Morgunblaðið - 11.09.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.09.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1974 7 eftir Ingva Hrafn Jónsson PískRaekt og AsketDf „Vísindalegar rann- sóknir til grundvallar" „Höfuðhugsjón félags okkar er að taka á leigu veiðisvæði, ár og vötn með það fyrir augum að rækta svæðin upp þannig að nýt- ing þeirra verði eins og bezt getur orðið. Til þess að tryggja, að við getum náð sem beztum árangri leggjum við til grundvallar ná- kvæmar vfsindalegar rannsóknir," sagði Gunnar Helgason formaður félagsins Fjármagns H/F f stuttu spjalli við þáttinn. Við höfum frétt af þessum fé- lagsskap og áhuga félagsmanna á fiskrækt og veiðiskap og báðum Gunnar að segja okkur svolftið frá starfinu. „Það var árið 1970, að við stofnuðum félagið. Við komum saman nokkrir félagar, sem áhuga höfðum á fiskræktarmálum og veiðiskap, og ákváðum að bjóða nokkrum hópi manna I félagsskap, sem hefði það að markmiði að taka á leigu veiðisvæði til langs tíma með ræktun og umbætur á veiðiskilyrðum f huga. Það varð úr, að milli 50—60 manns gerð- ust stofnfélagar, allir með 50 þús- und kr. framlagi. Við tóktim sfðan á leigu Héðinsfjarðarsvæðið og vatnasvæði Flókadalsár f Fljótum. Við byrjuðum strax á að láta fara fram rannsóknir á þessum svæð- um og bfðum nú eftir niðurstöðum frá Jóni Kristjánssyni fiskifræðingi á rannsóknum á sjóbleikjustofn- inum f Héðinsfirði. Við höfum einnig sleppt laxaseiðum f Flóka- dalsá. Þá höfum við gert tilraun á báðum vatnasvæðunum, með að dreifa þar tilbúnum áburði til að reyna að auka gróðurinn. Veiði- svæði Flókadalsár er um 2 km milli Flókadalsvatns og Hópsvatns og f ósnum við Hópsvatn höfum við komið fyrir laxateljara, en við teljum mjög mikilvægt, að laxa- teljurum verði komið upp við allar fslenzkar laxveiðiár og veiðinýting svæðanna síðan miðuð við laxa- gengdina. Svæði Flókadalsár framan við vatnið er um 7 km. en þar hefur lax ekki gengið og erum við nú að kanna orsakirnar fyrir þv! og hvað sé hægt að gera til að bæta þar um. Nokkur lax er f Flókadalsá og höfum við félagar veitt um 100 laxa þar. I Héðins- fjarðarvatninu er fallegur sjó- bleikjustofn og viljum við ekki taka neinar ákvarðanir um hvað þar verður gert, fyrr en niðurstöð- ur fyrrnefndra rannsókna liggja fyrir. — Við spyrjum Gunnar hvort þeir félagar séu með eitthvað fleira f takinu. — Ekki eins og er, en við erum alltaf með augun opin. Það má t.d. nefna, að við buðum f fyrra f Miðfjarðará. Sú á var sem kunn- ugt er með beztu laxveiðiám á landinu, en veiðinni f henni hefur hrakað mjög á undanförnum árum. Við miðuðum tilboð okkar við. að fram færi vfsindaleg og Ifffræðileg rannsókn á ánni með uppbyggingu veiðisvæðisins f huga og sleppt yrði niðurgöngu- seiðum fyrir 750 þúsund kr. á ári f 10 ár. Þá ætluðum við einnig að setja þrjá laxateljara í ána og láta gera og byggja upp nýja veiðistaði með stfflum og fyrirhleðslum eftir nánara samkomulagi. Ársleiga bein var boðin tvær milljónir, sem sfðan myndi hækka eftir arðreglu eftir þvf sem árangur ræktunar okkar og endurbóta kæmi f ijós. Þessu tilboði var þvf miður hafn- að, en þarna hefði verið gott tæki- færi til að vinna upp mikið veiði- svæði með kerfisbundnum og vís- indalegum aðgerðum. En það er einmitt á þeim grundvelli, sem félag okkar starfar. Spjallað við Gunnar Helgason um fískræktar- og veiðifélagið Fjármagn H/F Tveir félagar t Fjármagni H/F með fallegar bleikjur úr Héðinsfirði. Stærsta bleikjan er 6 pund. Bandslípivél Vil káupa notaða bandslípivél. Uppl. í síma 96-61450. 1 7 ára stúlka óskar eftir góðu starfi. Vaktavinna kemur til greina. Upplýsingar i sima 41 526 milli kl. 5—7. Keflavik — Suðurnes Til sölu sjónvarp 24" i góðu standi. Verð kr. 15 þús. Simi 1443. Til sölu kynditæki, ásamt nýju lokuðu hæðaboxi, reykrofa, hitarofa og dælu. Einnig kolaketill. Upplýsingar i sima 52888. Verkamenn vantar i byggingarvinnu. Uppl. í sima 32053. Trésmiðavél Óska eftir að kaupa sambyggða trésmiðavél. Staðgreiðsla. Lysthafendur hringi T sima 92- 1913. Wagoner, 1974 Quatratrack sem nýr (9.000 km) til sölu. Golden brown, aflstýri, aflbremsur klæddur afturúr. Tilboð sendist blaðinu merkt: 9531. Tökum að okkur smiði á eldhúsinnréttingum, klæðaskápum o.fl. Gerum föst verðtilboð. Trésmiðaverkstæði Þorvaldar Björnssonar, simi 86940, kvöldsimi 71118. Vill ekki einhver barngóð kona í Keflavik i nágrenni Faxabrautar, passa mig á meðan mamma vinn- ur úti, ég er góður cfrengur og er 3 mánaða. Uppl. í sima 32345. í ^mnRGFHLDRR f mRRHRfl VÐRR Range Rover árgerð '73 til sölu. Upplýsingar í síma 27595. Til leigu Rúmgóð 3ja herb. ibúð i Laugar- neshverfi er til leigu. strax. Upplýsingar milli kl. 7—9 i sima 30197. Sumarbústaður óskast til kaups. Tilboð merkt ,,851 0" sendist Mbl. fyrir 18. þ.m. Njarðvík — Keflavík Kona óskast til afgreiðslustarfa i biðskýlið i Njarðvik. Upplýsingar i sima 2177 og 1133. Til sölu Toyota Crown '71 Upplýsingar i sima 92-8227. Verðtryggð spariskírteini Til sölu eru verðtryggð spariskir- teini frá 1 967. Tilboð sendist Mbl. sem fyrst merkt: „Spariskirteini — 7273". Tveir tækniskólanemar óska eftir 2ja—3ja herbergja ibúð. Má þarfnast viðgerðar. Upplýsingar i sima 92-1484 eftir kl. 3. Keflavik Til sölu mjög vel með farin 2ja herb. ibúð við Faxabraut með sér- inngangi. Fasteignasalan, Hafnargötu 27, Keflavik, simi 1420. „Ótollafgreiddur" Nýinnfluttur Blazer '72. Mjög fallegur og vel með farinn bíll. Upplýsingar i sima 36919 eftir klukkan 8 á kvöldin. Keflavík Til sölu ný 4ra herb. ibúð frágengin við Mávabraut. Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns, Vatnsnesvegi 20, Keflavik. Simar 1 263 og 2890. full- m M mm í Kórskóli 1 Nýtt námskeið hefst 30. september. Kennt verður í Vogaskóla á mánudagskvöldum 2 stundir í senn í 10 vikur. Kennd verða almenn undirstöðuatriði tónlistar, nótnalestur, heyrnarþjálfun og raddbeyting. /nnritun ísíma 2661 1 á skrifstofutíma. Pólýfónkórinn. J Kvennaskólinn á Blönduósi auglýsir: Tvö hússtjórnarnámskeið í vetur 3ja og 5 mánaða. Heimavist starfrækt fyrir stúlkur í 3. vog 4. bekk barna- og gagnfræðaskólans á Blönduósi og heimilisfræði sem valgrein fyrir nemendur 3. og 4. bekkjar, ef næg þátttaka fæst. Umsóknarfrestur er til 15. september. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri, sími 95-4239.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.