Morgunblaðið - 15.08.1974, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.08.1974, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. AGUST 1974 11 TAIMANOV í FULLU FJÖRI SOVÉZKI stórmeistarinn Mark Taimanov hefur tvisvar komið hingað til Islands og teflt með góðum árangri; fyrst tefldi hann hér á Guðjónsmótinu 1956 og síð- an á Fiskemótinu 1968. Árið 1970 tókzt Taimanov að vinna sér rétt til þátttöku í áskor- endakeppninni, sem fram fór árið eftir. Þangað fór hann þó enga frægðarför; hann var svo óhepp- inn að dragast á móti Fischer í fyrstu umferð og tapaði 0:6. Slðan hefur verið heldur hljótt um Taimanov, og sumir sögðu hann hafa fallið í ónáð hjá yfirvöldum í Skák eftir JÓN Þ. ÞÓR landi sínu. Trúlega er þetta þó nokkuð ýkt og er þar skemmst að minnast sagnanna um ónáð Spasskys eftir einvigið við Fischer. Allt um það, Taimanov hefur fremur litið teflt á alþjóðlegum vettvangi að undanförnu, en hann er enn í fullu fjöri, eins og eftir- farandi skák sýnir, en hún var tefld í keppni skákklúbba Leningradborgar fyrir skömmu: Hvftt: M. Taimanov Svart: E. Buchmann Skandfnavfsk vörn 1. e4 — d5, 2. exd5 — Rf6, 3. Rc3 (Hér er einnig leikið 3. Bb5). 3. — Rxd5, (Annar skemmtilegur mögu- leiki er 3. — Rxc6). 4. Bc4 — c6, 5. Df3 — Be6, 6. Rh3 — Rd7, (Hér kom ekki síður til álita að leika 6. — Bxh3 og siðan e6). 7. Bxd5 — Re5, 8. De2 (Sterkara en 8. Bxc6 — Rxc6 og svartur hefur gott spil fyrir peð- ið). 8. — Bxd5, 9. Rf4 (Auðvitað ekki 9. Dxe5 vegna Bxg2). 9. — Rc4, 10. Rcxd5 — cxd5, 11. b3 — Rb6, 12. Bb2 — De7, 13» Be5! (Skemmtileg peðsfórn, sem tryggir hvítum yfirburði I liðskip- an). 13. — Dxc2, 14. 0-0 — Hc8, 15. Rd3 — Dc6, 16. Hacl — De6, 17. Rf4 — De6, 18. Hxc8+ — Dxc8, 19. a4 — e6, 20. a5 — Rd7, 21. Bc3 — Rf6, (Svörtu mennirnir hafa hraxízt um borðið þvert og endilangt og nú reynir Buchmann að kaupa sér grið með þvi að gefa peðið til baka; allt þó fyrir ekki). 22. Rxf6 — gxf6, 23. Rxd5 — Be7, 24. Dg4! (Einfaldur leikur en sterkur. Taimanov notfærir sér mjög skemmtilega þá taktisku mögu- leika, sem staðan hefur uppá að bjóða). 24. — Haf8, 25. Rxe7 — Kxe7, 26. Db4+ — Ke8, 27. Da3! (Nú kemur hvíti hrókurinn í spilið og þar með er svartur varnarlaus). 27. — Hg8, 28. Hcl — Dd7, 29. Dc5! — Hg5, 30. Dxa7 — Kf8, 31. h4 — He5, 32. d4 — Hd5, 33. Db8+ — Kg7, 34. Dg3+ — Kf8 35. Hc7 — Dd8, 36. Hxb7 — Dxa5, 37. Hb8+ — Ke7, 38. Dg8 og svartur gafst upp. Umráð og hagnýt- ing jarðhitasvæða LAGT hefur verið fram á Alþingi stjórnarfrumvarp til laga um breytingu á orkulögum nr. 58, 29. aprfl 1967. 1 frumvarpinu segir: „Með jarð- hitasvæði er í lögum þessum átt við uppstreymissvæði frá rennsliskerfi heits grunnvatns. Jarðhitasvæði skiptast I háhita- svæði og lághitasvæði. Jarðhita- svæði telst háhitasvæði f lögum þessum, ef innan þess finnst 200° C hiti ofan 1000 metra dýpis. Önnur jarðhitasvæði nefnast lág- hitasvæði.“ Frumvarpið gerir ráð fyrir þvi, að ríkið eigi allan rétt til umráða og hagnýtingar jarðhita á háhita- svæðum og uppleystra efna og gastegunda, sem háhitavatni og gufu fylgja, þó með vissum tak- mörkunum. Ríkisstjórnin láti með rannsóknum ákveða mörk háhita- svæða. Meðan sú rannsókn fer fram, skal Orkustofnun gera rfkisstjórn árlega grein fyrir, hver séu þekkt háhitasvæði á landi og hvaða svæði séu líkleg háhitasvæði, en óvissa ríki um. Til vinnslu jarðhita með borunum á háhitasvæði þarf leyfi Alþingis. Þó getur ráðherra heimilað minni háttar vinnslu jarðhita á háhita- svæði til þarfa býla og annarra notenda, en á háhitasvæði kunna að vera eða í næsta nágrenni þó ekki yfir 50 kg/sek. hámarksaf- köst á hverjum stað. Sveitarfélög, sem land eiga á háhitasvæði við gildistöku laganna, hafa forgangs- rétt til vinnsluleyfis og skulu und- anþegin leyfisgjaldi fyrir vinnsl- una, enda hafi þau sótt um vinnsluleyfi innan 15 ára frá gildistöku laganna. Landeiganda er rétt að hagnýta sér jarðhita á lághitasvæði og hveri og annan náttúrlegan jarð- hita á yfirborði lands á háhita- svæði, eins og honum þykir bezt henta til heimilisþarfa, fram- leiðslu og iðnaðar, sbr. þó ákvæði VII kafla laganna. Ríkið hefur rétt til, skv. frum- varpinu, að iáta rannsaka eða leyfa rannsókn á jarðhita með borun eða á annan hátt, hvar sem er á landi hér. Bætur skulu þó greiddar, verði land fyrir skemmdum við rannsóknina eða bíði landeigandi eitthvert tjón af henni. Frumvarp þetta hefur enn ekki komið til umræðu í deildum Al- þingis. Afnám vega- bréfsáritana MEÐ erindaskiptum í London fyrir skömmu var gengið frá gagnkvæmu samkomulagi milli Islands og Indlands, og íslands og Pakistan um afnám vegabréfs- áritana fyrir ferðamenn miðað við allt að þriggja mánaða dvöl Samkomulag þetta hefur þegar gengið í gildi. Til sölu Renault R4 árg. 1 974, lítið ekinn. Upplýsingar gefur Kristinn Guðnason H.F., Suðurlandsbraut 20, sími 86633. af öllum vörum í verzlunum okkar fram til mánaðamóta TÍZKUVERZLUIM UNGA FÓLKSINS teKARNABÆR 'wJr* AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20 A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.