Morgunblaðið - 15.08.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.08.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. AGUST 1974 15 Norræna sveitarstjórnaráðstefnan: Aukið sjálfstæði sveitarfélaganna Rætt við Torfa Jónsson, oddvita á Torfalæk, Austur-Hún. I síðustu viku var haldin í Tusby í Finnlandi norræn sveitarstjórnarráðstefna. Siíkar samnorrænar ráðstefnur hafa verið haldnar í aldarfjórðung, en fá ár eru síðan ís- lenzka sveitarstjórnasam- bandið gjörðist aðili að þessu samstarfi. Ein slík ráðstefna hefur verið haldin hérlendis, árið 1972, í tilefni 100 ára af- mælis tilskipunar um sveitar- stjórn á tslandi. Að þessu sinni sóttu 6 fuil- trúar Sambands íslenzkra sveitarfélaga ráðstefnuna, ásamt eiginkonum fjögurra þeirra. Meðal þátttakenda var Torfi Jónsson, oddviti, á Torfa- læk i Austur-Húnavatnssýslu. Morgunblaðið bað hann í gær að segja stuttlega frá norrænu sveitarstjórnaráðstef nunni. — Hvar var ráðstefnan haldin, Torfi? Ráðstefnan var haldin i Tusby í Finnlandi í um 30 km fjarlægð frá Helsingfors, nánar tiltekið í fræðslustofnun finnsku sveitarfélagasamtak- anna. í Finnlandi eru þrjú landssamtök sveitarfélaga: samtök borga og stærri þétt- býliskjarna, samtök minni sveitarfélaga og loks sérsam- band sveitarfélaga þar sem sænska er ráðandi tungumál. Árið 1956 keyptu þessi sveitar- stjórnarsamtök saman býli í Tusby og reistu þar á árunum 1964 og 65 glæsilega byggingu, sem rúmar á annað hundrað manns í gistingu. Þar er og stór fyrirlestrarsalur, mörg funda- herbergi, bókasafn o.fl. Þarna fer fram stöðug fræðslustarf- semi, aðallega í formi stuttra námskeiða. Á s.l. ári voru þannig haldin 82 námskeið með aðild um 4000 þátttakenda. Fjallað er um einstaka mála- flokka, sem sveitarstjórnir annast; stjórnun, skrifstofu- hald og þess háttar. — Hvert var verkefni þess- arar ráðstefnu? Umræðuefnið var fyrst og fremst áætlanagerð sveitarfé- laga og samtaka þeirra: áætlanagerð i einstökum mála- flokkum og samáætlanir land- hlutasamtaka. I því efni var m.a. fjallað um verkaskiptingu sveitarfélaga og ríkisvalds í stjórnun og framkvæmd ýmissa samfélagslegra málaflokka. Fyrirlestrar og umræður um þetta efni voru einkar fróð- legar og lærdómsríkar, einkum fyrir þá sök, að hér er um mjög hliðstæð viðfangsefni að ræða og efst eru á baugi meðal is- lenzkra sveitarstjórnarmanna. Fram kom m.a., að fleiri og fleiri verkefni eru að færast frá ríkisvaldinu í hendur sveitarfé- laga og samtaka þeirra og voru tslenzku þátttakendurnir talið frá vinstri: Sigfinnur Sigurðsson, framkvstj. Sambands sveitar- félaga á Suðurlandi, Björgvin Sæmundsson bæjarstjóri i Kópavogi, og kona hans Ásbjörg Guðgeirsdóttir, Jón Karlsson, forseti bæjarstjórnar á Sauðárkróki, og kona hans Hólmfrfður Friðriksdóttir, Torfi Jónsson oddviti Torfalæk og kona hans Astrfður Jóhannesdóttir, Guðjón Ingvi Stefánsson, framkv.stj. Sambands sveitarfélaga á Vesturlandi, og kona hans, Guðrún Broddadóttir, og Unnar Stefánsson, ritstjóri Sveitarstjórnarmála, fararstjóri fslenzku þátttakendanna. nefnd mörg dæmi um vaxandi hlutdeild sveitarfélaga í stjórn- un og framkvæmd mála, sem áður voru ríkisvaldsins eins. Er þessi þróun í samræmi við stefnumörkun um valddreif- ingu, sem á vaxandi fylgi að fagna hérlendis. — Hvað fannst þér eftirtektarverðast í umræðu ráðstefnunnar? Ráðstefnan í heild var allrar athygli verð. Þó má nefna þá skoðun, sem var mjög ríkjandi, að sveitarfélögin væru betur ti4 þess hæf og fallin að tryggja áhrif og aðild borgaranna í at- vinnulífi, félags- og umhverfis- málum viðkomandi landshluta en ríkisvaldið, það er til að móta þær aðstæður og það um- hvefi, sem það kýs að búa við. Mikil áherzla var lögð á leiðir til að laða fram og tryggja áhuga og áhrif almennings á samfélagslegri stjórnun, sem hlytur að verða á kostnað svo- nefnds miðstjórnarvalds. Þá var og athyglisvert hve rík áherzla var lögð á samruna og stækkun eininga sveitarfélaga, þannig að þau réðu frekar við þau verkefni, sem þeim er ætlað að sinna. — Hafa slikar ráðstefnur áþreifanlegt gildi? Viðfangsefnin og verkefnin eru furðu lík í þessum löndum. Það er því óhjákvæmilegt, að margháttuð þekking, reynsla og samanburður á leiðum, sem farnar hafa verið, gerir sveitar- stjórnamenn betur til þess færa, eftir en áður, að sinna hlutverki sínu. Samslarf og kynning milli marina og þjóða hefur ekki síður gildi, eykur skilning á viðhorfum og mál- efnum hvors annars og treystir vináttubönd. Ég er i öllu falli ánægður og þakklátur fyrir þessa skemmtilegu og lærdóms- rfku ferð og dvöl meðal ná- granna okkar, ekki sizt Finn- anna, sem eru útverðir norrænnar samvinnu í austri. Islenzkt „landnám” 1 Noregi Norðmennirnir afhentu fslenzkum skógræktarfrömuðum skjöld skorinn út f tré, til staðfestingar á hinni höfðinglegu gjöf, f.v. Hákon Bjarnason skógræktarstjóri, Toralf Austin yfirmaður skógtil- rauna f Noregi, llaaken Mathiesen frá Eiðsvelli, form. Skógræktarfélagsins norska, Jónas Jónsson form. Skógræktarfélags Islands, Wilhelm Matheson forstjóri Sande Papirfabriker og Snorri Sigurðsson framkvstj. Skógræktarfélags lslands. (Ljósm. Mbl. Br.H.) A sl. ári ákvað stjórn Skóg- ræktarfélagsins norska að færa fslendingum góða gjöf í tilefni 1100 ára byggðar í landinu, svo og af því, að 75 ár eru liðin frá þvf, að fyrst var plantað til skógar f hallinu austan AI- mannagjár á Þingvöllum. Gjöf- in, sem er fræræktargarður á Taraldsey f Etna á Hörðalandi, hefur nú verið formlega af- hent, og veitti Skógræktarfélag íslands henni viðtöku. Þegar rætt var um gjöf til íslendinga innan stjórnar norska Skógræktarfélagsins var talið að vel færi á þvf, að koma upp fræræktargarði á góðum stað í Noregi, sem snið- inn væri fyrir þarfir íslenzkrar skógræktar. En stjórn Skóg- ræktarfélagsins norska var það vel ljóst, hve erfitt það hefur oft og tíðum verið fyrir íslend- inga að afla trjáfræs, sem land- inu hentar, auk þess sem það hefur verið mjög dýrt. Fræ- ræktargarðar ‘eru þannig gerð- ir, að teknir eru kvistir af úr- valstrjám og þeir græddir á rætur af sömu tegund. Upp af þeim vaxa svo tré, sem bera blóm og fræ þegar á ungum aldri, og slik tré bera fræ nærri árlega. Um tvítugsaldur verður fræþroskinn nokkurn veginn árviss, og því öruggari þvi jafn- ari og hlýrri sem sumrin eru. Því eru fræræktargarðar oft settir á staði með lengra sumar en þeir staðir hafa, sem það á að notast. Það gefur því auga leið, að fræræktargarður á Nor- egsströnd, sem nýtur heitari sumra en Island á bæði að gefa meira fræ og oftar en sams konar garður á Islandi. Gjöf Skógræktarfélagsins norska er 4 ha teigur á Taralds- ey, þar sem u.int er að koma fyrir fjölda frætrjáa, og sér norska félagið fyrir allri hirðu og rekstri garðsins fram til næstu aldamóta. Islendingar leggja aðeins til þau tré, eða græðlinga, sem þeir vilja fá fræ af. Eins og áður segir, er viðtakandi gjafarinnar hér á landi Skógræktarfélag íslands, en raunar er þetta gjöf til allrar þjóðarinnar, þvf að framtíðin mun njóta hennar mest. Eftir næstu aldamót tekur svo Skóg- ræktarfélag Islands að sér rekstur frægarðsins, eða annar sá íslenzkur aðili, sem stjórn félagsins felur hann. Með hlið- sjón af því, hve trjáfræ, sem henta Islandi, eru dýr, verður frægarðurinn mesti búhnykk- ur. Dæmi eru þess, að stafa- furufræ komist upp i 45 þús. krónur fyrir hvert kg., og sitka- grenifræ frá 5 þús. krónum og upp í 10 þús. krónur, allt eftir þvi hve söfnunin er kostnaðar- söm. Skilyrði fyrir því að rækt- un, hverju nafni sem nefnist, eigi að gefa góða raun, er, að vanda frævalið. Þeir Haaken Mathiesen óðals bóndi á Eiðsvelli, einn mesti skógaeigandi Noregs og for- maður Skógræktarfélagsins norska, W'ilhelm Matheson. for- stjóri Sande-pappírsverksmiðj- anna og Toralf Austin yfirmað- ur skógtilrauna í Noregi, sem einnig eru í stjón félagsins, komu hingað til lands og af- hentu formlega þessa gjöf, en að henni standa eftirtaldir aðil- ar: Skógræktarfélag Noregs, Gagnkvæma norska skógbruna- tryggingafélagið, Stjórn norsku ríkisskóganna, „Mathiesen- Eidsvoll Værks“ sjóðurinn, Skógeigendasamband Noregs og Skógræktarstjórn Noregs. Gjöfin var afhent Ólafi Jó- hannessyni forsætisráðherra í ráðherrabústaðnum í Tjarnar- götu mánudaginn 29. júlí sl., en ráðherrann afhenti hana for- manni Siógræktarfélags Is- lands, Jónasi Jónssyni aðstoðar- ráðherra. Norðmennirnir ferðuðust síð- an um landið og skoðuðu m.a. skógræktina á Hallormsstað. Aðspurðir um álit á skógrækt og þroska trjáa hér á landi töldu þeir sig hafa séð margt merkilegt og stórfróðlegt. Tor- alf Austin hafði verið hér fyrir 11 árum og kvaðst hann sjá ótrúlega miklar framfarir á þeim tíma, sem liðinn er síðan. Norðmennirnir furðuðu sig mjög á.vexti grenis og stafa- furu og töldu ekki minnsta vafa á, að Islendingar gætu ræktað verulegan hluta af því timbri. sem þjóðin þarfnast, ef aðeins væri plantað nóg og nógu víða. Þeim þótti og munur á frjósemi og gróðri friðaðra landa og ófriðaðra óhugnanlega mikil og hraus hugur við þeirri jarð- vegseyðingu, sem hvarvetna blasir við sjónum hér á landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.