Morgunblaðið - 11.09.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.09.1974, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 171. tbl. 61. árg. MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Mim Ford náða alla Washington 10. september — AP. TALSMAÐUR Geralds Ford, Bandarfkjaforseta, skýrði frá þvf, að forsetinn hugleiddi nú náðun allra þeirra, sem hafa verið dæmdir eða ákærðír fyrir afbrot f tengslum við Watergate-málið. Eftir fund með ráðgjöfum sfnum f morgun gaf Ford settum blaðafulltrúa sfnum, John Hushen, umboð til að skýra frá þvf, að málið væri f athugun. Samtals hafa 48 einstaklingar verið ákærðir fyrir afbrot f tengslum við Watergate en 39 þeirra hafa annaðhvort játað sekt sfna eða verið dæmdir. 5 eru nú í fangelsi og 4 hafa þegar setið af sér dóm. Þá hafa 14 fyrirtæki viðurkennt brot á lögum um gjafir til kosningasjóða og hafa þau öll verið sektuð. r Irar mót- mæla Dublin 10. september — Reuter. STJÖRN Irska lýðvelsisins vill ekki viðurkenna tilkall Breta til 100 þúsund ferkflómetra svæðis f kringum klettinn Rockall á land- grunninu vestur af Skotlandi. Þá hefur verið skýrt frá því af talsmanni Hvíta hússins, að áætlanir um að hjálpa liðhlaupum eða mönnum, sem neituðu að taka þátt í Vietnem-stríðinu, að gerast á ný þátttakendur I bandarísku samfélagi, verði birtar eftir miðjan septembermánuð. Þessar áætlanir áttu að vera tilbúnar á þriðjudag en féllu í skuggann fyrir náðun Nixons og því fjaðra- foki, sem af henni leiddi. Talsmaðurinn vildi ekkert segja um hvers konar meðferð mennirnir fengju ef þeir sneru aftur, en flestir þeirra eru nu búsettir í Kanada, nema að það yrði eitthvað mitt á milli náðunar Grikkir vilja íEBE Bonn 10. september — AP, NTB. UTANRtKISRÁÐHERRA Grikk- lands, George Mavros, sagði á þriðjudag, að ákvörðunin um að draga her Grikklands úr sam- eiginlegu varnarkerfi Atlants- hafsbandalagsins væri endanleg. Hann lagði þó áherzlu á, að þessi ákvörðun hefði að öðru leyti ekki áhrif á utanrfkisstefnu Grikk- lands. Hann sagði þetta á blaðamanna- fundi, sem hann hélt við komu sína í opinbera heimsókn til Bonn. Hann sagði einnig, að Grikkland leitaði nú fyrir sér með fulla aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu. Sagðist hann vona, að af fullri aðild gæti orðið innan næstu þriggja til fjögurra ára. Guinea Bissau formlega sjálfstæð FORSETI Portúgals, António de Spinola, undirritaði á þriðjudag viðurkenningu á sjálfstæði Guineu Bissau, fyrstu nýlendu Portúgala, sem fær sjálfstæði. t sjónvarpsávarpi á þriðju- dagskvöld, sagðist Spinola vera sannfærður um, að Guin- ea Bissau yrði lýðræðislegt og framfarasinnað rfki. Hann hvatti landsmenn til að standa vörð um lýðræðið og frelsi lands síns og sagði, með tilliti tíl hættunnar á að alræði eins flokks kæmist á f landinu, að land kæmist ekki af nýlendu- stigi fyrr en lýðræði hefði ver- ið komið á. og fangelsis. Hér er um að ræða um 50.000 menn. Þeirri ákvörðun Fords að náða Nixon er enn mótmælt harðlega hvarvetna um Bandaríkin. Skeyti streyma til Hvíta hússins og í flestum er Ford gagnrýndur fyrir ákvörðun sína. Þá hefur verið farið í mótmælagöngur og dómari einn í Ohio náðaði tvo menn, sem nýlega höfðu verið dæmdir fyrir umferðarlagabrot f mótmæla- skyni við ákvörðun Fords. Þá heldur þekktur dálkahöfundur, sem skrifar i blöð víða um Banda- ríkin, því fram, að Ford hafi lofað Nixon náðun ef sá sfðarnefndi segði af sér. Samfara þvf að lauf fell- ur af trjánum byrja börnin f skóla á ný og skammdegið sfgur að. Því er ástæða til að vara foreldra og ökumenn við aukinni slysahættu. Ber að brýna aðgætni vel fyrir börnum og bíleig- endur verða að ganga úr skugga um, að ljós og önnur öryggistæki bifreiðarinnar séu f lagi. Ljósm. Mbl. Br. H. Bretar gerðu opinberlega tilkall til svæðisins síðasta föstudag og lýstu einkarétti sinum á nýtingu náttúruauðæfa á og undir sjávar- botninum. írska utanríkisráðuneytið sagði, að svo virtist sem Bretar væru að gera tilkall til svæðis, sem samkvæmt alþjóðarlögum væri innan lögsögu trlands. Sagði ráðuneytið, að svæðið væri nær Irlandi en Bretlandi, og að trar gætu ekki fallizt á tilkall Breta. Aftökur og pyndingar í Chile London 10. september— NTB SAMTÖKIN Amnesty In- ternational skýrðu frá því á þriðjudag, að aftökur og pyndingar héldu áfram í Chile, ári eftir að Allende fyrrverandi forseta var bolað frá völdum. r Oeirðir í Mósambique — eftir að uppreisn hvítra var bæld niður Lourenco Marques 10. september — AP, NTB UPPREISN hvftra manna í Mosambique var bæld niður á þriðjudag, en samkvæmt upplýsingum lögreglu voru enn á þriðjudagskvöld óla. En hann lagði einnig áherzlu á, að hún myndi ekki leyfa öfga- mönnum að vaða uppi. t skýrslu, sem samtökin hafa látið gera um ástandið í Chile, kemur fram, að fórnarlömb séu fleiri en um getur í allri nútima- sögu Suður-Ameríku. Milli 6og 10 þúsund manns sitja nú í fangels- um án dóms og þúsundir hafa verið teknir af lifi. Þeir hafa annaðhvort verið skotnir á flótta eða látizt af völdum pyndinga. óeirðir f höfuðborginni Lourenco Marques. Yfirvöld segja, að margir, bæði hvítir og svertingjar, hafi látið lffið f óeirðum undanfarna daga, en AP fréttastofan segir eftir óopinberum heimildum, að 10 hafi týnt lffi. Þrátt fyrir hvatningar lögreglustjórans f Lourenco Marques um að fólk léti af ólátum héldu óeirðirnar áfram og f jöldi manns yfirgaf heimili sfn f leit að öryggi annars staðar. Öróaseggirnir, sem kalla sig Hreyfingu fyrir frjálsri Mosam- bique og eru andsnúnir samning- um Portúgalsstjórnar við skæru- liðahreyfingu Frelimo um sjálf- stæði nýlendunnar, lögðu undir sig fyrir fjórum dögum útvarps- stöð og flugvöll við höfuðborgina. Lögreglan tók aftur útvarps- stöðina á þriðjudag og portúgalsk- ir hermenn réðust inn á flugvöll- inn og náðu honum á sitt vald. Brutust óeirðirnar út í kjölfarið og bar mest á þeim á mörkum hverfa svartra og hvítra. Lögreglan viðurkennir, að óákveðinn fjöldi beggja kynþátt- anna hafi látizt. Sjúkrabílar hers- ins voru á stöðugum þeytingi um Lourenco Marques með vælandi sfrenur á þriðjudag og frétta- menn urðu vitni að því þegar svertingi var dreginn út úr bif- reið sinni og drepinn af hópi hvítra manna. Margir hvftir flúðu heimili sín og vinnustaði og leit- uðu öryggis í miðborginni þar sem allt hefur verið með kyrrð. 1 einu úthverfinu var kveikt í strætisvögnum og svertingjar báru eld að verzlunum eftir að hafa rænt þær. Antonio de Spinola sagði í sjón- varpsávarpi á þriðjudag, að stjórn Portúgal væri ekki búin að svíkja hvitt fólk í Mósambique og Ang- Ræða náðun fanga á Kýpur Nikósíu 10. september — AP — NTB LEIÐTOGAR þjóðarbrotanna tveggja á Kýpur munu væntan- lega komast að samkomulagi á miðvikudag um náðun stúdenta, særðra og sjúkra fanga, að þvf er áreiðanlegar heimildir hafa skýrt ftá. Leiðtogarnir, Glafkos Klerides, forseti Kýpur, og leiðtogi Kýpur- Tyrkja, Rauf Denktash, hittast á þriðjudag, tveimur dögum fyrr en búizt var við, til að ræða vanda- málin. Þá er ætlunin, að þeir hittist aftur á föstudag í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna í Ledra Palace gistihúsinu við grænu lín- una. Ekki er búizt við því, að þeir hafi tima til að ræða um almenna náðun stríðsfanga, þar sem annað mun mikilvægara inál liggur einnig fyrir, nefnilega vandamál um það bil 190 þúsund flótta- manna á eyjunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.