Morgunblaðið - 01.11.1974, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1974
3
Ragnhildur Helgadóttir var í gær kjörinn forseti Neðri deildar Alþingis og var þessi
mynd tekin er hún tók við störfum forseta. Til vinstri situr Pálmi Jónsson og til
hægri Þórarinn Sigurjónsson.
Skattvísitalan
hækkar um 45 %
í fjárlagafrumvarpinu,
sem lagt var fram á Al-
þingi í gær, kemur fram, að
gert er ráð fyrir, að skatt-
vísitalan hækki um 45%
eða í samræmi við hækkun
meðaltekna til skatts. Auk
þess eru áætlaðar tekjur
ríkissjóðs af tekjuskatti
einstaklinga lækkaðar um
500 milljónir króna.
Með lækkun tekjuskatts-
ins er greitt fyrir samræm-
ingu algengustu bóta al-
mannatrygginga og tekju-
skattsins eins og segir i at-
hugasemdum með frum-
varpinu. Bein skattbyrði,
reiknuð sem álagðir beinir
skattar í hlutfalli við tekj-
ur fyrra árs lækka því úr
16,6% í 16,3%.
„Þetta er þitt líf” — ljóðabók
eftir Sigurð A. Magnússon
SIGURÐUR A. Magnússon rithöf-
undur hefur sent frá sér ljöða-
bókina „Þetta er þitt lff“. Þetta er
þriðja ljóðabók Sigurðar, en fyrri
bækurnar eru „Krotað í sand“,
sem kom út 1958 og „Hafið og
kletturinn", sem út kom 1961.
Bókaútgáfan Iðunn gefur út bók-
ina og er hún prentuð f Hafnar-
prenti.
Ljóðabók Sigurðar skiptist í
þrjá kafla. Hinn fyrsti fjallar um
ljóðlistina og eru í honum þrjú
ljóð. Miðkaflinn ber. nafnið
„mikrokosmos" og fjallar að sögn
höfundar um persónuheim hans.
I miðkaflanum eru 16 ljóð. Siðasti
kaflinn ber nafnið „Makro-
kosmos" og er að sögn Sigurðar
uppgjör við ýmsa atburði sam-
tímans. 1 kaflanum eru 16 ljóð og
má þar nefna Ijóð í minningu Jan
Palach, ljóð um Allende, Soltsé-
nitsín, Nixon, Varið land, blaða-
Sigurður A. Magnússon.
mennsku og sitthvað fleira.
í viðtali við Morgunblaðið í gær
sagði Sigurður A. Magnússon, að
ástæðan fyrir því að svo langt leið
milli annarrar og þriðju ljóðabók-
arinnar væri sá að hann hefði
verið upptekinn við blaða-
mennsku síðustu 7 ár eða frá þvi
er hann tók við ritstjórn Samvinn-
unnar. „Nú hefur svolítið hægzt
um og eru flest ljóðin samin á
síðasta ári, þótt einnig séu i bók-
Vegna greinar hr. Ævars
Kvaran, leikara, i Morgunblaðinu
í gær er rétt að taka fram eftirfar-
andi:
1. Rithöfundaráð hefur aldrei
haft til meðferðar mál, sem varð-
ar skerðingu á prentfrelsi og æru-
meiðingar.
2. Rithöfundaráð hefur aldrei
gerst dómari í neinu máli, og þess
er ekki að vænta að það gerist
það.
3. Rithöfundaráði bar að kjósa
sér stjórn samkvæmt samþykktum
Rithöfundaþings, en í áiyktun
þingsins um Rithöfundaráð var
sérstaklega tekið fram, að ráðið
skipti sjálft með sér verkum, og
því of seint að halda þvi fram að
svo hafi ekki átt að gera.
4. Varðandi það atriði, hvað
Félagi íslenskra rithöfunda eða
Rithöfundaráði komi við hvernig
„við frændur" gæta heiðurs Einar
H. Kvaran, er því til að svara,
hvað Rithöfundaráð snertir, aó
málskot Félags íslenskra rithöf-
inni ljóð, sem alllangt er síðan að
samin voru.“
Að lokum skal hér birt ljóð úr
bókinni, ljóð, sem ber heitið „Jan
Palach":
Eldstólpi
sem lýsir lýðnum
gegnum svartnættið
yfir eyðimörkina
og ófæru Rauðahafs
inní fyrirheitið land-
unda hefur alls ekki verið til um-
ræðu i ráðinu. Hins vegar hlýtur
ráðið að fjalla um þau erindi sem
því berast þegar því henta þykir.
Það þýðir ekki sama og ráðið hafi
beðið um erindi af þessu tæi.
5. Sú fullyrðing greinarhöfund-
ar, að Rithöfundaráð hafi gripið
þetta mál til að hafa eitthvað fyrir
stafni fær því ekki staðist. Mál
þetta hefur borist ráðinu en ekki
verið tekið til umræðu. Rithöf-
undaráð hefur alveg nóg fyrir
stafni innan Rithöfundasam-
bands Islands við að gæta réttar
og hagsmuna íslenskra rithöf-
unda í heild. Vonandi njóta
frændur Einars H. Kvaran ein-
hvers góðs af því starfi á meðan
höfundarréttur gildir. Hitt er fá-
sinna að ætla Rithöfundaráði þau
verk, sem það hefur ekki nálægt
komið, og öll hótfyndni þar um
fellur um sjálfa sig.
Indriði G. Þorsteinsson
Einar Bragi
Matthías Johannessen
ANDMÆLI
Fann þjófinn sjálfur
I BYRJUN vikunnar kom 14
ára piltur til rannsóknarlög-
reglunnar og tilkynnti, að
stolið hefði verið skellinöðru
sem hann átti. Þetta var nýtt
hjól, Honda árgerð 1974. Þar eð
pilturinn var enn undir lög-
aldri, var hjólið geymt undir
segldúk heima hjá honum.
Pilturirin kom til rannsóknar-
lögreglunnar að morgni, og
eftir hádegi sama dag fannst
hjólið í Armúla. Hafði
mótornum verið stólið úr því.
Pilturinn þekkti vel til í þessu
Ríkissjóður
varð af 8-900
hverfi, og stakk lögreglan upp á
þvi, að hann svipaðist sjálfur
um I hverfinu. Leið ekki á
löngu uns piltur hafði fundið
grunsamlegan náunga. Var sá
að bauka við að skipta um
mótor I skellinöðru í ösku-
tunnuporti við Siðumúla. Var
hann tekinn tali og viður-
kenndi fljótlega að hafa stolið
mótornum úr skellinöðrunni.
Pilturinn, sem er 18 ára gamall,
setti mótorinn á sinn stað. Var
þetta daginn eftir að hvarf
skellinöðrunnar uppgötvaðist.
Voru rannsóknarlögreglumenn
mjög hrifnir af frammistöðu
skellinöðrueigandans og sögðu
að hann væri sérlega efnilegur
leynilögreglumaður.
þúsund krónum J6n ræðir um
í tolltekjum Magnús prúða
I SUMAR uppgötvaðist, að búið
var að afhenda 5 hjólhýsi úr
geymslu Eimskipafélags Is-
lands f Reykjavfk, án þess að
tollur hefði verið af þeim
greiddur, en slfkt er að sjálf-
sögðu óheimilt. Höfðu ein-
hverjir starfsmenn geymslunn-
ar gerst brotlegir. Varð rfkis-
sjóður af 800—900 þúsund
króna tolltekjum af þessum
sökum, og hefur hann nú farið
fram á það við farmflytjand-
ann, Eimskip, að félagið greiði
þessa upphæð, enda skýrt laga-
ákvæði að sögn Björns
Hermannssonar tollstjóra.
Hjólhýsi þessi voru flutt inn í
marz 1973. Þegar þau höfðu
staðið óhreyfð í geymslum Eim-
skips i rúmt ár, var ákveðið að
setja þau á uppboð svo hægt
væri að fá upp í tolla og annan
kostnað. Gripu starfsmenn toll-
stjóraembættisins þá í tómt.
Hafði innflytjandinn fengið
hjólhýsin afgreidd hjá ein-
hverjum starfsmönnum
geymslunnar. Hefur mál þetta
verið í rannsókn hjá Sakadómi
Reykjavíkur.
Sjálfvirk sím-
stöð 1 Borgar-
firði eystra
1 GÆR var opnuð ný sjálfvirk
sfmstöð á Borgarfirði eystra. 1
þessari nýju stöð eru 60 númer.
Þar með eru Borgfirðingar
komnir f samband við sjálf-
virka sfmakerfið f landinu, og
er það að sjálfsögðu mikil bót
frá þvf sent áður var.
PRÓFESSOR Jón Helgason
flytur fyrirlestur i boði heim-
spekideildar Háskóla Islands,
kl. 5.15 i hátíðasal Háskólans.
Fyrirlesturinn nefnist: Hitt og
annað um Magnús prúða. Öll-
um er himill aðgangur.
Ekið á bíl
NfJ í vikunni var ekið á bifreið-
ina Y-4788 og vinstra fram-
bretti dældað. Sá sem skemmd-
unum olli stakk af. Þetta mun
hafa gerzt á bilinu frá klukkan
19 þriðjudaginn 29. október til
kl. 8 morguninn eftir við Litlu
Grund, eða á Smiðjustfg á mið
vikudaginn. Bifreiðin er mosa-
græn Moskwitch. Þeir sem geta
gefið einhverjar upplýsingar,
eru beðnir að hafa samband við
rannsóknarlögregluna.
Brennuvarg-
arnir ófundnir
EKKI hefur tekizt að hafa
hendur í hári brennuvarganna,
sem voru á ferð í Smáíbúða-
hverfinu um siðustu helgi og
lögðu þar eld að fjórum bílum.
Lögreglan hefur lagt mikla
vinnu i málið, og rannsókn þess
verður haldið áfram af fullum
krafti.
Kona fyrir bíl
SL. miðvikudag varð sjötug
kona fyrir bfl á mótum Vita-
stfgs og Njálsgötu. Hún var
strax flutt á slysadeildina, og
reyndist hún vera handleggs-
brotin, auk þess sem hún hlaut
smærri áverka.
Nýjungar í skólamálum
ræddar á helgarráðstefnu
FRÆÐSLUMÁL og nýsköpun f
skólamálum eru mjög á oddin-
um um þeggar mundir og ut-
an grunnskólalaganna nýju,
margir aðrir nýir þættir f deigl-
unni og um það bil að færast
inn f skólakerfið. Svo er m.a.
um þá þrjá þætti, sem sjálf-
stæðiskonur taka til meðferðar
á helgarráðstefnu sinni um
helgina, þ.e. endurmenntun og
fullorðinnafræðsla, skipan sér-
kennsluþjónustu og fjöl-
brautarskólinn og atvinnulffið.
Til þessarar ráðstefnu efna
Landsamband sjálfstæðis-
kvenna og Hvöt f Reykjavfk, og
er allt sjálfstæðisfólk vel-
komið.
Ráðstefnan hefst á laugar-
dagsmorgun á Hótel Sögu (inn-
gangur hótelmegin) og bjóða
félögin upp á sameiginlegt
morgunkaffi kl. 9. Kl. 10 setur
Geir Hallgrímsson, forsætisráð-
herra, ráðstefnuna með ávarpi
Þá verða fyrir hádegi flutt
framsöguerindi. Elín Pálma-
dóttir, borgarfulltrúi, talar um
endurmenntun og fullorðinna-
fræðslu, Þorsteinn Sigurðsson
sérkennslufulltrúi, um skipan
sérkennsluþjónustu og Krist-
ján J. Gunnarsson, fræðslu-
stjóri, um fjölbrautarskólann
og atvinnulifið.
Eftir matarhlé, kl. 2, taka um
ræðuhópar til starfa, en hægt
er að fá mat á staðnum. Á
sunnudag hefst ráðstefnan
aftur kl. 2 e.h. í Átthagasal
Sögu og skila þá umræðuhópar
áliti og verða almennar um-
ræður um viðfangsefni ráð-
stefnunnar, sem slitið verður
kl. 17.00.