Morgunblaðið - 13.10.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.10.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1974 ta A að fella niður söluska „FRAMTlÐ fslenzkrar b<5kaút- gáfu er f hættu. Skjðtra úrræða er þörf. Islendingar verða að gera það upp við sig, hvort bækur eiga að koma út 1 landinu." Þannig hðfst bréf, sem örlygur Hálfdán- arson, formaður Bðksalafélags ts- lands, reit Ólafi Jðhannessyni viðskiptaráðherra f byrjun þessa mánaðar og f bréfinu segir, að þessar upphafssetningar þess séu ekki staðlausir stafir, heldur sá raunveruleiki, sem blasir við fs- lenzkri bðkaútgáfu og að allar Ifkur bendi til, að svo mikill sam- dráttur verði f fslenzkri bðkaút- gáfu á næstu tveimur til þremur árum, að hún beri þess ekki bæt- ur. Formaður Bóksalafélagsins rek- ur margar ástæður, sem hann tel- ur vera fyrir því, að samdráttur í bókaútgáfu verði óhjákvæmileg- ur við óbreyttar aðstæður, svo sem þróun sjónvarpsins, stækkun dagblaða, stöðug verðbólga og aukin afkastageta bókasafna. Vegna þessara alvarlegu þróunar, sem Bóksalafélagið telur muni verða, segir formaður þess í bréf- inu til ráðherra, að félagið fari fram á það við hann svo og ríkis- stjórnina i heild, að hún hlutist til um ákveðnar úrbætur. Þar er fyrsttaliðað fella þurfi niður sölu- skatt af íslenzkum bókum. Sölu- skattur sé nú orðinn það hár, að hann sé farinn að hafa afgerandi áhrif á bókakaup almennings. Söluskattur er þegar orðinn af meðalbók um 400 til 500 krónur. Morgunblaðið leitaði til nokk- urra manna, sem eru í forsvari fyrir bókaútgefendum, bóksölum og rithöfundum og spurði þá álits á hugmyndinni um að fella sölu- skatt niður af bókum. Jafnframt var leitað svara Höskulds Jóns- sonar ráðuneytisstjóra 1 fjármála- ráðuneytinu og fara svör þeirra hér á eftir. Höskuldur Jónsson SÖLUSKATTI AF BÖKUM HEF- UR í REYND ÞEGAR VERIÐ RAÐSTAFAÐ. Höskuldur Jónsson, ráðuneytis- stjóri i fjármálaráðuneytinu sagði: „Ráðuneytið telur ekki tíma- bært að tjá sig um hugmynd þessa, þar sem ekki liggur fyrir neitt formlegt erindi um slíka skattívilnun. Ráðuneytið minnir hins vegar á eftirfarandi atriði: 1. Öll framkvæmd við álagn- ingu söluskatts og eftirlit með þeim skatti verður flóknari því fleiri sem undanþágur eru. 2. Til er þingsályktun um end- urgreiðslu söluskatts til rithöf- unda. Þingsályktun þessi var sam- þykkt á Alþingi 18. maí 1972. 1 ályktuninni er gert ráð fyrir, að fjárhæð, er nemi sem næst and- virði söluskatts af bókum, renni til rithöfunda og höfunda fræði- rita. 1 reynd er því búið að ráð- stafa söluskatti þeim til rithöf- unda, sem nú er rætt um að fella niður. 3. Söluskattur er aðeins einn af tekjustofnum ríkisins. Hækkun á söluskatti hefur og verið forsenda þess, að tekjuskatti er 1 hóf stillt. Gera má því ráð fyrir, að auknar undanþágur frá söluskatti muni brátt hafa 1 för með sér hækkun tekjuskatts. 4. Mörg fyrirtæki telja sig hafa átt í erfiðleikum með rekstur sinn að undanförnu. Það verður lftt öfundsvert hlutverk að eiga að kjósa fyrirtækjum lff eða dauða með heimildum til að fella niður söluskatt hjá einstökum atvinnu- greinum, ári þar illa.“ ENDASKIPTI A MENNINGAR- ÞRÖUN Ragnar Jónsson i Helgafelli svaraði spurningu Morgunblaðs- ins þannig: „Forustuþjóðir hafa á öllum öldum beitt fyrir sig hugdjörfum mönnum og framsýnum, mönnum með skapandi afl í taugum. Þær vissu, að vísindi og listir eru 1 senn vaki og aflstöð andlegs lífs, og þannig einnig undirstaða al- mennra framfara og þroska. Islendingar hafa á siðustu ára- tugum lagt gffurlegt fjármagn að mörkum til endurnýjunar listum og vísindum. Stuðningur þjóðar- innar við leikhús, hljómsveitir og listaskóla er athyglisverður, og um mart til fyrirmyndar. Það skýtur því dálftið skökku við, og er óvænt spor aftur á bak, er hrapað er til þess óyndisúrræðis Ragnar Jónsson að leggja lúxusskatt á bækur, nærri 20% söluskatt, eða allt að 40C.00 á venjulega jólabók. Þetta var óheillaspor, sem erfitt verður að skýra fyrir hinni menningar- þyrstu bókmenntaþjóð. „Hið æðra því lægra skal ráða“, þótti vel mælt af Einari Bene- diktssyni í byrjun þessarar aldar. Vonandi rennur öldin ekki sitt skeið með þvi að hafa endaskipti á þróuninni: Heimta að hið lægra skuli nú aftur ráða hér. LAUNASJÖÐUR RITHÖFUNDA EINA LAUSNIN. Sigurður A. Magnússon, for- maður Rithöfundasambands Is- lands sagði: „Það ætti að vera rithöfundum til hagsbóta, að stuðlað sé að auk- inni sölu innlendra bóka, þvf þeir fá vitaskuld part af sínum laun- um af bóksölu, þó sá partur sé að vísu raunalega rýr, ef miðað er við aðra þá, sem að bókagerð starfa, og fá allir óskert laun fyrir sitt framlag. Það er ein af þver- sögnum hérlendrar bókaútgáfu, að allir fá full laun goldin fyrir sín störf nema sá, sem semur bók- ina og leggur þannig grunninn að fslenskri bókagerð. Vegna þessa augljósa og hrópandi misréttis fengu rithöfundar þvf til leiðar komið fyrir tveimur árum, að hluti þess fjár, sem ríkið tók af hverri bók, kom f þeirra hlut. Var upphaflega rætt um, að upphæðin næmi sem næst andvirði sölu- skatts af innlendum bókum, en úr því varð aldrei, heldur veitti alþingi höfundum tiltekna upp- hæð til viðbótarritlauna, sem nam ekki einu sinni þriðjungi af and- virði söluskatts af bókum. Einsog nú er ástatt fær rfkið beint í sinn hlut talsvert meira fyrir hverja selda bók heldur en sjálfur höf- undurinn, og eru þá ekki teknir með f reikninginn skattar og út- Sigurður A. Magnússon Konur slasast í umferðarslysum Sparakstur um næstu helgi A MIÐVIKUDAGS- og fimmtudagskvöld urðu 4 meirl- háttar umferðaróhöpp f Reykja- vfk. Áttu konur hlut að máli f öll skiptin. Varð að flytja nokkrar kvennanna til læknismeðferðar. Á miðvikudagskvöld varð mjög harður árekstur milli tveggja fólksbifreiða á mótum Skeiðar- vogs og Elliðavogs. Öku þærbáðar eftir Ellicivogi, en skyndilega beygði önnur upp Skeiðarvog f veg fyrir hina bifreiðina. Tvær konur óku bflunum og voru þær einar í þeim. Meiddust þær lftils- háttar, en bflarnir eru stór- skemmdir. Á fimmtudagskvöld urðu 3 slys. Kona varð fyrir bíl á Bústaðavegi við Háaleitisbraut. Gerðist þetta um klukkan 19.30. Var hún flutt á slysadeildina og reyndist hún töluvert mikið slösuð, lærbrotin og með áverka á höfði. Um klukkan 22 varð mjög harður árekstur tveggja fólksbifreiða á mótum Klapparstígs og Hverfis- götu. Bflarnir skemmdust mikið, en fólkið í þeim slapp ótrúlega vel, ein kona kastaðist úr annarri bifreiðinni og hlaut smávægileg meiðsli, en aðrir sluppu ómeiddir. Loks varð harður árekstur á mót- um Grensásvegar og Miklubraut- ar seint um kvðldið. I annarri bifreiðinni voru 4 stúlkur og meiddust þær allar eitthvað, þar af hlaut ein mikla ákverka í and- liti. Ein kona var f hinum bílnum og meiddist hún sáralftið. Bílarn- ir eru mikið skemmdir. NÆSTKOMANDI sunnudag gengst tslenzki bifreiða- og vél- hjólaklúbburinn fyrir sparakstri. Byggist þessi akstur á þvf, að bif- reiðin fari sem lengsta vegalengd á aðeins 5 lftrum af benslni. Mörg bifreiðaumboð hafa þegar tilkynnt þátttöku og er búizt við því, að allflestar bifreiðategundir sem hér eru verði með í keppn- inni. Keppnin hefst klukkan 14, og verður lagt af stað frá Essó- stöðinni á Ártúnshöfða og ekið f austurátt, í áttina að Selfossi. Bflarnir verða flokkaðir eftir rúmtaksfjölda. I dag, sunnudag, gengst Islenzki bifreiða- og vélhjóla- klúbburinn fyrir kvikmynda- sýningum í Tónabæ klukkan 16. Háaleitishverfí: Forsætisráðherra talar á þriðjudag AÐALFUNDUR Félags sjálf- stæðismanna f Káalcitishverfi verður haldinn þriðjudaginn 15. október n.k. Fundurinn verður haldinn 1 Miðbæ við Háaleitis- braut og á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Geir Hallgrímsson forsætisráð- herra heldur ræðu á fundinum og fjallar um stjórnmálaviðhorfið. Að ræðunni lokinni mun hann svara fyrirspurnum fundar- manna. F ella- og Hólahverfi AÐALFUNDUR Sjálfstæðis- félags Fella- og Hólahverfis verð- ur haldinn í Glaumbæ (kaffi- terfu) mánudagskvöld kl. 20.30. -----♦ ♦ ♦-- Reykjanes- kjördæmi HINN árlegi formannafundur Kjördæmisráðs Sjálfstæðis- flokksins f Reykjaneskjördæmi verður haldinn I Sjálfstæðishús- inu f Keflavfk n.k. þriðjudags- kvöld kl. 21.00. Gestur fundarins verður Gunnar Helgason, for- maður Verkalýðsráðs Sjálfstæðis- flokksins. A fundinn koma alþingismennirnir Axel Jónsson, Oddur Ólaf sson, Ölaf ur G. Einars- son og Matthfas A. Mathiesen f jármálaráðherra. Formenn og varaformenn sjálfstæðisfélag- anna og fulltrúaráða 1 kjördæm- inu eru eindregið hvattir til að sækja fundinn. Bergþurs í Afglapaskarði Ferðasaga Þjóðviljans Nýverið birtust í Þjóðviljan- um ferðaþættir úr Norðurlandi vestra, kjördæmi Ragnars Arnalds, formanns Alþýðu- bandalagsins. I gær birtir Þjóð- viljinn afsökunarbeiðni for- mannsins, væntanlega fyrir hönd blaðamannsins, „á fárán- legum skrifum" úr kjör- dæminu. og viðurkcnningu rit- stjóra blaðsins á mistökum, sem áttu sér stað við birtingu þessa efnis". Hér á cftir fara nokkur sýnis- horn úr ferðaþáttunum og af- sökunarbeiðnin. „Og þarna fóru forgörðum myndir af formanninum (Ragnari Arnalds) við vélavið- gerðir á jeppanum, af sumar- húsi Ölajós 1 Fljótum, af rúst- um heimkynna hinna lands- frægu Bakkabræðra og mynd af formanninum á svölum hálf- byggðs húss síns 1 Varmahlíð, með Miðskitjuskarð í baksýn. Svona mætti lengi telja eða þar til geðshræringin skekur skrokkinn og andinn liggur marflatur vegna jafnvægis- leysis.“ „Ragnar formaður kann tals- vert af sögum og örnnefnum á leiðinni frá Siglufirði til Varmahlíðar. Hann var þó varla búinn að hita sig upp þegar við komum að Stráka- göngum. Þar beið ung og falleg kona við opið og beiddist fars. Hún var norsk. Hún var lfka gift. Og hún vildi alls ekki fara með okkur lengra en gegn um gatið. Og þegar hún yfirgaf okkur vestan ganganna hafði ég logið upp sögu um ægilegan bergþurs, sem byggi 1 göngun- um. Eftir að hún var blessunar- lega Iaus við okkur sagði Ragnar mér af Afglapaskarði. Og af því ég var nýbúinn að Ijúga að blessaðri konunni hélt ég lfka, að hann væri að ljúga að mér. Svo ég gáði í þjóðsögur Jóns Ámasonar eftir því, hvort formaðurinn segði satt, enda varinn góður þegar um er að ræða frásagnir stjórnmála- manna. Eg segi ekkert um það hvort það hafi komið mér á óvart eða ekki, að það, sein for- maðurinn sagði, bar heim og saman við þjóðsöguna." „1 þjóðsögum Jóns Árnasonar er þess getið að Bakkabræður séu annað hvort upprunnir á Bakka í Fljótum eða Bakka f Svarfaðardal. Heldur hallast Jón að því að þeir séu upprunn- ir í Fljótunum. En á þeim tíma er Jón lét efasemdir í ljós... hafði heldur ekki fæðst neinn Olafur Jóhannesson. Öli- jó er fæddur f Fljótunum. Hefðu Bakkabræður verið frá Bakka í Svarfaðardal hefði Óli- jó fæðst sem Svarfdælingur." „Það er ástæða til að taka það fram að það var ekki formaður- inn, sem sagði mér sögurnar af Fljóta-Garði, svo fólk fari ekki að halda, að hann sé dónalegrí en gengur og gerist. Þar komu aðrir til, enda skagfirskt að vera kvensamur og skagfirskt að segja kvennafarssögur." Afsökunar- beiðniRagnars Arnalds „1 nokkrum blöðum Þjóð- viljans nú fyrir helgina eru birtar frásagnir og viðtöl af Norðurlandi vestra. Sumt af þessu efni er fróðlegt, en annað heldur hroðvirknislegt. — Má sem dæmi nefna, að birt er óþekkjanleg mynd, sem sögð er af framkvæmdastjóra einum á Sauðárkróki, og virðist mynda- smiðurinn ekki hafa fundið annað tækifæri til myndatöku, en þegar þessi ágæti maður fékk sér sfðdegisblund. Hitt er þó verra, að stærsti hlutinn af efninu er mikill langhundur 1 ferðasögustíl, birtur 1 4 blöðum, þar sem m.a. fléttist inn 1 ýmsir hugarórar og klámsögur, sem ekki eru prent- hæfar 1 Þjóðviljanum. Þessi skrif hefðu betur aldrei birst, enda hafa þau valdið mikilli gremju, eins og skiljanlegt er, þegar höggvið er með ósvffnum söguburði nærri ágætu fólki, sem lifir og starfar meðal okkar. — Með þetta í huga tek ég að mér það hlutverk sem einn af aðstandendum þessa blaðs, að biðja lesendur Þjóð- Framhald á bls. 45 •>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.