Morgunblaðið - 01.11.1974, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. NÖVEMBER 1974
Slökkviliðið var í gærmorgun kvatt að Þingholtsstræti 11. Þar var þð um Iftinn
eld að ræða og skemmdir ekki verulegar, en vegna þess hversu mikið er í götunni
af gömlum timburhúsum töldu slökkviliðsmenn öruggara að mæta þar fylktu
liði, eins og sjá má af þessari mynd. (Ljðsm. Mbl. ól. K. M.).
Aðalmálið byggða-
áætlun Vesturlands
Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga
1 Vesturlandskjördæmi hefst í dag
Aðalfundur Samtaka sveitarfé-
laga f Vesturlandskjördæmi er
haldinn í Munaðarnesi f dag og á
morgun. Fundurinn hefst kl. 2 f
dag með fundarsetningu og kosn-
ingu starfsmanna fundarins.
Ávörp við setninguna flytja
Gunnar Thoroddsen félagsmála-
ráðherra og Páll Lfndal, for-
maður Sambands ísl. sveitarfé-
laga.
Alexander Stefánsson, for-
maður samtakanna, flytur skýrslu
stjórnar og Guðjón Ingvi Stefáns-
son framkvæmdastjóri skýrir
reikninga og fjárhagsáætlun sam-
Sambandsstjórn
ASÍ kvödd
saman síðast
takanna. Aðalefni fundarins að
þessu sinni er byggðaáætlun fyrir
Vesturland.
Um það efni verða flutt fimm
framsöguerindi, þar af þrjú af
sérfræðingum áætlunardeiidar
Framkvæmdastofnunar ríkisins,
þeim Tómasi H. Sveinssyni, við-
skiptafræðingi sem ræðir al-
mennt um byggðaþróunaráætlun
Vesturlands og samgöngur þar;
Sigurði Gústafssyni hagfræðingi
sem ræðir um mannfjölda og
mannaflaþróun, atvinnusamsetn-
ingu og tekjumyndun á Vestur-
landi í samanburði við aðra lands-
hluta og landsheild; Magnúsi G.
Björnssyni, skipulagsarkitekt,
sem ræðir um húsnæðisáætlanir
og bygginga- og skipulagsmál sem
þætti í byggðaþróun; svo og mun
Njörður Tryggvason verkfræð-
ingur á Akranesi flytja hug-
leiðingar um orkumál á Vestur-
Framhald á bls. 24.
nóvember
Eigendur Hamraness °g
Haukaness töpuðu málunum
EIGENDUR útgerðarfélagsins
Vals sf. f Hafnarfirði hafa nú
nýverið tapað tveimur málum,
sem þeir höfðuðu fyrir Sjó- og
verzlunardómi út af tvenns konar
skipssköðum — á Hamranesi og
Haukanesi. Námu skaðabóta-
kröfur útgerðarfélagsins samtals
um 40 milljónum króna út af
þessum tveimur málum.
I öðru tilfellinu höfðuðu eig-
endur Hamraness mál gegn Al-
Gjöf til Oryrkja-
bandalagsins
NILS E. Nilsen símamaður, færði
nýlega hússjóði öryrkjabanda-
lags tslands fimmtíu þúsund
krónur að gjöf.
Fé þetta rennur til bygginga
bandalagsins að Hátúni 10.
Háhyrningarn-
ir misstu af
málsverðinum
FJÓRIR reknetabátar lönduðu
á Höfn f Hornafirði f gær.
Anna var með 24,5 tunnur,
Steinunn 62 tunnur, Jóhannes
Gunnar með 45 tunnur og
Akurey með 37 tunnur.
Reknetabátarnir byrjuðu
reknetaveiðarnar aftur I byrj-
un vikunnar, en hafa verið
blessunarlega lausir við hrell-
ingar af hálfu háhyrninga,
eins og í fyrra sinnið. Að vísu
komu þeir að skipunum f eitt
skiptið þegar þau voru að
Ijúka við að draga og töldu
skipverjar að hvalirnir hefðu
misst af góðum málsverði.
Þessi mynd var tekin á
háhyrningaslóðum á
dögunum en hins vegar
ber mönnum ekki saman
um hvort þarna fari há-
hyrningur, höfrungur
eða hnýsa, en flestir
hallast þó að hinu síðast
nefnda. En fallega
stekkur skepnan hvað
sem því líður.
mennum tryggingum til greiðslu
vátryggingar á togaranum, sem
sökk úti á rúmsjó og voru atvik
þess atburðar mjög umdeild. Eig-
endur kröfðust 17.300.000 kr. en
varakrafa þeirra nam um 15 millj-
ónum króna. Tryggingafélagið
neitaði hins vegar að greiða vá-
tryggingarupphæðina vegna þess
að það taldi vafasamt með hvaða
hætti togarinn sökk.
Magnús Thoroddsen borgar-
dómari kvað upp dóm i máli þessu
og sýknaði Almennar tryggingar
af öllum kröfum stefnenda. Eins
var tryggingafélagið sýknað af
kröfum tveggja veðhafa, Bæjarút-
gerðar Hafnarfjarðar og Vél-
smiðju Hafnarf jarðar, sem
gerðust meðgönguaðilar í málinu
á þeirri forsendu að skýrt væri
tekið fram í tryggingarskírtein-
inu að tryggingin væri fyrir út-
gerðarfélagið Val sf.
Geta má þess, að á sínum tíma
fór fram ítarleg rannsókn á þeim
atvikum er leiddu til þess að
Hamranes sökk og var málið sent
saksóknara til ákvörðunar, en
embættið sá ekki ástæðu til að
höfða mál gegn eigendum skips-
ins.
1 hinu málinu stefndu forráða-
menn Vals sf. Hafnarfjarðarhöfn
vegna atvik,a er leiddu til þess að
Haukanes slitnaði þarfrá bryggju
I óveðri og rak upp í f jöru. Krafa
forráðamanna sf. nam röskum 20
milljónum króna, en Hafnar-
fjarðarhöfn var sýknuð af skaða-
bótakröfum stefnenda. Hins
vegar liggur nú fyrir Sjó- og verzl-
unardómi mál sem forráðamenn
Vals sf. hafa höfðað gegn trygg-
ingafélaginu út af skemmdum á
Haukanesi í umræddu tilfelli.
MIÐSTJÓRN Alþýðusambands
Islands hefur samþykkt að boða
til fundar sambandsstjórnar ASl
föstudaginn 29. nóvember 1974.
Fundurinn mun verða haldinn að
Hótel Loftleiðum. Á dagskrá
fundarins verða m.a. eftirfarandi
mál: Kjaramálin, fræðslumál, ÁI-
þýðuorlof, fjármál sambandsins,
endurskoðun orlofslaga og fleira.
Aðildarsamtökum ASÍ hefur nú
verið sent boð um þennan fund
sem hefst eftir tæplega mánuð. 1
sambandsstjórn ASÍ eru nokkrir
tugir fulltrúa allra aðildarsam-
taka sambandsins auk mið-
stjórnar ASl og eru þessir fundir
haldnir reglulega á hverju ári á
milli ASÍ-þinga sem nú eru haldin
f jórða hvert ár.
íslenzk tunga
I FORYSTUGREIN Mbl. í gær,
sem fjallaði um íslenzka
tungu, þurfti endilega að koma
ein af þessum leiðinlegu prent-
villum, sem hækka blóðþrýst-
inginn í málvöndunarmönn-
um. Þar stendur: „Um þessi
orð prófessorsins farast Helga
Hálfdanarson orð í grein hans
i Mbl. í dag“ — en á auðvitað
að vera Hálfdanarsyni. Þá hef-
ur fallið niður smáorðið svo,
eins og sjá má af samhenginu.
Við böl af þessu tagi mega
blaðamenn búa og þykir víst
ekki umtalsvert, en á þetta er
samt bent vegna fyrirsagnar
forystugreinarinnar: Islenzk
tunga.
Giftusamleg björgun Port Vale af strandstað:
Norskur dráttarbátur mun
draga togarann til Englands
NORSKUR dráttarbátur var
væntanlegur til Seyðisfjarðar í
gærkvöldi og mun draga Port
Vale til Grimsby, en togarinn var
dreginn af strandstað við mynni
Lagarfljóts um miðnætti í fyrri-
nótt af skipum Landhelgisgæzl-
unnar — Ægi og Árvakri.
Morgunblaðið náði f gær tali af
Burreli, fulltrúa tryggingarfélags
brezka togarans, og kvaðst hann
vonast til þess að norski dráttar-
báturinn héldi af stað til Bret-
lands eftir einn dag eða svo. Hann
kvað skemmdir á skipinu lítt
kannaðar enn, en kvaðst helzt ótt-
ast að tjón hefði orðið á ratsjá
skipsins. Botn skipsins hefði enn
ekki verið kannaður af frosk-
mönnum. Burrell kvaðst hafa ver-
ið á strandstað þegar skipið náðist
á flot, „þetta var töluvert ferðalag
og merkileg lífsreynsla að verða
vitni að björgun togarans.“
Þá náði Morgunblaðið tali af
Guðmundi Kjærnested, skipherra
á Ægi, sem stjórnaði björgunarað-
gerðum ásamt Höskuldi Skarp-
héðinssyni, skipherra á Árvakri.
Guðmundur kvað björgunina ekki
hafa verið mjög örðuga viðfangs.
Að vísu hefði verið töluvert brim
og mennirnir sem fóru á milli
togarans og varðskipanna hefðu
blotnað töluvert, því að ekki var
landgengt út í togarann. Hins veg-
ar notuðu varðskipin flotstreng
til að toga í togarann, sem gaf
góða raun og auk þess var þyrla
til taks um borð i Ægi ef á þyrfti
að halda.
Að sögn Guðmundar skipherra
komu varðskipin á vettvang um
kl. 10 á miðvikudagsmorgun og
var þá fljótlega byrjað að toga í
Port Vale. Hins vegar slitnaði
taugin þegar skipinu hafði verið
Framhald á bls. 24.
Sjóslysanefnd
til Hvammstanga
MAÐURINN sem fórst á rækju-
bát frá Hvammstanga hét Harald-
ur Magnússon og var 61 árs að
aldri. Hann átti lögheimili f Vest-
mannaeyjum en var búsettur á
Hvammstanga hjá venslafólki
sfnu frá þvf eftir gos. Hann var
einhleypur og barnlaus.
Rannsóknarnefnd sjóslysa og
starfsmaður Siglingamálastofn-
unarinnar fóru f gær til Hvamms-
tanga til að kanna tildrög slyssins
og hugðust um leið kanna allar
aðstæður um borð f rækjubátum
sem gera út frá Hvammstanga og
Blönduósi.