Morgunblaðið - 28.08.1974, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGUST 1974
5
öpaðl hver húrra, sem
CHARLES Lindbergh, bandaríski
flugkappinn heimskunni, sem lézt
í fyrradag 72 ára að aldri, heim-
sótti ísland árið 1 933 ásamt konu
sinni. er hann var að kanna flug-
leiðina yfir N-Atlantshaf fyrir
bandaríska flugfélagið Pan
American, en Lindbergh var um
áratugaskeið tæknilegur ráðgjafi
þess og átti sæti f stjórn þess.
Lindberghshjónin lentu á ytrihöfn-
inni i Reykjavík að kvöldi 15.
ágúst 1933 og dvöldust hjónin
hér i 8 daga. Komu Lindberghs
hafði verið beðið með mikilli eftir-
væntingu i Reykjavik og við skul-
um nú fletta upp i Morgunblaðinu
16. ágúst 1933 og fylgjast með
frásögn blaðsins af komunni. Lind-
bergh kom hingað frá Angmagsa-
lik á Grænlandi.
.. Múgur og margmenni þusti
niður til hafnarinnar, er það frétt-
ist að til hans sæist, og var þar
margt fólk fyrir er beðið hafði
komu flugkappans mikla alllengi.
Var nú eftir að vita hvar hann
myndi setjast.
Hafnarbáturinn var til taks inni
á höfninni til þess að fara út jafn-
skjótt og hann settist. Þar var
hafnarstjóri, settur borgarstjóri og
forseti bæjarstjórnar, bæjarlæknir
og Steingrímur Jónsson raf-
magnsstjóri, en hann er umboðs-
maður hér fyrir Pan American
Airways. Er Lindbergh flaug hér
fyrst yfir höfnina var hann allhátt i
lofti.
Skip öll, er i höfninni voru, en
þau voru allmörg, þeyttu eimpipur
með svo miklum gauragangi, að
fólk fékk lokur fyrir eyrun. En
fólkið þusti fram og aftur til að
finna sér stað, þarsem væri útsýni
svo að hægt væri að fylgjast með
fluginu. Nú tók Lindbergh að
fljúga yfir bæinn inn yfir Sund og
suður yfir Skerjafjörð. Var vindur
farinn að lægja svo menn bjuggust
jafnvel við að hann myndi setjast
á ytri-höfnina.
En er hann hafði sveimað yfir
bæinn og nágrennið upp undir það
fjórðung stundar. renndi hann sér
niður á Viðeyjarsund. austanhalt
við eyna í skjóli við hana.
Motorbátur úr Viðey kom brátt
til hans og bátskekta frá Vatna-
görðum, en þar var Grierson flug-
maður í gær og sá hann til ferða
Urpa falngað i gner.
iirxlhr^iH ImjjRí v'}H siani
blfÚ VÍ(' VifttíV. 0* ípAl::
þaa I j
Frétt Mbl. af komunm
16. ágúst 1933.
belur gal
fi
Frásögn Morgunblaðsins af komu
Lindberghshjönanna til Reykjavfkur
16. ágúst 1933
Lindberghs og fór til hans. Renndi
Lindbergh sér nú upp undir
Viðeyjarbryggjur og batt þar vél
sina við dufl.
Kom nú hafnarbáturinn héðan
innanað. Var Lindbergh boðið að
koma i honum til bæjarins. En
hann óskaði heldur eftir þvi að
fara í land á Vatnagörðum, til að
athuga hvort þar væri nægilega
gott uppsátur fyrir flugvélina og
sjá flugvélaskálann. Fór nú
hafnarbáturinn með þau hjónin
þangað.
HÚRRA!
En er þangað kom var kominn
fjöldi fólks úr Reykjavik i einum
50—60 bilum. Þyrptist fólkið
þarna niður í flæðarmál og niður á
bryggju. Hrópaði hver húrra. sem
betur gat til að fagna komu hinna
frægu fluggesta. En troðningurinn
var svo mikill, að úr athugun á
staðháttum gat ekki orðið að þvi
sinni. Fóru Lindberghshjónin í bíl,
sem þar beið með Steingrími raf-
magnsstjóra og Sigurði Jónssyni
flugmanni. Óku þau inn á Suður-
landsbraut og slðan inn I Sog og
fram i Vatanagörðum aftur, en
það var mannfjöldinn þaðan far-
inn. Þaðan kvaðst Lindbergh vilja
fara aftur út i flugvél sina. Akkeri
vantaði hann stærra, en hann
hafði í upphafi fengið. Og við flug-
vélina vildu þau ekki skilja meðan
hún væri ekki i tryggari höfn.
Kváðust þau hjón hafa gist flestar
nætur i flugvélinni síðan þau
komu til Grænlands. En I nótt
bjóst Lindbergh við að fara með
flugvélina inn á innri höfn. Óskaði
hann ekki eftir neinni aðstoð við
það. Er af öllu þessu sýnilegt. að
þau hjón eru til þess útbúin að
fara ferða sinna um óbyggðir og
bjargast upp á eigin spýtur."
FÁMÁLL
Það kemur fram I frásögnum
Morgunblaðsins af dvöl hjónanna
hér á landi, að Lindbergh hefur
verið fámáll maður og litið viljað
ræða við fréttamenn, en þó hefur
blaðamanni Mbl. einu sinni tekizt
að ná tali af flugkappanum, en af
fyrirsögninni á fréttinni „Lind-
bergh verst allra frétta um flug
sitt" má ráða, að hann hefur ekki
verið margmáll. Lindbergh harmar
þó i samtalinu að hann skuli ekki
hafa getað lent á höfninni, kvöld-
ið. sem hann kom. Hann hafi séð
hinn mikla mannfjölda. en á ytri-
höfninni hafi verið úfinn sjór og
ekki hægt að setjast á innri höfn-
ina vegna allmargra skipa, sem
þar voru. Sagðist Lindbergh ekki
hafa getað lækkað flugið nægi-
lega mikið vegna skipanna, að
hann gæti hafa setzt innan hafnar-
garða. Blaðamaður spurði Lind-
bergh hvernig honum litist á flug
um Grænland í framtíðinni, en
hann vildi ekkert um það segja.
Það er forvitnilegt i dag, 41 ári
eftír að Lindbergh var hér á landi,
að heyra hvað hann hafði að segja
um möguleikana á flugi yfir N-
Atlantshaf og þátt fslands i þvi.
Þetta kemur fram i grein, sem
rituð er af blaðamanni Mbl. og er
sýnilega byggð á ummælum Lind-
berghs við ýmsa aðila hér á landi
um flugmálin.
TVO FLUGVELLI ÞARF
Í greininni segir: „Á næstu
tveimur árum er hægt að koma
i verk öllum þeim undirbún-
ingi, sem gera þarf, áður en flug-
Lindberghshjónin koma
frá stjórnarráðinu, þar
sem þau drukku te með
Ásgeiri Ásgeirssyni for-
sætisráðherra.
Flugvél Lindberghs í Reykjavík. Kona hans aftar viö
loftskeytatækin. Mbl. lýsir flugvélinni, sem afar-
hraðfleygri vél af Amfibiegerð.
ferðir byrja þessa leið, gera flug-
hafnir og þess háttar. Hér á ís-
landi þurfa flughafnir að vera
a.m.k. tvær önnur norðanlands og
hin sunnanlands, liklegast hér i
Reykjavik. Loftskeytastöðvar þarf
að reisa nokkrar í landinu til þess
að flugmenn geti þaðan fengið
nauðsynlegar veðurfregnir. Lend-
ingarstaðir þurfa að vera nokkrir
nálægt sama stað svo flugmenn
geti valið um hvar þeir setjast eftir
því hvernig veðri hagar hverju
sinni. En þetta er aðeins hin tekn-
iska hlið málsins.
Fjárhagshliðin er þessi:
Hvernig er hægt að láta flug-
samgöngur þessa leið bera sig i
samkeppni við skipasamgöngur
yfir Atlantshaf. Sem stendur er
póstur fluttur sjóleiðina yfir um á
4—5 sólarhringum. Hve fljótfarin
verður flugleiðin? Vinnst svo
mikill timi, að timasparnaðurinn á
flugleiðinni geti borið flugferða-
kostnaðinn? Þetta er spurning,
sem Lindbergh var ekki viðbúinn
að svara og sem ekki verður svar-
að nema að undangenginni ná-
kvæmari rannsókn en enn þá
hefur verið gerð."
TE MEÐ
FORSÆTISRÁÐ-
HERRA
Þá daga, sem Lindberghshjónin
dvöldust hér I Reykjavik, höfðu
þau fremur hægt um sig, en
skruppu þó i smá kynnisferðir út
fyrir bæinn og sátu boð Ásgeirs
Ásgeirssonar þáverandi forsætis-
ráðherra. Frú Lindbergh heimsótti
einnig Þingvelli i fylgd með for-
sætisráðherrafrú, Oóru Þórhalts-
dóttur. Fylgdarskip Lindberghs,
Jelling, kom til Reykjavikur tveim-
ur dögum á eftir flugkappanum og
var flugvél hans tekin um borð i
skipið og hún yfirfarin af flug-
Framhald á bls. 16
Útsala
Útsala
fl Blússur Tíbrá Buxnasett
Peysur Kjóldraktir
Náttkjólar Pils
Náttföt Samkvæmisbuxur
Tækifærismussur Buxur, ýmsar tegundir
Tibra, Laugavegi 19
:sala Útsala