Morgunblaðið - 15.08.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.08.1974, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. AGÚST 1974 HÉRAÐSMÓT Laugardaginn 1 7. ágúst kl. 21.00 á Hellu í Rangárvallasýslu. Ávörp flytja Steinþór Gestsson, alþm., Guðmundur H. Garðarsson, alþm., og Friðrik Sophusson, torm. S.U.S. Hellu Sjálfstæðisflokkurinn heldur tvö héraðsmót á eftirtöldum stöðum um næstu helgi: r Arnesi Föstudaginn 16. ágúst kl. 21.00 í Árnesi í Árnessýslu. Ávörp flytja Ingólfur Jónsson, alþm., Sverrir Hermannsson, alþm., og Sigurður Óskarsson, fulltrúi. Fjölbreytt skemmtiatriði á héraðsmótunum annast hljómsveit Ólafs Gauks ásamt Svölu Nielsen, Svanhildi, og Jörundi Guðmundssyni. Hljómsveitina skipa: Ólafur Gaukur, Svanhildur, Ágúst Atlason, Bene- dikt Pálsson og Carl Möller. Að loknu hverju héraðsmóti verður haldinn dansleikur, þar sem hljómsveit Ólafs Gauks leikur fyrir dansi. ________________________________________________________________ J —--------------------------------------------- J s.u.s. s.u.s. Húsnæðismál Fimmtudaginn 15. ágúst hefur starfsemi sína, á vegum S.U.S., starfshópur um húsnæðismál. Fjallað verður m.a. um eftirtalda þætti: 4) Lán til íbúðarkaupa: a) byggingarsjóður ríkisins b) almennar lánastofnanir c) lífeyrissjóðir íbúðabygginagar: a) á vegum einstaklinag og félagssamtaka þeirra b) á vegum byggina og verktakafélaga c) á vegum hins opinbera 0 Þáttur hins opinbera í gerð íbúða: a) rannsóknir í byggingariðnaði b) tæknileg aðstoð við húsbyggjendur c) tilraunabyggingar hins opinbera 9 Þörfin fyrir íbúðarhúsnæði. ^ Bygging íbúða sem liður í byggðaþróun. Ungt Sjálfstæðisfólk er hvatt til að taka þátt í störfum hópsins. Fyrsti fundur hópsins verður í Galtafelli, Laufásvegi 46, og hefst hann kl. 6.00. Hópstarfið er frjálst öllu áhugafólki. Tilboð óskast Tilboð óskast í VW 1300 árg. 1970, skemmdan eftir veltu. Til sýnis að Rauðarárstíg 3 7. Bílaleigan Falur. Land Rover 1972 Til sölu vel með farinn Land Rover benzín 1972. Ekinn 47.000 km, svo til eingöngu innanbæjar. Toppgrind og gangur af negldum 750 x 16 dekkjum fylgja. Til sýnis og sölu á Aðalbílasölunni, sími 15014 eða 19181. SÍNE félagar Sumarþing SÍIME verður haldið 17. og 18. ágúst (laugardag og sunnudag) í Árnagarði stofu 201. Mætið stundvislega kl. 14.00. Fundargögn ligcjja frammi á skrifstofu SÍNE í Félags- málastofnun studenta föstudaginn 16. ágúst. Stjórnin. T résmíðaverkstæði Til sölu er húsgagna- og innréttingaverkstæði vel búið vélum og verkfærum. Góð aðstaða fyrir 2—3 menn. Góð viðskiptasambönd. Þeir sem áhuga hefðu leggi inn nafn og símanúmer á afgr. Mbl. fyrir 20. þ.m. merkt: „Smíði — 1 359". Prjónakonur. Hafið samband við peysumóttöku, sem verður opin: í Þingholtsstræti þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 9 —12 og 1—4 Sími 22091 í Kópavogi, Nýbýlaveg 6. Miðvikudaga frá kl. 9 —12 og 1 —4 Sími 43151. Álafoss h. f. Læknaritarar 2 stöður læknaritara í Borgarspítalanum eru lausar til umsóknar. Góð vélritunarkunnátta áskilin. Umsóknir skulu sendar skrifstofustjóra, sem jafnframt veitir frekari upplýsingar um stöðurnar. Reykjavík 13/8 1974. B orgarspíta/inn. óskar eftir starfsfólki í eftirtalin störf: BLAÐBURÐARFÓLK VESTURBÆR Ránargata. Nesvegur 31 — 82, ÚTHVERFI Laugarnesvegur 84—118, Skipasund. SELÁS Upplýsingar ísíma 35408. Msærrm Góðir gestir í Norræna húsinu NORSKI vistfræðingurinn SIGMUND KVALÖY frá Osló heldur fyrirlestur í fundarsal Norræna hússins föstudgaskvöld- ið 16. ágúst, kl. 20:30. Sigmund Kvalöy var meðal áhafnarinnar á öðrum norsku teinæringanna, sem hingað var siglt í tilefni þjóðhátíðar. Hann er kennari við Oslóarháskóla og fæst þar einkum við vistfræði (ökologi og ökopolitik) og er einn af helztu brautryðjendum þeirra fræði- greina í Noregi. Sigmund Kvalöy hefur frá upphafi verið ötull starfsmaður samvinnuhópa um umhverfis- og náttúruvernd í Noregi, og í fyrirlestri sínum fjallar hann um helztu hugtök vistfræðinnar og verkefni, síðan um sögu Noregs og landnám Is- lands frá sjónarhorni vistfræð- innar. Valdaskipting þjóðfélags- ins í dag og á söguöld verður skoðuð í sama ljósi. MAJ-LIS HOLMBERG, lektor við Helsingforsháskóla, les frum- samin Ijóð og sænskar þýðingar sínar á íslenzkum ljóðum í fundarsal Norræna hússins laugardaginn 17. ágúst kl. 17:00. Maj-Lis Holmberg er mikill ís- landsvinur og á hér marga vini og kunningja Hún tók snemma miklu ástfóstri við Island, löngu áður en hún kom hingað fyrst, en fór svo til Islands strax þegar henni reyndist það unnt. Það var sumarið 1946, þegar hún kom til landsins með sfldarbát, og síðar árið 1952, er hún dvaldist hér 7 mánuði m.a. við nám við Háskóla tslands. Hún kennir norræn mál- vísindi við Helsingforsháskóla. 1 viðtali, sem Jóhann Hjálmarsson átti við finnska rithöfundinn Lars Hamberg í Morgunblaðinu 10. ágúst s.l., segir Lars Hamberg, að Maj-Lis Holmberg sé ein þriggja f Finnlandi, sem hafi mest gert fyr- ir íslenzkar bókmenntir f Finn- landi, bæði með kynningum og þýðingum. Hún hefur gefið út tvær ljóðabækur, „Bálet“ 1948, þar sem meðal annars eru kvæði um Island, og ,,0m gladje och og ladje“ 1973, en þar birtir hún þrettán þýðingar sínar á íslenzk- um ljóðum. Maj-Lis Holmberg dvelst hér að þessu sinni til að kynna sér nánar íslenzka nútímaljóðagerð, en f haust kemur út úrval þýðinga hennar á sænsku á íslenzkum ljóðum, og kallar hún bókina „Mellan fjáll och hav“ (Milli fjalls og fjöru). Þar verða ljóð eftir Stein Steinarr, Snorra Hjartarson, Jón úr Vör og Hannes Pétursson. Þetta ljóðaval kemur út á kostnað íslenzka mennta- málaráðuneytisins. Á laugardaginn les hún m.a. úr þessum ljóðum. Baldvin Halldórs- son, leikari, mun lesa ásamt henni og les hann þá islenzku ljóðin og skáldkonan þýðingu sína, og lesa þau þannig til skiptis. Þess má geta, að Maj-Lis Holmberg skrif- aði margar greinar bæði í Morg- unblaðið og Vísi og var raunar „óopinber" fréttaritari Morgun- blaðsins í Finnlandi um tíma. Hún hefur skrifað mjög mikið um ísland og fslenzkar bókmenntir og menningarmál á finnsku og sænsku í dagblöð í Finnlandi. (Frá Norræna húsinu)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.