Morgunblaðið - 11.09.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.09.1974, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1974 Viðskiptahagsmunir og stefnan í utanríkismálum Starfshópur sambands ungra sjálfstæðismanna um viðskiptahagsmuni og stefnuna í utanríkismálum heldur næsta fund sinn miðvikudaginn 1 1. september. Gestur fundarins verður Jón Skaftason alþingismaður. Rætt verður um viðskiptahlið íslenzkrar utanríkisstefnu. Fundurinn er haldinn í Galta- felli og hefst kl. 20.30. □ INN = UIM SiMi Z42SQ Notið sumarmánuðina til endurbóta á hitakerfinu í húsakynnum yðar Ef þér viljið ná hinum fuUkomnu hitaþagindum og jafnframt Uekka hitakostnudinn, þá tettuó þér að líta med gagnrýni á handstilltu lokana og láta setja DanfosS hitastýróa ofnventla i stað þeirra. Danfoss hitastýrða ofnloka getið þér stílh á það hítustig, sem hentar yður bezt i hverju herbergí. ug hitinn helzl jafn og stöðugur, án lillits ti! veðurs og vinda. Danfoss ojhhiiasiillana má seija á allar gerðir miðstöðvarofna. Látið sérfrteðinga okkar leiðbeina yður. Kostnaðurinn er minni ert þér haldið. Danjoss ojhhitastiUír er lykiUinn aó þcegbtdum Vigdfs með teppið, sem hún er að vefa f tilefni 1100 ára landnámsafmælisins. Ljósm. Sv. Þorm. Miðvikudaginn 11. sept. Vigdís Kristjánsdóttir sjötug Listamaðurinn Vigdfs Krist- jánsdóttir er sjötug f dag, fædd 11. september 1904 að Korpúlfs- stöðum f Mosfellssveit. Vigdfs er nú að vefa fyrir Reykjavfkurborg teppi f tilefni 1100 ára afmælis landnáms. Kornung missti Vigdfs móður sfna og föður sinn á æskuskeiði, en var alin upp frá bernsku hér f Reykjavík hjá Sigrfði móðursyst- ur sinni. Sterkir stofnar standa að Vigdfsi og nægir að nefna, að Rannveig amma hennar var systir Bjarna Thorarensens skálds og amtmanns. En það er Iistaferill Vigdfsar, sem vert er að minnast við þessi tfmamót f lffi hennar. Ung byrj- aði hún að mála og það mun hafa verið strax á barnaskólaárunum f Landakoti, að kennarar hennar komu auga á listahæfileika henn- ar og hvöttu hana til listnáms. Fyrstu handleiðslunnar á þeirri braut naut hún hjá Stefáni Ei- rfkssyni, Rfkarði Jónssyni og Guðmundi Thorsteinsson. Nám við Listaháskólann f Kaupmanna- höfn stundaði hún fyrir ein- dregna áeggjan prófessors Kræsten Iversen f þeirri erfiðu listgrein, sem hún er þekktust fyrir, þ.e. listvefnaði. Vigdfs mun vera einn af brautryðjendum þessarar listgreinar hér á landi og stundaði hún framhaldsnám f þeirri grein, m.a. hjá þekktum listvefurum f Noregi. Eru verk hennar þjóðkunn. Hæfni og smekkvfsi Vigdfsar á sviði tónlist- arinnar hafa vinir hennar fengið rfkulega að njóta á fallegu heim- ili hennar að Fjölnisvegi 14, en framhaldsnám f pfanóleik stund- aði hún f Þýzkalandi um eins árs skeið. Vigdfs er f jarverandi f dag. Vantar fólk til að framleiða útflutnings- vörurnar I nýútkomnum Sambandsfrétt- um segir, að fyrstu sex mánuði þess á árs hafi heildarsala Iðnaðardeildar Sambandsins numið 783 millj. kr., en hafi verið 640 millj. kr. á sama tfma f fyrra. Hefur þvf salan aukist um rúm 22%. En á sama tfma hefur fram- leiðsluaukningin orðið 25.7%. Utflutningur deildarinnar fyrstu sjö mánuði ársins var hins vegar 261.5 millj. kr., sem er held- ur minna en á sama tímabili s.l. ár, er hann var 276.8 millj. kr. Blaðið hefur eftir Harry Frederiksen framkvæmdastjóra Iðnaðardeildar, að sala deildar- innar hafi gengið greiðlega, það sem af er árinu, og megi heita að allar vörur hafi selzt jafnóðum og þær hafa verið framleiddar. Hins vegar hefur verið mikill skortur á iðnverkafólki á Akureyri, sem hefur háð verksmiðjunum veru- lega, sérstaklega f sambandi við framleiðslu á útflutningsvörum. Sími íMÍMIer 10004 Fjölbreytt og skemmtilegt tungumálanám Tilboð Tilboð óskast í Moskwitch sendiferðabíl, árgerð 1 972, í því ástandi sem hann er í eftir árekstur. Bíllinn er til sýnis á Vesturgötu 3. Tilboðum sé skilað fyrir 1 4. þ.m. til I. Pálmason hf., sama stað. Vil kaupa Mercedes Bens 230 árg. '71—'72 beinskipt- an. Mikil útborgun. Upplýsingar í síma 25874. Félagasamtök — Hinstakiingar Tilboð óskást í lítið notaðan offsetfjölritara (Rex Rotary) ásamt plötugerðartæki. Einnig er til sölu á sama stað nýr rafmagnspappírshnífur, ásamt heftara og kjallímingarvél. Nánari upplýsinqar er hæqt að fá í síma 40908 milli kl. 1 —6 e.h. Innrömmun — Málverk Erlendir rammalistar. Matt og glært gler. Eftir- prentanir: smekklega innrammaðar, aðeins ein af hverri tegund. Myndamarkaðurinn, við Fischersund, Opið daglega frá kl. 1 — 6. Sími 2- 7850. Bátur til sölu Til sölu er 1 7 lesta eikarbátur smíðaður árið 1 972. Báturinn er útbúinn til línu og togveiða. Nánari upplýsingar gefur: Bókhaldsskrifstofan s.f. Dalvík, símar 96-61318 og 96-61319, og í síma 13532 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.