Morgunblaðið - 13.10.1974, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.10.1974, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1974 Sagnarcuidinn Reyndi hann að eyða þessu og sagði, að Randiður væri trúlofuð. En þá varð Gvendur bálvondur og barði í borðið. Sagði hann, að sér kæmi það ekkert við, og að annaðhvort yrði Randíður konan sín, eða HOGNI HREKKVISI Högni ætti að gæta sín á honum þessum — þetta er lögregluhundur. eftir OSKAR KJARTANSSON þá að Egill borgaði þegar í stað skuld nokkura, sem hann hafði skuldað Grími sáluga, en var ekki farinn að borga enn. Skildi hann svo Egil eftir í öngum sínum, því að gamli maðurinn þóttist vita, hvernig Randiður mundi taka þessu. En nú vildi svo til, að Nonni litli hafði orðið heyrnarvottur að viðtali þeirra Egils og Gvendar á Bakka. Langaði Nonna nú til að hjálpa systur sinni, en vissi engin sköpuð ráð. Braut hann heilann um þetta fram og aftur, allan daginn, og datt margt í hug. Undir kvöld hélt hann, að hann hefði upphugs- að hrekkjabragð, sem myndi duga. Hann snapaði einhvers staðar upp snærisspotta, sem hann stakk í vasa sinn. Síðan læddist hann út og lét engan vita, hvert hann ætlaði. Labbaði hann svo niður að ánni, sem rann eftir dalnum. Á árbakkanum beggja megin voru góðir hagar; þar fann Nonni hest á beit. Það var einn af hestunum hans Gvendar á Bakka, en strákurinn var lítið að setja slíka smámuni fyrir sig. Hann hnýtti snærinu sínu upp I hestinn og fór á bak. Þeysti hann nú sem leið lá fram eftir öllum dalnum og létti ekki fyrr en hann kom að Kambi. Daði var að slá túnið, því að þetta var á túnaslætti. Þegar Nonni stökk af baki, sá Daði þegar, að eitthvað mundi vera á seyði. Spurði hann þá dreng- inn spjörunum úr; en Nonni gaf greið svör og sagði allt af létta. Þótti þá Daða vandast málið og var öldungis ráðþrota. Nonni sá það á honum, að hann mundi vera alveg ráðalaus. Drengurinn brosti í laumi og hnippti I Daða. „Heyrðu. Þú ert alveg ráðalaus, Daði?“ spurði hann. „Já, það er úr vöndu að ráða“, svaraði Daði. DRÁTTHAGI BLÝANTURINN ANNA FRÁ STÓRUBORG við það, að höggormurinn er í Paradísinni. — Hann var hrapaður úr þessari Paradís fyrir löngu. Þegar hann hafði komið þangað síðan, reikaði þar jafnan einhver skuggi, ein- hver stór, kaldur skuggi, sem andaði kulda dauðans á alla gleði. Anna var að visu heit eins og áður. Hún elskaði hann og þráði hann og vafði hann að sér, þegar hún náði til hans. En hann var ekki sá sami og áður. Hann gleymdi ekki skiln- aðarstundinni, sem stóð og beið við dymar. Hann gleymdi ekki hellinum, sem forlögin fleygðu honum 1, þegar um faðmlögin losnaði. Hann gleymdi ekki ósýnilegu augunum, sem alltaf störðu á hann, einnig þar. Hann elskaði önnu enn þá, en ást hans var sem lömuð af sorginni yfir því að fá ekki að njóta návistar hennar til fulls og sambúðarinnar við hana. Og nú elskaði hann fleira á Stóruborg en hana eina. Nú átti hann blessuð börnin sín þar líka, — þessa litlu, glaðlegu glókolla, sem kepptust hver við annan um að stækka og voru hrædd við pabba sinn, þá sjaldan þau sáu hann. Löngum gekk hann svo langt fram á snasimar við hellis- munnann, sem hann gat komizt, studdi sig við bergið og starði austur með fjöllimum í áttina til Stóraborgar. Það, sem á það vantaði, að hann sæi þangað heim, bar hugur- inn hann. Storaborg dró að sér allan huga hans, alla löngun hans, allar vonir hans. Hvergi gat hann hugsað sér ham- ingju sína og ánægju annars staðar en þar. Hann þekkti hverja laut og hvern hól allt í kríngum bæinn, og sá það allt saman í huganum, þó að ekki sæi hann þangað heim. Hann vissi upp á hár, hvað langt var frá bænum fram að sjónum, SAGA FRÁ SEXTÁNDU OLD Jón Trausta þar sem fjörusandurinn rauk upp eins og ský í sunnanstorm- unum og æddi upp á grandirnar suður af bænum, síeyði- leggjandi, sínagandi og sígrafandi allan grassvörð í söltum, dökkinn sandi. Einhvern tíma mundi sandhrönnin ná alla leið heim að bænum, leggja hann í eyði og halda síðan áfram að leggja undir sig landið. Nú, það hlaut þó að verða nokkuð langt þangað til, því að enn var meira en meðal skeiðsprettur eftir sléttum, grasi vöxnum grundum fram að sandinum. Og utan við sandinn glitraði brimið í sólskininu. Ofan við bæinn fléttuðu árnar sig um sléttlendið, og þar stóð bær við bæ, svo að túnin náðu nærri því saman. Helmingurinn af þessari bæjahvirfingu var hjáleigur frá Stóruborg. Hún var sjálf á fegursta blettinum, höfuðból í bezta skilningi, „stóra- borg“, sem bar nafn sitt með rentu. Þetta höfuðból átti Anna, og hann átti það með henni. Hún hafði gefið honum það allt saman með sér, og marggefið honum það með sér í algleymi ástar þeirra og hamingju. En gjöfina vantaði enn þá fullkomið gildi. Það var ekki önnu að kenna. Hún gat ekki við það ráðið. Hún stóð við gjöf sína. Það var ekki henni að kenna, að hann varð flýja éign sína og leyna sér í helli. Henni leið ekki betur en honum, þó að hún væri þar enn þá. Þær stundir komú, að löngunin heim að Stóraborg greip hann eins og hálfgert ósjálfræði. Hann mátti ekki fara, nema Anna gerði honum orð, að honum væri óhætt að koma, eða Steinn á Fit gæfi honum merki um, að nú væri engin hætta á ferðum. Anna vissi það ein, hvenær honum var óhætt. Hún hélt öllum þráðum í hendi sinni, sem lagðir voru út honum fffe«Ölmor9unk<iffifiu Upphaflega ætlaði ég bara að kaupa eitt franskbrauð. Valli, þú gerir það fyrir okkur að segja söguna af því, þegar þú handleggs- brotnaðir heima hjá mömmu, — ein sú besta sem ég man eftir. Framagirnd konu þinn- ar, — þín vegna, — rask- ar öllu kerfinu hjá okk- ur. Það er flöskuskeytið sem ég sendi, þegar skipið var að sökkva. Hér stendur I blaðinu. — Hægt er að segja frá ótal afleiðingu þess, er konur gerast of forvitnar um hagi annarra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.