Morgunblaðið - 01.11.1974, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. NÖVEMBER 1974
Ásgeir Bjarnason for-
seti sameinaðs
Ragnhildur Helgadóttir og Þorvaldur
Garðar Kristjánsson þingdeildaforsetar
Asgeir Bjarnason, forseti Sameinaðs Alþingis og Geir Hallgrfmsson
forsætisráðherra. Myndin var tekin f Alþingishúsinu f gær.
— Fjárlagafrumvarpið
FORSETAKJÖR fór fram f sam-
einuðu þingi f gær og báðum
þingdeildum. Asgeir Bjarnason
(F) var kjörinn forseti sameinaðs
þings með 43 atkvæðum. 13 at-
kvæðaseðlar voru auðir.
Fyrri varaforseti sameinaðs
þings var kjörinn Gils Guðmunds-
son (Abl) með 43 atkvæðum. 12
seðlar voru auðir.
Annar varaforseti var kjörinn
Friðjón Þórarinsson (S) með 42
atkvæðum. 13 seðlar voru auðir.
Skrifarar í sameinuðu þingi
voru kjörnir Jón Helgason (F) og
Lárus Jónsson (S).
I neðri deild var Ragnhildur
Helgadóttir (S) kjörin forseti
með 28 atkvæðum. 8 seðlar voru
auðir.
Fyrri varaforseti deildarinnar
var kjörinn Magnús Torfi Olafs-
son (SFV) með 30 atkvæðum. Sex
seðlar voru auðir.
Annar varaforseti var kjörinn
Ingvar Gíslason (F) með 26 at-
kvæðum. 10 seðlar voru auðir.
Skriíarar voru kjörnir Guð-
þmgs
mundur Garðarsson (S) og Páll
Pétursson (F).
I efri deild var Þorvaldur Garð-
ar Kristjánsson (S) kjörinn for-
seti deildarinnar með 14 at-
kvæðum. 4 seðlar voru auðir.
Fyrri varaforseti var kjörinn
Eggert G. Þorsteinsson (A) með
18 atkvæðum. 1 seðill var auður.
Annar varaforseti var kjörinn
Steingrímur Hermannsson (F)
með 13 atkvæðum. Sex seðlar
voru auðir.
Skrifarar deildarinnar voru
kjörnir Steinþór Gestsson (S) og
Ingvi Tryggvason (F).
Þorvaldur Garðar Kristjánsson,
forseti efri deildar Alþingis.
Framhald af bls. 40
komið er i veg fyrir frekari út-
þenslu ríkisbúskaparins og dregið
er úr ríkisframkvæmdum. Þetta
er skref til að freista þess að hafa
hemil á verðbólgunni, draga úr
greiðsluhallanum við útlönd og
tryggja sem bezt lífskjör almenn-
ings. Verðlagsþróunin ásamt ýms-
um aðgerðum á sviði ríkisfjár-
mála fyrr á þessu ári hafa leitt til
bess. að ríkisútgjöld munu fara
mjög fram úr áætlun fjárlaga
1974, eins og vikið er að nánar
síðar í þessum athugasemdum. Sé
heilsársáhrifum sérstakra að-
gerða bætt við líklega útkomu árs-
ins 1974, má gera ráð fyrir, að
útgjöld yrðu i heild 29,1% þjóðar-
framleiðslunnar. Fjárlagafrum-
varpið gerir ráð fyrir 44,8 millj-
örðum króna útgjöldum, en það
er 28,7% áætlaðrar þjóðarfram-
leiðslu 1975. Þessi niðurstaða er í
samræmi við það, að heildarvöxt-
ur rlkisútgjalda frá fjárlögum
1974 er innan við hækkun meðal-
verðlags á sama tímabili.
Magnsamdráttur verk-
legra framkvæmda
Eins og fram kemur á sérstöku
yfirliti, er fylgir þessu frumvarpi,
hækka verklegar framkvæmdir
rikisins um 1.930,6 m.kr. frá fjár-
lögum 1974, eða 33,8%. Þar sem
almenn verðlagshækkun hefur á
sama tímabili verið 50—55%, er
hér I raun um 10—15% magn-
minnkun að ræða. Þrátt fyrir
þessa lækkun hefur þess verið
gætt, að hún komi sem minnst
niður á framkvæmdum, sem
telja verður mjög brýnar
frá þjóðhagslegu sjónarmiði. Eins
og kunnugt er, hefur rfkt
mikið þensluástand í fram-
kvæmdum í landinu, sem m.a.
hefur bitnað á útflutningsat-
vinnuvegum þjóðarinnar, og er
hér gerð tilraun til að hamla gegn
því ástandi. Sú magnminnkun
ríkisframkvæmda, sem hér um
ræðir, ætti þó engan veginn að
valda slíkum samdrætti, að leiði
til ónógrar atvinnu, enda er það
eitt af meginmarkmiðunum að
tryggja næga atvinnu.
Fjárhagsaðstaða ríkissjóðs
styrkt
Þessi aðhaldssemi í ríkisfram-
kvæmdum skapar svigrúm til
þess að styrkja fjárhagsstöðu
ríkissjóðs á árinu 1975, en það er
eitt brýnasta verkefnið I fjármál-
um ríkisins. Yfirdráttarskuld
ríkissjóðs I Seðlabankanum verð-
ur að likindum um einn milljarð-
ur króna við næstu áramót, og er i
frumvarpinu gert ráð fyrir, að 250
m.kr. þeirrar skuldar veröi
greiddar á árinu 1975. Hér er
þó vart nóg að gert, og verð-
ur þess freistað við meðferð
frumvarpsins á þingi að hækka
þessa endurgreiðslu verulega. Þá
koma til endurgreiðslu fyrstu
spariskírteinin, sem útgefin voru
1964, og er gert ráð fyrir 500 m.kr.
endurgreiðslu úr ríkissjóði, en
215 m.kr. með endurútgáfu skír-
teina. Á sama hátt væri æskileg-
ast að öll endurgreiðslan kæmi úr
ríkissjóði. Þessar aðgerðir til að
létta á skuldabyrði ríkissjóðs
munu jafnframt hafa umtalsverð
áhrif til að stuðla að efnahagslegu
jafnvægi í víðari skilningi, en
bæði verðlagsþróunin og við-
skiptastaðan gagnvart útlöndum
krefjast þess, að meiri efnahags-
jöfnuði en ríkt hefur verði náð á
árinu 1975.“
Fjögur mál voru lögð
fram í sameinuðu þingi
FJÖGUR mál voru lögð fram á fundi sameinaðs þings í gær:
Fjárlög fyrir árið 1975, sem sérstök frétt er um í blaðinu I dag og
gerð verður nánari grein fyrir næstu daga; Tillaga til þingsálykt-
unar frá Helga F. Seljan og Karvel Pálmasyni um þyrlukaup
vegna landhelgisgæzlu og slysavarna; Stjórnarfrumvarp um
breytingu á lögum um iánasjóð sveitarfélaga og stjórnarfrum-
varp til laga um ráðstafanir I sjávarútvegi og ráðstöfun gengis-
hagnaðar. Nánari grein verður gerð fyrir stjórnarfrumvörpunum
f blaðinu á morgun.
€ ‘**é***404.
Troðfull búð af nýjum vörum!
Pils (hnésídd, midi og maxi) — Toppar — Mussur
— Blússur — Peysur — Flauelsbuxur —
Gaberdinebuxur — og ótal m.fl.
Phúsið
GRETTISGÖTU 46 - SÍMI: 2 55 80