Morgunblaðið - 13.10.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.10.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1974 „ Við verðum að hugsa um þá sem eftir lifa ” handa strax, skipuleggja vinnuflokka og þess háttar — líka vegna fólksins sjálfs til að beina huga þess fram á við eftir þau persónulegu áföll, sem það hefur orðið fyrir. Hér hafa nánast all- ir misst börn, systkin eða foreldra.” „Þessi matur er auðvitað gefinn af góðum hug," hélt hann áfram, „en ef menn vita, að þeir geta fengið matar- gjafir án þess að leggja á sig vinnu, láta þeir það vitaskuld vera." KLUKKAN var sjö, þegar ég vaknaði við hávaða utan af götunni. Bílhurð var skellt og menn voru að kallast á. Ég hafði tekið þá ákvörðun að halda áfram með þyrlunni fram eftir deginum í stað þess að eyða fyrst þremur klukku- stundum í bílferð til San Pedro Sula og e.t.v. öðrum þremur til að komast eitthvað annað Án ensku- og spænskumælandi aðstoðarmanns mundi ég verða illa stödd, því að enskukunnátta Mið-Ameríkubúa er litlu betri en spænskukunnátta mín, þ e. sama og engin — svona almennt séð Að loknum morgunverði var aftur haldið af stað og nú var í för með okkur bæjarstjórinn í Puerto Cortes, Guillermo Pena. Var nú einkum flogið til staða í námunda við landamæri Guatemala, í Barra de Motague og umhverfis bæinn Cuyamel. Verkefnið var sem fyrr að fljúga með vistir og lyf og líta á veik börn. Á einum stað kom til Rogelios 14 ára stúlkubarn, óhreint og tötralegt. Hún bað hann að líta á ' 'barnið sitt, það væri þriggja mánaða >— og hún átti von á öðru. Faðirinn var tvítugur — en í það minnsta var hann þarna með henni Það er mjög algengt hér um slóðir, að stúlkur, yngri sem eldri sitji einar uppi með börn sín. Feðurnir hverfa einn góðan veðurdag, Faðirínn er tvítugur, móðirin 14 ára þegar þeir eru orðnir leiðir á að vinna fyrir þeim eða hafa séð aðra álitlegri — og svo sjást þeir ekki framar. Og séu þeir kyrrir láta þeir yfirleitt ekki nema brot af tekjum sínum renna til heimilsþarfa, eins lítið og mögulegt er. Afleiðingin er. sú, að konur vinna óhemju mikið og eru geysisterkt afl í hinu daglega viðskiptalífi fólksins, til dæmis á mörkuðum, í götusölu o.s frv. Sérstaklega á þetta við um bæi og borgir Þarna í afskekktum þorpunum eru feðurnir kannski frekar um kyrrt, haldast frekar heima af því að þeir hafa fasta vinnu á plantekrunum eða eiga Myndir og texti eftir Margréti R. Bjarnason sitt eigið land Plantekrurnar stóru eru yfirleitt i eigu fjarsterkra fyrirtækja eða einkaaðila (oft erlendra) og launin þar yfirleitt lág, en flestir fá hluta' þeirra greiddan í matvælum, sem tryggir að nokkru leyti afkomu fjölskyldunnar. Auk þess sem margir geta ræktað ýmislegt til matar ( eigin garði Það vakti sérstaka athygli mina hve fólkið á þessu svæði var fallegt Þar voru ungar stúlkur (oftast með börn i fangi) sem hefðu sómt sér betur í fegurðarsamkeppni en margar sem tekið hafa þátt i slikum sýningum. Jafnvel þær eldri virtust halda sér betur en víða, þar sem við höfðum komið, voru ekki eins feitlagnar og andlitsdrættir skarpari Sama var að segja um karlmennina, þeir ungu voru fallega vaxnir, spengilegir og léttir á fæti, þeir eldri að visu farnir að láta á sjá, en buðu af sér góðan þokka. Sérstaklega var þetta áberandi i bæn- um Cuyamel, 4—5 þús manna bæ með snotrum og snyrtilegum húsum. Þar lentum við á aðaltorgi bæjarins, sem auðvitað hafði sama skipulag og allir bæir og borgir hér, tilkomið frá Spánverjum, þar sem kirkjan og ráð- húsið standa sitt hvorum megin við torgið, sem er aðalsamkomustaður bæjarbúa og jafnan mikið um að vera. Þegar við komum aftur til Puerto Cortes var klukkan orðin tvö. Þar beið þá Mario frá La Prensa Libre í Guate- mala, kominn m a til að segja frá starfi manna sinna þar. Varð úr, að hann fengi sæti mitt í þyrlunni, en ég færi ásamt Ludovigo, sem hafði komið með honum til bæjarins OMOA, um '/2 klst. akstur frá Cortes miðað við eðlilegar aðstæður Við vorum talsvert lengur, þurftum að fara ails konar krókaleiðir þvi að brýrnar á leiðinni voru brotnar eða bókstaflega horfnar, sennilega komnar út í sjó. Ég var svo óheppin að detta þarna illilega og eyðileggja myndavélina mina, sem var slæmt, því að þarna var gott myndaefni. í Omoa var ömurlegt um að litast. Aðalgata bæjarins var eins og uppgraf- ið sýki, sterkan rotnunarþef lagði að vitum okkar, þarna átti sýnilega eftir að finnast ýmislegt, „Við vitum ékki hvort þetta eru hestar, kýr, hundar eða mennj' sagði okkur ungur stúdent, Danilo Oseja, sem við röbbuðum við litla stund. Hann sagði, að verið væri að skjóta hundana í bænum til að draga úr smithættu Grindhoraðir hund- arnir mundu sækja i hræin, moskitó- flugurnar síðan sjúga blóðið úr þeim og bera manna í milli Danila benti okkur á, hvar annað hús bæjarstjórnar hafði staðið, það var horfið af grunni, — sömuleiðis kirkj- an Fjölmörg hús voru hálfhrunin eða skökk á g/unni. Stór tré lágu tvist og bast Skolpleiðslur höfðu sýnilega eyðilagst Hér var hin fullkomnasta gróðrastía sýkla sem hugsazt gat. *4y I ík +' & h fmjm! Útvarp glumdi á grunni bæjarsjóðs- hússins og fólk safnaðist þar saman til að hlusta á orðsendingar og bæna- gjörð og hvatningarræðu prestsins, sem skoraði á menn að hefja endur- reisn bæjarins þegar i stað. „Við verð- um að hugsa um þá, sem eftir lifa, en ekki aðeins þá, sem látnir eru", sagði hann. I næstu götu var verið að úthluta matarpökkum úr stórum flutningabil. Þar hitti ég ungan Englending, Peter Hootter-Honett, sem sagðist vinna þarna á vegum CARITAS, hjálparstofn- unar kirkjunnar, en hefði verið i Honduras sl. þrjú ár, mestan part starf- andi að útvarpsfræðslu Væri reynt að nota útvarpið til að koma út um sveit- irnar þekkingu bæði á ýmsum sviðum landbúnaðar og næringarfræði og jafn- framt væri reynt að efla samfélagsvit- und fólksins Peter sagði, að helming- ur bæjarins væri algerlega ónýtur, bæði götur og hús, hinn helmingur væri mjög laskaður, en mætti bæta úr því fljótlega Hann kvaðst hinsvegar heldur óánægður með matvælaút- hlutunina, sem þarna fór fram „CARITAS hefur verið að reyna að samræma matvælaúthlutunina vinnu, þannig að menn vinni og fái greitt i matvælum. Hér blasa við svo brýn verkefni, að það verður að hefjast Blaðamaður Mbl. á slóðum fellibvlsins Fifi 4. grein Peter sagði tólf manns vinna þarna á vegum Caritas og þeir hefðu m a skipulagt smá björgunarflokka OMOA- búa til að senda til nærliggjandi þorpa, brýn nauðsyn væri á að hreinsa garða og akra og planta og sá þar sem nokkur jafðarskiki væri til þess fallinn. „Öll uppskeran hér í kring er ónýt og nautgripir meira eða minna dauðir. Það getur orðið mjög slæmt ástand hérna, ef matvælasendingar leggjast niður fljótlega Sú er alltaf hættan, þegar svona gerist, margir eru fúsir að hjálpa meðan atburðurinn lifir, en svo fyrnist smám saman yfir hann og fólkið gleymist." Peter sagðist upphaflega hafa komið til Honduras með það i huga að finna stað, þar sem hann gæti gert gagn sem búfræðingur. „Verkefnin eru óteljandi og sibreytileg, þar eð útlendingur hér verður að vinna með það fyrir augum að gera sjálfan sig þarflausan, þannig hef ég unnið að því að þjálfa aðra til starfa og haldið svo áfram i næsta verkefni". Þegar við komum aftur til Puerto Cortes var þyrlan að fara á loft aftur eftir að hafa skilað Mario af sér. Við veifuðum í' kveðjuskyni og stukkum siðan upp á pickupinn, sem átti að flytja okkur til San Pedro Sula, við urðum að hafa hraðan á til að komast yfir árnar fyrir myrkur. Þyrlan hlaðin Fáum viB að borða? Sýnishorn af vanjulegri húsagerð þar um slóSir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.