Morgunblaðið - 01.11.1974, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. NÖVEMBER 1974
5
Nefndin sem undirbjó og skipulagði sölu „lykilsins“. Frá vinstri: Jón
Ólafsson kjörforseti Kiwanisklúbbsins Heklu, Axel H. Bender varafor-
seti Heklu, Eyjólfur Sigurðsson umdæmisstjóri og Asgeir B. Guðlaugs-
son kjördæmisstjóri.
Söfnuðu 4 milljónum
kr. fyrir geðsjúka
Aðalfundur Varðar:
Ragnar Júlíusson
endurkjörinn formaður
Þrátt fyrir óhagstætt veður s.l.
laugardag, er Kiwanismenn og
aðstoðarfólk þeirra seldu „lykil-
inn“ til styrktar geðsjúkum, varð
árangur mjög góður. Endanlegar
tölur um fjölda seldra lykla
liggja ekki fyrir ennþá, en ljóst er
að um 40 þúsund „lyklar“ hafa
selzt.
Fast að 1200 manns, Kiwanis-
félagar, eiginkonur þeirra og
fjöldi sjálfboðaliða vann að söl-
unni um landið.
Kiwanishreyfinigin vill hér
með þakka landsmönnum við-
tökurnar, jafnframt því sem
Andrésar
andar hátíð í
Háskólabíói
ÞAÐ HEFUR verið árlegur siður
hjá Lionsklúbbnum Þór að efna
til barnahátíðar í Háskólabfói, en
fyrstu hátíðirnar í ár verða laug-
ardaginn 2. nóvember og sunnu-
daginn 3. nóvember n.k.
Margt er gert börnunum til
skemmtunar á þessum hátíðum,
en að þessu sinni er sú nýlunda
tekin upp að veita stóran vinn-
ingferð fyrir fjóra til Mallorka,
sem nefnt hefur verið fjölskyldu-
boð. Aðgöngumiðar eru númer-
aðir, eins og oft áður, og dregið
verður úr númerum í lok síð
ustu hátiðarinnar og vinningur
tilkynntur síðan í fjölmiðlum.
Hefur ekki áður verið svona stór
vinningur í boði á barnahátíðum.
Ágóðinn af þessum hátíðum
rennur eins og fyrr til barna-
heimilisins að Tjaldanesi, en
Lionsklúbburinn Þór hefur aflað
fjár til reksturs og uppbyggingar
á barnaheimilinu frá upphafi.
Kynnir á barnahátið Þórs verð-
ur Guðrún Ásmundsdóttir, leik-
kona. Dagskrá í stórum dráttum
verður á þá leið, að fyrst leikur
popphljómsveitin Dögg, en siðan
verða afhentar afmælisgjafir,
eins og oft áður. Stór liður í dag-
skránni er teiknimyndasýning,
þar sem fram koma margar fræg-
ar persónur úr heimi skop-
myndanna, svo sem eins og
Andrés önd og félagar. 1 lok
hátiðarinnar leikur skólahljóm-
sveit Kópavogs undir stjórn
Björns Guðjónssonar, en hljóm-
sveitin hefur um árabil komið
fram á þessum hátíðum.
Um leið og hverri skemmtun
lýkur fá öll börnin afhenta gjafa-
pakka frá Andrési önd og
félögum.
Forsala aðgöngumiða verður i
Háskólabiói frá kl. 4 e.h. á föstu-
dag,frá kl. kl. 1 e.h. á laugardag
og frá kl. 11 f.h. á sunnudag.
Skemmtanirnar verða kl. 3 e.h. á
laugardag og kl. 1.15 e.h. á
sunnudag.
(Frá Lionsklúbbnum Þór).
minnt er á, að þeir, sem ekki
náðist til, en vildu láta eitthvað af
hendi rakna, geta greitt framlög
sín inn á gíróreikning 32331.
Allir bankar, sparisjóðir og
pósthús taka á móti greiðslum.
AÐALFUNDUR Varðar, sem er
heildarsamtök 11 hverfafélaga
sjálfstæðisfólks f Reykjavík, var
haldinn i fyrrakvöld f Átthagasal
Hótel Sögu. Ragnar Júlfusson,
formaður félagsins, setti fundinn.
Kvaddi hann til fundarstjóra
Svein Björnsson og fundarritara
Öskar Friðriksson.
Formaður gerói síðan grein
fyrir starfsemi Varðar á sl. starfs-
ári, sem var margþætt og þrótt-
mikil, enda tvennar kosningar á
starfsárinu. Hilmar Guðlaugsson
gerði grein fyrir utanferðum á
vegum samtakanna, en 12 ferðir
voru farnar til Danmerkur og 2 til
Spánar, og var þátttaka mikil og
almenn ánægja með þennan þátt
starfseminnar. Þóroddur Th.
Sigurðsson, gjaldkeri samtak-
anna, gerði grein fyrir reikn-
ingum og fjárhag þeirra.
Að loknum skýrslum stjórnar
var gengið til stjórnarkjörs. For-
maður samtakanna var endur-
kjörinn samhljóða Ragnar Július-
son, skólastjóri. önnur í stjórn
eru: Björgólfur Guðmundsson,
Hilmar Guðlaugsson, Guðmundur
Óskarsson, Helga Gröndal, Brynj-
ólfur Bjarnason og Óttar Októs-
son. — Varastjórn skipa: Kristín
Sjöfn Helgadóttir, Gunnlaugur
Claessen og Konráð Adólfsson.
Auk framanritaðra skipa hverfa-
samtökin 11 sinn fulltrúa hvert í
stjórn Varðar og eru þau um
þessar mundir flest að halda sína
aðalfundi. Endurskoðendur voru
kjörnir Ottó J. Ólafsson og
Hannés Þ. Sigurðsson.
Að loknum venjulegum aðal-
fundarstörfum flutti Matthias
Bjarnason, heilbrigðis- og sjávar-
útvegsráðherra, fróðlega yfirlits-
ræðu um málefni þau, er undir
ráðuneyti hans heyra, og er hún
birt i heild hér í blaðinu. Miklar
og fjörugar umræður urðu um
erindi ráðherra. Til máls tóku:
Pétur Guðjónsson, Þór Vilhjálms-
son, Magnús Sigurjónsson, Loftur
Ragnar Júlfusson, skólastjóri,
formaður Varðar.
Júlíusson, Guðjón Hansson og
Guðmundur Guðmundsson. Því
miður leyfir rúm blaðsins ekki að
efnisþráður umræðnanna sé
rakinn, en þær voru hinar fróð-
legustu, ekki sízt ummæli Péturs
Guðjónssonar og Þórs Vilhjálms-
sonar.
Fundurinn var f jölsóttur.
n
mmm
m
sendingar af nýjum stórglæsilegum vörum.
Nýju herrafatasniöin „GATSBY".
„GATSBY PEAK" og „SUPPER LINE" í nýjum efnum.
Nýju buxnasniöin „EASY FIT" og „HIGH RISE"
í 10 litum í terylene og ull og 6 litum í riffluöu flaueli.
Jafnframt
'L 1 □ FÍNFLAUELSJAKKAR [ ] STÓRAR KVENJAKKA
PEYSUR □ RÚLLUKRAGAPEYSUR HERRA
Æt V <| SKYRTUR H HERRAPEYSUR [1 KJOLAR □ DOMU
PEYSUR & BLÚSSUR '~J SKÓSENDING ] SNYRTI-
| VÖRUSENDING O.M.FL.
1
^ : .
ðirililifc' i
OPIÐ A MORGUN,
LAUGARDAG,
TIL KL. 12.
|HöT0wn:bIaíiíí>
ITIhRGFnLDRR
mÖCULEIKR VflRR