Morgunblaðið - 11.09.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.09.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1974 Unnið er nú að uppsetningu á dýraspftalanum, sem Islands- vinurinn Watson gaf til landsins. Hefur honum verið valinn staður við heimreiðina f Vfðidal, og tengist hann þannig athafnasvæði hestamanna f Reykjavfk. Hesta- mannafélagið Fákur og félög dýravina og hundaeigenda annast rekstur spftalans, er starfsemi hans hefst. Sú aðstaða spítalans, sem eink- um kemur hestamönnum til góða, eru tæki þau, sem með spítal- anum fylgja, s.s. röntgenmynda- tökutæki. Ekki verður hægt að taka hross inn í húsnæði spftal- ans, en uppi eru hugmyndir um að byggja f tengslum við hann sérstakt hús, þar sem hægt væri að gera læknisaðgerðir á hestum. Að sögn Sveins K. Sveinssonar, formanns Hestamannafélagsins Fáks, verður ekki hafin bygging á þessu húsi nú f ár. Með tilkomu dýraspítalans og þessa viðbótar- húss batnar til muna öll aðstaða til að gera á hestum aðgerðir sem nú eru oft framkvæmdar með ófullnægjandi tækjum og aðstoð. Sjálfshirðingar- hesthúsum úthlutað Dýraspítalinn bætir að- stöðu til hrossalækninga Jóhann Þorsteinsson á Litlu Jörp Gyðu Árnadóttur. Ljósm. Mbl. Sv. Þorm. Ekki ástæða til að forðast skeiðglefsur þótt folinn sé ungur Nokkuð er nú liðið frá þvf að Reykjavfkurborg úthlutaði sfðast lóðum undir sjálfshirðingarhest- hús. En töluverður áhugi er fyrir byggingu slíkra húsa hjá hesta- mönnum. Á s.l. vetri náðist samkomulag milli Reykjavfkurborgar og Hestamannafélagsins Fáks um það, að Fákur fengi aukið land á Víðivöllum eða sem svaraði rými fyrir 280 hesta gegn því, að á svæði félagsins yrði hafin bygging hesthúsa sem hestamenn gætu byggt sjálfir og hirt þar hver sína hesta. Var félagsmönn- um Fáks boðið að sækja um rými í húsum þessum og rann um- sóknarfrestur út nú 10. septem- ber. I samtali, sem blaðið átti við Svein K. Sveinsson, formann Fáks, kom fram, að ákveðið er að byggja hús þessi með sama sniði og sjálfshirðingarhesthúsin, sem byggð voru fyrir nokkrum árum á svæði félagsins og nefnt er Faxa- ból. Er þetta gert í því augnamiði, að síðar geti félagið yfirtekið þessi hús og nýtt þau við rekstur sinn. Sveinn taldi líklegt, að nú yrði úthlutað rými fyrir 140 hesta, en í hverju húsi, er rúm fyrir 20 hesta. Jóhann Þorsteinsson á Náttfara, Ijósm. Friðþjófur Þorkelsson. Eins og við er að búast hefur sala Náttfara frá Ytra-Dalsgerði vakrð mikla athygli. Reyndar kom verð hestsins fáum á óvart, þar sem allt frá þvf að hann var sýndur á Landsmóti hestamanna á Vindheimamelum, hefur verið uppi orðrómur um, að boðnar hefðu verið háar upphæðir f hest- inn. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur fengið, var Náttfari seldur Sigurbirni Eirfkssyni á 1,2 miiljónir króna, en fyrrverandi eigandi hestsins hefur ekki viljað viðurkenna þá upphæð. Náttfari, sem er fjögurra vetra graðfoli, er undan hinum fræga Sörla, Sveins Guðmundssonar á Sauðárkróki, en hann hlaut Þó fer úthlutun eftir því, hve margar umsóknir berast. Þá gat Sveinn þess einnig, að á síðari árum hefðu þeir hesta- menn, sem haft hafa hesta í eldri hesthúsum Fáks við Elliðaár, átt í vaxandi erfiðleikum að komast frá húsunum vegna umferðar. Nú er hafin gerð undirgangna undir Breiðholtsbraut, og er þvf von til, að hinn langþráði draumur hesta- manna um göng þessi sé nú að rætast. Einn hinna yngri reiðmanna, sem kunnastir eru fyrir þjálfun skeiðhesta, er Jóhann Þorsteins- son. Hann vakti athygli á Lands- mótinu á Vindheimamelum m.a. fyrir sýningu sfna á Náttfara frá Ytra Dalsgerði. Mbl. átti stutt samtal við hann og spurði m.a., hvernig hann færi að þvf að taka hest niður af skeiði. „Ég hleypi hestinum stuttan spöl, álútur f hnakknum", svaraði Jóhann. „Ég rétti sfðan úr mér með stinnum taumum og hef aðeins styttra f vinstri taum. Við þá sveigju, sem kemur á hálsinn til vinstri ber hann fyrir sig hægri fætur og leggst þannig í skeið og jafnar maður þá taumana. Hjá flestum hestum finnur maður það með nokkrum fyrirvara, ef þeir eru að fara að hlaupa upp, því að takturinn verður ójafn, og festi ég hann þá í taktinum með þvf að fyrstu verðlaun á Landsmótinu fyrir afkvæmi sín. Náttfari er mjög áferðafagur og hágengur. Hann er viljugur og með allan gang. Sérstaka athygli vakti hann fyrir það, hve flugvakur hann er og skeið hans vakti mikla aðdáun. Að auki hefur Náttfari afbragðs skapgerð. Þó að þvf sé almennt fagnað, að Náttfari skuli ekki hafa verið seldur úr landi, hafa margir gagn- rýnt verðið, sem hesturinn var seldur á, þar sem það muni skapa fordæmi og leiða til þess, að inn- lent markaðsverð hækki enn. Á undanförnum árum hefur það farið mjög hækkandi, og þar hefur erlend eftirspurn haft mikil áhrif, þó að eftirspurn Rætt við Jóhann Þorsteinsson lyfta honum í beizlinu hægra megin.“ — Hvernig beizli notar þú við skeiðhest? „Það er einstaklingsbundið, fer eftir lundarfari og þvf, hve þjáll hestur er. Ég nota gjarnan hringamél og nasamúl á þá, sem innanlands eigi einnig sinn þátt í þessari þróun. Það er hins vegar varasamt að líta neikvæðum augum á þessa verðþróun, þar sem leiða má rök að þvf, að hrossaræktarmenn hafi oft ekki fengið það sem skyldi fyrir sín hross, miðað við þá vinnu, sem þeir hafa lagt á sig. Hækkandi verð góðra kynbóta- hrossa veitir auknu fjármagni inn f hrossaræktina og gæti orðið til þess eins að bæta aðstöðu hrossa- ræktarmanna og auka áhuga þeirra á að ná í stóra vinninginn. Því má líta á þessa verðlagsþróun sem óhjákvæmilega, samfara auknum almennum áhuga á hrossarækt. mýkri eru í taumum, en stangir á hina.“ — Með hvaða hætti þjálfar þú hesta undir skeið? „Skeiðlaginn hest reyni ég að fá til að gleyma skeiðinu um sinn með því að halda honum aðeins að tölti og brokki. Ef klárgangurinn er hestinum eðlilegur, vilja þeir oft helzt taka skeið af fullri ferð og er yfirleitt auðveldast að fást við slíka hesta.“ — Þú nefnir brokk sem nauð- syniega undirstöðu fyrir skeið. Með hvaða hætti er brokkið svo mikilvægt? „Með brokkinu fær hesturinn slaka — mýkir skrokkinn. Ég tel, að taumhlfðni og gott brokk sé bezta undirstaðan undir skeiðið." — Nú vakti mikla athygli á Landsmótinu stórkostleg skeiðtil- þrif Náttfara frá Ytra-Dalsgerði, sem þú sýndir. Þær raddir heyrðust þó, sem óttuðust, að 4ra vetra tryppi væri ekki nógu þroskað til að vera krafið um slfka spretti. „Já, það er ágætt, að þú nefnir þetta. Þetta eru gamlar kerlinga- bækur. Ef foli er vel gengur, er ekkert athugavert við það að láta hann byrja snemma. Ef knapinn finnur, að hesturinn er glaður og á létt með skeiðið, tel ég hreint enga ástæðu til að forðast smá- skeiðglefsur, 50—100 metra. Við verðum líka að gá að því, að vel alin tryppi eru gjarnan 1—2 árum á undan öðrum f líkamlegum þroska." — Er nokkurt heilræði, sem þú gætir gefið þeim mörgu, sem langar til að ná tökum á skeið- inu? „Þegar ég, milli fermingar og tvítugs, var að ieita tilsagnar hjá mér eldri og reyndari mönnum,, var mér sagt, að ég yrði einfald- lega að kynnast skeiðhesti og læra af honum. Þannig varð það nú sem ég fékk minn skóla, og ég held, að þessi heilræði séu í fullu gildi enn f dag.“ Sala Náttfara — jákvæð fyrir íslenzka hrossarækt Dómar á afkvæma- sýningum Eins og fram kemur f samtali þeirra Boga Eggertssonar, Gunn- ars Bjarnasonar og Þorkels Bjarnasonar, sem birt er í opn- unni, voru margir framúrskar- andi hestar sýndir á landsmótinu f sumar. Ber þeim saman um, að miklar framfarir hafi átt sér stað f hrossarækt á undanförnum árum. Til gamans eru þvf hér birtar umsagnir dómara um efstu hross f afkvæmasýningunum á landsmótinu. Stóðhestar með afkvæmum Blesi frá Núpakoti. Afkvæmi háns eru fönguleg og reist, vaxtargóð, traust að byggingu, svipgóð, en mættu vera nettari um háls og bol. Fætur eru sterkir og sæmilega réttir. Vilji er mikill og fremur þjáll. Þau sýna snerpu og mikil tilþrif á gangi, sem er fjölhæfur og vel rúmur. Framtak og fótlyfting eru með ágætum. Blesi er góður undaneldishestur og á afkvæmi í fremstu röð gæð- inga. Blesi hlýtur 1. verðlaun. Sörli frá Sauðárkróki. Afkvæmi hans eru myndarleg og svipmikil og sópar að framgöngu þeirra. Þau standa föðurnum ekki á sporði hvað hálsbyggingu og prúðleika snertir, eru stutt fyrir framan hnakk, þegar á bak er komið. Fjiölhæfni, fótlyfting og vilji eru með ágætum og einnig traust skapgerð. Fætur eru frem- ur traustir, þótt nokkuð eimi af nástæðum hæklum. Sörli gefur reiðhross og hlýtur 1. verðlaun. Hylur frá Kirkjubæ. Afkvæmi hans eru fríð og heldur ffnbyggð og vekja athygli fyrir reiðhesta- legt útlit sitt. Fætur eru sæmiléga traustir, þótt óprýði sé, hve gleið- ir og grófir hófar þeirra sumra eru. Fótgalli Hyls, slakar kjúkur, sýnist ekki erfast mikið frá honum. Vilji hrossanna er þægi- legur, töltferð og brokk ágætt, en skeiðrými í knappara lagi. Hylur gefur fríð reiðhross og lundar- prúð. Hann hlýtur 1. verðlaun. Hryssur með afkvæmuni. Sfða frá Sauðárkróki. Afkvæmi hennar hafa náð mjög góðum árangri í dómum sem kynbóta- hross. Fimm þeirra hafa þegar náð 1. verðlaunum og er það eins- dæmi og talar sfnu máli um það, hvflík úrvals kynbótahryssa Síða er. Kostirnir eru fríðleiki, fjör, ganghæfni, lundgæði, en bygg- ingu er stundum áfátt, þótt þar vegi margháttuð fegurð lýtin full- komlega upp. Síða má óefað teljast bezta kynbótahryssan, sem undir dóm hefur komið á síðari árum. Síða hlýtur 1. heiðursverð- laun. Fjöður frá Reykjum. Afkvæmi hennar eru fremur smá vexti sem móðirin, en svipfríð og snotur og sýna mikla og ótvíræða reiðhests- kosti, bæði vilja og gagnrýni. Fjöður er því að flestu leyti álit- leg reiðhrossamóðir og hlýtur 1. verðlaun. Nös frá Búðardal. Afkvæmi hennar eru traustbyggð og fylgin sér, rösk á öllum gangi, og fágætt er, hve örugg og mikil vekurð býr f þeim. Hún hlýtur 1. verðlaun. Toppa frá Kleifum. Afkvæmi hennar eru yfirbragðsfalleg kjark- og dugnaðarhross. Þau eru fremur viljug og eru ferðmikil á öllum gangi. Toppa hlýtur 1. verð- laun. Jörp frá Æsustöðum. Afkvæmi hennar eru fremur smá að vexti og ekki frfð né fíngerð. Þau hafa trausta fætur og þolna byggingu. Vilji er nægur og allur gangur rúmur og hreinn. Jörp hlýtur 1. verðlaun. Irpa frá Kyljuholti. Hennar afkvæmi eru háreist, fönguleg og vel byggð. Þau eru viljamikil og nokkuð fyrir sér. Irpa virðist ekki ráða miklu um ganghæfni af- kvæma sinna. Hér eru glæsileg reiðhross á ferðinni, og hlýtur hún 1. verðlaun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.