Morgunblaðið - 13.10.1974, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. OKT0BER 1974
fólk — fólk — fólk — fólk r
k___:_________________________________________________________' ____________I______________________:___i
Rætt við Margréti
Hansen í Hveragerði
an tíma til aö nema á morgn-
ana, segir hún.
Tildrög þess aö hún fór að
vinna á þessum stað, voru þau,
að hún hefur verið ákaflega
slæm af liðagigt. En síðan hún
fór að ganga til vinnu daglega,
um hálftíma gang hvora leið, og
fara í sundlaugina á Heilsuhæl-
inu daglega, finnst henni hún
vera eins og önnur manneskja.
— Ég geng alltaf á milli
heimilis og vinnu og mæti
næstum aldrei neinum, segir
hún. Allir aka í bíl. En hreyf-
ingin er mjög nauðsynleg. Það
sé ég vel hér. Hingað kemur
margt illa farið fólk. Margir fá
góðan bata, en það eru fjöl-
margir, sem byrja alltof seint
að hugsa um að halda líkaman-
um i hreyfingu og þjálfun.
Margrét segist líka sjá það
hve hollt fæði skipti miklu máli
fyrir heílsuna. — Þvi miður lifi
ég ekki alveg eftir kenningum
náttúrulækningamanna. Mér
er alveg sama þó ég fái ekki
kjöt, en kaffis gét ég ekki verið
án, segir hún.
Eftir að 'heimilið fór að
léttast hjá Margréti, fór hana
að langa til að nema líka. En
það er ekki auðvelt fyrir þá,
sem eiga heima úti á lands-
byggðinni. Börnin hennar hafa
þurft að vera að heiman á vetr-
um í skólum, ein teipan í
Hamrahlíðarskóla og drengur í
Menntaskólanum á Laugar-
vatni. Sjálf innritaðist hún í
Safnar
KONA heitir Margrét Hansen.
Hún safnar gleraugum. Ekki
fyrir sjálfa sig þó. Heldur
handa fólki f Afrfku, sem ekki
hefur tækifæri til að eignast
nauðsynleg gleraugu á sama
hátt og tslendingar. Margrét
vinnur við síma og upplýsingar
á Heilsuhæli Náttúrulækninga-
félags tslands og þar hefur
henni orðið vel ágengt með
söfnun gamalla gleraugna, þvf
þar koma margir og fara, og
ýmsir hafa sent henni nokkur
pör, þegar þeir komu heim.
Sagan um það hvernig og
hvers vegna Margrét tók að
safna gleraugum, hófst með þvf
að hún las grein f dönsku blaði,
þar sem sagt var frá tveimur
öldnum gleraugnasölum á
Norðurlöndum, Hugo Ahlquist
og Frederik Thyme, og konu
þess fyrrnefnda, sem höfðu á
ferðalagi f Afrfkurfkinu
Gambfu komist að því að þar
var enginn augnlæknir eða
gleraugnagerðarmaður, en fjöl-
margir af hinum 350 þúsund
íbúum landsins þörfnuðust sár-
lega gleraugna. Frederik
Thyme og Anna Margrethe
kona hans kynntust því af raun,
að lftið þýðir fyrir auðugar
þjóðir að safna fé og reisa skóla
fyrir þetta fólk, ef börn og full-
orðnir geta ekki séð á bókina.
Og þar sem þau vissu, að
þúsundir manna á Norður-
löndum eiga gleraugu, sem
þeir ekki nota lengur og
Ahlquist hefur kunnáttu til að
slfpa þau til og laga að sjón
viðkomandi eða velja rétt
gleraugu handa þeim, tóku þau
upp á því, með Ieyfi yfirvalda,
að ferðast f sendiferðabíl um
Gambfu og gefa fólki gleraugu
f stað þess að vera skemmti-
ferðafólk á eftirlaunum. En
vinur þeirra, Frederik Thyme,
sem einnig er optiker og hætt-
ur störfum, tók að sér að safna
heima þúsundum gleraugna,
lesa þau f sundur og merkja
eftir notagildi og senda suður
eftir. Báðir hafa þessir eftir-
launamenn þannig nýtt þekk-
ingu sína til að skoða augun í
öllum skólabörnum f Gambfu
og reynt að útvega þeim notuð
gleraugu, og ferðast um skóla
og sléttur og dreift gleraugum.
gler-
augum
handa
Afríkubúum
Þegar Margrét hafði lesið
þessa grein, fór hún að hugsa
um það, að ef hún hefði sjálf
ekki fengið gleraugu, þá hefði
hún aldrei getað Iesið. Hún
kveðst sjálf hafa verið orðin 11
eða 12 ára gömul, þegar hún
eignaðist sín fyrstu gleraugu og
hafði þá t.d. aldrei séð fuglana.
Hún varð alltaf að sitja fremst í
skólastofunni til að sjá á töfl-
una og fleira angraði hana
vegna slæmrar sjónar. Af sex
börnum hennar nota 5 gleraugu
og alltaf er verið að skipta um
gleraugu, svo talsvert er orðið
til af gömlum gleraugum á
heimilinu. — Ég nota sterk gler
augu, en einn sonur minn þarf
helmingi sterkari, segir Mar-
grét. — Ég veit ekki hvernig
hann hefði átt að vera í skóla
gleraugnalaus. Að minnsta
kosti verður alltaf að ná í önnur
alveg í snarheitum, ef gleraug-
un hans brotna. Mér varð hugs-
að til þessa fólks I Afríkurík-
inu. Hvað það hlyti að vera
hræðilegt að sjá aldrei og eiga
ekki kost á að fá gleraugu.
Margrét sendi Morgunblað
inu greinina og sagt var frá í
blaðinu í ágústmánuði sl. En
hún lét ekki þar við sitja, held-
ur tók hún að safna gleraugum
sjáif og er nú komin með
40—50 stykki af ýmsum gerð-
um. Þau ætlarhúnaðfara með
út til Danmerkur, þegar komið
er nokkurt magn. En hún er
gift dönskum manni og þau
fara árlega í frí til Danmerkur.
Þannig getur hún bætt safninu
frá íslandi f safn gleraugnasal-
anna og séð til þess að gleraug-
un komist á áfangastað og séu
valin við hæfi af fagfólki.
— Eftir að greinin birtist f
Morgunblaðinu, fór ég að hugsa
um að hér á Heilsuhælinu
dveldust svo margir og alltaf að
koma nýtt fólk, svo ég fékk
leyfi forstjórans til að safna
gleraugum hér segir hún. Ég
klippti út greinina og lagði
hana fram, svo fólkið gæti séð
hvað um er að ræða. Þessari
málaleitan hefur verið ákaflega
vel tekið og fólk sent mér gler-
augu hingað eftir að það fer.
Ég tek að sjálfsögðu við öll-
um þeim gleraugum, sem mér
berast, og er þakklát fyrir. Til
dæmis safnaði kona í Laugar-
dalnum saman gleraugum þar
og sendi, og önnur f Reykjavík.
Margrét er við kynningu
ákaflega hæglát kona og ekki
hávær í tali, en hún lætur sér
sýnilega ekki nægja að hugsa
um hlutina og segja sem svo:
— Voðalegt er að hugsa til
þess! eða: — Einhver verður að
gera eitthvað í málinu! Hún
tekur til hendi. Auk þess sem
hún heldur heimili, þá vinnur
hún síðdegis á Heilsuhælinu og
er að auki við nám í 5. bekk
f Gagnfræðaskólanum í Hvera
gerði. — Núna, þegar krakk-
arnir eru í burtu í skólum,
nema sá yngsti, þá hefi ég ágæt-
Margrét Hansen með fullan
kassa af gleraugum, sem
hún hefur safnað.
öldungadeild Hamrahlíðar-
skóla f fyrra og ók með manni
úr Hveragerði, sem líka var þar
við nám. En hann hætti um
áramótin og þá var of erfitt að
komast á milli. Hún hefði orðið
að fara með áætlunarbílnum kl.
4.50 og ekki fengið ferð heim
fyrr en kl. 11.30. Því varð hún
að hætta.
Þá og jafnframt þegar hún
fór til Englands til að afla sér
kunnáttu f ensku, komst hún að
raun um að fullorðnir hafa ekki
sömu aðstöðu og unglingar til
að afla sér menntunar. Þegar
hún hóf nám f Hamrahlíðar-
skóla reyndi hún að fá dreifbýl-
isstyrk til náms eins og börnin,
en það gekk ekki.
I fyrra fór Margrét til
Englands f 2 mánuði um sumar-
ið til að nema ensku. Hún hafði
séð auglýst tilboð um vinnu og
enskunám um leið. Hún sótti
um það, en þegar til átti að
taka, þá gat hún ekki fengið að
vinna f Englandi, af því hún er
fullorðin. Þetta gildir aðeins
fyrir unglinga. Ferðin varð þvf
mun dýrari en áætlað var, en
Margrét lét það ekki á sig fá,
heldur safnaði til fararinnar og
sló sér víxil til að komast. — Og
það borgaði sig sannarlega,
segir hún. Mér fannst ég hafa
meira gagn af enskunámi f
þessa tvo mánuði en á tveimur
árum í skóla heima.
— Það gerir ekkert til þó
maður þurfi að borga sitt nám,
segir Margrét ennfremur. Ég
geri þetta að gamni mfnu. Og ég
veit að eftir 3 ár verða krakk-
arnir allir farnir að heiman og
þá hefi ég ekkert viðfangsefni
annað en að búa til mat handa
okkur hjónunum. Þvf vil ég búa
mig undir annað verkefni í líf-
inu, sem þá getur tekið við sam-
hliða heimilishaldinu.
Það er gaman að kynnast svo
lifandi fólki og áhugasömu sem
Margrét Hansen er. Vonandi
fær hún mörg gleraugu send,
svo sjálfboðaliðarnir, gler-
augnasalarnir gömlu, hafi úr
sem mestu að velja, þegar þeir
úthluta gleraugum í Gambfu —
E.Pá.
Jeppa-og fólksbfla-
kerrur
Gísli Jónsson & Co hf.,
Sundaborg, Klettagarðar 11, sími 86644.