Morgunblaðið - 11.09.1974, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.09.1974, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1974 25 fclk í fréttum THE U.S. AIR FOftCE'S SR-71 The New Trans»AUan«c Speed Record Hoider in \ Hour and the trainlno misaíon flight to F&rnborougft Sunday September i, the SR-71 aet a w opee<í recortí for the Tr&na-Atiftntic oaslny between New YorV and t-oedoiv t»a old record was heid t>y a ftoyai^^^ Force F4K R«M«r AtrcraU P <H >v\ Burton r 1 bindindi if RICHARD Burton, hrezki leikarinn heimskunni og fyrr- um eiginmaður Elizabeth Taylor, hefur í nógu að snúast um þessar mundir. Hann er staddur í Englandi núna til þess að leika f nýrri kvikmynd með Sophiu Loren. Þðtt kvik- myndin sé ný, er efnið gamalt, þ.e. „Brief Encounter“ eftir Noel Coward. Sfðan tekur Burton til við að leika Sir Win- ston Churchill. „Raddir okkar eru ekki ósvipaðar“, segir Bur- ton um verkefnið, „en ég þarf að gera mig sköllóttan og setja gúmmf á kinnarnar. Hins vegar verð ég að reyna að afmá hrukkurnar f andliti mínu, þvf að Churchill hafði alls engar.“ Eftir Churchill-verkefnið kem- ur mynd, þar sem hann leikur á móti Silvana Mangano, og strax á eftir henni fer Burton að leíka fimleikamann, sem aldur- inn er að færast yfir. Og til þess hlutverks er krafizt góðrar heilsu. Richard Burton hjólar nú á hverjum morgni, og hann er hættur að drekka. Aður fyrr drakk hann mikið. „Eg var farinn að vera svo önugur á morgnana,“ segir hann. „Og ég er að öllu jöfnu ekki önugur maður. Eg var að verða latur og mér leiddist að vinna. Eg var farinn að drekka á meðan ég var að vinna og vildi stundum gleyma næsta tilsvari í hlut- verkinu. Nú snerti ég ekki vfn.“ Og Riehard Burton telur, að þau Elizabeth Taylor muni aftur taka saman. „Við erum úr sams konar holdí, sams konar beini. Ég veit svei mér ekki, hvers vegna við skildum. En við munum eyða jólunum og nýjárinu saman f Leningrad, þar sem Elizabeth verður við kvikmyndagerð." Á þreföldum hljóðhraða yfir Atlantshaf A myndinni sést James V. Sullivan flugstjóri tala við Gerald Ford Bandarfkjaforseta í sfma eftir metflug sitt og fé- laga yfir Atlantshafið. Þeir flugu frá New York til London á 1 klukkustund, 55 mínútum og 42 sekúndum á þotu af gerð- inni Lockhead Blackbird SR 71. Meðalhraðinn var 1,817 mílur og meðalhæð 25 kílómetrar. Vél þessi er sérstaklega útbúin til hraðflugs og sú langhraðfleyg- asta, sem nokkru sinm hefur verið framleidd. Eins og alþjóð veit, fyrir til- stilli rækilegra fregna f blöð- um, er hópur skáta úr Vest- mannaeyjum að vinna það frægðarverk um þessar mundir að ganga á f jallið Kilimanjaro f Afrfku. Það er þvf ekki úr vegi að skýra frá þvf hér, hver hefur yngstur unnið það afrek til þessa. Það er stúlka frá Banda- rfkjunum, Samantha White, og var hún aðeins 7 ára, þegar hún gekk upp á hátind fjallsins í fyrra. ELSA SIGFÚSS SYNGUR 1 kvöld kl. 20 syngur Elsa Sigfúss lög eftir fslenzka höf- unda í útvarpið. Elsa Sigfúss fæddist f Reykjavfk árið 1908, dóttir Val- borgar og Sigfúsar Einars- sonar. Hún fór til náms f sellóleik við Konunglega konservatórfið í Kaupmannahöfn árið 1933 og vakti þá strax almenna athygli og varð brátt kölluð „stúlkan með flaueisröddina“. Hún var eftirsótt söngkona f Danmörku, söng bæði f óratórf- um og á sviði, og hlaut m.a. styrk frá Berlingske Tidende til að nema söng f Dresden í Þýzkalandi. Arið 1956 hlaut Elsa Sigfúss Tage Brandt-styrkinn, sem veittur er listakonum fyrir framúrskarandi meðferð á danskri tungu, en aðeins tvær erlendar konur hafa hlotið þennan heiður f Danmörku, — þær Anna Borg og Elsa Sisf úss. étvarp Reykfavík MIÐVIKUDAGUR 11. september. 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Guðrfður Guðbjörnsdðttir beldur áfram lestri sögunnar „Fagra Blakks“ eftir önnu Sewell (3). Tilkynningar kl.9.30. Létt lög m<lli liða. Kirkjutónlist kl. 10.25: Femando Germani leikur á orgel Prelúdfu og fúgu um nafnið B.A.C.H. eftir Franz Liszt og Tokkötu eftir Charles-Marie Widor / Johannes Kunzel syngur með Greifswald kirkjukórnum og Back- hljómsveitinni f Berlfn „Alles was Ihr tut“, kantötu fyrir bassarödd, kór, strengjasveit og sembal eftir Dietrich Buxtehude. Morguntónleikar kk 11.00: Barokktón- list. Telemann-hljómsveitin f Ham- borg, Sanssouci-flautuflokkurinn og Concentus Musicus-hljómsveitin f Vfnarborg leika verk eftir Francois Couperin, Jean Marie Leclair, Joseph Bodin de Boísmortier og Georg Muffat. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 Með sfnu lagi. Svavar Gests kynnir lög af hljómplötum og talar um dans- lagakeppni SKT 1955 og 1956. 14.30 Sfðdegissagan: „Smiðurinn mikli“ eftir Kristmann Guðmundsson. Höfundur les (11). 15.00 Miðdegistónleikar. Pál Lukács og Erzébet Dénes leika Adagio fyrir lág- fiðlu og pfanó eftir Zoltán Kodály. Vera Dénes og Endre Petri leika Adagio fyrir selló og pfanó eftir Zoltán Kodály. Emmy Loose syngur lög eftir Mozart. Orford-kvartettinn leikur Strengjakvartett f a-moll op. 13 eftir Felix Mendelssohn-Bartholdy. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið 17.10 Tónleikar 17.40 Litli barnatfminn. Gyða Ragnars- dóttirsérum þáttinn. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöidsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynn- ingar. 19.30 Bikarkeppnin f knattspyrnu: Utvarp frá Laugardalsvelli Jón Asgeirsson lýsir lokum undanúrslita- leiks milli Vals og Vfkings. 19.45 Til umhugsunar Sveinn H. Skúla- son stjórnar þætti um áfengismál. 20.00 Einsöngur: Elsa Sigfúss syngur lög eftir Jón Þórarinsson, Ama Thor- steinson, Sigfús Einarsson, Sigvalda Kaldalóns, Pál lsólfsson og Sigurð Þórðarson. Valhorg Einarsson leikur á pfanóið. 20.00 Sumarvaka a. Þcgar ég var drengur. Þórarinn Helgason frá Þykkvabæ rekur htsku- minningar sfnar (4) b. Snurður og bláþræðir. Jakob Ó. Pétursson flytur frumortar stökur og kviðlinga. c. Þrjár dýrasögur. Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi segir frá. d. Kórsöngur. Kammerkórinn syngur lög eftir Sigfús Einarsson, Þórarin Guðmundsson, Emil Thoroddsen, Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Björg- vin Guðmundsson. Söngstjóri: Rut L. Magnússon. 9 9 A skfanum MIÐVIKUDAGUR 11. september 1974 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Fleksnes Gamanleikritaflokkur frá Noregi. Lokaþáttur. Einmana Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. (Nordvision — Norska sjónvarpið) 21.00 Til hamingju með soninn Bandarfsk sjónvarpskvikmynd f létt- um tón. Ilöfundur Stanley Cherry. Leikstjóri William A. Graham. — * 21.30 Ctvarpssagan: „Svo skal böl bæta“ eftir Oddnýju Guðmundsdóttur Guðrún Asmundsdóttir leikkona les (10). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Vetur, sumar, vor og haust. Umsjón Einar örn Stefánsson. 22.45 Nútfmatónlist. Halldór Haraldsson kynnlr. 23.45 Fréttir f stuttu máli. Dagskrárlok. FIMMTUDAGUR 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.10. forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.10. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund harnanna kl. 8.45: Guð- rfður Guðbjörnsdóttir heldur áfram lestri sögunnar „Fagra Blakks“ eftir önnu Sewell (4). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli liða. Við sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson ræðir við Auðun Auðunsson skipstjóra um vinnuslys um borð f skuttogurum. Morgunpopp kl. 10.40. Hljómplötusafnið kl. 11.00 (endur- tekinn þáttur G.G.). 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 13.00 A frfvaktinni Margrét Guðmunds- dóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Sfðdegissagan: „Smiðurinn mikli“ eftir Kristmann Guðmundsson Höfundur les (12). 15.00 Miðdegistónleikar Fflharmónfusveit Vfnarborgar leikur „Stundadansinn“ eftir Ponchielli; Rudolf Kempe stjórnar. Karel Bidloog Tékkneska fflharmónfusveitin leika Konsert f F-dúr fyrir fagott og hljóm- sveit op. 75 eftir Carl Maria von Weber; Kurt Redel stjómar. Rfkis- hljómsveitin f Lenfngrad leikur Serenötu f C-dúr fyrir strengjasveit op. 48 eftir Tsjafkovský; Mravinski stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið 17.10 Tónleikar. 17.30 Frá sjóferðum vfða um heim Jón Aðils leikari les úr ferðaminning- um Sveinbjarnar Egilssonar (2). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Daglegtmál Helgi J. Halldórsson cand. mag. flytur þáttinn. 19.40 Ljóð eftir Sigbjörn Obstfelder; Guðm. Sæmundsson les eigin þýðingar. 20.00 Samleikur f útvarpssal. 20.20 Leikrit: „I leysingu*4 eftir Helge Krog Þýðandi Vilhjálmur Þ. Gfslason. Leikstjóri: Lárus Pálsson. Aður útvarpað f marz 1956. Persónur og leikendur: Vfbeka.........Herdfs Þorvaldsdóttir Ketill ......Þorsteinn ö. Stephensen Kári .................Lárus Pálsson 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Septembermánuður“ eftir Francois Hébard. Gfsli Jónsson fslenzkaði. Bryndfs Jakobsdóttir les (2). 22.35 Manstu eftir þessu Tónlistarþáttur f umsjá Guðmundar Jónssonar pfanóleikara 23.20 Fréttir f stuttu máli. Dagskrárlok. 0 Aðalhlutverk Bill Bixby, Diane Baker, Jack Albertson og Darrell Larson. Þýðandi Jón O. Edwald. Myndin greinir frá glaðværum, miðaldra piparsveiní, sem óvænt frétt- ir, að hann eigi stálpaðan son. 22.10 Lffsraunir Þáttur úr sænskum myndaflokki með viðtölum við fólk, sem orðið hefur fyrir áföllum f Iffinu, en reynir þó að bjargast, eins og best gegnir. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttír. (Nordvision — Sænska sjónvarpið) 22.40 Dagskrárlok. t kvöld kl. 20.30 verður sýndur lokaþátturinn um Fleksnes. Þessir þættir, sem sýndir hafa verið, eru að okkar dómi eitt bezta skemmtiefni, sem hér hefur verið flutt f sjónvarpi, og eftirsjón að því, nú þegar þættirnir eru uppurnir. Fleksnes þessi er sprenghlægilegur furðufugl, óþolandi fyrir sitt nánasta umhverfi, — og endurspeglar yfirleitt það, sem algengt er í daglegu fari margra, þótt nokkuð sé framkoman að sjálfsögðu ýkt og yfirdrifin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.