Morgunblaðið - 15.08.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.08.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1974 Gísli Bjarnason skipstjóri - Minning F. 24.11. 1900 D. 8.8 1974. Gísli Bjarnason var fæddur að Stóru-Vatnsleysu á Vatnsleysu- strönd 24. nóvember árið 1900. Foreldrar hans voru Bjarni Stefánsson útvegsbóndi og Elín Sæmundsdóttir. Gísli ólst upp í foreldrahúsum og vandist snemma allri venju- legri vinnu, enda heimilið stórt og mikil umsvif til lands og sjávar. Þráttán ára að aldri var hann landformaður í Sandgerði. Strax eftir fermingu fór hann á sjóinn. Fyrsta þilfarsskipið, sem hann var á, var „Nanna“ frá Hafnar- firði. Fljótlega lá leið hans um borð f togara, en á þeim árum var það keppikefli ungra dugnaðar- manna að hasla sér þar völl. Gísli var á ýmsum togurum, þar á með- al á „Belgaum" með höfðings- manninum Þórarni Olgeirssyni. Árið 1924 lauk Gísli prófi frá Stýrimannaskóla tslands. Eftir t Systir okkar VILBORG PÁLSDÓTTIR, Byggðarenda 1, lézt I Landakotsspítala aðfarar- nótt 10 þ m Jarðarförin fer fram frá Dómkirkj- unni föstudaginn 16. ágúst kl. 1.30 e.h. Guðmundía Pálsdóttir, Halldóra Pálsdóttir. það var hann bátsmaður, 2. og 1. stýrimaður á togurum, m.a. á B/v „Hávarði tsfirðingi". Árið 1932 réðst hann sem 1. stýrimaður til mágs síns, Jóhanns Péturssonar, á b/v „Gylfa“ frá Vatneyri, eign hinna kunnu Vatneyrarfeðga, en útgerð og rekstur fyrirtækja þeirra var rómuð fyrir sérstakan myndarbrag, sem vert var. Þar átti Gísli eftir að starfa blóma- skeið ævi sinnar. Árið 1933 tók hann við skipstjórn á b/v „Leikni", sem var annar togari þeirra Vatneyrarfeðga. Á „Leikni" var Gísli skipstjóri til haustsins 1936, er skipið sökk á Halamiðum, en f þeirri ferð var Gísli ekki með skipið. Fljótlega keypti útgerðin b/v „Andra", sem hlaut nafnið „Vörður“. Á því skipi var Gísli skipstjóri, þar til það var selt úr landi árið 1947. Þá keypti útgerðin tvo hina svoköll- uðu „Sáputogara“, sem voru stór og mikil skip á þeim tíma. Annað skipið var skírt „Vörður" og tók Gísli við skipstjórn á þvf. 29. janúar 1950 varð Gísli fyrir þungu fáfalli, er bráður leki kom að skipi hans f hafi svo það sökk, og með því fórust fimm af áhöfn- inni. Þennan atburð tók Gísli sér mjög nærri og var lengi að ná sér á eftir. Eftir þetta hætti Gísli sjó- mennsku, en vann um allmörg ár sem verkstjóri í frystihúsinu „Kaldbak“ á Vatneyri. Árið 1962 fluttist hann til Hafnarfjarðar og gegndi þar ýmsum störfum. Sein- t ÓLAFUR SIGFÚSSON, Sólbergi, Þórshöfn, andaðist á Landspítalanum þ 9. þ.m. Útförin ferfram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 1 5. ágúst kl. 3. e.h. Aðstandendur. t Ástkær eigtnmaður mínn, ÁLFGEIR GÍSLASON, Akurgerði 50, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni föstudaginn 16 ágústkl. 15. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna Olga Sveinsdóttir. t Elsku litli sonurokkar, JÓN GUNNAR GUÐMUNDSSON, Æsufelli 2, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni 1 5. ágúst kl. 1 3.30. Blóm vinsam- lega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans, er bent á Styrktarfélag vangefinna. Björk Kolbrún Gunnarsdóttir, Guðmundur Jónsson. + Móðir okkar GUÐFINNA GUDMUNDSDÓTTIR, frá Skipum, verður jarðsungin frá Stokkseyrarkirkju, föstudaginn 1 6 ágúst kl. 2. Börnin. t Útför móður okkar og tengdamóður HELGU SIGFÚSDÓTTUR, Borgarholtsbraut 31, Kópavogi sem lézt 1 1 ágúst verður jarðsungin frá Aðventkirkjunni, föstudaginn 1 6 ágúst kl 15 00 Jarðsett verður í Hafnarfirði Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hennarer bent á Systrafélagið Alfa Kristtn Elísdóttir, Bjarni Finnsson, Anna Elísdóttir, Sigfús Elísson, Sigriður Elisdóttir, Gyða Björnsdóttir. rrr—r f— tii n rnrimrrr ri ■■ifiif i IIm—Iiiiiwii^iima»,i—ii—IIIi ■!mimiwiii I .. ustu árin vann hann sem þing- vörður á Alþingi allt til dánar- dægurs. — 0 — Eftir að Gísli tók við skipstjórn á b/v „Leikni", kom fljótt í ljós dugnaður hans og hæfileikar til forustu. Á þeim árum dugði engin meðalmennska til að hreppa skip- stjórn á togurum og halda henni. Gísli var mikill aflamaður, en hugsaði þó fyrst um öryggi manna sinna. Hin sanna sjómennska var honum í blóð borin. Ungum mönnum var það góður skóli að vera undir stjórn Gísla. Það reyndi ég af eigin raun og margir fleiri. Hann naut virðingar og vin- áttu skipshafnar sinnar. Þegar við Gísli vorum saman á b/v „Verði" kynntist ég honum vel. Þá fann ég, hversu sterkur persónuleiki hann var. Undir hrjúfu yfirborði var Gísli hlýr maður og hjartahreinn, og þegar dýpra var skyggnzt, var hann viðkvæmur og mátti ekkert aumt vita. I ársbyrjun 1943, þegar ég óvænt tók við skipstjórn á b/v „Baldri“, var ég ungur að árum og reynslulitill. Þá var gott að geta leitað til Gísla Bjarnasonar og notið hollráða hans. Gísli Bjarna- son var slíkur maður, að hann hugsaði ekki einungis um velferð manna meðan þeir voru í skip- rúmi hjá honum, heldur bar hann hag þeirra fyrir brjósti æ síðan. Þess naut ég. Og nú að leiðarlok- um sé ég, hversu mikils virði mér hafa verið kynnin við Gísla Bjarnason og vinátta hans. — 0 — Gísli Bjarnason reyndi bæði meðlæti og mótlæti á lífsleiðinni. Hann átti því láni að fagna að vera kvæntur mikilhæfri og góðri konu, Nönnu Guðmundsdóttur frá Patreksfirði, sem bjó honum hlýlegt og friðsamt heimili og þar undi hann sér bezt. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið: Önnu símstöðvarstjóra í Búðardal, Guðrúnu og Bjarna rafvm., bæði gift og búsett í Reykjavík. Þau Gísli og Nanna vorU höfðingjar heim að sækja og þökkum við hjónin ánægjustundir á heimili þeirra. Eg og fjölskylda mín vottum þeim Nönnu, börnum hennar og öðrum aðstandendum innilegustu samúð. Einar Thoroddsen I minningu Bjarna í Vigur Hver einn bær á sína sögu, sigurljóð og raunabögu. (M. Joch.) má ekki síður segja um gömlu Vigur í ísafjarðardjúpi en marga bæi aðra og höfuðból. Á fyrri hluta síðustu aldar hóf merkis- bóndinn Kristján dannebrogs- maður Guðmundsson Vigur til mikils vegs, umsvifamikill auðmaður og höfðingi í gömlum stíl. En eftir hann og síðari konu t Innilegustu þakkir flytjum við öll- um þeim, sem auðsýndu samúð og hluttekningu við fráfall og útför sonar okkar og bróður KRISTINS ESMARS SKARPHÉÐINSSONAR, Aleth Kristmundsson. Skarphéðinn Kristmundsson og systkini. Jóseflna Benjamínsdóttir, Óskar Benjamínsson, Unnur Ágústsdóttir. hans, maddömu Önnu sýslu- mannsdóttur frá Hjarðardal, féllu skuggar auðnuleysis og illra ör- laga á Vigur um skeið. En þáturðu heldur betur skýja- rof, þegar sra Sigurður Stefáns- son, síðar þingskörungur og þjóð- kunnur maður, kom í ögurþing. Hann og kona hans, frú Þórunn Bjarnadóttir, settust að í Vigur og eignuðust eyna alla smám saman. Þau hófu Vigur aftur til vegs og bjuggu þar í nálega 40 ár við mikla virðingu og veg. Frá þeim árum á ég meðal margra minninga þessa: Það er messudagur og sra Sigurður embættar í höfuðkirkjunni í Ögri, en á þeim höfðinglega stað átti ég nálega öll mín bernsku- og æsku- sumur hjá frænkum mínum. „Nú er mál að flagga", sagði Halldóra frænka min og leiddi mig að „skansinum" á gamla þinghúss- hólnum, þar sem var mikil flagg- stöng, og leyfði mér, litlum snáða, að halda í flagglínuna. Fáninn með fálkanum fór upp að húni um leið og bátur Vigurfólksins kom t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og bálför ÁSGEIRS HJARTARSONAR, bókavarðar, Snorri Ásgeirsson, Ragnheiður Asgeirsdóttir, Halldór Ásgeirsson, Oddný Ingimarsdóttir, Ingimar Jóhannsson. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför, ÓLAFS KR. TEITSSONAR, Skólavörðusti'g 20 A, og ÓLAFSEGGERTSSONAR, Kvennabrekku. Fyrir hönd aðstandenda, Vilborg Magnúsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir. fyrir Ögurnesið. Og fáninn var aftur látinn falla síðla dags, þegar bátur sra Sigurðar hvarf fyrir Nesið. Engu mátti skeika. Form- festa á öllu höfð, og á henni kunni tök þetta fólk. Messufólkið dreif að, sumt á hestum, annað á bátum. Þegar annað fólk var gengið til kirkju og samhringt var, gengu þrjár virðulegar og prúðbúnar konur, prestsfrúin í Vigur og Ögursyst- ur, saman í kirkjuna, og á eftir þeim sra Sigurður. Bjarni sonur hans lék á orgelið og sra Sigurð- ur flutti messuna virðulega. Hann bar virðingu fyrir embætti sínu, og fólkið ekki síður fyrir honum. Heimilið í Vigur var mikið og merkilegt á alla lund, og eftir því sem árin liðu færðust umsvifin meir og meir yfir á herðar Bjarna, sem einn varð eftir heima bræðr- anna þriggja. Og hamingja heimilisins óx, þegar systurdóttir sra Sigurðar, Björg Björnsdóttir frá Veðramóti, kom vestur í Vigur, giftist Bjarna Sigurðssyni frænda sínum og skipaði síðan Framhald á bls. 16 t Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför, ÓSKARS SIGURBJÖRNSSONAR, Höfn, Hornafirði. Halla Bjarnadóttir, Birna Óskarsdóttir, Lucia Óskarsdóttir, Sigurður Karlsson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu GUÐMUNDU BERGMANN. Sérstakar þakkir til hjúkrunarliðs Landspítalans fyrir frábæra hjúkrun og ástúð við hina látnu. Andreas Bergmann Jón Bergmann, Ágústa Bergmann, Guðrún Schneider, George Schneider, Sigrún Bergmann, Stefán Hallgrímsson, Karl Bergmann, Guðrún Skúladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar tengdaföður og afa, JÓNS SIGURJÓNSSONAR bónda, Ási, Hegranesi. Sérstakar þakkir viljum við færa kirkjukór Sauðárkróks. Guð blessi ykkur öll. Lovísa Guðmundsdóttir, börn, tengdabörn og barna- börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.