnaður þyrlunn ar kynntur, en hægt er að hífa 300 pund með honum eða tvo sjó- blauta menn. Að því loknu var flogið út yfir flugvallarsvæðið, þar sem læknarnir voru látnir sfga niður á jörðina og dregnir upp aftur. Voru þeir allir mjög hrifnir af þessum útbúnaði og töldu ekki vafa á, að ef vel ætti að Frr _______________________:.v.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.