Morgunblaðið - 13.10.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.10.1974, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. OKTOBER 1974 Matthías Johannessen: Harry Martinson, til vinstri og Eyvind Johnson tjiiiik tjik tjick koitrr, sagði fuglinn NÓBELSVERÐLAUN eru eins og allar sensasjónir: auglýsing. Slfk bókmenntaverðlaun eiga sfzt af öllu skilið að rokið sé upp til handa og fóta út af þeim. Bókmennta- verðlaun eru heldur skammgóður vermir. Við þurfum ekki annað en Ifta á nöfn þeirra, sem hafa EKKI hlotið Nóbels- verðlaun til að sannfærast um skeikult mat (Tolstoy, Strindberg, Ibsen, Proust, Joyce, sem Eyvind Johnson taldi, þegar hann var f heimsókn hér á landi að hefði valdið róttækari byltingu f skáldsagnagerð en nokkur annar höf- undur, Pound o.s.frv.) En fjárhagsleg aðstoð til listamanna er guðsþakkarverð og að þvf leyti eiga þessi verðlaun rétt á sér eins og Norðurlandaverðlaunin. En opinbera viðurkenn- ingu án fjárútlána ættu skáld að láta sér f léttu rúmi liggja. Hún kemur hvort eð er oftast frá einhverjum sem eiga hagsmuna að gæta. Brezka skáldið Robert Graves sagði fyrir nokkrum árum, að Nóbelsverðlaunin væru „koss dauðans" — aðrir höf- undar fengju þau ekki en þeir, sem væru komnir á grafarbakkann! Sem betur fer þekkjum við þó nokkrar undantekningar. Þessi verðlaunaveiting nú hefur verið allumdeild, en þó sýnist mér, að Eyvind Johnson og Harry Martinson hafi vfða verið vel tekið, t.a.m. ! forystugreinum New York Times f Bandarfkjunum og Times f Bretlandi, svo og f greinum f Siiddeutsche Zeitung, svo að nefnd séu forystu- blöð þriggja menningarrisa í Bandarfkjunum og Evrópu. Times bendir á, að enginn geti hvort eð er séð við framtfðinni og að því leyti sé úthlutunin nú ekki verri en gerzt hefur og gengið á undanfömum áratugum. Hún hefur sfður en svo leystst upp f „hæðnishlátri um heim allan," eins og sænski rithöfundurinn Sven Delblanc spáði. xxx Morgunblaðið notaði tækifærið og spurði nýju Nóbels- höfundana um þá hlið, sem að okkursnýr: Samskipti þeirra og íslenzku þjóðarinnar, auk þess sem blaðið sneri sér til Jóns úr Vör, sem hefur þýtt Ijóð eftir Martinson. Var fróðlegt að lesa svör tvfmenninganna sænsku, ekki sízt vegna þess að þeir hafa báðir komið til fslands og langar mig „í tilefni dagsins" að minna á það nokkrum orðum, því að ég hitti þá báða hér á landi og Eyvind Johnson auk þess á rithöfundaþingi í Kaupmannahöfn nokkrum árum eftir að hann kom hingað 1958. Hann segir í samtali við Morgun- blaðið um daginn, að móttökurnar á Islandi hafi verið stórkostlegar og „það var dekrað við mig á alla lund." Ennfremur: „Ég minnist þessarar ferðar með gleði og vona ég geti heimsótt landið síðar." Til gamans má geta þess að Johnson gaf vini sínum fslenzkum bókina „Sju Liv" eftir komuna hingað og skrifaði á hana: „:----frá Eyvindi sem hefur lifað 7 Iff hérá Islandi." í bók þessari eru ferðaminn- ingar og annað f þeim dúr, auk Ijóða. Johnson sagði þegar hann var hér á ferð, að hann hefði helzt viljað verða Ijóðskáld, enda er það enginn aukvisi, sem Ijóðin yrkir. Ætli hann hafi ekki haft álika mikil tök á Ijóðlist og þrá til hennar og t.a.m. starfsbróðir hans Indriði G. Þorsteinsson, sem er farinn að líkjast Kjarval að því leyti, að hann virðist helzt ekki hafa neinn áhuga á öðru en þessari gamalnrónu og virðulegu listgrein. Kjarval fannst ekkert til um, þótt fólk hrósaði málverkum hans, svo sjálfsagður hlutur sem það var, en vei þeim sem fór ekki góðum orðum um Ijóð hans! xxx Eyvind Johnson minntist á það á blaðamannaíundi þeirra Harry Martinsons f Stokkhólmi eftir úthlutunina, að sér væri ógleymanlegt Ijóð um sjóinn, sem Martinson gaf honum, þegar þeir hittust f fyrsta skipti. Ást á Ijóðlist eiga þeir að minnsta kosti sameiginlega. Og á þessum sama blaðamannafundi minnti Martinson á, að Ijóðlistin væri mörg þúsund árum eldri en stjórnmál og ætti ekki að blanda þessu tvennu saman. Raunar má segja að bæði þessi nýju Nóbelsskáld hafi æviminningar að leiðarljósi og uppistöðu f verkum sfnum. Rit þeirra eru eins konar ævisögur: „Öll skáldverk eru f vissum skilningi sjálfslýsingar," sagði Eyvind Johnson f fyrirlestri, sem hann flutti hérlendis á sfnum tfma. Það er kannski ekki sfzt af þessum ástæðum, sem skáldin tvö hafa heillazt af fslenzkum bókmenntum. „Netlurnar blómgast" eftir Harry Martinson. sem kom út hjá Almenna bókafélag- inu f júlf 1958 er slíkt verk, sbr. upphafið: Ég skalf við minn æskuarin. Karl isfeld snaraði bók Martinsons á fs- lenzku. Hann var ekkert blávatn, stórsnjall þýðandi, eins og við sjáum á Kalevala og þó nokkuð gott skáld, en samt frumlegra skáld f Iffi sfnu en Ijóðum. Ég kynntist Karli vel, hann var Ijúfmenni en stoitur fyrir sjálfs sfn hönd og listarinnar. Við vorum oft saman á blaðamannafundum. Þá voru slfkir fundir viðburður f bæjarlffinu. Nú eru engir viðburðir lengur. Og blaðamannafundum hefur hrakað meira en sálarástandi þjóðarinnar almennt. Er þá mikið sagt. f grein f Suddeutsche Zeitung eftir Peter Buchka segir m.a. að við sjáum Harry Martinson f hlutverki Marteins Tómassonar f Netlunum og þar birtist þrá Norðurlanda- búans eftir hinu fjarlæga. hneigð hins norræna kynstofns til Iffsflótta og hugaróra — og skírskotað til Péturs Gauts. Eyvind Johnson kom hingað 1 958 til að vera viðstaddur sænska bókasýningu, sem haldin var f Bogasal Þjóðminja- safnsins. fslendinga sögunum f sænskum útgáfum var raðað hjá verkum Johnsons og þótti fara vel á þvf. Johnson sagði að fslenzkar bókmenntir væru heldur Íítið þekktar f Svfþjóð, en áhrif fornbókmennta þó vfðtæk. „Ég las fslend- inga sögumar f æsku og sfðan hefur landið alltaf heillað mig. Þó ég hafi aldrei komið hingað fyrr, finnst mér ég eiga hér heima. Ég hlakka til að fara upp f sveit, Ifnurnar eru svo hreinar og tærar f fslenzkri náttúru." xxx Eyvind Johnson fór upp í sveit. Þeirrar ferðar sér stað f ferðasagnasafninu „Stunder, vágor, Beráttelser frán resor", þar sem fjallað er f sérstökum kafla um ferðalag þeirra Sigurpáls Jónssonar upp f Reykholt (Besök hos Snorre). í greininni liggja saman leiðir skáldanna þriggja. Egils, Snorra og Eyvinds Johnsonar og á hlaðinu f Reyk holti sér sænska skáldið Egil bak við Vigelands styttuna af Snorra, en rifjar þá jafnframt upp ferð til Þingvalla þegar hann sá „pólitfskan bakgrunn Snorra — hann var, svo að vægt sé tekið til orða, monúmental; hér er hann fremur vel stæður kennari. . Og ennfremur: „Það er álitið, að (Snorri) hafi fremur baðað sig f hagnýtu hveravatninu f Reykholti en f blóði fjandmannanna eins og Egill." Og loks: Snorri bar að vísu sverð eins og siður var, „en hafði augsýnilega meiri ánægju af að beita pennanum." Tvisvar sinnum getur Eyvind Johnson þess að leiðir Egils og Snorra Eyvind Johnson á Sænsku bókasýningunni hér á landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.