Morgunblaðið - 13.10.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.10.1974, Blaðsíða 1
48 SIÐUR 199. tbl. 61. árg. SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Þessi mynd var tekin fyrir skömmu i Tangier í Afríku. Stúlk- an á myndinni er íslenzk og hún hefur ekki setið auð- um höndum I verzlunar- hverfunum, búin að kaupa tvær hand- töskur og eitt- hvað er lika falið í papp- írnum. Arab- anum á mynd- inni hefur þótt hún lík- leg til að kaupa fleiri töskur og með mikilli innlif- un býður hann eina tösku enn, en Frónbúinn virðist þó halda sínu striki blákalt. Ljósmynd Mbl. Ól. K. M. Fékk Sato verðlaun- in vegna áróðurs tveggja landa sinna? Washington 12. okt. NTB. BANDARÍSKA stórblaðið Washington Post staðhæfir í dag að fyrrverandi japanskur diplómat Tsohikazu Kase, og Morinosike Kajima, stjórnarfor- maður milljónafyrirtækis í Japan, hafi átt mestan þátt í að Eisako Sato, fyrrv. forsætisráðherra Japans, hafi fengið friðarverð- laun Nóbels í ár. Hafi Kajima varið síðustu fjórtán mánuðum til að berjast fyrir því að fá Sato samþykktan og notað til þess ýmis meðul. Segir blaðið að hann hafi byrjað þessa baráttu í Banda- ríkjunum í fyrra eftir að honum hafði mistekizt að fá því fram- gengt að annar Japani, sem ekki hefur verið nafngreindur, fengi þessi verðlaun. Blaðið segir að Kajima hafi reynt að tryggja Sato gegn hugsanlegri gagnrýni með því að afla sér stuðnings Tanaka, for- sætisráðherra Japans og Ohira, þáverandi utanrikisráðherra. Var þetta gert vegna þess að Sato vildi ekki láta stinga upp á sér nema þessir tveir legðu blessun sína yfir það. Þá segir blaðið að Tsohikazu Kase, fyrrverandi sendiherra Japans hjá Sameinuðu þjóðunum, hafi síðan gengið í lið með Kajima og það sé fyrst og fremst fyrir áróður þessara tveggja manna, að Sato hafi fengið friðarverðlaun Nóbels. Fulltrúar í Nóbelsnefnd norska stórþingsins neituðu í dag að segja nokkuð um þessa frétt. Sögðu þeir engan hafa umboð til að tjá sig nema formanninn Ásu Lianasses, en fréttamönnum tókst ekki að ná tali af henni í morgun. Wilson flytur sjónvarpsræðu á morgun Heath lætur ekkert uppskátt um hvort hann dregur sig í hlé Krafizt krufningar á líki Tinu Niarchos Parfs, 12. okt. AP. Reuter CHRISTINA Onassis, dóttir Tinu Niarchos og fyrsta eigin- manns hennar, hefur krafizt þess að lfk móður hennar verði krufið til að kornast að þvf fyrir vfst, hver hafi verið dánarorsök hennar. Eins og frá hefur verið skýrt fannst Tina Niarchos látin á heimili sínufParfsfgær. Aristoteles Onassis, fyrsti eiginmaður hennar, sagðist vera harmi sleginn og undr- andi yfir andláti Tinu og sagði að þau hefðu hitzt nýlega og hún virzt vera við beztu heilsu. London 12. okt. Reuter Ntb. Ap. HAROLD Wilson forsætis- ráðherra Breta byrjar i dag að ræða við samráð- herra sína um efnahags- vanda landsins og næstu stjórn, og er búizt við að hann flytji sjónvarpsávarp til brezku þjóðarinnar á Rockefeller rausnarlegur í gjöfum sínum New York, 12. okt. AP. NELSON Rockefeller varafor- setaefni Bandarfkjanna hefur skýrt frá þvf að hann hafi gef- ið átján samstarfsmönnum sfnum samtals 1.778.878 doll- ara, meðan hann var rfkis- stjóri f New York. Hann sagðist einnig eiga útistand- andi lán að upphæð 155 þús- und dollara hjá þremur af þessum átján. Aður hafði Rockefeller skýrt frá gjöfum og lánum til 5 af þessum 18, þar á meðal var 50 þúsund dollara gjöf til Henry Kissing- ers, sem var starf smaður hans. Ekki hefur neitt komið fram f rannsókn á gjafmildi Rocke- fellers sem bendi til að þar séu maðkar í mysunni, enda þótt ýmsum þyki sem hann hafi verið stórtækur í gjöfum sínum. mánudag og skýri þá frá helztu áformum stjórnar sinnar. Gera menn ráð fyrir, að hann boði þar aukna þjóðnýtingu. Edward Heath formaður íhaldsflokksins hefur enn ekki látið neitt eftir sér hafa, sem gæti bent til þess að hann ætlaði að láta af formennsku flokksins. En fréttastofum ber saman um að hart muni verða lagt að honum á næstunni, og einn þingmanna flokksins, Nicholas Winterton þing- maður í Chesshire, hefur þegar kveðið upp úr með það að flokkurinn þurfi sárlega annan flokksfor- ingja, sem veki með fólki meiri tiltrú en Heath hefur gert. Heath hefur hins vegar lýst þvf yfir, að hann hafi allar stundir unnið f þágu þjóðar sinnar og flokks sfns og hann hafi hug á að halda því áfram. Stjórnmálafréttaritarar segja að sá íhaldsþingmaður, sem hefur nú mest fylgi sem eftirmaður Heaths, sé William Whitelaw sem fór með málefni Norður Irlands, þegar ástandið þar var hvað alvar- legast. Ljóst er nú að Verkamanna- flokkurinn er enn stærsti flokkur Skotlands þrátt fyrir fylgisaukn- ingu skozkra þjóðernissinna þa? þjóðernissinnar unnu fjögur þingsæti í Skotlandi, öll á kostnað Ihaldsflokksins. Af 71 þingsæti Skotlands f Neðri málstofunni skipa Verkamannaflokksþing- menn 41, Ihaldsmenn 16, þjóð- ernissinnar 11 og Frjálslyndir 3. I sjónvarpsræðu Wilsons á mánudaginn er þess vænzt að hann geri allýtarlega grein fyrir nauðsynlegum aðgerðum í efna- hagsmálum, en þar eru allir flokkar sammála um að róttækra aðgerða sé þörf. Auk aukinnar þjóðýtinar er sennilegt að skattar verði hækkaðir stórlega á því sem talið er umfram meðaltekjur, far- ið verði fram á ákveðna sjálfboða- vinnu launþega til að hafa hemil á verðbólgunni og fleiri ráðstaf- anir. Þá verður einnig á dagskrá aðild Breta að Efnahagsbandalag- inu, en mjög eru skiptar skoðanir um aðildina innan Verkamanna- flokksins. Enda þótt Wilson hafi naumari meirihluta en búizt hafði verið við, er talið fráleitt að aðrir flokk- ar muni ýta á að kosningar verði á næstunni. Allir kosningasjóðir eru tæmdir og ljóst er að brezkum almenningi er áfram um, að starf- hæf rfkisstjórn fái frið til að glfma við hinn mikla efnahags- vanda. George Papado- poulos saksóttur Aþenu, 12. okt. Reuter. LÖGFRÆÐINGASAMTÖK Aþenuborgar hafa höfðað mál á hendur 52 herforingjum — þar á meðal er Georges Papadopolos fyrrverandi forseti — fyrir þátt þeirra í valdaráni hersins árið 1967, þegar þingræði var af numið í Grikklandi. Meðal annarra þekktra manna er Pattakos, fyrr- verandi innanríkis ráðherra og Demetrios Ionnides, yfirmaður herlögreglunnar. Þessir 52 hafa allir verið látnir hætta störfum. Pertímenn takmarka ansjósuveiðarnar Lima, Peru 12. okt. Einkaskeyti til Morgunblaðs- insfrá AP. PER() hefur ákveðið að tak- marka vciðar ansjósu við fimm miiljón tonn á þessu ári til að reyna með þvf að koma f veg fyrir að ansjósuiðnaðurinn iendi f viðlfka erfiðleikum og gerðist fyrir nokkrum árum. Ofveiði og breytingar á hitastingi og seltu í sjónum varð til þess að ansjósan hvarf af miðum sínum f byrjun ársins 1972 og afleiðingarnar urðu þær að framleiðsla Perúmanna á fiskimjöli dróst gffurlega saman, en áður höfðu Perú- mennframleitt mest allra þjóða heims af mjöli. Geta má þess að árið áður hafði mjölframleiðsla Perú numið 12 milljónum tonna. Þá hófust ansjósuveiðar í marz og lauk í júlí. I ár var veiðitíminn frá því i marz og þar til í maí. Veiddust þá 2.350.000 tonn af ansjósu. Það sem eftir er til að fylla leyfi- legan fimm milljón tonna kvóta verður veitt frá miðjum þessum mánuði og fram i desember. I athugun er einnig að breyta veiðitfma ansjósu og er gert ráð fyrir að með þvf megi hvíla stofninn og koma í veg fyrir ofveiði. Ansjósustofnar eru mjög fljótir að rétta við og binda Perúmenn því vonir við að þær takmarkanir sem þeir hyggjast setja á veiðarnar verði til að efla stofninn mjög veru- lega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.