Morgunblaðið - 11.09.1974, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.09.1974, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1974 Erfitt að fela mýslu Höf. Armann Kr. Einarsson Um morguninn, þegar ég borðaði, tókst mér að stinga undan einni brauðsneið með smjöri og osti. Og nú næ ég í vatn í flösku. Ég laumast með hvort tveggja upp í herbergið. Nú er ég ekki sein á mér að skríða undir rúmið og draga fram kassann með henni mýslu litlu. Ég gægist í gegn um gatið og sé, að mýsla hleypur fram og aftur. Hún er hin sprækasta, en líklega líkar henni samt ekki sem bezt vistin í þessu hvíta fang- elsi. Ónei, þá er nú einhver munur á mjúkri moldar- holu í vegg. Ég þori ekki að taka lokið af kassanum, þá er mýsla vís til að stökkva upp úr honum og skjótast eitthvað út í buskann. Ég verð að stækka gatið á kassalokinu, svo ég komi matnum og vatninu niður um það. Ég næ mér í skæri, En ég gæti þess, að stækkka gatið ekki svo mikið, að mýsla geti troðið sér út um það. Ég myl niður brauðið, og læt molana detta ofan í HOGNI HREKKVISI Þú sérð, að Högni opnar nýju dyrnar sjálfur. kassann. En það er meiri vandkvæðum bundið að koma vatninu niður til mýslu. Ég tek lítið blikkmál úr brúðudótinu mínu, bind um það seglgarnsspotta, og læt það síðan síga niður um gatið, fullt af vatni. Ég sé, að mýsla byrjar að narta í brauðið. Jæja, hún hefur það ekki enn misst alla matarlyst, hugsa ég glöð í bragði og ýti kassanum gætilega undir rúmað. Um kvöldið, á meðan Sigga frænka er að borða, nota ég tækifærið og skrepp upp í herbergið og aðgæti mýslu. Jú, það ber ekki á öðru, mýsla litla hefur gert mat og drykk góð skil. Ég lauma til hennar svolitlu af osti og flýti mér síðan að koma kassanum á sinn stað. Ég er enn hálf undir rúminu, þegar frænka birtist allt í einu í dyrunum. Ég heyri, að hún er eitthvað að tauta um óþekktina í mér, að hlaupa í burtu frá matnum. Hvað ertu að gera undir rúminu, telpa? hrópar frænka undrandi, þegar hún kemur auga á mig. Ég- ég er að leita að bolta, sem ég týndi, stama ég vandræðaleg. Þú þarft ekki að eyðileggja fötin þín í gólfinu, segir frænka. Ég skal ná í kústinn og kraka með honum undir rúmið eftir boltanum. Nei, nei, hrópa ég og svitna við tilhugsunina, að nú muni allt komast upp. Skárri er það nú ofsinn í þér barn, segir frænka alveg steinhissa. En komdu nú og ljúktu við að borða, við getum alltaf fundið boltaskömmina seinna. Ég fer niður með frænku, en nú veit ég, að úr þessu get ég ekki lengi geymt kassann undir rúminu. Sem betur fer hættir frænka við að sækja kústinn, og boltinn gleymist í bili. Um kvöldið, þegar við frænka erum háttaðar, kvíði ég mest fyrir því, að nú byrji mýsla að þruska eins og í gærkvöldi. En nú bregður svo undarlega við, að ekki heyrist minnsta skrjáf í kassanum undir rúm- inu mínu. Ég er tilbúin að bylta mér harkalega, ef þess gerist þörf. En það lítur ekki út fyrir, að ég þurfi að grípa til þess ráðs. Ég ligg grafkyrr og hlusta, en ekkert óvenjulegt hljóð berst mér að eyrum. Skyldi mýsla vera sloppin úr kassanum? Nei, það gat ekki átt sér stað. Kannski er hún bara farin að sofa. ANNA FRA STÓRUBORG - SAGA FRA SEXTÁNDU ÖLD eftir Jón Trausta hringingu heyrði hann storkunarhláturinn í systur sinni. En kistan gapti beint upp á hann, eins og hún hlægi líka allt hvað af tæki. „Líttu nú ofan í vatnstunnuna, um leið og þú gengur um,“ mælti Anna hlæjandi, „og lýstu fyrir þér um leið. Þá færðu að sjá það, sem aðrir sjá.“ „Sjá hvað —?“ mælti lögmaður önugur og hálfutan við sig. Anna reis upp til hálfs í rúminu og hálfhvíslaði til hans: „Þá færðu að sjá — /////“ ölvíman hafði runnið af lögmanni við allt þetta. Hann var blár í framan af reiði og sneypu, en mælti ekkert. Svo gekk hann snúðugt úr loftinu, kallaði á menn sína og reið á stað. — Daginn eftir var mikil kjöthátíð á Stóruborg. Anna hélt öllum hjúum sínum veizlu. 3. YFIRHEYRSLUR Þrem dögum síðar stefndi lögmaður almenningi saman til fundar á Steinum. Fundurinn var ekki haldinn í hellinum, því að veður var hið fegursta, heldur undir beru lofti uppi í túninu. Lögmaður stóð upp við stein mikinn, sem einhvern tíma hafði hrapað úr fjallinu, og talaði þaðan við mannfjöld- ann, sem gagnvart honum stóð. Sveinar hans stóðu þar í hnapp hið næsta honum. Einn þeirra, sá stærsti og sterkasti, hafði bundið um höfuðið. „Það er yður nú kunnugt, góðir menn,“ mælti lögmaður, „að vor allra hábornasti og allra náðugasti herra, konung- urinn, hefir af mikilli mildi sinni skipað mig lögmann yfir Suður- og Austurlandið. Mér ber nú að dæma hverjum manni rétt og skil og halda öðrum dómendum, sem undir mig eru gefnir, til hins sama.“ Hann þagnaði um strmd og leit yfir hópinn. Halldór á Núpi varð fyrir svörunum af hálfu bændanna. Hann tók ofan og hneigði sig djúpt fyrir lögmanni rnn leið og hann mælti: „Það er okkur mikil gleði og mikill sómi, að yfirvald okkar og maður, sem meðal okkar er fæddur og upp alinn, skuli hafa hlotið annan eins frama. Við óskum þér allir til ham- ingju. Heill sé lögmanni vorum!“ „Heill sé lögmanni vorum!“ hrópaði almenningur og veif- aði höfuðfötum sínum. „Hafi nokkur mál fyrir mér að kæra,“ mælti lögmaður, er hann hafði þakkað fyrir hollustuna, „þá komi hann með það fram fyrir mig. Ég er .ætíð reiðubúinn að nefna menn i dóma til að jafna sakir manna, eða sætta þá og eyða þar með þrætum og ósamlyndi í héraðinu.“ meðlhfioíQunkoffÍnu — Þú mátt ekki skilja það svo, að ég ætli að' nýta mér ástand augna- bliksins, en mér dettur svona í hug, að ég geti kannski núna fengið peninga fyrir pelsinum, sem þú vildir ekki kaupa handa mér um daginn. — Afsakið, en getið þér sagt mér, hvar stofa augnlæknisins er. — Það var heppilegt að við skyldum hafa seppa með okkur fyrst brúðar- meyjarnar mættu ekki. — Þetta var reglulega ánægjulegt kvöldverðar- boð, ég hefði aldrei get- að ímyndað mér hvað þó er hægt að gera úr hrossakjöti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.