Morgunblaðið - 11.09.1974, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.09.1974, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1974 13 Hass-hundarnir hafa tilætluð áhrif Biírei Biíreiðar & Landbúnaðarvélar hl. Sudurlandsbraut 14 > Revkjavík > Sími 38600 GAZ-24 Áætlaö verö meö ryövörn kr. 631.346.— góöir greiösluskilmólar I ljós kom innihaldið — sem hann hafði verið að leita að — hass. — Ég læt þá gldrei fara frá leit án þess að finna hass, — sagði Þorsteinn. — Nú fór hann með Prins út í bíl og kom með yngri hundinn, Skugga, sem er Scheifer-hundur. — Hann var gustmikill er hann fór með trýnið sitt um póstinn, en síðan stakk hann höfði og trýni inn um hillur og vörustafla. Var það vissulega ævintýralegt að sjá hve fljótir hundarnir voru að fara gegnum vörustaflana. Þeir unnu margra manna verk á svipstundu. — Og loks fann Skuggi samskonar hasssend- ingu og Prins hafði fundið. — Þessari yfirferð vörusending- anna var lokið — án þess að valda nokkrum töfum á send- ingunni. Síðan ég fór mína fyrstu för út til Scotland Yard, hef ég farið þangað einu sinni, til þess m.a. að bera saman bækur mín ar við hina brezku starfs- bræður eftir þá reynslu, sem ég taldi mig hafa öðlazt, við að nota hunda við leit að hassi og hvers- konar fíknilyfjum. Var það mjög gagnleg ferð fyrir mig. Ég fékk að starfa með lögreglunni sem væri ég einn úr þeirra hópi. Ég kom t.d. í flugstöðvar- byggingu þar sem hasshundar fylgdust með öllum farangri farþega. Án þess að farþegarnir yrðu eiginlega varir við hundana. Þetta leiddi til hand- töku hasssmyglara, sem ekki voru með hass I grammatali heldur í stórum stfl. Ég man líka eftir húsleit, sem gerð var. Hundurinn linnti ekki látum fyrr en lögreglumennirnir gengu með kúbein á gólfið í fbúð fólksins, en undir því fannst verulegt magn af hassi. Því segi ég þér þetta, sagði Þorsteinn, að ef svo færi, að hasssmyglara tækist að fela hass milli þilja i þessari af- greiðslu, eða í póstafgreiðslun- um, þá myndu hundarnir mfnir trúlega finna það fljótlega. Þorsteinn sagði það skoðun sfna, að tilkoma hasshundsins Prins hefði markað tímamót í baráttunni gegn hasssmygli og ffknilyfjasmygli yfirleitt hér hjá okkur. Sumarið 1973 var mikið anna- sumar í slagnum gegn hass- smyglurum hér. — Ég get sem dæmi nefnt, að samfleytt í tvo mánuði fundu hundarnir dag- lega meira eða minna magn, sem smygla átti til landsins gegnum póst. Komust þessar sendingar upp í allt að 12 á einum og sama degi. Ég ætla ekki að nefna fleiri tölur yfir afköst hundanna. Aðeins bæta þvf við, að mjög hefur dregið úr fjölda hass- sendinga og það er án efa m.a. því að þakka, að smyglararnir vita, að hér eru þessir hundar stöðugt á ferðinni. Á þessu stranga eftirliti má ekki slaka, og sennilega full þörf á þvf að efla það. Hasssmyglarar velta þvf stöðugt fyrir sér á hvern hátt megi takast að smjúga framhjá varúðarráðstöfunun- um, sem gerðar eru á hverjum stað. — Þetta sögðu þeir mér í London og þetta á líka við hér á landi. Farið með Þorsteini Steingrímssyni í leið- angur með hundana Prins og Skugga Þorsteinn bjóst af stað með hundana í jeppanum sínum. — Er dagurinn nú búinn? Það er ekki gott að segja. Vera má, að við bregðum okkur niður í aðalpósthús í kvöld þeg- ar utanlandspósturinn kemur með kvöldferðinni. J^sagði Þorsteinn — það var lögreglan í Kairo, sem fyrst tók upp á því að þjálfa hunda til hassleitar og þar eru hasshund- ar búnir að vera veigamikið hjálpartæki í baráttunni gegn smyglurunum allar götur sfðan 1936. En er það rétt, Þorsteinn, að reynt hafi verið að gera þessa hasshunda óvirka? Þvf er ekki að leyna, en það er nú orðið langt síðan. Þeir kláruðu sig á því, en það er svo langt um liðið, að við látum það kyrrt liggja. ÞAÐ vakti athygli fyrir nokkr- um árum, er til þess var gripið að fara að dæmi annarra og fá sérþjálfaðan hund til þess að auðvelda leit að hassi f pðst- sendingum og jafnvel í far- angri fólks er það kom utan- lands frá. Þorsteinn Steingrfmsson sem gerðist Iögreglumaður f Reykjavfkurlögreglunni árið 1961 var valinn til þess að fara til Bretlands á námskeið hjá þeirri heimsfrægu Scotland Yard-lögreglu f London til þess að læra þar allt, sem að þvf lýtur að vera með sérþjálfaðan hasshund. Sfðan þetta gerðist eru liðin rösk þrjú ár og reynsla komin á gagnsemi hannsunda hér. — Um daginn varð Þorsteinn á vegi blaðamanns frá Mbl. er hann kom á jeppanum sfnum niður Ingólfsstrætið — með hina fallegu hunda sfna — og fékk blm. að slást f för með Þorsteini, sem var að fara f afgreiðslusa! flugfragtar flug- Prins, sem ásamt Skugga gekk undir strangt próf, sem báðir stóðust með mikilli prýði. félaganna. — Það er að koma bögglasending og ég ætla að gera skyndikönnun á þessari vörusendingu sagði Þorsteinn. Þegar bögglarnir voru komn- ir ínn i salinn kom Þorsteinn með hundana úr jeppanum, fyrst þann eldri, prins. Hann fór að hverri hillunni og vöru- stæðunni á fætur annarri og þefaða hátt og lágt. — Þetta er allt hreint og í lagi — sagði Þorsteinn, en hann stöðvaði ekki Prins, sem áfram þefaói allt um kring. Þorsteinn hafði tekið með sér dálftinn böggul og falið hann vandlega í afgreiðslusalnum meðan hundurinn var með allan hugann við leitina. — Nú fann Prins þennan böggul, og af- greiddi hann harkalega, er hann reif hann upp. Steingrfmur segir Skugga fyrir verkum f vöruafgreiðslunni. Ljósm. Mbl. RAX. í baráttunni gegn fýkni- lyfjasmygli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.