Morgunblaðið - 15.08.1974, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.08.1974, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. ÁGUST 1974 17 Mikill útflutningur iðnvarnings í júní (JTFLUTNINGUR iðnaðarvara án áls fyrstu sex mánuði þessa árs er 814.6 millj. kr., en var 756.6 millj. á sama tfma 1973. 1 júnf 1974 var flutt út fyrir 203.4 millj., en 96.1miIIj. f júnf 1973. Aukningin f verðmæti er 7%, en magnið hefur minnkað um 7%. Hér hafa orðið mikil umskipti frá maí síðastliðnum, þar sem samdráttur varð í útflutningi fyrstu fimm mánuði 1974. Þessi breyting stafar af hinum mikla útflutningi í júní, sem varð meira en helmingi meiri en í júnf 1973. Hækkanir hafa orðið á útflutn- ingsverði flestra vöruflokka, en mikilvægastar eru þær á ullar- vörum, ullarlopa og bandi og niðursoðnum sjávarafurðum. 1 út- flutningi júnímánaðar munar mest um niðursoðnar sjávaraf- urðir, sem fluttar voru út fyrir 80 milljónir. Þessi útflutningur skiptist þannig eftir löndum, að 42 millj. fóru til Bandaríkjanna, 19.5 milljónir til Sovétríkjanna, 9.5 millj. til Bretlands, 3,8 millj. til Norðurlanda, 2,4 millj. til Frakklands og 1,7 millj. til Kanada. Ullarvörur hafa nú verið fluttar út fyrir 128,9 millj. Helztu kaup- endur eru: Sovétríkin með 74,2 milljónir, Bandaríkin 15,1 millj., Danmörk 14,9 milljónir, en hafði keypt fyrir 6,7 milljónir á sama tíma 1973. Til Bretlands voru fluttar ullarvörur fyrir 10,9 milljónir fyrstu sex mánuði þessa árs, en 5,8 milljónir 1973. Lopi og ullarband sýna mikla aukningu eða 225% í verðmæti, miðað við 1973. Lopinn er fyrst og fremst seldur beint til neytenda, en nokkur hluti er þó seldur til verksmiðjuframleiðslu. Aðalinn- flutningslöndin eru: Danmörk 40,8 millj., Noregur 11,8 millj., Frakkland 7,4 millj., Bretland 6,2 millj. og Bandaríkin 5,9 millj. Pappaöskjur eru helzt fluttar til Færeyja eða fyrir 15,8 milljón- ir það, sem af er árinu, og til Danmerkur fyrir 2,9 millj. Fiskilínur, net og kaðlar sýna hvað mesta aukningu í verðmæti allra vöruflokka eða 310%. Helztu útflutningslöndin eru Færeyjar með 9,0 millj. og Dan- mörk með 5,5 milljónir. Mjög athyglisverð aukning hefur orðið á útflutningi véla og tækja það sem af er árinu. Er hér einkum um að ræða vélar og tæki til fiskveiða og fiskiðnaðar. Ot- flutningur þessi skiptist þannig eftir löndum í þús. króna. Færeyjar 168,- Kanada 4.971,- Noregur 4.367,- V-Þýzkaland 1.679.- 11.185,- Á sama tíma í fyrra hafði verið flutt út fyrir 4,7 milljónir. Fyrir- tæki f þessari iðngrein hafa reynt mjög fyrir sér á ýmsum mörk- uðum og má nefna góðan árangur Electra handfæravindanna i Noregi. Veiðitilraunir fara nú fram með vinduna bæði í Kanada og Irlandi, en Kanadamenn hafa fengið Sigurð Jónsson sér til að- stoðar til að kenna notkun vind- NÚ OG hvert er þá hryggðarefni Þjóðviljans? Jú, það voru 20 með- limir Fylkingarinnar teknir úr umferð fyrir að hafa uppi póli- tískan áróður. Þetta þótti nú Þjóð- viljamönnum ærin goðgá að leyfa ekki þet'ta síendurtekna áróðurs- væl, sem ekki þjónar neinum til- gangi. Svo tók nú út yfir allt, að leyfa smábörnum að útbýta Jesú- bæklingum, en banna kommún- istaáróður. Er það furða, þó að Þjóðviljinn sé dapur. En er nú dæmið svona einfalt eins og i fljótu bragði virðist vera? Nei, því fer víðsfjarri. Tilgangurinn þarna á Þingvöllum var auðsær. Þar sem tugir þúsunda eru mætt- ir, er og ákjósanlegur vettvangur til múgæsinga og þar með að skapa vandræði, sem leitt hefðu getað til ófyrirsjáanlegra afleið- unnar. Þá má geta þess, að tvær síldarflokkunarvélar frá Stál- vinnslunni hf. og tvær gelluvélar frá Þór hf. i Vestmannaeyjum hafa verið fluttar út til Kanáda á þessu ári. inga. Svo gat á eftir skapast tæki- færi til að fiska í gruggugu. Já og svo er það stjórnarmynd- unin. Hvernig muni takast að svínbeygja Gylfa Þ. Því að eftir orðum hans fyrir þingkosningar verður hann víst anzi dýr. Já, er það ekki von, að Þjóðviljinn sé í vondu skapi. En hver veit nema, þegar næsta þjóðhátíð verður haldin á Þingvöllum, þá verði Fylkingin orðin stór flokkur með ein 175 atkvæði að baki sér og Alþýðubandalagið með kannski 12 þingmenn og Þjóðviljinn 100 síður og með þrjár lesbækur. Og já og Marx-Leninistar búnir að fá vopnasendingarnar og kannski rússneskir tundurspillar að verja landhelgina. Vertu sæll. Ölafur Vigfússon. Þjóðviljinn grætur þurrum tárum EÖQK Atvinna í boði. Óskum eftir eldri mönnum til flösku- greininga og fleiri starfa í verksmiðju okkar að Draghálsi 1. Upplýsingar gefur, Magnús Harðarson. Coca-cola verksmiðjan. Akranes Óskum að ráða skrifstofumann til afleysingastarfa um 4ra mánaða skeið. Viðkomandi þarf að hafa þekklngu á bókhaldi og almennum skrifstofustöfrum. Umsóknir berist undirrituðum fyrir 23. ágúst n.k. Stúlka Viljum ráða stúlku við pökkun á mat vælum. Upplýsingar hjá verzlunarstjóra. Síld og fiskur, Bergstaðarstræti 3 7. Kennarar. — Kennarar. Handavinnukennara pilta vantar við Gagnfræðaskólann á Akranesi. Söngkennara vantar við Barnaskólann á Akranesi. Umsóknarfrestur er til 20. ágúst. Fræðsluráð Akraness. Mötuneyti Ungur matreiðslumaður sem búinn er að vinna á veitingahúsum 1 mörg ár óskar að taka að sér mötuneyti í haust eða vor. (Bakstur kæmi einnig til greina.) Tilb. seridist afgr. Mbl. fyrir 30. ágúst merkt: (073. Trésmiðir Okkur vantar trésmiði í uppsláttarvinnu nú þegar. Skeljafell h. f., Bolholti 4. Sírni 864 1 1 Kvöldsími 81491 Heimilishjálpin óskar eftir starfsstúlkum strax. Einnig vantar konur til að vera hjá sjúklingum. Upplýsingar frá kl. 10—4 hjá Helgu M. Níels- dóttur. Félagsmálastofnunin, Tjarnargötu 11, uppi. Sími 18800 (74). Afgreiðslu- og lagerstarf. Vantar ungan röskan mann við afgreiðslu- og lagerstörf. Getur fengið 3ja herb. íbúð á bezta stað í bænum fyrir sanngjarna leigu. Tilboð sendist Mbl. fyrir 20. þ.m. merkt: „1 387". Akranesi 15/8 1974, Bæjarritarinn, Akranesi. Framtíðarstarf Stúlka óskast til almennra skrifstofustarfa sem fyrst. Allar upplýsingar veittar á skrifstofunni en ekki í síma. Sverrir Þóroddsson & Co, Tryggvagötu 10. Járniðnaðarmenn Vil ráða nokkra járniðnaðarmenn. Mikil vinna, gott kaup. Upplýsingar eftir kl. 1 9 í síma 42970. Vélaverkstæði G.H. G., Hafnarfirði. Aðstoðarmaður óskast til viðgerða á rafeindatækjum. Æskilegt er að viðkomandi hafi áhuga á radiotækni eða vélum (mekanik). Upp- lýsingar um fyrri störf sendist afgr. Mbl. fyrir 20. þ.m. merkt: Radio — 1 1 30. Utvarpsvirki eða maður með hliðstæða menntun óskast til viðgerða á rafeindatækjum (rat- sjá o.fl.). Uppl. um fyrri störf og menntun sendist afgr. Mbl. fyrir 20. þ.m. merkt: Radar — 1072. Kona óskast Kona óskast til starfa í afgreiðslu í buffet. Upplýsingar í síma 1 5327 eða á staðnum milli kl. 7 og 9. Röðull. Ræstingakona Ræstingakona óskast til starfa í farþegaaf- greiðslu á Reykjavíkurflugvelli. Vakta- vinna. Upplýsingar hjá Sverri Jónssyni, stöðvarstjóra, milli kl. 14. — 16 í dag. Upplýsingar ekki gefnar í síma. Flugfélag íslands H. F. Afgreiðslumaður Stórt vélaumboð óskar að ráða mann til afgreiðslu- og lagerstarfa í varahlutaverzl- un. Hér er um gott framtíðarstarf að ræða. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist i pósthólf 555, Reykjavík, fyrir 20. þ.m. Stúlkur eða konur óskast til starfa. Upplýsingar frá kl. 12.30 — 2 e.h. I síma 38533. Góður vinnutími og frí um helgar. Vogakaffi, Súðarvogi 50. Vantar atvinnu 20 ára maður óskar eftir atvinnu. Allt kemur til greina t.d. næturvinna, vakta- vinna eða sjálfstæð vinna með góðum tekjumöguleikum. Hef verzlunarskólapróf og umráð yfir bil. Upplýsingar í síma 85159 eftir kl. 7 e.h. JHorgttnblabib RUCLVSinCRR (g,^22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.