Morgunblaðið - 15.08.1974, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.08.1974, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. AGUST 1974 25 BRÚÐURIN SEIVi HVARF Eftir Mariu Lang Þýðandi: Jóhanna Kristjónsdóttir heyrt, mundu koma honum að gagni. Þar sem hann var uppalinn f Skógum var honum ljóst, að sumt af þessu var bandsjóðandi vitlaust og ýkt, að annað var hálf- rétt og sumt kannski hér um bil rétt. En hvernig átti hann að greina hið sanna frá hinu logna? Það borgaði sig alla vega ekki að láta lögreglumenn fara í að yfir- heyra alla þrjú þúsund ibúa Skóga, því að fæstir myndu vilja standa við þær yfirlýsingar, sem honum höfðu verið gefnar í einkasamtölum. Hann borgaði kaffið og gekk upp á lögreglustöðina í Prest- götunni. Þar fékk hann fréttir um, að sérfræðingar frá glæpa- deildinni væru komnir á staðinn og ef að líkum lét, fylgdu f kjölfar þeirra ótal ljósmyndarar og lög- reglufréttaritarar. Löving getur séð um þá, hugsaði hann með sér, smeygði sér fram hjá blaðamanni á tröppunum og stefndi til Lillgöt- unnar. Hann varð að bfða drykklanga stund úti fyrir Falkmanbúðinni, og hann horfði illskulega gegnum rúðurnar. Hann hafði ekki hugsað sér að fara frá þessum stað, fyrr en hann hefði kreist leyndarmál hans út úr honum, með góðu eða illu. Grannvaxinn miðaldra maður stökk móður og másandi af reið- hjóli skammt frá. Christer sá, að þar var kominn Lindström, sem átti tóbaksverzlunina á horninu, hann var næsti nágranni blóma- sölukonunnar, og glugginn hans sneri út að sameiginlegu porti. Því voru nokkur líkindi til að hann gæti gefið einhverjar upp- lýsingar, sem máli skiptu. Hann sagðist vera allur af vilja gerður til að hjálpa lögreglunni. Hann opnaði dyrnar og benti lögreglu- foringjanum að ganga inn. Christer beið ekki boðanna að bera fram spurningu sfna. Hafði Lindström einhvern tíma á föstu- daginn ... séð Anneli Hammar? Hann svaraði fúslega: — Já, já. Ég hef nú ekki búið nema nokkra mánuði hér og þekki ekki alla hér, en auðvitað hafði ég tekið eftir jafnfallegri stúlku og Anneli Hammar. Og ég man ákaflega, að ég mætti henni á föstudaginn.Það var úti á Ágötu o§ hún var með vinkonu sinni, sem ég held að heiti Dina Ric- hardsson . . . og ég sá hún brosti og veifaði til einhvers, sem var inni á rakarastofunni og ég var að velta fyrir mér, hver það gæti verið, því að unnusti hennar var einmitt í búðinm hjá mér ... — Eigið þér við, að Kruse hafi verið hérna inni? Meðan þér voruð á labbi úti á götu? Lindström hló glaðlega eins og Christer hefði sagt eitthvað ólýsanlega skemmtilegt. Já, einmitt. Kruse kom hingað til að kaupa sígarettur og vindla og greiddi með svo stórum seðli, að ég varð að hlaupa og skipta honum. Því bað ég hann að hafa mig afsakaðan og skundaði út. Eg leit á klukkuna og þá vantaði hana tólf mínútur í þrju og ég mundi ekki í svipinn, að bankar hér loka klukkan tvö . .. — Gengur klukkan yðar alltaf rétt? — Ég stilli hana á hverjum morgni eftir Fröken klukku, sagði kaupmaðurinn hátíðlega og hélt svo áfram: Ég fór fyrst inn til rakarans, en þar var svo margt fólk, og svo fór ég inn til Lund- bergs. En þar var ég að bíða drykklanga stund og svo kom allt í einu hellirigning, svo að ég var ekki kominn aftur inn f búðina mfna, fyrr en klukkuna vantaði tvær mfnútur í þrjú, en Kruse sagði, að honum lægi ekkert á, og kannski kom sér það líka ágæt- lega fyrir hann að bíða hérna inni, meðan skúrinn gekk yfir, af því að hann var svo vel klæddur. Og rigningin var sem sagt hætt, þegar hann fór héðan. — Tíu mínútur, sagði Christer hugsi. Hann var aleinn hérna inni í tíu mínútur. Hann hlýtur að hafa séð Anneli ganga fram hjá og fara inn í verzlunina hjá Fanny Falkman ... En enda þótt þetta gæfi honum vissa vísbendingu, var hann þó sennil'ega engu nær. Enda þótt Christer hefði frjótt ímyndunar- afl, gat hann ekki séð Jóakim Kruse fyrir sér — með einglyrnið og í röndótta vestinu sínu — laumast út um gluggann, beint við nefið á Gustövu gömlu, sem hefur augu á hverjum fingri. Ef gengið var út frá, að hann hefði smeygt sér út um dyrnar f einum grænum hvelli? Gat hann á tíu mínútum hafa komizt inn í búð Falkmans frá bakdyrunum . . . og aftur til baka? Og hver gat tilgangurinn verið? Til að tala við Anneli? Til að skjóta henni skelk í bringu? Auðvitað gat hann hvenær sem var talað við hana án þess að vera með nokkrar kúnstir. Og hvar kom Sebastian Petren svo inn f myndina? Lindström staðfesti, að hann hefði séð forstjórann bregða fyrir, þegar klukkuna vantaði stundarfjórðung í þrjú. Hann hafði komið fyrir hornið á Lill- götu, en horfið síðan. Þvf miður vissi kaupmapurinn ekkert meira um það og fór Christer næst inn í rakarastofu Jeppsons, en þar var ekki margt bitastætt að frétta. Þar hafði verið mikið annrfki þennan eftirmiðdag og rakarinn hafði sannarlega haft annað að gera en kfkja út um gluggann eða horfa á klukkuna. Larsson verk- fræðingur hafði komið, og hann hafði verið lengi og beðið, áður en röðin kom að honum, og svo fékk hann bæði klippingu og rakstur, og meira var ekki um það að segja. I rakarastofunni var einnig gluggi, sem sneri út að bakhlið- inni. Lars Ove gat hafa stungið sér út um hann, en hvernig hefði HANN þá átt að sleppa undan árvökulum augum Gustövu gömlu! Jú, frú mín góð, hann er hér í rúminu við hliðina á mér. VELVAKAINIDI Velvakandi svarar I sima 10-100 kl. 1 0.30 — 11.30, frá mánudegi til föstudags. 0 Þjóðbúningar Brynveig Þorvarðardötlir skrif- ar á þessa leið: „Mig langar til að segja mina meiningu í sambandi við íslenzka þjóðbúninga. Þjóðhátíðin á Þingvöllum 28. júlí fór vel fram að öllu leyti, og veðrið gat ekki betra verið. Það var þó tvennt, sem mér fannst á vanta, og það var að sýna íslenzka þjóðdansa og skautbún- inginn. Ég varð fyrir miklum vonbrigð- um með að sjá hversu fáar konur, sem sátu í þjóðhátiðarstúkunni á Þingvöllum voru í íslenzkum bún- ingi. Ég held þær hafi ekki verið nema sex. Það má kannski segja, að það sé Iéttari búningur að vera í kjól eða dragt heldur en í peysu- fötum eða upphlut, en mér finnst vera svo margskonar erfiðleikar í jarðlífinu, að þeir erfiðleikar væru vel yfirstiganlegir á tylli- dögum og við hátíðleg tækifæri. Ég hef hvergi lesið það, að lifa lffinu létt þýði það að lifa lífinu rétt, en oft fylgja æðri stöðum margs konar erfiðleikar. Þar sem ekki var útbúinn höf- uðbúningur við skautbúninginn þá hefði mátt bæta úr því með því að fá t.d. leikkonu til að ganga um hátíðarsvæðið í eldri skautbún- ingi, og það hefði verið hægt að hafa þjóðdansa i staðinn fyrir þessa löngu sinfónfu, sem lét i mínum eyrum eins og nágaul, sem hefði getað vakið drauga úr dvala, ef einhverjir hefðu verið á Þing- völlum. Það var unun að hlusta á fögur lög og fagrar raddir karlakóranna fimm. Mér finnast peysufötin og mött- ullinn mjög fagur þjóðbúningur, en aftur á móti finnst mér upp- hluturinn fremur vera fyrir telp- ur og ungar konur. Mér finnst upphluturinn ekki krefjast skotthúfu ef stúlkan er með stutt hár, en sé sú, sem bún- inginn ber, með sítt hár, fléttað eða slegið, þá finnst mér bæði upphluturinn og peysufötin kref j- ast þess, að höfuðbúnaðurinn — skotthúfan — sé á höfðinu. Brynveig Þorvarðardóttir, Laugavegi 27 A Reykjavík." Það er nú einu sinni svo, að sitt sýnist hverjum um flesta hluti — jafnvel um fslenzka þjóðbúning- inn. Og hver er kominn til að segja, að það sé rétt eða ekki rétt að klæðast peysufötum, upphlut eða skautbúningi? Þessir búning- ar eiga sér þrátt fyrir allt ekki svo ýkja langa sögu, að þeir séu ein- hver óaðskiljanlegur þáttur ís- lenzkrar menningar. Það mætti segja okkur, að það hafi ekki öll- um fallið þessir búningar vel i geð þegar þeir komu fyrst fram á sjónarsviðið. Og eins og marg sinnis hefur verið bent á, bæði á þessum vett- vangi og annars staðar, þá fer þvi fjarri, að íslenzki þjóðbúningur- inn fari öllum konum vel, — og gildir það jafnt um konurnar, sem sátu á hátíðarpalli á Þingvöllum, sem aðrar. En allt um það, — það verður að teljast lágmarks frelsi hvers og eins að hann ákveði sjálfur hvern- ig hann vill búa sig, og finnst okkur ósanngjarnt að fara að gera einhverjar sérstakar kröfur um klæðaburð til ákveðinna kvenna, hvort sem þær sjálfar eða menn- irnir þeirra skipa svokallaðar æðri stöður i þjóðfélaginu. Að lokum viljum við svo skora á tízkufrömuði íslenzka að hana nú f snarheitum ,,þjóðbúninga“ fyrir karlmennina. 0 Hvar eru gleraugun? A mánudaginn var átti lítil telpa átta ára afmæli og bauð til sfn gestum eins og !ög gera ráð fyrir. Milli kl. 6 og 7 um kvöldið fór afmælisbarnið ásamt gestum sinum á róluvöllinn við Bólstaðar- hlið og undu börnin sér þar við leik. Þá kom þar að drengur á hjóli, hrifsaði gleraugun af af- mælisbarninu og hjólaði sina leið með þau. Síðan hefur hvorki spurzttilstráks eða gleraugnanna. Hér er sem sagt um að ræða barnagleraugu i ljósbrúnni um- gjörð, og hafi einhver orðið var við þau er sá hinn sami vinsam- legast beðinn að hringja i sima 30913. £ Einbýli — fjölbýli Ung kona í Breiðholti skrifar, en vill ekki láta nafns sins getið af skiljanlegum ástæðum: „Kæri Velvakandi. Mig langar að koma hér á fram- færi dálftilli orðsendingu til allra þeirra, er búa í fjölbýlishús- um. Ég bý í einu slíku húsi í Hóla- hverfinu f Breiðholti og er afar ánægð með það að öðru leyti en þvf, að mér finnast sumir gleyma því, að þeir búa ekki í einbýli. Það kemur m.a. fram i þvi, að fólk gengur á þungum tréklossum um Ibúðirnar, þannig að glymur í ibúðinni, sem fyrir neðan er. Ut fyrir allt tekur þó þegar börn eru að hoppa og hlaupa um íbúðirnar á tréklossum. Einnig kemur þessi gleymska fram i þvi, að spilað er hátt á stereo-fóna, — svo hátt að vilji maður hlusta á útvarp verður að hækka i þvi til að heyra það, sem fram fer, svo vel sé. Þó er allt þetta nokkurn veginn i lagi að degi til, en þegar haldið er vöku fyrir fólki, þykir mér gamanið farið að kárna, og hygg ég, að svo sé um fleiri. Því vil ég segja þetta: Elsku, blessaða fólk, þið, sem búið í fjölbýlishúsum! Hugsið um það, að allt i kringum ykkur er annað fólk, sem taka verður tillit til. Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að geta „hreyft sig“, en það er þó ekki unnt í fjölbýlishúsum í sama mæli og i einbýlishúsum. % Klossasköll Gangið ekki á klossum í íbúðun- um og heldur ekki skólaus, (þá stigur maður fastar til jarðar en ella), þvi að þetta kann að trufla þá er búa í íbúðinni fyrir neðan, jafn vel þótt um hábjartan dag sé. Leikið ekki tónlist svo hátt, að það trufli sambýlisfólkið, og still- ið umfram allt bassatónana ekki mjög hátt, þvi þeir glymja um allt, þótt annað heyrist siður. Ef þið eruð með gesti athugið þá, að í húsreglum er bannað að viðhafa allt það, er raksa kæmi ró nágrannanna eftir kl. 23 fari rúm- helgur dagur í hönd. Sé tekið tillit til þessa hlýtur sambýlið að verða langtum ánægjulegra en ella, og geta ekki allir verið sammála um, að það sé afar mikilvægur hlutur? Þá er eftir að minnast á hávært tal fólks fyrir utan blokkirnar að nóttu til. Þá hef ég og oft undrazt þá ókurteisi leigubílstjóra að flauta margsinnis fyrir utan hús um miðjar nætur. Aðeins örlitil hugsunarsemi og nærgætni, — það er allt, sem þarf. Ég vona, að þetta verði birt, þar eð ég veit, að ég mæli fyrir munn margra. Ung kona í Breiðholti." &jafir til Hallgrímskirkju MARGAR gjafir hafa borizt Hall- grfmskirkju f Reykjavfk og sumar langt að, t.d. gjöf fslenzka ræðismannsins f Horsens f Dan- mörku og fjölskyldu hans, sem f annað sinn sendir 10 þúsund danskar krónur (um hendur sendiráðsins f Kaupmannahöfn). Þetta er falleg hugulsemi af útlendum manni, sem ekki hefir séð hinn fagra Hallgrfmsturn nema á mynd. Margar aðrar gjafir verðskulda sérstaka athygli, t.d. sending frá konu, sem býr í nágrenni kirkj- unnar, en kemst þó aldrei til messu vegna fötlunar. En hún sér til turnsins og heyrir klukkna- hljóminn og gjöf sína sendir hún til að votta þakklæti sitt fyrir það, „að hún sér kirkjuna rísa og heyrir hljóminn frá henni.“ Loks má nefna gjöf frá gömlum manni, sem tvisvar sinnum hefir orðið fyrir þeirri sorg að sjá eiginkonu á bak og vill minnast beggja eigin- kvenna sinna með gjöf til Hall- grímskirkju. Hjón lengst norður í landi heyrðu þess getið í útvarps- viðtali, að Hallgrímskirkja ætti peninga í vösum fjölmargra landsmanna, sem vildu henni vel og myndu senda henni peningana við tækifæri. Og þau fóru að „leita í sínum eigin vösum“ og komust að þeirri niðurstöðu, að þar væri að finna krónur, sem kirkjan hefði þörf fyrir. — Loks eru til fyrirtæki, sem senda tillag með vissu millibili og veita þannig öruggan og reglubundinn stuðning við málefni kirkjunnar. Oft hefir mér einmitt fundizt, að þeir, sem aimenningur nefnir fjármálamenn, sýni gleggstan skilning á þvi, að jafnvel andlegar stofnanir eins og kirkjan geti ekki verið án peninga og framkvæmdir í efnisheiminum komist ekki áleiðis án efnislegra verðmæta. Þessi hugleiðing mín er til orðin vegna þess, að mér finnst það eitt að veita viðtöku gjöfum og áheitum til Hallgrímskirkju sýna mér óendanlega fjölbreyttar myndir úr þvi mannlífi, sem kristin kirkja á að þjóna og væntir sér einhvers af henni. Gjafir frá siðustu vikum eru sem hér segir: G.J. kr. 10000,oo, J.Gr. kr. 200.000,oo, GVP og JO kr. 500,oo, AB kr. 1000,oo, ónefnd kona kr. 5000,oo, GG. kr. 10.000,00, ÞÁ kr. 2000,oo, ókunnur maður kr. 200,oo, sami kr. 200,oo, IE kr. 5000,oo, ÓK kr. 1000,oo, EAG kr. 5000,oo, JL kr. 30.000,oo, S.Þ. kr. 2000,oo, BÓ kr. 1000,oo, IG kr. 1000,oo, kona við messu kr. 3000,oo, kona í ná- grenni kirkjunnar kr. 4000,oo, HS kr. 1000,oo, familien Hede Nielsens Fond kr. 158.540,oo, NN kr. 2000,oo, AT kr. 1000,oo, Ingi- björg kr. 5000,oo, SSA kr. 1000,oo, PG kr. 500,oo. Samtals kr. 448.940.oo. Kærar þakkir til allra, er hlut eiga að máli. Jakob Jónsson. 47 fórust í flugslysi Ougadougou, Efri Volta 12. ágúst. AP. ILYUSHIN-þota flugfélagsins i Mali f Vestur-Afrfku fórst um 40 kflómetra frá Ougadougou f Efri Volta f morgun. 47 biðu bana, en 13 komust af. Þotan var á leið frá Jeddah f Saudi-Arabíu til Bamako f Mali, og flugstjórinn virðist hafa hætt við tilraun til þess að nauðlenda. Hætt var við lendingu f Kano f Nígerfu, og sfðan flaug flug- stjórinn fram hjá öðrum fyrir- huguðum viðkomustað, Niamey f Níger, vegna fárviðris að sögn eins þeirra sem björguðust. C ' I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.