Morgunblaðið - 15.08.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.08.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. AGUST 1974 19 Jóhanna Helga- dóttir - Minning HINN 14. maí s.l. fór ég ásamt dætrum mínum austur á Eyrar- bakka til þess að heimsækja Jó hönnu Helgadóttur frá Bergi, sem átti níræðisafmæli þann dag. Þetta varð ögleymanlegur dagur. Mér kemur hann fyrst í hug nú, er ég minnist Jóhönnu látinnar. Hún andaðist á Selfosssjúkrahúsi 6. þ.m., eftir nokkurra daga legu. Segja má, að gott sé gömlum og þreyttum að hvflast og samferða- menn gleðjast þeirra vegna. Satt er það að nokkru, en hér hvarf gamalmenni, sem hélt svo vel andlegu þreki og skemmtilegu viðmóti, að vinir og frændur munu sakna hennar mjög. Skarð hennar verður lengi ófyllt. Ég vil geta þess strax, að Jóhanna var ekki eingöngu ná- frænka látinnar eiginkonu minn- ar, Sólveigar frá Háeyri, heldur ein allra besta vinkona hennar ævilangt. Mér fannst Sólveig lfta á hana því nær sem systur sína. Vináttusamband þeirra rofnaði aldrei og þessvegna var ferðin farin, sem ég minntist hér í upp- hafi, og skal segja nánar frá. Þegar við, ég og dætur mínar, komum að Mundakoti, var þar samankominn allstór hópur frænda og vina afmælisbarnsins. Hún sat i miðjum hópnum, fallegt og virðulegt gamalmenni, hýr og brosmild að vanda. Hún sýndist frekar sextug en níræð, þar sem hún ræddi við gesti sína til skiptis. Hugsunin skýr, en sjón tekin að bila og heyrn nokkuð. Mér fannst hún vera þarna reglu- legur ættarhöfðingi. Hún hafði að vísu aldrei gifst, eða eignast börn, — en aldursforseti beggja ætt- kvísla sinna var hún óneítanlega. Þarna var fjöldi fulltrúa bæði móður- og föðurættar hennar, sem bæði elskuðu hana og virtu, svo sem gerist um ættarhöfðingja. Og þrír tugir frænda og vina hafði komið daginn áður. En Jóhanna var bæði hógvær og lítillát og hefði sjálfsagt mótmælt þessum dómi mínum. En sannarlega var þessi aldna heiðurskona ein þeirra þúsunda, sem byggt hafa þetta land og gert það svo vel, að nútíma kynslóðin lifir í vellyst- ingum praktuglega og nýtur lífsins betur en nokkru sinni fyrr. En um þetta fólk er litið talað i öllum afmælisræðunum, sem undanfarnar vikur hafa dunið yfir mann j ræðu og riti. En ég vil spyrja: Hvað væru störf Jóns okkar Sigurðssonar og annarra framherja, ef ekki nytu þeir starfa og stuðnings hins þögula, hljóðláta fjölda, sem erjar jörðina, dregur fisk úr sjó, stritar daglega í hinum ýmsu vinnu- stöðvum? Og hver eru þeirra laun að leiðarlokum? Þeir fá sínar þrjár álnir moldar eða veltast dauðir i öldum hafsins og — gleymast. Mér finnst það því engin ofrausn, þótt nokkrir þeirra fái — nú orðið — að lokum, svo sem þriggja þumlunga bút á ein- hverri dagblaðssíðu — og þar með nafn sitt á spjöld sögunnar með nokkuð fleiri orðum en i sálnareg- istri eða skattaskýrslu. Þessvegna skráset ég helztu æviatriði um- ræddrar vinkonu minnar að hefð- bundnum hætti. Jóhanna var fædd að Nýja-Bæ á Eyrarbakka 14/5 1884. Foreldrar hennar voru hjónin Helgi Jónsson bóndi og formaður og Guðríður Guðmundsdóttir. Jón faðar Helgu var Jónsson bóndi á Litlu-Háeyri Hafliðasonar. Móðir Helgu var Þórdis Þorsteinsdóttir frá Simba- koti á Eyrarbakka, systir Elinar, seinni konu Þorleifs ríka á Há- eyri. Kona mín mundi hana vel og þótti mjög vænt um „Díu ömmu,“ eins og þau systkinin kölluðu hana. Hún mun hafa reynzt þeim góð amma, því að Elín systir hennar dó frá mörgum ungum börnum. Bræður Helga voru þeir Guðjón bóndi á Litlu-háeyri, faðir Sigurðar skipstjóra á Litlu-Háeyri og hinna merku systkina hans, — og Sigurður i Akri, faðir skip- stjóranna Jóns og Kolbeins, sem allir eldri Reykvikingar kannast við og eru nú látnir, sem og systir þeirra Hannesina, kona Þorleifs frá Háeyri mágs míns. Foreldrar Guðríðar, konu Helga, voru þau Guðmundur Þor- kelsson á Gamla-Hrauni og Þóra Símonardóttir, föðurforeldrar Guðna próf. Jónssonar og þeirra mörgu systkina. Er af þvi fólki miklil saga, sem Guðni hefir skráð í hinni ágætu bók sinni Saga Hraunhverfis. Hefi ég þvi ekki fleiri orð þar um. Ömmusystir Jóhönnu var Elín Símonardóttir, kona Jóhanns Þor- kelssonar í Mundakoti. Voru þau stórmerk hjón. Þeirra dóttir var Guðrún, kona Jóns Einarssonar, hreppstj. I Mundakoti, foreldra Ragnars, forstj. i Smára og hinna merku systkina hans. Þeim hjónum kynntist ég á Eyrarbakka og á um þau ágætar minningar. Enginn skildi starf okkar kennara betur en Jón og ekki hef ég þekkt trygglyndari manneskju en Guð- rúnu. Mikil og merkileg er saga þessa fólks, en verður ekki nánar sögð hér. En það kemur við sögu Jóhönnu, því að hún missti móður sína 6 ára gömul og fór þá f fóstur til frændfólks sína að Mundakoti, fyrst til Elínar, ömmusystur sinnar, og síðan til Jóns og Guð- rúnar. Þar var hún svo fram á þrítugsaldur, að hún fór í vist til annarra. í Mundakoti var ágætt heimili, sem kunnugt er, og hlaut Jóhanna þar hið bezta uppeldi að þeirrar tiðar hætti í guðsötta og góðum siðum. Um skólagöngu var ekki að ræða, nema barnaskólann. Þá var mest metin vinnusemi, iðni, sparsemi og heiðarleiki í hví- vetna, Þessar dyggðir prýddu Jo- hönnu í rikum mæli. Hún var ákaflega vel að sér til munns og handa, og prýðilegur verkmaður. Hún var sannarlega góðum gáfum gædd og góðri lund, hógvær og prúð í allri framkomu. Hún hafði næmt skopskyn og sagði ágætlega frá, enda' mjög fróð og minnug. Var mjög vel að sér í sögu og ættfræði samtfðarmanna sinna. Það var ekki nýtt að heyra í kunn- ingjahópi, þegar rætt var um slik efni.: „Æ, ég veit það ekki. Hún Jóa veit það!“ Og Jóa vissi margt og mundi til sfðustu stundar. Það er ekki ofmælt, sem Guðni próf. frændi hennar segir i einni bók sinni, að hún sé „Skýr kona, sögu- fróð og minnug". Systkini Jóhönnu voru Sesselja og Jón. Sesselja giftist Vigfúsi bónda Hélgasyni á Arnarhóli, en missti hann frá fjórum ungum börnum árið 1920. Jón var alltaf formaður á Eyrarbakka, sjó- maður góður, hraustmenni og mikill drengskaparmaður. Hann var ókvæntur alla tíð, sagðist ekki mega vera að þvi að gifta sig! Um það bil árið 1910 settu þau syst- kin, Jón og Jóhanna, bú saman að Bergi á Eyrarbakka og tóku þá föður sinn til sín. Var hann svo hjá þeim til dauðadags. Þegar Sesselja systir þeirra missti mann sinn, tóku þau næst yngsta barn hennar, Guðríði, í fóstur, þá 7 ára gamla. Hlaut hún þar hið bezta uppeldi. Sambúð þeirra systkina var ágæt og efnahagúr góður. Þau voru vinmörg og vinsæl, enda hjálpsöm og góðviljug með af- brigðum. Tengdaforeldrum mínum þótti mjög vænt um þau systkinin og Guðmundur mun fáa menn hafa metið meira en Jón á Bergi, sem reyndist honum lika alltaf sannur vinur. Guðríður, fosturdóttir og systurdóttir þeirra systkina, giftist Gisla Jónssyni i Munda- koti, hinum mesta dugnaðarforki og drengskaparmanni. Þau eign- uðust 5 börn, sem öll eru nú upp- komin og mesta efnisfólk. Gísli dó árið 1965 og Jón á Bergi tveimur árum síðar. Þá var Jóhanna 83 ára og hafði þá veitt búi forstöðu í 56 ár, með mestu sæmd og prýði. En þá voru líkamskraftar þrotnir og þá kom til kasta Guðríðar að gjalda fósturlaunin. Hún tók frænku sina til sín strax að Jóni látnum, og þar hefur hún lifað eins og blóm í eggi, síðustu árin, elskuð og virt af öllum, sem fyrr er sagt. Nú eru börn Guðriðar flogin úr hreiðrinu og þær voru tvær einar eftir. En Jóhanna hélt svo vel andlegum kröftum og naut þeirrar gæfu að vera nú í ellinni svo góður félagi, að allir sakna hennar svo sem hún væri áratugum yngri, en ekki á tiræðis- aldri. Og hún var svo vinmörg að þess munu fá dæmi. Það voru ekki eingöngu afkomendur Gisla og Guðríðar, sem hún fylgdist með og lét sér annt um. Ég minnist t.d. Mundakotssystkin- anna eldri, Gamla-Hraunssystkin anna, Háeyrarsystkinanna (bæði Litlu- og Stóru-), o.fl., ásamt öllum þeirra afkomendum. Þetta var allt hennar fólk, sem hún fylgdist með og hafði spumir af. Og í hópi þessa fólks voru líka margir beztu vinir Jóhönnu, sem alltaf létu sér annt um hana, elskuðu hana og dáðu. Ég þykist viss um, að dómur frænda og vina Jóhönnu Helga- dóttur verður á svipaðan hátt og hér segir. Við munum minnast hennar með ást og þökk meðan lif endist. Ingimar H. Jóhannesson. Margrét Péturs- dóttir - Minning Fædd 2. ágúst 1884. Dáin 8. ágúst 1974. Það sem Gréta okkar gaf okkur með tilvist sinni, verður aldrei frá okkur tekið. Það þekkist ekki lengur, að börn séu látin vinna fyrir sér frá átta ára aldri, eða að börn séu skilin frá foreldrum sinum 11 ára gömul og send í vist til að vinna fyrir sér. Þannig var það með Margréti Pétursdóttur. Hún fæddist 2. ágúst 1884 að Borgareyri við Mjóafjörð, þar sem foreldrar hennar voru vinnuhjú. Faðir hennar drukknaði er hún var í bernsku. Til Reykjavíkur kom hún 1909 og vistaði sig á heimilum á meðan hún aflaði fjár til að komast á húsmæðraskóla. Árið 1917 réðst hún í vist hjá John og Kristjönu Fenger. Þar hefur hún verið óslitið síðan. Á þessu heimili var hún meðan tvær kynslóðir uxu úr grasi, börnin og barnabörnin. Þessum börnum var hún sem bezta amma og dáðum við hana sem slíka. í hjörtum okkar allra skipar hún sérstakan sess, með sinni ástúð, hógværð og reisn. Garðar Fenger. Loks kom heilög hönd, sem um mig bjó. Himnesk rödd er sagði: Það er nóg. (M. Joch.) Hún rétt náði því að verða ní- ræð, ekki að hún óskaði þess, öðru nær. Skömmu áður en hún fór á sjúkrahúsið lét hún svo um mælt, að hún óskaði þess að vera horfin einhvern morguninn. Ekki varð henni að þeirri ósk sinni. Tvö löng ár varð hún að bíða þess morguns, og hver dagur er langur þeim, sem dauðans bíður. En að þvi kom, að morguninn rann upp, og ’.ún Iosnaði úr viðjum elli og sjúkleika. Það kann að láta allundarlega í eyrum þegar ég nú segi, að ég samfagna henni af öllu hjarta. Ekki er mér kunnugt um ættir Margrétar, veit aðeins, að hún var frá Norðfirði. Lítið vissi ég um ævi hennar þvi hún var dul kona og fáskiptin, sem ekki bar sína harma eða til- finningar á torg. En stöku sinnum sagði hún mér eitt og annað frá æskudögum sínum. Það mun hafa verið bitur bernska, mikil fátækt og oft var hún svöng. Barn að aldri fór hún til vandalausra til að vinna fyrir sér. Nú munu vera um 55 ár síðan hún vistaðist til frú Kristjönu og John Fengers stór- kaupmanns. Mun hún hafa óskað eftir að fara í sumarvinnu í sína heimabyggð, en svo fór, að þeim hjónum fæddist lítil falleg dóttir, og eftir það fór Margrét ekki út af því heimili. Börnunum fjölgaði og urðu 6, þrír synir og þrjár dætur, og fal- legri hóp og prúðari en þessi 6 börn gat ekki að lita, og munu þau hafa haldið fast um hjartarætur Margrétar. Heimili Fengerhjóna var mikið menningarheimili, og Margrét tileinkaði sér siði þess og formfesti, enda var hún alla tið fáguð í framgöngu. Saga hennar er fljótsögð þótt ævin yrði löng. Hún þjónaði öðrum allt sitt lif, en eðliskostir Margrétar voru: heiðarleiki, þjónustuvilji og fórn- arlund og allt á þetta rætur sínar í kærleika. Margrét notaði hvorki uppmælingu eða eftirvinnutaxta á sin störf. Hún vann sitt verk af alúð og umhyggju án þess að hugsa um hvort hún ynni klukku- tíma lengur eða skemur. Það er hollt og gott að kynnast slíku fölki sem Margréti á þessum lífsgræðg- istimum, sem nú eru í þessu landi, fólki, sem ekki mælir allt á kvarða hégóma og peninga. Hún undraðist hversu vanþakklátt margt fólk virðist vera í dag. „Að hugsa sér, sagði hún, allan þennan indæla mat, sem fólkið fær og finnst ekkert til um.“ Þar mun hafa verið endurminningin um sultarár barnsins, sem sagði til sín. Ellin var henni þung raun vissi ég. Að vera öðrum til byrði var ekki að hennar skapi, en fjöl- skyldan öll var henni hlíf og skjól. Jafnt húsmóðirin, börnin öll, tengda- og barnabörn sýndu henni umhyggju. Ein dóttirin skírði litla fallega dóttur sína nafni Margrétar og kallaði hana Grétu, eins og öll börnin höfðu kallað Margréti. Veit ég, að þetta gladdi hana mjög. í langri sjúk- dómslegu leið aldrei sá dagur, að ekki kæmi einhver af fjölskyld- unni að vitja hennar, en mest tel ég, að hafi mætt á yngstu dótt- urinni, Unni, sem alltaf býr i húsi móður sinnar og var óþreytandi við að hjálpa Margréti, enda sagði Margrét oft: „Hún Unnur gerir þetta fyrir mig og hjálpar mér." Margrét var kona há vexti og fyrirmannleg í fasi, og þegar hún klæddist sínum islenska búningi, sópaði að henni, slík var hennar reisn. Með Margréti Pétursdóttur er gengin heiðurskona i þess orðs bestu merkingu. H.Ö. Helgi Sigurðsson — Minningarorð Kveðja frá gömlum Fóst- bræðrum. Bjartar minningar ljóma í huga, er horft er yfir fóstbræðraferil Helga Sigurðssonar húsgagna- bólstrara. Allt frá æskudögum var honum söngsins mál tamt og slík söng- rödd var honum gefin og þeim tónlistarhæfileikum var hann bú- inn, að það var hverjum kór til aukinnar prýði og álitsauka að ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu fyrr en áður var. Þannig verður grein, sem birtast á f miðvikudags- blaði, að berast f sfðasta lagi fyrir hádegi á mánudag, og hliðstætt með greinar aðra daga. — Grcinarnar verða að vera vélritaðar með góðu lfnu- bili. hafa hann innan sinna vébanda, og var hann jafnvel fallinn til þátttöku í karlakór og blönduðum kór. Langur var orðinn söngferill hans, m.a. var hann einn af stofn- endum Karlakórs K.F.U.M. árið 1916 og virkur félagi kórsins, er síðar hlaut nafnið Fóstbræður, í rétt 40 ár, en sfðan traustur félagi okkar gamalla Fóstbræðra til ævi- Ioka. í kirkjukór Dómkirkjunnar söng hann i áratugi og i blönd- uðum, kórum tók hann iðulega þátt í flutningi veigamikilla tón- verka. Helga var margskonar sómi sýndur fyrir þátttöku sina I söng- lifi höfuðborgarinnar, m.a. hafði hann fyrir alllöngu verið sæmdur æðsta heiðursmerki Fóstbræðra. En þegar við gamlir Fóstbræð- ur kveðjum þennan hollvin og gamla félaga, þá er okkur ekki hvað síst í huga hve tryggur og traustur vinur og söngbróðir hann var. Það er sagt, að söngur- inn knýti þau sterku bönd milli samhentra söngbræðra, sem aldrei verða rofin. Þetta er sann- leikur, sem við þekkjum best, sem lengi höfum í karlakórum starfað. Og svo samhentur söngbróðir var Helgi Sigurðsson, að við gamlir Fóstbræður erum allir við hann knýttir þeim sterku vináttu bönd- um, sem aldrei verða rofin, þótt nú verði um sinn vík milli vina. Við biðjum þess, að umbreytingin megi verða honum blessunarrík uppfylling hinna æðstu vona, staðfesting hinna björtustu fyrir- heita. Guð blessi hann og alla ástvini hans. G. Þ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.