Morgunblaðið - 15.08.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.08.1974, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. AGUST 1974 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Bjorn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Askriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasolu 35,00 kr. eintakið Yiðræður eru nú hafnar milli fulltrúa Fram- sóknarflokksins og Sjálf- stæðisflokksins um myndun nýrrar ríkis- stjórnar. Viðræður þessar eru eðlilegt framhald al þingiskosningana. Frá upp- hafi var ljóst, að útilokað yrði að mynda ábyrga ríkis- stjórn vinstri flokkanna fjögurra. Þegar Geir Hall- grímsson formaður Sjálf- stæðisflokksins vann að stjórnarmyndun eftir að úttekt hafði verið gerð á efnahagsmálunum óskaði hann fyrst eftir viðræðum allra stjórnmálaflokka um brýnustu aðgerðir í þeim efnum. Af hálfu annarra stjórnmálaflokka var ekki fyrir hendi vilji til við- ræðna af því tagi. I fram- haldi af því óskaði Geir Hallgrímsson eftir viðræð- um við fulltrúa Alþýðu- flokksins og Framsóknar- flokksins um stjórnar- myndun þriggja flokka. Þessu tilboði var hafnað á því stigi. Geir Hall- grímsson tilkynnti forseta Islands þá umsvifalaust, að tilraunir hans til mynd- unar meirihlutastjórnar myndu ekki bera árangur að svo stöddu. Það tók vinstri flokkana svonefndu þrjár vikur að átta sig á því til fulls, að ógerningur var fyrir þá aö mynda ábyrga og trausta stjórn. Nú þegar Ólafur Jó- hannesson hefur tekið af skarið í þeim efnum er unnt að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið, er formaður Sjálfstæðis- flokksins hafði á hendi for- ystu um stjórnarmyndun. Þingflokkur sjálfstæðis- manna samþykkti sl. þriðjudag að verða við þeim tilmælum Ólafs Jó- hannessonar að tilnefna fulltrúa til viðræðna við Framsóknarflokkinn. Það er eðlileg og rökrétt af- staða og í fullu samræmi við fyrri tillögur Sjálfstæð- isflokksins í þessum efnum. Sú ákvörðun þingflokks sjálfstæðismanna að ganga til viðræðna við fulltrúa Framsóknarflokksins segir ekkert til um það, hvor flokkurinn myndi hafa for- sæti í hugsanlegri ríkis- stjórn. Geir Hallgrímsson segir aðspurður í viðtali, að fyrst og fremst þurfi að ná samstöðu um málefni, en hann óttist ekki, að ágrein- ingur rísi með flokkunum um starfsskiptingu ráð- herra ef slík samstaða takist. Það er vissulega rétt, að mikilvægast er, að fullkomin og traust sam- staða takist með þeim flokkum, er ganga til stjórnarsamstarfs. Við- fangsefnin, sem nú er við að glíma, eru þess eðlis, að traust og ábyrg málefna- samstaða er forsenda þess, að ríkisstjórn takist að greiða úr erfiðleikunum. Ef slíkt samkomulag tekst með þeim flokkum, sem nú reyna stjórnarmyndun, væri það ábyrgðarleysi að láta hana stranda á ágrein- ingi um starfsskiptingu ráðherra. Gera verður þá kröfu til beggja flokka, að þeir láti ekki atriði af þessu tagi koma í veg fyrir, að mynduð verði í tæka tíð þingræðisstjórn, sem geti gert nauðsynlegar ráð- stafanir til þess að rétta við hallarekstur þjóðarbúsins. Þegar Geir Hallgrímsson tilkynnti, að þingflokkur sjálfstæðismanna hefði samþykkt að ganga til þess- ara viðræðna lagði hann áherzlu á, að kannað yrði á einhverju stigi málsins, hvort Alþýðuflokkurinn væri reiðubúinn til þátt- töku í þessum stjórnar- myndunarviðræðum. Eðli- legt er að kanna vilja Al- þýðuflokksins í þessum efnum, þegar viðræður Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins eru komnar á það stig, að ástæða er til að ætla, að samkomulag geti tekizt með þeim. Á það má einnig benda,að formaður Sjálf- stæðisflokksins lagði í upp- hafi til, að þessir þrír flokkar reyndu að ná sam- stöðu um myndun ríkis- stjórnar. Af þeim sökum er bæði rétt og eðlilegt að kanna vilja Alþýðuflokks- ins í þessum efnum. Geir Hallgrímsson lagði áherzlu á það í samtali við Morgunblaðið í gær, að þær ráðstafanir, sem nú þyrfti að gera í efnahags- málum, yrði að fram- kvæma fyrir næstu mán- aðamót og helzt fyrr. Hann sagðist ekki vilja spá á þessu stigi, hvern árangur þessar vfðræður bæru, en jafnframt ítrekaði hann, að Sjálfstæðisflokkurinn væri reiðubúinn til þess að standa að myndun sterkrar og ábyrgrar ríkisstjórnar til þess að takast á við þau vandamál, sem leysa þurfti. Ljóst er, að mjög mikilvægt er að takast megi að ná traustu sam- komulagi og koma á heil- steyptu samstarfi þeirra aðila, er standa munu að næstu ríkisstjórn. Það er því eðlilegt og rétt að leggja áherzlu á þessi atriði. Afstaða Framsóknar flokksins og Alþýðuflokks- ins í stjórnarmyndunarvið- ræðum vinstri flokkanna getur bent til þess, að þeir geri sér einnig grein fyrir nauðsyn þessa. Leggja verður áherzlu á, að flokkarnir hraði þessum viðræðum svo sem frekast er kostur. Alþingi verður að sýna, að það er þeim vanda vaxið að mynda ríkisstjórn við núverandi aðstæður. Styrkleikahlut- fall flokkanna veldur nokkrum erfiðleikum í þessum efnum og þær bráðu aðgerðir, er gera þarf í efnahagsmálum. Eigi að síður er það skylda stjórnmálaflokkanna að leysa þennan vanda. Málefnasamstaða skiptir mestu Lærdómsrit Bókmenntafélagsins I SKÍRNISGREIN, sem nefnist Að hugsa á fslenzku, segir Þor- steinn Gylfason frá reynslu sinni af ritstjórn Lærdðmsrita Bðkmenntafðlagsins. Um Lærdömsritin kemst Þorsteinn svo að orði að með þeim sé reynt „að koma fslenzkum orð- um að ofurlitlu af öllu því sem vel hefur verið hugsað f heim- inum“. Þorsteinn heldur áfram: „Ein reynsla mín í ritstjórastarfi hefur sem vonlegt er verið sú að sumir þeirra sérfrððu manna sem ég hef leitað til, og bcðið þá að þýða útlenda bók á íslenzku eða semja forspjall að slfkri bók, hafa ekki orðið við ðsk minni. Allir hafa þeir gðð- an vilja, og mér ber að taka fram að enn hef ég ekki hitt þann mann sem láti mig synj- andi frá sér fara af peningasök- um. Afsökun þeirra flestra er sú að þeir treysti sér ekki til að skrifa á fslenzku um þau efni sem eiga þð að heita sérgrein þeirra hvers og eins. Margir segja jafnvel að öldungis ðkleift sé að þýða tiltekna hðk á íslenzku eða fjalla um tiltekin efni f frumsömdu máli: ekki að það sé erfitt, heldur ökleift með öliu“. Þegar þessi orð eru skoðuð er Ijðst að hin mörgu Lærdðmsrit Bökmenntafélagsins, sem kom- in eru út, önnur eru á leiðinni, hafa kostað nokkuð stríð og árangrinum ber vissulega að fagna. Ekki þarf að fara mörg- um orðum um nauðsyn slfkra rita. Sé litið á lista yfir bækurn- ar kemur f Ijós að furðu gegnir að sumar þeirra skuli fyrst sjá dagsins Ijðs á fsiensku nú á sfðustu árum. Hér eru á ferð- inni undirstöðurit mannlegrar hugsunar, vfsindi f senn handa alþýðu og fræðimönnum. Von- andi á Þorsteini Gylfasyni eftir að verða ágengt í þessu merka brautryðjandastarfi sfnu og ef til vill tekst honum að sanna orð Einars Benediktssonar: „Ég skildi, að orð er á tslandi til/ um allt, sem er hugsað á jörðu“. Á sfðastliðnu ári komu út þrjár bækur í Lærdómsrita- flokknum: SlÐUSTU DAGAR SÓKRATESAR eftir Platðn f fslenzkum búningi eftir Sigurð Nordal sem einnig ritar inn- gang, og Þorstein Gylfason; MENNT OG MÁTTUR eftir Max Webcr, íslenzk þýðing eft- ir Helga Skúla Kjartansson með inngangi eftir Sigurð Lfndal og MÁL OG MANNS- HUGUR eftir Noam Chomsky, fslenzk þýðing eftir Halldör Halldðrsson sem einnig ritar inngang. 1 inngangi Sigurðar Nordal að Sfðustu dögum Sökratesar er þvf haldið fram að áhrif Sðkra- tesar hefðu „aldrei orðið jafn- rfk og raun varð á, ef hann hefði aðeins fengið að lifa fyrir leit sfna að sannleikanum. En hann fékk líka að deyja fyrir Þorsteinn Gylfason hana. Hann fékk tækifæri til þess að sýna, að ræður háns höfðu ekki verið orðin tðm, heldur hafði honum vcrið dauð- ans alvara“. Sigurður rökstyður þetta nánar: „1 fangelsinu náði hann nýjum og sterkari tökum á lærisveinum sínum, þá og ekki fyrr skildu þeir til hlftar, hver hann hafði verið og hvað þeir voru að missa. Hinn frjáls- borni andi naut sín aldrei betur en þegar Ifkaminn var fjötrað- ur“. Sá, sem vill halda fram kenningu og láta hana ná fót- festu, verður að vera reiðubú- inn að deyja fyrir hana. Um þetta höfum við fjölmörg dæmi, einnig nýleg. 1 dauðan- um sigra slíkir mcnn, verða pfslarvottar, þðtt orð þeirra jafnist ekki á við speki Sðkratesar. Kannski er Sðkrates ógleymanlegastur fyr- ir það að hann reyndi ekki að mðta unga menn, aðcins vekja þá til umhugsunar, fá þá til að Ifta f eigin barm, helga sig rannsðknum f staðinn fyrir að bylta heiminum. Sðkrates er hinn „fullkomi hversdagsmað- ur“ segir Sigurður Nordal: „Hann vinnur ekki afrek sfn f neinum tilfinningablossa, með kreppta hnefa og hnyklaðar brýn“. Um ræðu Sðkratesar segir Sigurður Nordal að hún var hvorki „íburðarmikil né há- fleyg“. Hann hóf samtal með þvf að rabba um hina hvers- dagslegustu hluti. Sfðustu dag- ar Sðkratesar ásamt inngangi Sigurðar Nordals er bók, sem menn þurfa að njóta f kyrrð og rð. Eftir lestur hennar verða þeir færari um að hugsa. Mennt og máttur eftir Max Weber eru tveir fyrirletrar, sem nefnast Starf fræðimanns- ins og Starf stjðrn- málamannsins. í inn- gangi gerir Sigurður Lfndal rækilega grein fyrir þjððfélags- fræði Webers og kemur vfða við, skoðar hlutina ekki sfst f ljósi kunnuglegra innlendra málefna; stjðrnmálaflokkarnir fslensku fá til dæmis sfna sneið. Sigurður segir að fs- lensku stjðrnmálaflokkarnir lfkist mest hinum þýsku, þá hefur hann eftir öllum sðlar- merkjum að dæma niðurstöðu Webers um þýsku flokk- ana til hliðsjðnar, þeim hafi ekki tekist að ala upp mikil- hæfa forystumenn: „þeir hafi ekki náð lengra en að skapa klíkuveldi". Hugmyndir Max Wcbers um þjóðfélagsfræði, hlutverk stjðrnmálamanna og eðli rfkis- valdsins eru enn ofarlega á baugi og nauðsynlegt að þekkja þær til að gera sér grein fyrir leiðum til bættra samfélags- hátta. Hégömaskapurinn, þörf- in fyrir valdið hvað sem það kostar, er mcðal þess scm Weber afhjúpar eftirminnjlega f þjððfélagslegum siðbðtarræð- um sfnum. Noam Chomsky er frægasti málfræðingur samtímans og Framhald á bls. 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.