Morgunblaðið - 11.09.1974, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.09.1974, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1974 THE OBSEHVER eftir Colin Legum. Kemst lýðræði á í Eþíópíu? Þingnefnd, skipuð af eþiópiska þinginu, hefur lagt fram þá til- lögu, að bundinn verði endir á hið forna einræði keisarans og lýð- ræði komið á í landinu. Keisarinn myndi samkvæmt nýju stjórnar- skránni verða þjóðhöfðingi með svipuð völd og Eltsabet Englands- drottning. sem sagt mjög Iftil. Lagt er til, að forsætisráðherra verði i framtiðinni kjörinn af þing,- inu, og að hann velji sjálfur ráðu- neyti sitt. Fram ti þessa hefur keisarinn útnefnt forsætisráð- herrann. Annað stórt skref frá fortiðinni er tillaga um að draga úr áhrifum hinnar voldugu kirkju I Eþíópíu, sem til þessa hefur verið horn- steinn keisaraveldisins. Þótt væntanlegir þjóðhöfðingjar skuli vera kristinnar trúar, getur kirkj- an ekki lengur undirokað Mú- I hameðstrúarmenn, sem eru 30—40% allra íbúa Eþiópiu. en sú tala er ein af ástæðunum fyrir fyrirhugaðri valdaskerðingu kirkj- unnar, þótt kristin trú standi á gömlum merg i landinu. Þótt þessi tiðindi veki gleði Múhameðstrúarmanna, munu þeir ekki sætta sig við það ákvæði, að væntanlegir þjóðhöfð- ingjar skuli vera kristnir. Búast má við þvi, að kirkjan sjálf, sem nýtur mikils fylgis i landinu, muni snúast til varnar gegn breyting- unum með öllum tiltækum ráð- um. f nýju stjórnarskránni er enn- fremur gert ráð fyrir þv(, að fram- kvæmdavaldinu verði smám saman kippt úr höndum Haile Selassie keisara. Eitt af leyni- vopnum hans áður var að not- færa sér völdin til að úthluta landsvæðum til starfsmanna sinna og rlkisins. Nú er hins veg- ar lagt til, að allt land verði I höndum stjórnarinnar einnar. Þetta ákvæði endurspeglar loforð hersins um hinar umfangsmiklu jarðabætur. Fyrirkomulagi þingsins á einnig að gjörbreyta. Það á að starfa I tveimur deildum, neðri deild á að kjósa r almennum kosningum, en öldungadeildin, sem ( sitja 90 menn. skal kosin þannig, að yfir- völd á hverjum stað kjósi 75 menn, og stjórnin 15. Til þess hefur keisarinn útnefnt alla öld- ungadeildarþingmennina, og hef- ur hann beitt öldungadeildinni sem mótvægi gegn neðri deild- inni. f stjórnarskránni er einnig gert ráð fyrir algjörum aðskilnaði dómsvalds annars vegar og keisarans og stjórnarinnar hins vegar. Leggja á niður dómstól keisarans, Chilot, og koma á fót sjálfstæðum dómstól. Þrátt fyrir tillögurnar um end- urbætur á stjórnarskránni, er enn nokkuð óljóst. hvernig koma á lýðræðinu á. í einni tillögunni er gert ráð fyrir myndun stjórnmála- flokka, en ekki er Ijóst, hvort kjósa á þingið I fjölflokkakosning- um. Það liggur ( augum uppi. að tillögur um að breyta einveldi ( lýðræðisriki á einni nóttu eru svo róttækar, að jafnvel hörðustu framfarasinnar hljóta að mót- mæla þeim. Vitað er, að nefndin ræddi ýms- ar fleiri tillögur, þ.á m. tillögu um, að einn flokkur skyldi stofnaður ( Eþiópiu, ( byrjun, og skyldi hann fara með völdin. Hug- myndin um einmenningskjör- dæmi til þingkosninga nýtur einnig nokkurs stuðnings nú sem stendur. En róttækir lýðræðissinnar inn- Framhald á bls. 29. Hopuií Þorpsöúa HELDUR á vettvang Búinsi öllum tiltækum VOPNUM- stefnan ertekinna SJAVAR HELLINN... x-s LiÓSKA EG HEF BAOI GOTTOG SL-^MT AÐSEGjA ÞEf? VAROANOI kVÖLDMATINN Það VERRA ER AO VIÐ faum afganginn af icAssunni fra PEANUTS THI5 I5 THE BALL THAT JOE HIT UHEM HE 60T HVS BLOOP 5IN6LE IM TWE NINTH INNIN6 UITH HI5 TEAM LEAPIN6 FlFTEEM T0 THKEE AM I (JR0M6, 0K DlD HE MI65PELL HI5 NAME ? HE U)AS PROPABLY EX.CITED OVER HI5 BLOOP 5IN6LE.. — Sjáðu! Ég fékk áritaða leður- pjötlu frá Hauki Ottesen! — Þetta er pjatla úr boltanum, sem Haukur sprengdi, þegar hann skoraði fyrsta markið I leik KR gegn Vestmannaeyingum á Laugardalsvellinum um daginn! — Sé ég rétt, eða hefur hann ekki gert villu I nafninu sfnu? — Jú, það hefur hann gert. i 'Jh'p-* — Hann hefur sennilega verið svona æstur yfir að hafa sprengt boltann!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.