Morgunblaðið - 13.10.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.10.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. OKTÖBER 1974 19 Þessar þrjár mæður eiga samanlagt 1 6 böm Guillermo Pena bæjarstjóri t Puerto Cortes og Cogelio skýra fyrir fólkinu hvernig á a8 nýta vistirnar Það tókst nú ekki, með þá seinni en kom ekki að sök, því þar voru að minnsta kosti fimmtán bílar að basla við að komast yfir — sumir með aðstoð stórrar ýtu. Stórir flutningabílar grófu sig niður og spóluðu I leðjunni; Þegar þeir voru loks komnir upp, fest- ust litlu bílarnir og svo framvegis. Klukkan var því að ganga ttu um kvöldið, þegar við komumst til borgar- innar, þreytt og svöng, grútskítug og blaut með skóna barmafulla af leðju Nú kom sér sannarlega vel að Gran hótel Sula hafði bæði heitt og kalt vatn. Fyrri hluta næsta dags var unnið að þvt með aðstoð Ricardos að fá viðtöl, við ýmsa aðila er hefðu með höndum upplýsingar um mat á skemmdum, áætlanir um endurreisnarstarfið, fjár- mögnun þess, hugsanlegar lántökur og ráðstafanir til að koma fólki til vinnu hvernig matvæla yrði aflað, hverrar aðstoðar væri von o.s.frv. f þetta fór langur timi, en árangurinn varð rýr. Ymist voru menn ekki við eða á fund- um með fulltrúum ýmissa stofnana, sem komnar voru til borgarinnar. Við notuðum því sfðari hluta dagsins til að skoða ummerkin eftir flóðin í borginni sjálfri og iðnaðarbænum Chotome, sem hafði orðið langverst úti af öllum og þriðjungur íbúanna, um 2000 manns, sagður hafa farizt. Ástandið i Cholome var ekki ósvipað því, sem verið hafði í Omoa, hús þurrkuð burt, allar götur rifnar upp, brak og trjábolir um allt. Og I betri íbúðahverfunum milli San Pedro og Choloma mátti sjá, hvernig aurinn hafði mokazt í haugum inn t húsgarða og eyðilagt þá. Haugarnir minntu á snjóskafla heima, aðeins liturinn var annar og ófrýnilegri. Steinveggir um- hverfis garðana voru vtða hrundir og húsin mjög óhrein og Ijót til að sjá Það yrði nóg að gera á næstunni að mála þar og hreinsa. Ricardo fór með okkur t fótbolta- klúbbinn sinn, nýtt hús, sem hafði verið vlgt fyrir viku eða svo. Það stóð að visu uppi, en innanstokksmunir all ir voru ónýtir. Var enn verið að moka vatni út úr húsinu. Umhverfis iþrótta- völl þar skammt frá, hafði verið stein- veggur, hann var nú að mestu hruninn eða lá niðri. Að siðustu komum við í tjaldbúðir, þar sem um 750 manns höfðust við. Búizt var við 500 til viðbótar síðar um kvöldið. Þarna var gott skipulag á öllu, hver fjölskylda hafði sinn skika I stóru tjöldunum, sem stjórn Venezuela hafði sent, margar fjölskyldur höfðu tjöld út af fyrir sig., það þótti vænlegra til að halda friði. Sömuleiðis var þarna vatn og salerni. Læknir var til viðtals og vopnaðir hermenn héldu uppi röð og reglu. Stórt svæði var I tjaldbúðunum miðjum, þar sem börn gátu leikið sér Sennilega leið engum á flóðasvæðun- um betur en þessu fólki enn sem komið var — en von var á fleirum næstu daga og þá viðbúið að þrengdist að þeim sem fyrir voru Og yrði ekki framhald á matvælasendingum yrði fljótlega illa bitizt i þessum búðum Það var gott að koma aftur til Guate- mala í svalann og siðmenninguna. Að baki voru þrir ógleymanlegir dagar, þar sem mér hafði gefizt tækifæri til að skyggnast ofurlítið inn í þessa að mörgu leyti framandi veröld öðru vísi en sem ferðamaður, kynnast þvi hve illa náttúruöflin geta leikið aðra en íslendinga, og kynnast þvi hvað orðið „fellibylur" getur þýtt Risatré voru rifin upp meS rótum Helstu kostir: Auðvitað vill konan laga gott kaffi fyrirhafnarlítið. Gefið henni því Remington kaffilagara. Samstæða meS könnu og trekt. Hægt að stilla rennsli heita vatnsins (þér getið notað eigin kaffikönnu) — Hitavatns- geymir tekur 1.3 lítra cg er með skiptingu fyrir 1—10 bolla — Sjálfvirkur hitastillir varnar ofhitun — Hitaplatan heldur kaffi hæfilega heitu allan daginn — Fallega hannað heimilistæki — Árs ábyrgð SPERtíY=y=RE/\AINGTON Laugavegi I78 simi 38000 — merki sem tryggir gæðin. Dieselrafstöð Höfum til leigu 37,5 kVA dieselrafstöð, 3 fasa, 380/220 V. Orka h.f., Laugavegi 1 78, sími 38000 TOP OFTHE POPS PLEASE PLEASE ME ROCKET SHE KISSIN’ IN THE BACK ROW OF THE MOVIES THE BANGIN’ MAN ROCKYOURBABY BANDONTHERUN TOOBIG THE SIXTEENS IFYOUGOAWAY LIGHTOFLOVE RINGRING HEIMILISTÆKI SF. Sætúni 8 og Hafnarstræti 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.