Morgunblaðið - 01.11.1974, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. NÖVEMBER 1974
17
Norðmenn
hafna olíu-
samvinnunni
Oslo, 31. okt. AP
STJÓRN Noregs, sem brátt verð-
ur fyrsti oliuútflytjandi f Evrópu,
hefur tilkynnt, að Noregur muni
ekki styðja fyrirætlanir „tólf-
rfkja“ hópsins svonefnda, þ.e.
Bandarfkjanna, Kanada, Japans
og nokkurra Vestur-Evrópurfkja,
um olfusamvinnu á kreppu-
tfmum, en þar er ráð fyrir þvf
gert, að dragi sem nemur meira
en 7% úr olíubirgðum einhvers
rfkis komi hin rfkin til hiálpar.
Hefur norski utanríkisráðherr-
ann, Knut Frydenlund, skrifað
formanni fulltrúanefndar „tólf-
rfkja“ hópsins, Etiennes
Davignons, utanríkisráðherra
Belgíu, bréf þar að lútandi, sem
birt var opinberlega í dag. Þar
segir hinsvegar, að Norðmenn
muni reiðubúnir til að taka á sig
takmarkaðar skuldbindingar
innan ramma hinnar fyrirhuguðu
alþjóðlegu orkustofnunar á ein-
hverjum grundvelli öórum en
fullri aðild.
%der Stimrnen
'DP
30,2
Fjórðungur á
vegum CIA?
FDP
CDU
SPD
TAFLAN sýnir úrslit fylkiskosninganna f Vestur-Þýzkalandi. Eins
og sjá má hefur fylgi Kristilega sósfalasambandsins (CSU) f
Bæjaralandi aukizt úr 48,1% árið 1966 f 62,1% f kosningunum nú,
en fylgi sósfaldemókrata (SPD) hefur minnkað úr 35,8% f 30,2%. I
Hessen hefur fylgi kristilegra demókrata (CDU) aukizt úr 26,4% f
47,3% á þessum tfma en fylgi SPD minnkað úr 51% f 43,2%. Taflan
sýnir einnig skiptingu þingsæta milli flokkanna.
Þrefalt neitunarvald
• •
í Oryggisráði S.Þ.
Sameinuðu þjóðunum,
New York, 31. okt. REUTER
1 KVÖLD var Ijóst, að Öryggisráð
Sameinuðu þjóðanna kynni að
verða kallað saman til fundar
mjög fljótlega til þess að fjalla
áfram um stöðu Suður-Afrfku
innan Sameinuðu þjóðanna, en
Vesturveldin þrjú Bandarfkin,
Bretland og Frakkland, beittu f
gærkveldi neitunarvaldi sfnu f
Herða ritskoð-
un — lofa frelsi
Madrid, 31. október
AP—Reuter
CARLOS Arias Navarro, forsætis-
ráðherra Spánar gaf í dag enn von
um að hinni tiltölulega frjáls-
lyndu stefnu sinni yrði ekki
breytt, þrátt fyrir það að rfkis-
stjórnin hæfi fhlutun f starfsemi
dagblaða f kjölfar brottvikningar
upplýsingamálaráðherrans og
f jármálaráðherrans f g*r.
Fransisco Franco, þjóðarleiðtogi
Spánar, tók embættiseiða af nýju
ráðherrunum f dag. Hafði fjár-
máiaráðherrann sagt af sér f mót-
mælaskyni við brottrekstur upp-
lýsingamálaráðherrans, sem lát-
inn var vfkja fyrir þrýstingi frá
öfgasinnuðum hægri mönnum.
Eftir embættistökuna f dag sagði
Arias að stefnan væri óbreytt, —
m.a. um tilslakanir varðandi
bann á starfsemi stjórnmála-
flokka.
Upplýsingamálaráðherrann
sem látinn var vikja átti aó hafa
látið fjölmiðlum í té of miklar
upplýsingar og gefið þeim of mik-
ið frelsi. Og í dag urðu ritstjórar
blaða strax að byrja ritskoðun
samkvæmt nýjum reglum stjórn-
arinnar. Samkvæmt góðum heim-
ildum eru þessar reglur miðaðar
við skrif blaða um starfsemi ólög-
legra stjórnmálaflokka. Yfirlýs-
ing Arias sýnist því stangast á við
þessar reglur.
Helzti þyrnir f augum stjórn-
valda eru taldar frásagnir blaða
af þingi spánskra sósialista í París
og fundum fulltrúa sovézkra og
spánskra kommúnistaflokka I
Moskvu.
Enn bárust fregnir af verk-
föllum frá Spáni í dag. Um 3000
verkamenn í stærstu bílaverk-
smiðju Spánar lögðu niður vinnu
í dag vegna launadeilna. Sömu-
leiðis voru verkföll í flugvéla-
verksmiðjum ríkisins í Madrid,
Framhald á bls. 24.
ráðinu til þess að koma f veg fyrir
að Suður-Afrfku yrði vikið úr
samtökunum. Hefur það aldrei
fyrr gerzt f sögu Sameinuðu þjóð-
anna, að þessi ríki beiti öll neit-
unarvaldi í einu.
Um miðnætti i nótt tekur sendi-
herra Bandaríkjanna hjá S.Þ.
John A. Scali, við forsæti í Örygg-
isráðinu og er þess að vænta að
Afríkurikin taki um það ákvörð-
un alveg á næstunni, hvort barátt-
unni gegn aðild S-Afríku skuli
haldið áfram innan ráðsins, undir
forsæti Scalis, eða hvort hún skuli
bundin við Allsherjarþingið, þar
sem ekki er hægt að beita neit-
unarvaldi og þar sem þegar hefur
verið komið í veg fyrir, að fulltrúi
S-Afríku geti starfað. Var umboð
hans til þingsetu fellt í atkvæða-
greiðslu á þinginu, og getur hann
því hvorki tekið til máls né tekið
þátt í atkvæðagreiðslum á yfir-
standandi þingi — sem búizt er
við að ljúki 17. desember nk.
Haft er fyrir satt, að menn hafi
látið að því liggja í sölum S.Þ. f
dag, að fulltrúar S-Afríku verði
bornir með valdi út úr húsakynn-
um Sameinuðu þjóðanna.
Sendiherra Bretlands, Ivor
Richard, hefur haldið áfram við-
ræðum við ýmsa fulltrúa Afriku-
rfkjanna í dag. Hann gerði tilraun
til þess, ásamt sendiherra Frakk-
lands, Louis de Guiringaud, að
leggja fram ályktunartillögu, þar
sem hvatt var til samningavið-
ræðna við Suður-Afriku með það
fyrir augum að fá stjórn landsins
til að gera róttækar breytingar á
stefnu sinni í kynþáttamálum og
jafnframt að láta af afstöðu sinni
til Namibiu (Suðvestur-Afríku)
og Rhodesiu.
Haft er eftir einum af sendi-
mönnum Vesturveldanna, að öll-
um sé fullljóst, að mál þetta sé
ekki útkljáð. Spurningin sé nú,
hvernig þvinga megi S-Afríku til
stefnubreytingar. Sendiherra S-
Afríku hjá samtökunum, Roelof
F. Botha, sem einn hélt uppi
vörnum fyrir stjórn sina í örygg-
isráðinu þá átta daga, sem umræð-
urnar um málið stóðu þar yfir, lét
að því liggja, að hún kynni að
fallast á meiriháttar stefnubreyt-
ingu. Hann sagði, að stjórnin væri
fús að gera allt, sem i hennar
valdi stæði til að binda enda á
kynþáttamisrétti og hún mundi
jafnframt taka tillit til óska íbúa
Namibiu um framtíð landsins.
Sendimenn benda á að þar sem
stjórn S-Afríku sé mjög í mun að
halda sæti sínu hjá S.Þ. — og eigi
nú nokkra þakkarskuld að gjalda
Bandaríkjamönnum, Bretum og
Frökkum, kunni þeir nú e.t.v. að
fá einhverju um þokað suður þar.
Washington, 31. okt. AP.
FYRRVERANDI starfsmaður
bandarfska- utanrfkisráðuneytis-
ins, John Marks að nafni, stað-
hæfir f grein f nóvemberhefti
tfmaritsins „Washington
Monthly,“ að fjórðungur þeirra
starfsmanna utanrfkisráðuneytis-
ins, sem skráðir eru við störf er-
lendisvinnif 'raun og veru á veg-
um bandarfsku leyniþjónust-
unnar — CIA. Segir hann m.a., að
einn af starfsmönnum banda-
rfsku sendinefndarinnar f
Peking, James R. Lilley, sé út-
sendari CIA. Talsmaður utan-
rfkisráðuneytisins hefur ekki
fengizt til að f jalla um þessa stað-
hæfingu Marks, en hann hefur
ásamt öðru skrifað bók um CIA,
sem nefnist „THE CIA AND THE
CULT OF INTELLIGENCE".
John Marks segir, að sendi-
menn CIA séu svo til í öllum
sendiráðum Bandaríkjanna er-
lendis. Þá megi auðveldlega
greina frá öðrum starfsmönnum
sendiráðanna á því, að þeir séu
skráðir hjá utanríkisráðuneytinu
sem „varasendimenn" utanríkis-
þjónustunnar eða „starfsmenn"
sendiráðanna, en venjulegir
diplómatar séu skráðir sem
„sendimenn utanríkisþjónust-
unnar." Marks segir, að utanrikis
málanefnd öldungadeildar banda-
rfska þingsins aðstoði ráðuneytið
og CIA við þennan skollaleik með
því að samþykkja árlega skipanir
varasendimanna í embætti ræðis-
manna og ritara. Á árinu 1973
hafi meira en 70 af 121 nafni
sendimanna ráðuneytisins, sem
utanríkismálanefndin samþykkti
til starfa erlendis, verið nöfn CIA
manna.
Þá heldur Marks því fram, að á
siðustu árum hafi fjöldi CIA
manna farið hraðvaxandi ár frá
ári og það sé einungis i Þýzka-
landi og Japan, þar sem er tals-
verður fjöldi bandarískra her-
manna, sem CIA menn starfi ekki
á vegum sendiráðanna heldur
innan vébanda hersins.
Grófu sex-
hundruð kálfa
St. Bruno, Quebec,
31. okt. AP.
BÆNDUR í námunda við St.
Bruno, sem er um 190 km
norður af Quebec, slátruðu í
gær 600 kálfum til árétt-
ingar mótmælum sfnum
gegn lágu kjötverði. Grófu
þeir dýrin með þeim um-
mælum, að þetta kjöt yrði
ekki étið og talsmaður
bændanna lýsti þvf yfir, að
þetta yrðu ekki síðustu and-
ófsaðgerðir þeirra vegna
verðlagsmálanna. Bændur
segja, að kjötkaupmenn
neiti að greiða meira en
15—40 cent á pundið fyrir
kálf á fæti, en eldiskostnað-
ur sé kominn upp f 60 cent.
APPELSÍN
H.F ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON REYKJAVÍK