Morgunblaðið - 11.09.1974, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.09.1974, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1974 Unnu tvo leiki - töpuðu tveimur — ÞAÐ ER ekkert efamál, að við höfðum mjög gott af þessari ferð, og það var ekki sízt ánægjulegt, hvað ungu mennirnir í liðinu komust vel frá leikjunum, sagði Bergur Guðnason, sem var farar- stjóri handknattlciksliðs Vals, sem fór f keppnisferð til Árósa í Danmörku um sfðustu helgi. — Annars munaði auðvitað mikið um það, að þrfr leikmenn gátu ekki farið, þeir Olafur H. Jóns- son, Ólafur Benediktsson og Stefán Gunnarsson, — ég er viss um, að við hefðum komið heim ósigraðir, hefðu þeir verið með, sagði Bergur. Jón Karlsson — átti góðan leik gegn Norðmönnum. Valsmenn léku fyrst við Fredricia KFUM, en það lið hlaut bronsverðlaun í danska meistara- mótinu í fyrra. Náðu Valsmenn þarna ágætum leik og sigruðu 24:23, eftir 11:11 í hálfleik. Guðjón Magnússon, sem lék nú í fyrsta skipti opinberlega í Vals- búningnum var drýgstur við að skora. Hann sendi knöttinn 7 sinnum f mark Fredricia, en Þor- björn Guðmundsson skoraði 4 mörk, Ágúst ögmundsson 1, Jóhann Ingi 1, Jón Pétur Jónsson 3, Gísli Blöndal 4, Gunnsteinn Skúlason 2 og Jón Karlsson 2. Bezti leikmaður danska liðsins var Jörgen Heidemann, sem er margreyndur landsliðsmaður. Auk Guðjóns átti Gfsli Blöndal og Jón Breiðfjörð þarna ágætan leik, en Jón varði m.a. tvö vftaköst. Þessu næst tók Valur þátt í hraðmóti, sem fór fram á vegum Aarhus KFUM. I móti þessu kepptu auk Vals og gestgjafanna, úrvalslið frá Árósum, þýzkt 2. deildar lið frá Kiel, Þróttur, danska landsliðið og 1. deildar lióið Nordstrand frá Noregi. Léku Valsmenn í riðli með úrvalsliði Arósa og danska Iandsliðinu. — Það eru sex handknattleiks- félög í Árósum, þannig að úrvals- lið þeirra var mjög gott, sagði Bergur. Við lékum fyrst við það og fóru leikar svo að þeir sigruðu 13:12. Var staðan orðin 13:10 fyrir þá, er skammt var til leiks- loka, en síðustu 5 mínúturnar komust þeir upp með að halda knettinum, án þess einu sinni að reyna markskot. I þessum leik skoraði Þorbjörn 5 mörk, Gísli Blöndal 2, Guðjón 2, Jón Karlsson 2 og Jóhann Stefánsson 1. Gfsli Blöndal meiddist í þessum leik á hné, það illa, að sennilegt er, að hann verði eitthvað frá við æfing- ar og keppni. — Danska landsliðið, sem þarna keppti var skipað leikmönnum 25 ára og yngri og vildu Danirnir kalla liðið unglingalandslið, sagði Bergur. Gegn þeim áttum við heldur slakan leik og töpuðum 10:15. I þessum leik skoraði Þor- björn 2 mörk, Ágúst 2, Jón K. 2, Gunnsteinn 1, Geir Þorsteinsson 1, Bjarni Guðmundsson 1 og Guðjón 1. Urvalsliðið frá Árósum sigraði síðan landsliðið og komst í úrslit á móti Aarhus KFUM, sem vann hinn riðilinn, vann Þrótt og Kiel en gerði jafntefli við Nord- strand. Síðasti leikur Vals í ferðinni var svo við Nordstrand, og sagði Bergur, að það hefði jafnframt verið bezti leikur Valsmanna í ferðinni. Eftir að jafnt eftir stöðu 1:1 tókst Norðmönnum ekki að skora í 15 mínútur og á þeim tíma breyttu Valsmenn stöðunni í 7:1 sér í vil. I hálfleik var staðan 10:4 fyrir Val, og úrslitin urðu síðan 17:9. í þessum leik stóð Jón Karls- son sig frábærlega vel. Átti hann góðan leik í vörninni, fallegar línusendingar og var markhæstur Valsmanna með 5 mörk. Gunn- steinn skoraði 4, Þorbjörn 4, Bjarni 1, Jóhannes 1 og Guðjón 2. Bergur sagði, að lið Þróttar hefði staðið sig mjög vel í fyrr- nefndri keppni, en þó tapað leikj- um sínum með litlum mun. Bezt hefðu Þróttararnir staðið sig í leiknum við Aarhus KFUM, en þeim leik töpuðu þeir 13:15. Lék Bjarni Jónsson með Þrótti, en Bergur sagði, að það væri með ólíkindum, hvað Bjarni væri þekktur og vinsæll í Árósum. Þátttakendur f meistarakeppninni. Hans Isebarn lengst til hægri. Hans meistari meistaranna AFREKSKEPPNI Flugfélags Is- lands fór fram sl. laugardag hjá Golfklúbbi Ness. 5 kylfingar komu til leiks, Hans Isebarn, sem var sigurvegari í Coca Cola keppninni í sumar, Björgvin Þorsteinsson Islandsmeistari, Sigurður Thorarenssen meistari Keilis, Loftur Ólafsson meistari Golfklúbbs Ness og Þorbjörn Kærbo meistari Golfklúbbs Suðurnesja, allt landsliðsmenn nema Hans. Leiknar voru 18 holur. Skemmst er frá því að segja, að keppnin varð mjög jöfn, og staðan eftir fyrri 9 holurnar þannig, að Loftur og Björgvin voru báðir á 40 höggum, Þorbjörn og Hans á 41, og Sigurður á 42. — Fljótlega á sfðari hringnum kom f ljós, að keppnin mundi standa milli Björgvins, Hans og Kærbo, því að Loftur og Sigurður virtust „missa taktinn". Björgvin kom fyrstur inn, og var á 10 yfir pari. Þeir Hans og Þorbjörn voru báðir 8 yfir pari, þegar tvær holur voru eftir, en á 8. holunni lenti Kærbo í tjörninni og tapaði þar tveim höggum. Hans fór hinsvegar á pari og mátti því fara sfðustu hol- una á 5 (par 4) höggum og vinna samt. Það gerði hann auðveld- lega, og bar því sigurorð af lands- liðsgörpunum öllum. Hann lék á Um 800 þúsund krónur í slysabætur 1972 og 1973 ! ársskýrslu lþróttabandalags Reykjavíkur fyrir árin 1972 og 1973 kemur fram, að á árinu 1972 greiddi Slysatrygginga- sjóður IBR samtals kr. 350.473,00 sem bætur til 28 fþróttamanna og fþróttakvenna vegna meiðsla, sem þau höfðu orðið fyrir við æfingar og keppni, og á árinu 1973 greiddi sjóðurinn samtals kr. 437.882,00, einnig til 28 aðila. t skýrslu sjóðsins kemur fram, að alvarlegustu meiðslin á árinu 1972 voru fótbrot (5), hásinarslit (1), sprungin lungnablaðra (1) og tannbrot (7). Á árinu 1973 urðu slysin þannig, að 4 fótbrotnuðu, 1 nef- brotnaði, 3 handlegss- eða handarbeinsbrotnuðu og f 6 brotnuðu tennur. Flestir urðu fyrir slysum f knattspyrnu eða 17 árið 1972 og 15 árið 1973. 8 meiddust f hand- knattleik árið 1972 og einnig 8 árið 1973. ! fimleikum var einn fyrir slysi hvort árið og einnig í körfuknattleik, 1 meiddist f frjálsum fþróttum árið 1972, og einn f borðtennis, einn f júdó og tveir f skfðafþrðttum, og virðast það hafa verið alvar- legustu meiðslin, þar sem við- komandi fengu greiddar slysa- bætur f 199 daga og upphæðin samtals 99.270,00 kr. Samtals voru greiddar bætur fyrir 472 daga á árinu 1972 og fyrir 474 daga á árinu 1974. Samanlagðir slysadagpening- ar frá Slysasjóði og Sjúkrasam- lagi voru kr. 5.384,00 á einstakl ing á árinu 1973, kr. 6.398,00 fyrir hjón, kr. 7.791,00 til hjóna með eitt barn og kr. 9.184,00 til hjóna með tvö börn. Margir landsleikir framundan hjá körfuknattleikslandsliffinu Guðjón Magnússon — stóð sig vel f Valsbúningnum. Körfuknattleiksmenn munu leika fjóra landsleiki hér heima f haust. Þegar fslenska landsliðið var á ferðalagi f trlandi á dögun- um, náðist samkomulag við íra um landsleiki hér heima, og er nú aðeins beðið eftir endanlegu svari þeirra. Leikirnir munu fara fram dagana 12. og 13. okt. Þá er búið að semja við Luxemborg um landsleiki, en lið þaðan kemur hingað og leikur dagana 2. og 3. nóv. — af þessum Ieikjum lokn- um hefur tsland leikið 10 lands- leiki á árinu, og næstu landsleik- ir verða f Kaupmannahöfn um áramótin. Þar tekur tsland þátt f f jögurra landa keppni ásamt Dön- um, V-Þjóðverjum og sennilega Skotum. Hápunktur keppnistfmabilsins verður sfðan f maf, en þá tekur Island þátt f Evrópukeppni lands- liða. Island leikur f b-riðli, en hann verður leikinn f V-Þýzka- landi. Þar koma öll lið riðilsins til leiks, og mun fslenzka liðið leika þar átta eða nfu landsleiki. Keppnisferðin til Bretlands- eyja á dögunum þótti takast mjög vel. Áð vfsu vannst ekki nema einn landsleikur en tveir töpuðust, en f borgakeppninni Rvfk gegn Glasgow og Rvfk—Dublin unnust báðir leikirnir. Mikil endurnýjun hafði orðið f liðinu, aðeins þeir Kol- beinn Pálsson og Jón Sigurðsson höfðu leikið eitthvað að ráði með landsliðinu áður, hinir voru að leika sfna fyrstu landsleiki eða höfðu leikið f fyrsta skipti f vor á Polar Cup. Ef miða má við getu manna sl. keppnistfmabil, vorum við ekki með sterkasta lið okkar, t.d. vantaði Kristin Jörundsson, Þóri Magnússon, Ágnar Friðriksson, Kristin Stefánsson o.fl. En nýliðarnir margir hverjir komust mjög vel frá þessum leikjum, og það verður að öllum Ifkindum mikil barátta um að komast f landslið Islands í körfu- knattleik f vetur. Tfmi til kominn segja vfst margir, en stundum hefur maður heyrt þvf fleygt, að erfiðara væri að komast úr liðinu en f það gk. 79 höggum, Björgvin á 80, Sigurður 82, Kærbo 83 og Loftur (sem naut heimavallarins), rak lestina með 86 högg. — Ekki góður árangur í heildina, en veður var mjög óhagstætt, norðan rok og kuldi, og allir keppend- urnir nema Hans komu beint frá því að spila fyrri 18 holurnar í Ron Rico keppninni í Hafnarfirði. • • Orfá sæti laus ÞEGAR Mbl. hafði samband við Hafstein Guðmundsson formann IBK í gær, voru enn nokkur sæti laus í hópferðina til Júgóslavfu. Ferðin tekur hálfan mánuð og kostar aðeins 33 þúsund krónur. Eru þá innifaldar ferðir, dvöl á hóteli við baðströnd, morgunmatur og ein máltíð. Farið er út 17. september með nýjum þotum frá Sunnu og komið aftur 30. september. Leikir ÍBK og Hadjut Split verða 19. og 24. september. Þeir sem hafa hug á þessari ódýru ferð eru beðnir að hafa samband við Sunnu sem allra fyrst. Spánarferð Framara EINS OG sagt hefur verið frá f blaðinu, hefur Fram ákveðið að efna til hópferðar til Spánar f sambandi við Evrópubikarleik félagsins gegn Real Madrid. Mikill áhugi er á þessari ferð, enda er verði stillt í hóf, kr. 28.900 með ferðum og gistingu. í Madrid verður dvalizt f 3 daga, en síðan verður farið til Malaga og staðið við í rúma viku. Ferðaskrifstofan Sunna skipu- leggur þessa hópferð, og er hægt að snúa sér til hennar til þess að fá nánari upplýsingar og skrá sig í förina. Allmörg sæti eru þegar seld og fjölmargar fyrirspurnin hafa borizt um ferðina. Golf: VL sigraði GN HINNI árlegu golfkeppni milli Varnarliðsmanna og Golfklúbbs Ness lauk um helgina. Fyrri lota keppninnar var leikin f sumar á Keflavfkurflugvelli, og eftir hana leiddi GN með 7 höggum. En VL- menn sneru heldur betur spilinu við á Nesvellinum um helgina, þvf að þá léku þeir mjög vel og sigruðu með 37 högga mun, og þvf 30 höggum í heildina. Þetta var f 7. skipti, sem keppnin fór fram, og hefur VL ávallt sigrað. 1 keppnini nú náði Tomas Holton GN beztum árangri keppenda, lék á 84 höggum. Verðlaun voru einnig veitt fyrir að komast næst holu á braut 6, f fyrsta höggi, og hlaut þau Pétur Björnsson sem var um einn og hálfan metra frá holu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.