Morgunblaðið - 13.10.1974, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.10.1974, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1974 25 Helgi Hálfdanarson Fyrir nokkru mætti ég á götu tveim ungmeyjum sem ég þekki. Ég spurði hvert halda skyldi; en þær kváðust vera á leið til prófs í ensku. „Varla stendur hún í ykkur!“ „Kannski ekki kaflinn sem á að snúa á ensku; en svo kemur enski kaflinn sem á að snúa á íslenzku, og þá versnar; maður skilur hann kannski, en það er bara ómögulegt að segja það á íslenzku.“ Mér brá nokkuð. Er þá svo komið hag fslenzkrar tungu, að næstu kynslóð Islendinga verði tamara að segja hug sinn á öðru máli? Vonandi fer því fjarri; og veit ég þó, að margur hefur áhyggjur af þróun móðurmáls- ins um þessar mundir. Menn spyrja hver annan: Hvernig stendur á þvf, að fslenzk alþýða, sem engrar skólafræðslu naut og átti við hálfdanska embættismannastétt að búa, gat varðveitt tunguna öld eftir öld; en þegar hvert mannsbarn þreytir skólagöngu frá óvita aldri til fullorðins ára og skil- yrði til almennrar málræktar eru orðin hin beztu, þá stefnir allt norður og niður? Ætli hættan sem nú steðjar að íslenzkri tungu, sé ekki eink- um af tvennum toga. Annars vegar gífurlegur og lævís átroðningur voldugrar grann- tungu, sem nauðsynlegt er að eiga mikil og vaxandi skipti við. Hins vegar tómlæti þeirra sem vaka áttu á verðinum. Það skyldi nú vera, að augljós hnignun móðurmálsins verði rakin öðrum þræði til skólanna, sem nú hafa að miklu leyti tekið við því forna hlutverki heimilanna að skila þjóðtung- unni frá einni kynslóð til ann- Mál og skóli arrar. Víst er um það, í skóla- kerfinu öllu er íslenzkt mál gróflega vanrækt; tfminn sem því er ætlaður sérstaklega, er alltof naumur. Hins vegar kem- ur í staðinn allsendis ótímabær tungumálakennsla. Og þar væri ef til vill ráð að athuga sinn gang. Vitaskuld er Islendingum nauðsyn að nema erlend mál í samræmi við þarfir sínar og þroska. En tungumála-dekur skólanna keyrir úr öllu hófi. Það er æskilegt að unglingum f framhaldsskólum sé kennt að skilja eitt eða tvö erlend mál. Að öðru leyti ætti málanám Islendinga að fara fram utan skólakerfis jafnóðum og þörf hvers einstaklings krefur. Sá sem fer utan, nemur að jafnaði nógu vel á örskömmum tíma mál þeirrar þjóðar sem hann gistir, þótt hann sé aðeins orða- bókarfær f upphafi dvalar. Hafi hann stefnt á nám í málvís- indum eða bókmenntum, hefur hann að sjálfsögðu aflað sér góðrar þekkingar áður. Sé hins vegar fram undan háskólanám í raungreinum eða annað tækni- nám, þá er að jafnaði um svo þröngt málsvið að ræða, að málakunnátta fyrir fram skipt- ir litlu máli. Islendingum er það ekki aðeins heilög skylda og göfugt metnaðarmál að varðveita tungu sína, heldur lífsnauðsyn. Og í skólakerfi voru ætti rækt- un fslenzkrar tungu að ganga fyrir öllu. En þar er einmitt sjálft móðurmálið hrakið á undanhald fyrir því erlenda stórmáli, sem með mestu of- forsi ryðst inn í fslenzka mál- helgi um þessar mundir. Islenzka mun vera eina Vestur- Efrópu-málið sem ekki er kennt að tala f fslenzkum skól- um. Og ástæðan kvað vera sú, að ekki megi telja neitt réttara en annað í íslenzku tali. Frjáls- lyndið er svo miskunnarláust, að það bannar samkomulag um fslenzkan framburð, sem nota megi í kennslu. Það er annað upp á teningn- um, þegar erlend mál eiga í hlut. Þá er sjálfsagt að hnýta hvem rembihnútinn ofan f ann- an upp á tungubleðilinn í krökkunum, svo að fylgt sé sem nákvæmlegast öllum reglum um réttan framburð. Stundum hafa kennarar hent að því grátt gaman, að auðveldara sé að skilja nemendurna, þegar þeir tali ensku en þegar þeir beri sér í munn eitthvað sem þeir kalla íslenzku. Út yfir tekur þó, þegar að þvf kemur að gera sig skiljanlegan á rituðu máli, og eru þar til vitnis vinkonur mínar, þær sem áður gat. Og við hverju er að búast, þegar höfð er í huga sú tungumála-síbylja, sem dynur linnulaust f hverjum skóla, og sá heilaþvottur sem þar er við hafður. I upphafi kennslu- stundar kemur kennarinn steðjandi á nemendur sína og býður þessum ungu íslending- um góðan dag á máli kúreka og bannar þeim síðan að ljúka sundur vörum á annarri tungu í sinni viðurvist. Svo gersamlega er móðurmálið bannfært, að þessir veslingar mega ekki einu sinni nota orðabækur með íslenzkum orðskýringum, held- ur er þeim gert að þvæla tugg- unni fram og aftur á sömu útlenzkunni. Með þessari óhæfu er verið að neyða krakkagreyin til að hugsa, nauðug viljug, á útlenzku um sem flest efni, reka út úr kollin- um á þeim hverja fslenzka þankaglóru, sem þar kynni að pukrast, berja niður alla fslenzka málgetu um leið og hún reynir að klöngrast á fjóra fætur. Oft er orð á því haft, að unglingar nú á dögum séu upp- reisnargjarnir. Það held ég verði þó naumast með sanni sagt, meðan þeir láta bjóða sér svo smánarlegar mi'sþyrmingar án þess að mögla. Tungumálanámið ætti um- fram allt að miða að því, að Islendingum lærist að hugsa, tala og rita á fslenzku um hvert það efni, sem um er fjallað á erlendum málum. Kennarinn ætti því að leggja allt kapp á að gera nemendum ljósa sérstöðu íslenzkrar tungu, kosti hennar og vanda, sýna þeim hvaða íslenzk orð og orðasambönd samsvara tilteknum orðum og orðasamböndum hins erlenda máls, að hve miklu leyti þau samsvara, og að hve miklu leyti þau samsvara ekki, og hvað þá er til ráða. Það ætti að vera markmið tungumálanáms öllu öðru fremur að gera tslendinga hlutgenga sem lslendinga á þingi þjóða. Eigi það hins vegar að vera aðaltilgangur námsins, að nem- andinn verði sem allra fyrst knæpufær á landshorna-rápi erlendis, þá er sú aðferð, sem tíðkast, án efa snjallræði, að bægja unglingunum frá íslenzku málfari, slíta hugsun þeirra upp úr jarðvegi móður- málsins, áður en hún nær að festa þar rætur, og gróðursetja hana á akri annarrar tungu. Ekki skal það dregið f efa, að Jónasi Hallgrímssyni hafi komið vel að læra grísku í Bessastaðaskóla. Hitt mun íslendingum þó þykja meira um vert, að af þessu grísku- námi sínu lærði hann fslenzkt tungutak kennara.sfns, Svein- bjarnar Egilssonar. Fyrir ungl- inga er það ekki síður mikil- vægt, að tungumálakennari hafi góða þekkingu á íslenzku máli en tungu þeirri erlendri, sem hann kennir. En þeir, sem kennsluháttum ráða, virðast vera á annarri skoðun og telja jafnvel fara bezt á þvi, að kenn- arinn sé útlendingur. Ekki er þess að vænta, að hver skóli Háfis á að skipa bjargvættum á borð við Sveinbjörn Egilsson. En þáb«fa ég ekki, að fslenzkir málakehnarar eru yfirleitt vel að sér um íslenzkt mál, að minnsta kosti enn sem komið er, og yrðu nemendum sínum hollir, ef þeir féngju að njóta sín. Hins vegar eh þætt við, að þar verði breyting' á fyrr en varir. Hér verður varla hjá því kom- izt að drepa á þann þjóðarlöst Islendinga að þykja sjálfsagt að móðurmálið eigi ævinlega að þoka fyrir öðrum málum, jafnt innan lands sem utan. Þessi ósmekklegi undirlægjuháttur, eða hvað það nú er, kemur sér vitaskuld vel, ef ætlunin er að gera sem mest af þjóðinni að þjónustuliði handa auðugum flökkulýð af öðrum löndum. Raunar ætti Islendingum ekki að koma til hugar að tala á lslandi annað mál en fslenzku. Þeim kæmi sjálfum að litlu haldi að tala annað en ensku á Englandi, og er það Englend- ingum til sóma. Eins verður að ætlast til þess af útlendingum, sem eiga hingað erindi, að þeir geti gert sig skiljanlega á máli þjóðarinnar sjálfrar, ekki sizt þar sem á í hlut eitt merkasta tungumál veraldar. Annars er þeim sjálfgerður kostur að fá sér túlk. Og hér skal því hnýtt við, að allt tal um útskagamál Framhald á bls. 38 að sama skapi og þróunarlöndin ráða ekki við sín vandamál. Það er lfka umhugsunarefni fyrir okk- ur tslendinga, að á þessu ári borg- Ljósm.ÖI. K. M. um við lfklega þremur milljörð- um króna meira í olíu en á síðasta ári. Þetta þýðir, að á tveimur ár- um verðum við að greiða í hækk- un á olíuverði upphæð, sem ■ mundi duga til þess að byggja eina stórvirkjun. Störf ríkis- stjórnarinnar Ríkisstjórn Geirs Hallgrfms- sonar hefur setið að völdum nokkuð á annan mánuð. A þessum tíma hefur rfkisstjórnin náð umtalsverðum árangri á þremur sviðum. I fyrsta lagi hefur verið gert samkomulag við Bandaríkja- menn um áframhaldandi dvöl varnarliðsins á Keflavfkurflug- velli, jafnframt því sem nokkrar æskilegar breytingar verða gerð- ar á fyrirkomulagi varnanna. I öðru lagi hafa nauðsynlegar ráð- stafanir verið gerðar til þess að tryggja áframhaldandi rekstur út- gerðar og fiskvinnslu, sem var að því kominn að stöðvast við stjórnarskiptin. I þriðja lagi hefur vísitöluhjólið verið stöðvað, en jafnframt gerðar ráðstafanir til þess að létta undir með þeim, sem lægstu launin hafa. Þær aðgerðir tryggja jafnframt, að al- mennur atvinnurekstur í landinu stöðvast ekki og vofu atvinnuleys- is væntanlega verið bægt frá. Þetta er góður árangur f byrjun, en menn verða að gera sér grein fyrir því, að samhliða þessum aðgerðum hefur ekki farið fram nauðsynleg skoðun á þeim vandamálum, sem hafa hrannazt upp óleyst undanfarin misseri. Þess vegna eru fjölmörg verkefni, sem að kalla. I framhaldi af því samkomu- lagi, sem gert hefur verið um varnarmálin í Washington verða stuðningsmenn varna á Islandi að gæta þess, að halda vöku sinni. Þótt mikilsverður sigur hafi unnizt f þeim efnum er ljóst, að þau öfl sem vilja tsland varnar- laust liggja ekki á liði sínu og munu halda áfram baráttu sinni fyrir brottför varnarliðsins. Athyglisvert er, að forystumenn þriggja stjórnmálaflokka, Sjálf- stæðisflokks, Framsóknarflokks og Alþýðuflokks hafa allir lýst ánægju sinni með það samkomu- lag, sem gert var íWashington.Sú spurning vaknar, hvort ekki sé ástæða til í kjölfar samkomulags- ins f Washington að gera tilraun til að marka nokkra frambúðar- stefnu f öryggismálum þjóðar- innar, sem traust samstaða gæti tekizt um milli þriggja fyrr- nefndra stjórnmálaflokka. Til þess má ekki koma, að innan stutts tíma komi á ný upp sundrung milli lýðræðisaflanna í landinu um stefnuna í öryggis- málum. Þess vegna væri gagnlegt, að ríkisstjórnin fhugaði það mál á þeim grundvelli, að gerð yrði ýtarleg úttekt á þróun öryggis- mála okkar undanfarna áratugi og leitazt við að marka heildar- stefnu til nokkurrar frambúðar, sem þessir þrír flokkar mundu standa að. Þetta er ekki sízt nauðsynlegt f ljósi þess, að þrátt fyrir samkomulagið í Washing- ton, hafa einstaka forustumenn Framsóknarflokksins lýst þeirri skoðun sinni, að eftir sem áður sé það markmið þeirra, þótt síðar verði, að varnarliðið hverfi af landi brott. Auðvitað er það mark- mið okkar allra, að hér verði ekki erlendur her til eilífðarnóns en í öryggismálum verður festa að ríkja og þess vegna ber að leggja áherzlu á að Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Alþýðu- flokknum takist að móta sameig- inlega frambúðarstefnu í öryggis- málum, sem þessir flokkar allir standa heilir og óskiptir að, hver svo sem veðrabrigðin eru á stjórn- málasviðinu hér innanlands hverju sinni. Baráttan við verðbólguna Á innlendum vettvangi hlýtur stærsta viðfangsefni núverandi ríkisstjórnar að vera að stöðva þá óhugnanlegu verðbólguþróun, sem hér ríkir. Á þessu ári er verðbólgan 40—50%. Augljóst er, að þeim mikla verðbólguvexti verður ekki snúið við með því einungis að taka vísitöluna úr sambandi um nokkurra mánaða skeið. Fyrirsjáanlegt er, að verð- bólguvandinn verður mjög mikill á næsta ári og þess vegna hlýtur það að vera i senn brýnasta og erfiðasta verkefni núverandi rfkisstjórnar að takast á við hann. I þessu sambandi vakna fjöl- margar spurningar, sem leita þarf svara við. Spyrja má, að hve miklu leyti aukning peninga- magns hefur áhrif á verðbólgu- vöxtinn. Peningamagn í umferð hefur aukizt mjög mikið síðustu árin og á árinu 1973 jókst það um 46%. Það er álit margra hagfræð- inga erlendis, að beint samband sé á milli aukningar peninga- magns og verðbólguvaxtar. Þá hefur það verið endalaust deilu- efni hér á landi, að hve miklu leyti vfsitölukerfið, sem við búum við, valdi hinum mikla verðbólgu- vexti. Það þarf að taka til ræki- legrar skoðunar. Sumar þjóðir hafa beitt verðtryggingu fjár- skuldbindinga með góðum árangri til þess að brjóta verð- bólguna á bak aftur og má nefna Brasiliu í því sambandi. Öðrum hefur tekizt verr til með verð- tryggingu og má í því sambandi nefna Finna. Allt eru þetta atriði, sem taka verður upp til umræðu, en við verðum að gera okkur ljóst, að þjóðfélag okkar þolir ekki árum saman jafn óhugnanlegan verðbólguvöxt og verið hefur síðustu tvö árin. Þess vegna hvilir sú skylda á ríkisstjórn Geirs Hall- grímssonar jafnframt því, að hún þarf að koma fram umbótum á ýmsum sviðum þjóðlífsins, að ein- beita sér sérstaklega að verð- bólguvandanum. Engum dettur i hug að hægt verði að stöðva veró- bólguna algerlega, en markmiðið hlýtur að vera að draga úr verð- bólguvéxtinum á nokkrum áföng- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.