Morgunblaðið - 11.09.1974, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.09.1974, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1974 29 50 sjálfur, aö hann átti erfitt meö aö sitja kyrr. Hann stóö við arinhill- una og horföi yfir söfnuðinn, sem hann hafði fyrir framan sig. A morgun, hugsaöi hann með sér, ætla ég á fund þess, sem ég gruna um ódæðið. Ég ætla að gefa hon- um frest í hálfan sólarhring en ekki lengur. En allt f einu var þögnin og yfirborðskyrrðin rofin. Ein kvennanna fékk ekki lengur leynt því, að taugarnar voru þand- ar til hins ítrasta og rödd hennar, æst og tryllingsleg, varð það merki, sem Christer sá, að hann gat ekki leitt hjá sér úr þessu. Og þegar rásmerkið hafði verið gefið, fór allt að gerast með ævintýra- legum hraða. Og sér til mikillar undrunar uppgötvaði Christer, að hann var reiðubúinn að gefa svar við þeirri spurningu, sem Dina Richardsson hrópaði upp yfir samkunduna: — Ég get ekki afborið þetta lengur! Skiljið þið það! Ég get ekki afborið þetta. Við vitum öll, að það var ekki Mats Norrgárd, sem drap Anneli. Morðinginn er á lífi ... Hann ... er ... hér ... á þessari stundu. En hver er það? Christer, í guðanna bænum segðu okkur sannleikann ... HVER ER ÞAÐ, SEM ÞU CRUNAR UM MORÐIN? TÖLFTI KAFLI I nokkrar sekúndur hafði hann á tilfinningunni, að hann væri staddur í brúðuleikhúsi. Svart- klæddu verurnar f hægindastól- unum stirðnuðu upp, kaffibollar stoppuðu á miðri leið, og það var eins og enginn gæti hreyft legg eða lið. Það var Gretel Ström, sem varð fyrst til að fá málið. Hún horfði ráóvillt í kringum sig, en þó hafði hún skilið, að einn gesta hennar hafði hegðað sér annarlega, og hún var reiðubúin að grípa í taumana — eftir því, sem geta hennar leyfði. — Æ, veslings Dina mín, þú skelfur frá hvirfli til ilja, það er svei mér ekki skrýtið, það var árans kuldi í garðinum. Þú ert lfka í ómögulegum skóm. En nú skal ég lána þér sjal um herðarn- ar þá lagast þetta, það er ég viss um. Egon! Egon minn, viltu líka sækja sjal fyrir mig. Þaó er ekk- ert sérstaklega hlýtt hérna í stof- unni. Dina hneig titrandi niður í stól- inn og Gretl vafði móðurlega hlýju sjali um axlir henni. En Dina gat ekki slitið augun af manninum, sem stóð við arinhyll- una og reykti pípu sína og hafði ekki mælt orð af vörum. Augu allra hinna beindust einnig að honum — kvíðafull augu, tor- tryggin, augu, sem biðu ... — Stúlkan hefur á réttu að standa, Christer, sagði Helena Wijk rólega. — Við missum glór- una, ef við fáum ekki senn botn í þetta. Christer var tvíráður á svip, þegar hann svaraði: — Hefurðu hugleitt, að sannleikurinn gæti orðið enn þungbærari? — Ég held, sagði móðir hans, — að sannleikurinn sé alltaf bæri- legri en þessi nagandi óvissa og óró, sem maður getur ekki losað sig við. — SANNLEIKURINN? Rödd Christer var beizkleg, þegar hann hreytti út úr sér þessu eina orði. Og hélt svo áfram: — Já, þið viljið, að við komumst að sannleikanum . . . sem er að finna að baki allra þeirra meira og minna lognu upplýsinga, sem þið hafið reynt að pumpa í mig. Ég undanskil þig að vísu mamma mín, og þú ert ekki viðriðin málið á neinn hátt, eftir því sem ég bezt fæ séð. En öll hin — öll hafiö þið sagt ósatt og gert mér og öðrum, sem rannsakað hafa málið, erfitt fyrir. Dina, til dæmis, skaut und- an upplýsingum og þagði yfir mikilvægum staðreyndum til að vernda Lars Ove. Fanny Falkman laug til að vernda Sebastian Petren og sitt einkalíf og Lars Ove þagði yfir upplýsingum ekki aðeins vegna þess að hann hafði gefið Anneli Ioforð, heldur einnig vegna þess, að hann var frá fyrstu tíð staðráðinn í að hjálpa ekki lögreglunni og reyndar var hann staðráðinn i að gera okkur gráan leik á sem flestum sviöum. Dina og Fanny róðnuðu báðar upp i hársrætur og flibbinn virt- ist þrengja mjög að hálsi Lars Ove, eftir svip hans að dæma. — Og samt sem áður, hélt Christer áfram — hef ég tekið þá ákvörðun að trúa einmitt ykkur þremur. Hvað Lars Ove snertir á ég ekki um annað að velja. Hann er sá, sem hefur, þegar öll kurl ■'oma til grafar, gefið okkur ...estu og skýrustu upplýsingar um ferðir og gerðir Annelis og annaðhvort verð ég að ganga út frá því, að þetta sé allt heilaspuni í honum, eða taka hann trúan- legan. Eg hef ákveðið að velja siðari kostinn. Og ástæðan fyrir því að ég þykist í frásögn hans greina nokkur brot af þeirri heildarmynd, sem Anneli hafði komizt á snoðir um, en mér virðist aftur á móti Lars Ove ekki vera kunnugt um. Christer gerði hlé á máli sinu. Hann hafði athygli áheyrenda sinna óskerta, það var engu líkara Velvakandi svarar I slma 10-100 kl. 1 0.30 — 1 1.30, frá mánudegi til föstudags. 0 Það á að sekta sóðana Þórarinn Björnsson, Laug- arnestanga 9 B, skrifar: „Kæri Velvakandi. Þökk fyrir allt gamalt og gott. Mig langar til að koma á fram- færi við þig smáábendingu af marggefnu tilefni. Nú dynja yfir okkur margar verðhækkanir, sem ég dreg ekki i efa, að séu óumflýjanlegar, en þær eru af völdum litt ábyrgra aðila, sem með völdin fóru í fyrr- verandi ríkisstjórn. En af hverju er ekki farin ein af mörgum og bráðnauðsynlegum leiðum til að afla fjár í rikiskass- ann? Sú leið er að beita tafarlaus- um sektum á þann óhugnanlega fjölda sóða, sem um götur borgar- innar og þjóðvegi fara, fleygjandi alls konar rusli, — umbúðum af sælgæti og tóbaki, sigarettu- stubbum, brotnum flöskum, Is- formum, o.fl. o.fl., sem of langt mál væri að telja hér upp. Sektirnar væri hægt að greiða lögreglu á staðnum, en færa við- komandi sóða til yfirheyrslu, ef ekki væri hægt að ná sættum strax. 0 Borgarstjórn ætti að fá verðlaun Borgarstjórn Reykjavikur ætti skilið að fá verðlaun á borð við Nóbelsverðlaunin fyrir það gífurlega átak, sem gert hefur verið í hreinlætis- og fegrunar- málum borgarinnar. Pólitiskir andstæðingar hafa viljað mótmæla þessum aðgerð- um, en látum aldrei slíka menn ná fótfestu í íslenzkuþjóðfélagi. Annar er sá hópur, sem að minu viti mætti beita sektum, en það eru konur, sem gera sér að leik að skemma eða eyðileggja hamingju manna með því að ákæra þá sak- lausa um líkamsárásir og nauðg- anir, í haturs- og jafnvel fjárkúg- unarskyni. Ég býst við, að lög- reglan skilji bezt, hvað ég á við hér. Það er nóg, að kona hringi og beri upp slíka kæru, tíl að lög- reglan rjúki upp til handa ogfóta. Menn eru sóttir heim af ein- kennisklæddum þjónum réttvís- innar í merktum lögreglubilum, eru síðan í flestum tilvikum færðir til yfirheyrslu. Þetta er gert í augsýn nágranna, sem undireins dæma viðkomandi, og kemur siðar fram í augnagotum og illkvittnum athugasemdum. Þannig er viðkomandi maður talinn sekur, án þess að gerð sé tilraun til að komast að hinu sanna í málinu. Þannig hefur það margoft gerzt, að kona hefur borið fram slika ákæru, en við rannsókn hefur svo komið fram, að þessi ákæra hefur alls ekki átt við rök að styðjast. Þá er viðkomandi maður búinn að fá á sig stimpil, sem erfitt er að losna við, en sú, sem þannig hefur farið að ráði sinu, sleppur án þess að að vera sótt til saka. Það er nefnilega ekki sama að klæðast svörtum sokk og rauðum. 0 Nafnbirtingar sakamanna En tökum nú sígilt dæmi: Glæpalýður, sem margsinnis hefur verið dæmdur fyrir afbrot, og almenningi stafar mikil hætta af, heldur áfram að valda sam- borgurunum fjárhagslegu, and- legu og líkamlegu tjóni, en árásir á gamalt og varnarlaust fólk eru alltíðar. Það kemur annað hljóð í strokkinn þegar ætlazt er til, að nöfn slikra manna séu birt, að ekki sé minnzt á myndbirtingar, þannig að aðrir geti varað sig á þeim. Nei takk. Þá er nú aldeilis til á íslandi mannréttindalöggjöf, sem bannar slika ósvifni. Þið, prýðismenn, sem með is- lenzk dómsmál farið. Takið til algerrar endurskoðunar og breytið hinni furðulegu meðferð dómsmála i landinu. Þórarinn Björnsson. Það hefur oft verið til umræðu að beita í auknum mæli sektum þá, sem strá um sig úrgangsrusli á almannafæri, og væri það vafa- litið til bóta, en ekki höfum við mikla trú á, að sektagreiðslurnar myndu verða þungbærar i rikis- kassanum eða öðrum opinberum sjóðum. 0 Þakkir til starfs- liðs sjúkrahúss- ins á Akranesi Vilborg Björnsdóttir í Kópavogi skrifar: „Ég reyni að koma þér inn á sjúkrahúsið á Akranesi, og það strax í dag“, sagði læknir á Borgarspitalanum við mig. Ég horfði á hann spurnaraugum. „Já, það er prýðilegt sjúkrahús og heimilislegt, og svo ferðu i hendur eins færasta læknis okkar á þessu sviði, Árna Ingólfssonar", hélt hann áfram. Ég svaraði litlu. „Þetta er eina leiðin, sem ég sé til að hjálpa þér fljótt. Taktu ákvörðun strax“, bætti hann við einbeittur. Og auðvitað fór ég að ráðum mér vitrari manns og þakka hon- um kærlega liðsinnið. Þrem dögum siðar var ég komin til Akraness. Á sjúkrahúsinu mætti ég elskulegu starfsliði og daginn eftir lækninum, sem ég var falin. Hlýja og ljúfmennska einkenndu hann við fyrstu sýn, en meiri um- hyggja við siðasta handtak. Allt starfslið var svo einstak- lega snyrtilegt, að athygli vakti. Það vann starf sitt hljóðlátlega og vel, án fums. Matur var bæði fjölbreyttur og góður og vel framreiddur. Fyrir fullum áratug hófst við- bygging við sjúkrahús Akraness. Þriðjudaginn 27. ágúst var tekin í notkun hluti hennar. í þessum byggingaráfanga er aðalanddyri, skrifstofur og fundarherbergi, snyrtiherbergi, dagstofa sjúkl- inga og fleira. Allur frágangur er látlaus en vandaður, litaval mjög smekklegt en breytilegt, enginn litur stingur í stúf við annan og eyðileggur samræmið. Ég óska Akurnesingum til ham- ingju með þennan áfanga og vona, að hraðari framkvæmdir verði á þvi, sem eftir er. Þann tíma, sem ég lá í sjúkra- húsi Akraness, var ég einstakl- ingur, sem þurfti að hjálpa, en ekki númer, skráð á skýrslu. Við stofufélagar á stofu 8, sem dvöldumst þar síðari hluta ágúst- mánaðar, vorum innilega sam- mála um þetta álit, og viljum flytja alúðarþakkir fyrir hjúkrun og hjálp. Vilborg Björnsdóttir." SIG6A V/QGA g ‘f/LVEftAN kftb i\L Á ÖffVWE/s/W I wvo^ wövm j fSE I/ < ( — Kemst lýðræði Framhald af bls. 24 an hersins eru mjög andvígir þessari siSastnefndu hugmynd. Og jafnvel meðal yngri róttækra, sem lita raunsæjum augum á erfiðleikana samfara þvi að stofna nýjan stjórnmálaflokk vegna væntanlegra þingkosn- inga, eru margir, sem vilja forð- ast vandamálin, sem svo skjótar f ramkvæmdir hefðu i för með sér. Hinar nýju tillögur þingnefndar- innar hafa nú verið formlega iagðar fyrir yfirmenn hersins, keisarann, stjórnina og þingið. Búast má við harðri gagnrýni á sumar tillagnanna. og öruggt er, að kirkjan mun berjast gegn valdaskerðingu sinni af miklum móði. Spurningin er sú, hvort næg samstaða sé innan hersins til að standast allan þennan þrýsting og hvort yfirmönnum hans takist að beyja keisarann, sem einn hefur valdið til að leggja fram nýja. lýðræðislega stjórnarskrá, sem ekki myndi aðeins svipta hann öllum sínum völdum, heldur myndi hún einnig breyta einræðisrfki hans ( rfki með nútfma stjórnarfyrirkomu- lagi. (Þýð. K. Á.) jRovi)unl'lní>iþ margfaldar markad vöar BifrBÍóasala Notaðirbílartilsölu Skipper IV frá Mitsubishi í Japan til sölu. Bíllinn er ár- gerð 1974 ekinn 6500 km. Hann er L/L útgáfa með lituðu gleri í rúðum, hvítum dekkjahringjum, hallanlegum sæta- bökum, klukku, út- varpi og þokulugtum. Bensíneyðsla 5—6 lítrar / 1 00 km. Verð kr. 480 þúsund. Allt á sama stað EGILL VILHJÁLMSSOM HE | Laugavegt 118 - Simi 15700

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.