Morgunblaðið - 13.10.1974, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.10.1974, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1974 Bréfa- dálkur ÞAÐ hefur um nokkurt skeid verið draumur okkar hérna á síðunni að fá að heyra álit bfógesta á ýmsum þeim málum, er snerta kvik- myndir, hvort sem það eru athugasemdir eða fyrir- spurnir um kvikmynda- húsin, sýningarnar, ein- stakar kvikmyndir, dðmana hér á sfðunni. eða yfirleitt annað, sem snertir kvik- myndir og okkar fáta'klegu kvikm.vndamenningu hér á landi. Með þessum bréfadálk er ætlunin að gera þennan draum að veruleika, en það gerist aðeins með virkri þálttðku þinni og félaga þinna, sem sa-kið kvik- myndahúsin og hafið áhuga á að fylgjast með á þessu sviði. Satt best að segja erum við hérna á blaðinu orðnir hundieiðir á þvf, að vera t.d. að hnýta f kvik- myndahúseigendur og halda á lofti alls konar persðnu- legum skoðunum, sem við teljum okkur trú um, að séu jafnframt skoðanir annarra bíðgesta. Við vitum að svo er ekki og við vitum jafnframt. að dðmar okkar um ein- stakar myndir eru oft harð- lega gagnrýndir. (Eg heyrði t.d. um daginn, þegar ég var að horfa á „Don't Look Now“, að stúlka við hliðina á mér sagði við sessunaut sinn að sér fyndist mvndatakan ðþægileg og truflandi. Mér þðlti myndatakan hins vegar með afbrigðum gðð, og mundi því t.d. umræða um eitthvert mál af þessu tagi geta orðið hin lífleg- asta.) Hér er Ifka möguleiki •fvrir bíðgesti að koma á framfa’ri ðskum um að endursýna ákveðnar myndir og ekki alls fyrir löngu rakst ég t.d. á grein eftir „áhuga- saman bíögest", sem langaði mikið til að heyra álit manna á hrevttum sýningar- tfma ákveðinna kvikmynda- húsa. (Persðnulega er ég hlynntur sem fjölbre.vtileg- ustum sýningartfma og mundi þakka hverja breyt- ingu. sem þar vaTÍ gerð.) Af þvf sem hér hefur verið j nefnt má sjá, að næg eru umra*ðuefnin svo nú er ekki annað eftir en hrifsa pennann og segja hug sinn. Við munum reyna að birta bréfin og svara þeim fyrir- spurnum sem kunna að berast. Bréfin verða að vera undirskrifuð fullu nafni og heimilisf angi og sendist Morgunblaðinu merkt: Kvikm.vndasíðan, MorjíunblatMnu Aðalslræti (i, Rpykjavík. Þessi bréfa-dálkur á að vera vettvangur allra þeirra. sem vilja láta í sér heyra um kvikmvndamál. Og það er ekki ðhugsandi, að kvikmyndahúsaeigendur nýti þetta ta-kifa-ri til þess að skamma okkur svolítið, svona aðeins til að jafna sak- irnar. S.S.I*. Þokkahjúin Charlotte Rampling og Dirk Bogarde f mynd- inni THE NIGHT PORTER. Bersöglismyndin THE NIGHT PORTER Sú mynd sem valdið hefur hvað mestu umtali og úlfaþyt á sfðari árum, er ítölsk mynd að nafni „THE NIGHT PORTER, sem frumsýnd var fyrir þrem vikum. THE NIGHT PORTER fjallar á ófeiminn hátt um úr- kynjað ástarlíf tveggja persóna, — fyrrverandi stormsveitarfor- ingja, sem leikinn er af Dirk Bogarde og gyðingastúlku, Charlotte Rampling. Þau kynnast fyrst í fangabúð- um þjóðverja á strlðsárunum, þar er hann háttsettur, en hún er kornungur fangi. Bogarde er haldinn sjúklegum kvalalosta, líkt og fleiri starfsbræður hans, en hin unga gyðingastúlka reynist hinn ákjósanlegasti „leikfélagi", þegar til kemur. Þau uppfylla óskir hvors ann- ars um hið afbrigðilegasta kyn- ferðislff sem enn hefur verið fest á filmu, að klámmyndum undanskildum. Þau elskast f óhugnaði sado-masochismans og hugmyndaflugið fær byr undir báða vængi. En það keraur að stríðslok- um, og hið sjúklega ástarævin- týri tekur enda, — í bili. Ára- tug síðar er gyðingastúlkan á ferðalagi í Vínarborg. Þá þekk- ir hún aftur sinn gamla losta- gjafa úr fangabúðunum. Dylst hann nú sem næturvörður á hóteli. Oggyðingastúlkan gerist fangi hans að nýju, en nú að ásettu ráði. Þessi ástarsaga, sem fjallar um fólk með brenglaðar tilfinn- ingar, hefur valdið gffurlegu fjaðrafoki hvarvetna og hlotið fádæma aðsókn. Hún var bönn- uð eftir fyrstu sýningar á Italfu, en hlaut fljótlega náð að nýju fyrir augum kvikmynda- eftirlitsins þar í landi, sem lítur nú á myndina sem listaverk.- Vestan hafs hlaut THE NIGHT PORETER almennt lof gagnrýnenda, og þá sérstaklega leikstjórinn, hin ftalska Liliana Cavani. Myndin þykir brjóta blað í sögu kvikmyndalistarinn- ar, líkt og fyrirrennari hennar, „LAST TANGO IN PARIS". Hér fara velþekktir og viður- kenndir leikarar með aðalhlut- verkin og myndin er gerð af snyrtimennsku og smekkvísi. Varast er að fylla áhorfandann viðbjóði, heldur er reynt að láta hann fella sem fordómalausast- an dóm yfir óeðli þeirra skötu- hjúanna. Sæbjörn Valdimarsson. Charlotte Rampling þykir fara á kostum I erfiðu hlutverki hinnar kynferðislega brengl- uðu gyðingastúlku. 6 Ijoklinu TÓNABÍÓ: HAFNARBÍÓ: Hvar er verkurinn? (Where Does it Hurt?) * Það sannast hér sem oftar, að það er ekki sami maðurinn, hann Jón og hann Jón. Peter Sellers er jafnvel ekki alltaf Peter Sellers, þ.e.a.s. ekki sá Peter Sellers, sem við hefðum búist við. Handritið gefur að vísu stundum tilefni til hót- fyndni auk nokkurra leik- muna, sem eru þaulhugsaðir f sama tiigangi, en Sellers er hins vegar ófyndnari en áður. Ef ég ætti að svara spurningu titilsins „Hvar er verkurinn", þá var hann aðallega f aftur- endanum að sýningu lokinni. Tfu-fjórir. S.S.P. ★★ Ödýrt, breskt læknagrín hefur nú tröllriðið sjónvarpí og kvikmyndahúsum um all- langt skeið. Tel ég nú mál að linni. Þessi mynd er þó vel yfir meðallag hafin og er það oft að þakka dágóðum leik og oft fyndnu handriti. j y STJÖRNUBlO: Kynóði þjónninn (Homo Eroticus) Eftir að eiginmaðurinn hefur ekið f heilan dag í leigu- bfl til að fylgjast með ferðum konu sinnar og þjóns og fengið það staðfest, að hann sé kokkáll, laumar leigubflstjór- inn út úr sér af varkárni og fullkominni tillitssemi: „Það be^t fyrir yður að venjast þessu". Hvað og eiginmaður- inn gerir og fer jafnvel að hafa gaman af. Mér finnst hins vegar, þegar ég sé jafn lélega mynd og þessa, að ég hafi verið andlega kokkálaður af þvf fólki, sem hér er að bera á borð andvana afkvæmi sfn, og ég get ekki vanist þvf. Ég veit ekki hvort það hefði ef til vill orðið barn úr þessu, ef höfund- arnir hefðu haldið sig við farsakenddar samfarasen- ur, en þegar þeir reyna svo allt f einu upp úr þurru að krydda verkið með heimspekilegum þanka- brotum, kastar fyrst tólf- unum. Stjörnubíö hefur nú verið endurbyggt innanveggja og er orðið eitt af betri hús- unum í bænum. Mestu athygli innanstokksmuna vekur þó kvikmynd hússins hverju sinni, og hætt er við að aðrir munir hússins verði dæmdir eftir þeim myndum, sem þarna verða sýndar. Og víst er um það, að glæsilegt anddyri og huggulegur sýningarsalur munu fölna fljótt, ef margar svona myndir fylgja f kjölfar þessarar. S.S.P. A usturbœjarbíó: idrk Frakkar tóku snemma miklu ástfóstri við bandarfsku „gangstermyndina", og hafa æ sfðan varið miklum tfma og fjármunum í stælingu hennar. Utkoman er ærið misjöfn, að Chabrol undanskildum, svo og einstaka undantekning sem þessi. Delon er mikill „áhuga gangster" í einkalffi og er leikur hans mjög sannfærandi, líkt og myndin öll. S.V. if Hver ástæðan er fyrir því að kvikmyndahúsið tekur skýrt fram, aðgangsbann unglinga, (og bannar hana almennt) er mér hulin ráðgáta. Á þessum „særingatímum" er myndin nánast bragðdaufur barna- leikur og það sem manni hnykkir einna mest við er spik- lagið sem sest hefur utaná Shelley Winters. S.V. HÁSKÓLABÍÓ: Rödd að handan (Don’t Look Now) ★★★★ Dulræn fyrirbrigði, miðlar og skyggnilýsingar er ekki nýtt umtalsefni en vekur þó ávallt nokkra forvitni leik- mannsins. Semdæmi má nefna hina gífurlegu aðsókn að „The Exorcist" á þessu ári og að „Don’t Look Now“ þar á undan. Leikstjóri þessarar myndar Nicolas Roeg (Walkabout), sem er fyrrver- andi kvikmyndatökumaður, færir h4r í kvikmyndabúníng smásögu Daphne du Maurier með snilldarhandbragði. Hér talar kvikmyndamálið — takan og klippingin — svo skýrt að orða er vart þörf. Roeg leikur sér að því að tefla saman rökhyggju og hugsæi, jafnvel f sama manninum, John Baxter, sem gefin er í skyn að sé skyggn, en er ófær um að túlka þennan hæfileika sinn, ef til vill vegna mennt- unar sinnar eða stöðu. Upphaf og endir kmyndarinnar er kaldhæðnislegur raunveru- leiki, en þar f milli blandast dulspeki, samband við annan heim og vitneskja, sem hefði getað komið í veg fyrir hin hroðalegu endalok rökhyggju- mannsins, ef á hefði verið hlustað. S.S.P. kmk mund /io<in SÆBJORN VALDIMARSSON SIGUROUR SVERRIR PALSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.