Morgunblaðið - 15.08.1974, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.08.1974, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. AGUST 1974 27 1 íl'RliTTAFHÍITIi; MORCmiBlAflSIWS Útlit fyrir hörkueinvígi í úrslitaleik útimótsins SlÐUSTU leikirnir f útimótinu I handknattleik fóru fram I gær- kvöldi, þá lék Fram gegn FH og Grótta vid ÍR. Ur a-riðlinum eru Haukarnir komnir I úrslitin og FH-ingar máttu tapa leiknum f gærkvöldi með nokkurra marka mun, en voru eigi að sfður örugg- ir með úrslitaleikinn. Á mánudaginn lék FH við ÍR og sigruðu Hafnfirðingarnir örugg- lega með 31 marki gegn 23, eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik. Ölafur Einarsson var í aðalhlut- verkinu hjá FH-ingunum í þess- um leik og skoraði um helming marka liðsins, þá var Jón Gestur einnig drjúgur. A mánudaginn unnu Framarar lið Gróttu með 10 marka mun, 23:13. ANNAR flokkur kvenna úr Hauk- um varð Islandsmeistari utanhúss í fyrrakvöld, er liðið vann FH í aukaúrslitaleik. Fyrri leiknum lauk með 3:3 jafntefli eftir fram- lengdan leik, en aukaleikinn unnu Haukastúlkurnar 2:1. Svo virðist sem Haukarnir séu að ná upp góðum kvennaflokki — og reyndar mjög sterkum yngri flokkum — en Haukarnir eru nýbyrjaðir að senda kvennalið til keppni að nýju. 1 gærkvöldi léku svo Valur og Víkingur. Sigruðu Valsmennirnir með sex marka mun 25:19. Þá léku Haukarnir við lið KR og tóku Vesturbæjarliðið í kennslustund, úrslitin urðu 27:14, eða 13 marka munur. Urslitaleikirnir í Islandsmótinu utanhúss fara fram á föstudaginn við Austurbæjarskólann. Klukkan 19.00 hefst leikurinn um 3. og 4. sætið og eigast þar við Valur og sennilega IR og úrslita- leikurinn sjálfur hefst svo klukkan 20, þar mætast Haukar og væntanlega FH. Fari svo, sem allt bendir til, að Haukar og FH leiki til úrslita, má svo sannarlega reikna með skemmtilegum leik þar sem ekkert verður gefið eftir. Fyrir tuttugu árum eða svo áttu Haukar hins vegar mjög góða kvennaflokka, sem urðu þá nokkrum sinnum Islands- meistarar. Árið 1946 varð meistaraflokkur kvenna f Hauk- um Islandsmeistari utanhúss, en 2. flokkurinn hefur ekki orðið Islandsmeistari utanhúss fyrr en nú. Ef til vill líður ekki á löngu þar til Haukar verða stórveldi í kvennahandknattleiknum. Venjan er sú að ekkert er gefið eftir þegar Hafnarfjarðarliðin mætast og það verður víst örugg- lega ekki gert í úrslitaleik Islandsmóts. Islandsmótið í golfi: •• Oldungarnir luku sér af fyrsta keppnisdaginn LÁRUS Arnórsson, Golfklúbbi Reykjavíkur, varð íslandsmeist- ari öldunga í golfi, en keppnin f öldungaflokknum fór fram í fyrradag — fyrsta keppnisdag Is- landsmótsins. Fór Lárus 18 hol- urnar á 82 höggum. I þremur næstu sætunum urðu þeir Mart- einn Guðjónsson, GV, Pétur Auð- unsson, GK, og Öli B. Jónsson, NK, á 87 höggum. Léku þeir þrjár holur um 2. sætið og sigraði þá Marteinn, Pétur varð annar, Öli þriðji. Hólmgeir Guðmundsson, GS, og Sigurður Matthíasson, GR, urðu í 5.—6. sæti með 89 högg. Með forgjöf sigraði Lárus einn- ig á 66 höggum nettó, Ingólfur Helgason, GR, varð annar á 73 höggum, Sigurður Matthiasson þriðji ásamt Óla B. Jónssyni, sem báðir voru með 75 högg nettó og munu þeir leika um þriðja sætið í dag. I sveitakeppninni sigraði sveit Golfklúbbsins Keilis á 485 högg- úm, átta voru i hverri sveit, en árangur sex beztu talinn. GR varð í öðru sæti á 487 höggum, Akur- eyringar og Vestmannaeyingar komu inn jafnir á 497 höggum Nesklúbburinn varð í 5. sæti á 516 höggum og Suðurnesjamenn, sem unnu sveitakeppnina í fyrra ráku lestina að þessu sinni á 521 höggi. Björgvin Þorsteinsson fékk bezt skor keppenda, 72 högg, en síðan komu þeir jafnir Haraldur Júliusson, Sigurður Thorarensen og Einar Guðnason. Flokkakeppnin hófst í gær og verður sagt frá fyrsta keppnisdeg- inum í blaðinu á morgun. Það voru ekki skoruð mörg mörk í Islandsmóti stúlknanna f 2. flokki, en þarna er þó eitt þeirra að verða að veruleika f leik Hauka og Fram f riðlakeppninni. Haukar meistarar í 2. flokki kvenna Stefán Jónsson kominn f sfna uppáhaldsstöðu, búinn að losa sig við andstæðingana og markið blasir við fyrir framan hann. (Ijósm. RAX) Enska deildin að byrja FYRSTU leikirnir f ensku deilda- keppninni á þessu hausti fara fram núna á laugardaginn og um leið fara fslenzku getraunirnar af stað að loknu sumarleyfi. Eins og menn minnast varð Leeds enskur Þrír sterkir í banni hjá Leeds ÞEIR Billy Bremner og Kevin Keegan, Sem reknir voru af velli í leik Leeds og Liverpool síðast- liðinn laugardag, hafa nú verið dæmdir í þriggja leikja bann með félögum sínum. Geta þeir þvf ekki verið með í fyrstu deildarleikjum liðanna, en enska 1. deildin hefst á laugardaginn. Kemur þetta bann sér mjög illa fyrir Leeds þvf þrír af sterkustu leikmönnum Leeds verða í banni til að byrja með. Auk Bremners verða þeir Norman Hunter og Allan Clarke i banni tvo fyrstu leikina. © The Football League Leikir 17. égúst 1974 Birmingham - Middlesbro Burnley - Wolves .... Chelsea - Carlisle Everton - Derby ........ Leicester - Arsenal Luton - Liverpool ...... Manch. City - West Ham Newcastle - Coventry . . Sheffield Utd. - Q.P.R. Stoke - Leeds .......... Tottenham - Ipswich . W.B.A. - Fulham 1 1 XII X 1 1 — — X -- s 1 1 X X l 1 meistari sfðastliðið haust eftir harða keppni við Liverpool, sem bar sigur úr býtum f bikarkeppn- inni. Middlesborough vann f 2. deild og með liðinu upp f 1. deild fóru Luton og Carlisle. Ur 1. deild féllu Norwich, Southampton og hið fræga lið Manchester United. Crystal Palace, Swindon og Preston féllu úr 2. deild. Spá okkar á fyrsta getrauna- seðlinum eru hér til hliðar. Að hengja bakara fyrir smið VEGNA yfirlýsingar Alfreðs Þorsteinssonar, formanns Knattspyrnufélagsins Fram, f viðtali f Morgunblaðinu f gær kom Ellert Schram formaður KSt að máli við blaðið. Fór Ellert þess á leit, að yfirlýsing sú, sem hann var beðinn að leggja fram f dómstól KRR yrði birt f heild f blaðinu og fer greinargerðin hér á eftir: Samkvæmt beiðni Bergs Guðnasonar, form. héraðsdóm- stóls KRR, skal eftirfarandi upplýst varðandi afskipti Knattspyrnusambands tslands og undirritaðs af þátttöku Elm- ars Geirssonar f I. deildakeppn- inni f ár: Nokkrum dögum fyrir leik Fram og Vfkings 15. júlf s.l. hringdi í mig Hilmar Svavars- son f.h. Knattspyrnufélagsins Fram. Hann sagðist vilja segja mér frá þvf, að Elmar Geirsson væri væntanlegur heim og mundi leika með Fram næstu leiki f I. deildarkeppninni. Hann tók fram, að undir sömu kringumstæðum í fyrra eða fyrri árum hefði verið hafð- ur sá háttur á, að hringja f formann KSl og tilkynna hon- um um komu og þátttöku Elm- ars. Eg svaraði þvf til, að úr þvf svo hefði áður verið gert, þá mundi ég ekki gera athuga- semdir nú, enda var efst f huga mfnum ánægja með, að Elmar léki hér á Iandi til gagns og skemmtunar fyrir fslenzka knattspyrnuunnendur. Eg leit ekki svo á, að með þessu sfmtali væri verið að leita samþykkis eða synjunar hjá KSl á þátt- töku Elmars. Á fundi f stjórn KSl 14. júlf gat ég þessa samtals mfns við Hilmar og ftrekaði þá þá skoð- un mfna, að hér væri ekki um formlega tilkynningu að ræða. Málið var ekki á dagskrá og ekkert um það bókað, enda ekki um það beðið. I fundargerðum KSl frá sfð- ustu 2—3 árum er ekki að finna neinar bókanir, þar sem stjórn KSl tekur afstöðu til félaga- skipta eða keppnisþátttöku Elmars Geirssonar. I júnf ’72 er lagt fram bréf frá Elmari Geirssyni en engin afstaða tekin til þess. Bréfið hefur ekki fundist, né önnur gögn, sem að liði geta komið til að upplýsa þetta mál. Reykjavfk, 12. ágúst 1974. * Ellert B. Schram (sign)“. 1 viðtali við Morgunblaðið f gær tók Ellert fram, að áður en hann sendi dómstól KRR ofan- ritaða yfirlýsingu hefði hann hringt f Hilmar Svavarsson og borið hana undir hann. — Var hann sammála um, að þessi frá- sögn væri sannleikanum sam- kvæm, sagði Ellert. — Ég held, að bæði ég og forystumenn Fram hafi verið f góðri trú um að það væri hafið yfir allan vafa, ,að Elmar væri löglegur leikmaður með Fram. Er þá þátttaka hans f mótum hér á landi með Fram undanfarin ár höfð f huga. Eg held, að þetta sé ástæðan fyrir þvf, að þeir fóru ekki fram á formlegt samþykki stjórnar KSl og þetta er ástæð- an fyrir þvf, að ég gerði engar athugasemdir. Eg var fullkom- lega f góðri trú um, að ég væri með þvf að bregðast við eins og Framarar sjálfir óskuðu. — Þess vegna er ég furðu lostinn er formaður Fram vill nú hengja bakara fyrir smið með því að ásaka mig fyrir hver niðurstaða dómsins hefur orð- ið. Eg hef ekki með neinum hætti viljað skaða Fram f þessu máli, eins og ég hef tekið fram f samtölum mfnum við Hilmar Svavarsson. — Hitt er svo annað mál, hvort það hefði dugað, að stjórn KSl hefði litið svo á, að Elmar væri löglegur. Af dómnum má ráða að svo hefði ekki verið. Alla vega er ljóst, að ég tek ekki bindandi ákvarðanir fyrir stjórn KSl f sfmtölum enda þótt það kunni að hafa tfðkazt áður. — Varðandi „týnd“ skjöl hjá KSl, er við aðra að sakast en núvcrandi stjórn KSl. Hitt er svo annað mál, að erfitt kann að reynast að finna eitt eða annað skjal, ef fátt eitt er fært til bókar og mál afgreidd með sfm- tölum, sagði Ellert að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.