Morgunblaðið - 11.09.1974, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.09.1974, Blaðsíða 32
nuGivsincnR ^§Ltf-w22480 nUGLVSinGHR ^B*-»22480 MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1974 Útvarpsráð vít- ir formann sirai ÚTVARPSRÁÐ vítti á fundi sínum í fyrradag for- mann ráðsins, Njörð P. Njarðvík, fyrir óviður- kvæmileg orð um svokallað Lénharðsmál í Alþýðublað- inu 5. september, en í við- Heitir nú Vörðuskóli - áður Gagnfræða- skóli Austurbæjar GAGNFRÆÐASKÓLI Austur- bæjar sem svo hefur heitið f áratugi var settur f gær, en ber nú nýtt nafn og kallast Vörðu- skóli. Nafnabreytingin er ieyfð með ráðuneytisbréfi, undirritað af Vilhjálmi Hjálmarssyni menntamálaráð- herra. 1 skólasetningarræðu f gær sagði Gunnar Finnbogason, skólastjóri, að nafnabreyting- in væri brýn nauðsyn og henni réð hvorki fordild né sérvizka. Gunnar sagði f viðtali við Mbl. f gær, að fólk villtist mjög gjarnan á nöfnunum Gagn- fræðaskóli Austurbæjar og Austurbæjarbarnaskólinn, og máli sfnu til sönnunar skýrði hann frá þvf, að 4 til 5 aðilar hefðu f ^ærmorgun hringt f Gagnfræðaskóla Austurbæjar, en ætlað að hringja f Austur- bæjarbarnaskólann. Nafna- breytingin á nú að koma f veg fyrir slfkan misskilning. tali við blaðið sagði formað- urinn, aö um hefði verið að ræða „afglöp LSD í fjár- málum“. LSD er lista- og skemmdideild. Fjórir ráðsmanna greiddu atkvæði með þess- um vítum á formann ráðs- ins, en tveir voru andvfgir. í ráðinu eru 7 menn, en er mál þetta var tekið á dag- skrá fundarins firrtist for- maður ráðsins við og gekk af fundi. Fól hann öðrum varaformanni ráðsins fundarstjórn, Ólafi Ragn- ari Grímssyni. Kartöfluuppskeran: 40 þúsund tunnur umfram ársneyzlu Um þessar mundir eru skólarnir að hefjast. Margt barnshjartað bíð- ur spennt og hlakkar til skólaverunnar og skoði menn andlit barnanna á myndinni vel, leynir sér ekki eftirvæntingin. — Ljósm.: Brynjólfur Helgason. Kartöfluuppskera landsmanna ætlar að verða meiri f haust en nokkru sinni áður, og er búizt við, að heildaruppskeran verði 150—170 þúsund tunnur, sem er 40 þúsund tunnum meira, en kartöfluneyzla landsmanna er yfir allt árið. A sfðasta ári var uppskeran ekki nema um 70 þús- und tunnur. Eyjapeyjarnir á tindi Kilimanjaró Vestmannaeyingarnir 10, sem lögðu af stað frá Islandi um síðustu mánaðamót til þess að klífa hæsta fjall Afríku, Kilimanjaró, sendu okkur skeyti í gær þar sem þeir kváðust vera búnir að ganga á hæsta tind Kilimanjaró, en skeytið var svo- hljóðandi: „Erum búnir að klífa Kilimanjaró. Allir komust upp. Dálítil veikindi vegnahins þunna lofts, en annars allir hressir. Sendum fréttir aftur þegar við komum til Mobasa. Biðjum að heilsa heim og vonum, að búið sé að salta fýlinn. Eyjapeyjar Hjálparsveit skáta Vestmannaeyj- um.“ Kilimanjaró er eitt af hæstu f jöllum í heimi, um 6000 m hátt. Sl. ár klifu Eyjapeyjarnir hæsta tind Alpafjallarina, Mont Blanc, og styrktu Loftleiðir þá til ferðar- innar. Til Kilimanjaróleiðangurs- ins njóta þeir nú verulegs styrks frá flugfélaginu SAS. Eðvald Malmquist yfirmats- maður garðávaxta, sagði í viðtali við Morgunblaðið i gær, að 10—20 ár væru liðin sfðan uppskera hefði verið jafngóð og í haust, síðasta frábæra uppskeruárið var 1953. Þess eru dæmi, að uppsker- an hefur verið allt að 25-föld, en gott þykir í meðalári að fá tí-falda uppskeru. Mesta uppskeran verð- ur eins og oft áður í Þykkvabæn- um, en þar mun uppskeran nú verða um 50 þúsund tunnur, eða litlu minni en öll uppskera lands- ins á síðasta ári. Ólafur Sigurðsson bóndi í Þykkvabæ sagði þegar við rædd- um við hann, að bændur þar væru eðlilega yfir sig ánægðir með upp- skeruna að þessu sinni, því hún væri mörgum sinnum meiri en í fyrra. „Sem dæmi get ég nefnt,“ sagði hann, „að ég setti niður 10 poka af gullauga, sem ég fékk hjá Græn- metisverzluninni f vor og undan þessu útsæði fékk ég 230 poka af góðum kartöflum.“ Hann sagði, að margir bændur væru nú langt komnir að taka upp, enda væru stórvirkar vinnu- vélar í gangi. Tfðin hefði verið frábær, en úrkoman hefði þó mátt vera aðeins meiri. Eðvald Malmquist sagði, þegar við spurðum hann um þær kvart- anir, sem komið hafa vegna nýju uppskerunnar, að sér þætti hæp- ið, að hægt væri, að dreifa sumar- uppskeru á stærri markað en Reykjavíkursvæðið, ef kartöfl- urnar ættu að reynast óskemmdar með öllu, þegar kaupandi tæki við þeim. Núverandi fyrirkomulag byði ekki upp á það, að hægt væri að flokka kartöflurnar með meiri hraða. Ennfremur þyldu nýjar kartöflur ekki pökkun og það hnjask, sem væri óumflýjanlegt í sambandi við dreifingu á almenn- an markað. Handstýrð umferðarljós viðLaugaveg BORGARRÁÐ hefur samþykkt einróma tillögu frá Björgvini Guðmundssyni, borgarfulltrúa, um að sett verði upp handstýrð umferðarljós við gangbrautina á móts við Laugaveg 176. Á þessum stað hafa orðið 5 um- ferðarslys frá áramótum og við gangbrautina er einhver mesti slysastaður í umferðinni í borg- Síldarsöltun í Stafangri SALTAÐAR hafa verið 2.500 Siglósíld á Sigiufirði. Síldin saltar tunnur af sfld í Stafangri fyrir Johan Stangeland, en hann er af Eldur í Bátalóni TALSVERÐAR skemmdir urðu á skipasmfðastöðinni Bátalóni f Hafnarfirði í gærkvöldi, er eldur kom upp f aðalhúsi stöðvarinnar. Hluti suðurhliðar hússins skemmdist og hluti þaksins. Eldurinn kom upp f þeim hluta, er stálskipasmfði fer fram f. Er slökkvilið kom á staðinn um klukkan 20.30 var mjög mikill reykur og talsverður eldur í bygg- ingunni. Slökkvistarf tók rúma klukkustund. Óvfst var um elds- upptök. Kartöflur teknar upp f Þykkvabæ. Þar er nú allt að 25-1 íslenzkum ættum, frá Eskifirði. Samkvæmt upplýsingum fréttarritara Mbl., Matthíasar Jóhannssonar, hefur verið góður afli f dragnót að undanförnu á Siglufirði. Berghildur landaði nýlega 16,5 tonna afla eftir einn og hálfan sólarhring og Jökull 10 tonnum. Óvenjumikil saltfiskverkun hefur verið á Siglufirði í sumar. ísafold hefur nú fullunnið 2.500 pakka af saltfiski, Páll Gíslason 2.000 pakka, Hafliði h.f. 1.600 pakka, Dagur 3.100 og Þormóður rammi um það bil 1.700 pakka. Er þetta óvenjumikið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.