Morgunblaðið - 11.09.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.09.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1974 Spá Framkvæmdastofnunarinnar: Bílaeign landsmanna mun nær tvöfaldast á næstu 10 árum AÆTLANADEILD Fram- kvæmdastofnunar rfkisins hefur gert spá um bifreiðaeign lands- manna fram til ársins 1985. Sam- kvæmt spánni mun hún nær tvö- faldast á þessum tfma og verða orðinn 114.545 bifreiðar 1. júif 1985, en f ár munu landsmenn eiga sem næst 64 þúsund bifreið- ar. Vegakerfi landsins mun vart anna meiri fjölda bifreiða en nú er, svo ljóst er, að það verður að batna til muna ef það á að geta tekið við þeirri stórfelidu aukn- ingu, sem spáð er. Samkvæmt spánni, sem gerð var opinber á aðalfundi Bílgreina- sambandsins á Akureyri um sið- ustu helgi, verða fólksbifreiðir orðnar 104,636 1. júlí 1985, en eru nú um 57 þúsund. Verða fólksbif- reiðar á hverja 1000 íbúa orðnar 404, en eru nú 265. Almennings- bifreiðir verða orðnar 1450, en eru nú 760. Vörubifreiðir verða orðnar 8460, en eru nú um 6200, og burðargeta þeirra verður orðin samtals 47,000 tonn, en er nú 28,700 tonn. Meðalburðargeta vörubifreiða verður orðin 5,60 tonn, en er nú 4,60 tonn. Hér fer á eftir tafla yfir bifreiðaeign landsmanna, eins og hún hefur verið 1. júlí ár hvert og eins og spáð er að hún muni verða, miðað við sama tíma ár hvert. Ár Fólksbifr. Bifreiðar alls 1962 17.785 24.393 1963 20.579 27.356 1964 23.785 30.575 1965 26.781 30.442 1966 30.425 37.120 1967 34.003 40.698 1968 36.250 42.862 1969 37.157 43.592 1970 39.045 45.294 1971 43.433 49.750 1972 48.286 54.771 1973 53.000 59.688 1974 56.975 63.953 1975 61.320 68.507 1976 65.562 72.901 1977 69.916 77.484 1978 74.382 82.203 1979 78.624 86.702 1980 83.062 91.412 1981 87.362 96.008 1982 91.758 100.708 1983 96.000 105.256 1984 100.076 109.641 1985 104.636 114.545 Ný verksmiðja — Hjalteyrarplast Akureyri, 5/9 Hjalteyrarplast heitir hluta- félag, sem nokkrir Akureyringar stofnuðu um áramótin síðustu um rekstur plastverksmiðju, sem nú nýlega er tekin til starfa á Hjalt- eyri. Framleiðslustjóri er Gunnar Aðalsteinsson, en stjórnarformað- ur Ásmundur S. Jóhannsson. Verksmiðjan framleiðir marg- víslegan varning úr plasti, svo sem rafmagnsrör, vatnsrör, raf- tengi, ljósakúpla, handlampa, flöskur og brúsa, svo að eitthvað sé nefnt. Hún hefir tryggt sér hráefni frá BASF í Þýzkalandi og framleiðir eftir stöðlum þess. Sv.P. Lítið rætt um fiskverð VERÐLAGSRAÐ sjávarútvegsins sat nokkra fundi f sfðustu viku og ræddi væntanlegt fiskverð, en ekkert mun hafa miðað f sam- komulagsátt, enda vilja fulltrúar vita hvaða ráðstafanir ríkisstjórn- in hyggst grfpa til, áður en fisk- verð verður ákveðið. með lögum til 30. sept. n.k., en það hefði annars fallið úr gildi 15. sept. n.k. Meðan ekki væri Ijóst hverjar efnahagsráðstafanir rfkisstjórnarinnar yrðu f aðalatr- iðum, mundi verðlagsráðið að lfk- indum Iftiðfjalla um málið. Ljótur leikur ÞAÐ varð flestum hverft við, sem leið áttu um Skúlaskeið f Hafnarfirði síðdegis f gær. Maður lá á miðri götunni, al- blóðugur, og var ekki að sjá annað en þarna hefði orðið stórslys. Lögreglan var kölluð á staðinn, og þegar hún ætlaði að flytja þann slasaða brott kom f ljós, að þetta var haganlega gerð brúða, útötuð f tómats- sósu. Þegar Mbl. hafði samband við lögregluna síðdegis f gær, hafði hún ekki náð sokudólgunum, en hafði grun um, að það væri þrír drengir á aldrinum 11—12 ára. Hefðu þeir fundið upp á þessu til að kanna hver yrðu viðbrögð vegfarenda, jafnt gangandi sem akandi. Þau urðu margvísleg, allt frá snörum handtökum til hjálpar og nánast til taugaáfalls. Hætt er við, að þetta fólk beri ekkert þakklæti í huga til söku- dólganna. Ljósm. Mbl. Br. H. tók þessa mynd af brúðunni fyrir framan lögreglustöðina í Hafnarfirði f gærdag. Ekki hefur reynzt unnt að yfir- heyra mennína f fólksbflnum um tildrög slyssins, en allt virðist benda til, að fólksbfllinn hafi ver- ið að fara fram úr annarri bifreið, en ekki náð að komast yfir á hægri kant vegarins áður en hann skall á flutningabflnum. Sam- kvæmt upplýsingum rannsóknar- lögreglunnar má teljast mikil mildi, að mennirnir f fólksbíln- um sluppu lifandi úr árekstrin- um. Mikill umferðarhnútur skapað- ist á veginum til Hafnarfjarðar vegna árekstursins og náði bfla- lestin frá Silfurtúni til Hafnar- Leiðrétting 1 FRÉTT blaðsins í gær af nýrri ljóðabók var annar höfundurinn rangfeðraður. Hann heitir Einar Clafsson en ekki Björnsson. Hafn arfj ar ðarv egi HÖRKU árekstur varð á Hafnar- gær um sexleytið. Fólksbfll af fjarðarvegí á móts við Silfurtún f gerðinni Sunbeam lenti þar fram- an á miklum flutningabfl og gjör- eyðilagðist fólksbfllinn. ökumað- ur og farþegi fólksbflsins voru fluttir I slysadeild Borgarspítal- ans, en samkvæmt upplýsingum lögreglunnar f Hafnarfirði virt- ust þeir óbrotnir. Rannsókn á áverkum þeirra var þó ekki lokið f gærkvöldi. Sveinn Finnsson hjá Verðlags- ráði sjávarútvegsins sagði f sam- tali við Mbl. f gær, að núverandi fiskverð hefði verið framlengt Hörku árekstur á Frá árekstursstað á Hafnarfjarðarvegi f gær. A myndinni sést hve skemmdirnar eru miklar á fjarðar og í norður var lestin allt fólksbflnum. — Ljósm.: H. Pálsson. niður Fossvogsdal. Svarendur fylli upp í eftir þörfum STJÖRNARSATTMALl vinstri stjórnarinnar kvað á um endur- skipulagningu olfuverzlunarinn- ar f landinu, svo sem menn rekur minni til. A sfðastliðnu hausti skipaði þáverandi viðskiptaráð- herra, Lúðvfk Jósepsson, nefnd til þess að gera tillögur til rfkis- stjórnarinnar um þessa endur- skipulagningu. Formaður nefnd- arinnar var Hjalti Kristgeirsson, hagfræðingur. ! nýútkomnu fréttablaði Olfufélagsins Skelj- ungs h.f., sem ber nafnið Skelj- ungur, lýsir forstjóri félagsins, Indriði Pálsson, m.a. viðskiptum olfufélaganna við þessa nefnd. Indriða farast svo orð: „Þá mundi ýmsum e.t.v. þykja fróðlegt að heyra um þær athug- anir, sem fram hafa farið á veg- um hins opinbera á starfsemi olfufélaganna og tilhögun til end- urskipulagningar olfuverzlunar- innar hér á landi. Stundum verð- ur manni á að hugsa, að þar liggi að baki fremur grfn en alvara. Svo var t.d. þegar formaður nefndar þeirrar, sem viðskipta- ráðherra skipaði á s.I. hausti til að gera tillögur um endurskipu- lagningu olfuverzlunarinnar, rit- aði olfufélögunum bréf, þar sem segir m.a. orðrétt: „Vera má, að sakir ókunnugleika fyrirspyrj- anda hafi ekki verið spurt um öll þau atriði, er nauðsynlegt er að fá svar við svo að heildarmynd skap- ist, og eru svarendur beðnir að fylla upp f eftir þörfum.“ Þrátt fyrir yfirlýsta vanþekk- ingu sfna þótti formanninum hins vegar, þegar til kom, ástæðulaust að bfða umbeðinna upplýsinga, þvf að á meðan við vorum að vinna að öflun upplýsinganna skilaði hann drögum að tillögum og var eitt meginefni þeirra, að stofna skyldi fjórða olfufélagið, sem m.a. skyldi selja olfu til þeirra þriggja félaga, sem fyrir eru f landinu." Hver hefur fundið brúnt seðlaveski? SlÐDEGIS í gær var einn tónlist- armannanna í kammerkvartettn- um ISAMER, Guillermo Figu- eroa, f erindagjörðum í Lands- bankanum við Austurstræti. Þar tapaði hann brúnu leðurseðla- veski með bæði erlendum pening- um og íslenzkum, en auk þess voru í veskinu ýmis áríðandi gögn, svo sem persónuskírteini, vegabréf o.fl. Þeir, sem kynnu að vita um afdrif veskisins, eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Guð- nýju Guðmundsdóttur í síma 40470. Hæstu vinningar Háskólahapp- drættisins DREGIÐ VAR 1 Happdrætti Há- skólans f gær. Dregnir voru út 4.5oo vinningar að fjárhæð 42 milljónir króna. Hæsti vinningur- inn kom upp á miða nr. 1300. Þrfr miðar voru seldir f umborðinu f Vestmannaeyjum, en hinn fjórði í Sandgerði. 500 þúsund króna vinningur kom upp á númcr 44569, en tveir miðar með því númeri voru seldir f aðalumboðinu í Tjarnargötu, en tveir f Bolungarvík. 200 þúsund krónur komu upp á miða númer 23098. Tveir miðar voru seldir að Vesturgötu 10 og tveir f Hafnar- firði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.