Morgunblaðið - 01.11.1974, Side 38

Morgunblaðið - 01.11.1974, Side 38
Þróttur 25 ára Stúlkurnar hafa alltaf tekið virkan þátt f félagsstarfinu. Þessar urðu Reykjavfkur- og Islandsmeistarar í handbolta mörg ár f röð. Þarna voru þær komnar, þegar félagssvæðið var formlega tekið í notkun, og helltu uppá könnuna fyrir félagsmenn og gesti. — Knattspyrnufélagið Þróttur var stofnað 5. ágúst 1949 og átti þvf aldarfjórðungsafmæli fyrir skömmu. Tildrögin að stofnun félagsins voru þau, að tveimur mönnum, — öðrum fremur, þótti ástæða til þess að skapa félags- lega aðstöðu fyrir unga drengi á Grfmsstaðaholtinu og f Skerja- firðinum. Það voru þeir Halldór Sigurðsson og Eyjólfur Jónsson, sem báðir voru búsettir á Holt- inu. Knattspyrnufélag hafði þá ekki verið stofnað í Reykjavfk sfðustu fjóra áratugina, eða þar um bil. Stofnendur félagsins voru 39 ungir menn, og var Halldór kosinn fyrsti formaður. Fljótlega fjölgaði félagsmönnum, og strax fyrstu árin var byrjað að keppa f yngstu aldursflokkunum. Aðal- athafnasvæði félagsins var knattspyrnuvöllurinn á Gríms- staðaholtinu, sem nú er ekki leng- ur til. — Nokkrum árum eftir að félagið var stofnað, fékk það inni hjá Ungmennafélagi Grfmsstaða- holts f gömlum bragga, sem stóð þar sem uppsátrið var Ægisfðu er. Þar var f mörg ár haldið uppi blómiegu félagslífi, þrátt fyrir erfiðar aðstæður. — Árið 1952 sigraði flokkur frá Þrótti í fyrsta skipti í knatt- spyrnumóti. Það var haustmót 4. flokks. Meðal þeirra, sem þá voru f liðinu var núverandi formaður félagsins. — Meistaraflokkur var fyrst með í móti árið 1953, og við deildaskipt- inguna var Þróttur í fyrstu deild. Síðan hefur Þróttur verið f fyrstu deild 1956, 1959, 1964 og 1966. — Handknattleikur hafði verið iðkaður innan félagsins í mörg ár, eða allt frá árinu 1951, en 1968 voru ný lög samþykkt fyrir Þrótt, og þar með var félaginu skipt í tvær deildir, knattspyrnudeild og handknattleiksdeild. Þar til í ár hafa deildirnar bara verið tvær, en í sumar var stofnuð blakdeild. Enda þótt ekki hafi verið sér- deildir fyrir aðrar íþróttagreinar þá hefur um langt skeið verið tefld skák innan félagsins, spilað bridge, og margir ágætir skauta- menn hafa verið í Þrótti. — Forystumenn félagsins hafa all- ir átt sér draum. Hann er að eign- ast samastað fyrir félagið og við- unandi aðstöðu fyrir félagsmenn. Segja má, að síðustu tuttugu árin hafi verið háð þrotlaus barátta fyrir því meðal forystumanna félagsins og velunnara, að sá draumur rættist. — Á fimmtán ára afmæli Þróttar afhenti þáverandi borgarstjóri í Reykjavík, Geir Hallgrímsson, félaginu athafnasvæði við Sæviðarsund, en þá hafði verið ákveðið að flytja starfsemina af Grimsstaðaholtinu og Skerja- fjarðarsvæðinu, þar sem vagga félagsins stendur. Síðan hef- ur verið unnið sleitulaust að þvi að búa í haginn fyrir félags- menn á nýja svæðinu, þótt sum- um hafi þótt miða hægar en skyldi. 1 júní 1969 var knatt- spyrnuvöllur félagsins þar form- lega tekinn í notkun, og nú er á svæðinu einnig allstórt grassvæði, og verið er að leggja síðustu hönd á gerð handknattleiksvallar. — 1 litlu húsi, eldgömlu, eru tvö búningsherbergi með böðum, og litið herbergi til fundahalda og annarrar félagsstarfsemi. Reynt hefur verið að leggja rækt við yngstu félagsmennina, og hefur ungum knattspyrnu- mönnum félagsins gengið vel í keppni við jafnaldra sina í öðrum félögum. Nefna má í þessu sam- bandi, að þeir piltar, sem nú eru í 3. aldursflokki, hafa flestir haldið hópinn frá því þeir voru i 5. fiokki, og á þessum árum hafa þeir sigrað í sjö mótum. — Það, sem einkum háir starfseminni nú, er vöntun á hæfum leiðtogum og forystumönnum. — Þeir, sem nú skipa stjórn félagsins, og nefnd- ir, hafa flestir starfað að fram- gangi Þróttar í mjög mörg ár, — eða í allt að tuttugu ár, og er það ósk þeirra og von, að fleiri leggi hönd á plóginn í framtíðinni. — Stjórn Þróttar tekur á móti gestum, — félagsmönnum og vel- unnurum, að Hótel Sögu klukkan 15 á morgun, og annað kvöld verð- ur afmælisfagnaður á sama stað. Það er von stjórnarinnar, að sem flestir sjái sér fæst að koma. — Núverandi formaður Þróttar er Guðjón Oddsson. D-dagur brezkrar knattspyrnu: •• 011 landsliðin fyrrakvöld BREZKU knattspyrnulióin fengu mikla uppreisn í fyrrakvöld, en þá léku þau öll leiki og unnu. Eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu í gær vann England Tékkóslóvakiu 3—0 á Wembley, Skotar unnu Austur-Þjóðverja í vináttuleik i Glasgow, einnig 3—0, Wales sigraði Ungverjaland 2—0 i leik i Cardiff, Norður-írar sigruðu Svía i landsleik í Stokkhólmi 2—0 og Irland sigraði Sovétríkin i lands- leik, sem fór fram í Dublin, 2—0. Þarf engan að undra þótt ensku dagblöðin drægju fram sitt stærsta fyrirsagnaletur í gær- morgun, og þar hljóðuðu fyrir- sagnirnar þannig: Brezka knatt- spyrnan enn sú bezta, D-dagur brezkrar knattspyrnu. Sá leikur, sem vakti mesta athygli, var viðureign Englend- inga og Tékka á Wembley. Tékkar hafa náð mjög góðum ár- angri í sumar, leikið beittan sóknarleik, skorað mikið af mörk- Keppir á NM EINN íslendingur, Arni Þór Helgason, KR, keppir á Norður- landameistaramóti unglinga í lyftingum, sem fram fer í Dan- mörku nú um helgina. Mun Árni keppa annaðhvort í léttþunga- vigtarflokki eða milliþungavigtar- flokki. Á hann mjög góða mögu- leika til sigurs í mótinu — hefur náð betri árangri en flestir keppi- nautar hans, sem taka þátt í mót- inu. um og reyndar einnig fengið tölu- vert af þeim á sig. Þá voru margir spenntir að sjá hvernig hinum nýja landsliðsþjálfara og einvaldi í Englandi, Don Revie, myndi takast til í sínum fyrsta leik sem slíkur, en Englendingar binda miklar vonir við að honum takist að ná enska knattspyrnulands- liðinu upp úr þeirri lægð, sem það hefur óneitanlega verið í að undanförnu.- Og þeir 86 þúsund áhorfendur, sem mættu á Wembley í fyrrakvöld, fengu óskir sínar uppfylltar. Enska liðið lék þennan leik mjög vel — hinir fljótu og hættulegu sóknarmenn Tékkanna komust ekkert áleiðis í gegnum sterka vörn Englending- anna, og allur leikur Englendinga þótti miklu betur skipulagður. Sannkallaður Revie-svipur á honum. Sigur Wales yfir Ungverjum kom einnig mjög á óvart, en Walesbúar höfðu tapað fyrir Austurríkismönnum 1—2 fyrr I þessari keppni. Ungverska liðið er þekkt fyrir góðan og harðan varnarleik, en það stóðst Wales- búunum alls ekki snúning í leikn- um í Cardiff. Það eina, sem olli Walesbúum vonbrigðum, var að aðeins 8.445 áhorfendur sáu hann. 39.445 áhorfendur voru hins vegar að leik Skotlands og A» Þýzkalands í Glasgow. Þarna var um vináttuleik að ræða, en aðeins í orði. Á borði var barizt af mikilli grimmd og hörku og þrír ieik- unnuí menn fengu bókun — færri en það verðskulduðu. Það voru Þjóð- verjarnir Kische og Kreische og Skotinn Joe Jordan, sem voru færðir í bækur dómarans. Skotar voru, sem kunnugt er, eina liðið, sem ekki tapaði leik í lokakeppni heimsmeistarakeppn- innar í knattspyrnu í V-Þýzka- landi, en ekki tókst þó liðinu að komast í undanúrslit keppninnar. Þeir voru mun betri aðilinn í leiknum gegn Þjóðverjum í fyrra- kvöld, jafnvel þótt fyrirliði liðsins og aðaldriffjöður þess frá undan- gengnum leikjum, Billy Bremner, léki ekki með. Til að byrja með áttu Þjóð- verjar þó meira í leiknum og hetja liðsins frá síðustu heims- meistarakeppni, Sparwasser, sem lék nú með eftir frátafir vegna meiðsla átti tvö upplögð mark- STJÖRN KKÍ hefur ákveðið að stofna til firmakeppni og verður hún með alveg nýju sniði, gjör- ólfku þvf sem áður hefur þekkzt hér á landi. Leikmenn þeir sem skipa lands- liðshópinn, 20 að tölu, munu taka þátt f keppninni, sem fer fram á þann hátt að einn þeirra Ieikur gegn einum hverju sinni, og fara leikirnir fram f hálfleik á leikj- Don Revie — bærileg byrjun. tækifæri, sem hann misnotaði. Á 32. mínútu skoraði Hutchinson fyrsta mark Skotanna, Burns bætti öðru marki við þremur mínútum síðar og sitt þriðja mark skoruðu Skotarnir á 75. mínútu og var það Daglish, sem það gerði. um 1. deildar keppninnar. Hver leikur verður leikinn þannig, að sá sigrar sem verður fyrri til að skora 20 stig, eða að ná 8 stiga forustu. Þegar leikmaður (firma) hefur tapað tvfvegis er hann úr leik. Fyrirmyndin af þessari keppni er sótt til Bandaríkjanna, en þar er keppni með þessu fyrirkomu- lagi mjög vinsæl. KRR AÐALFUNDUR Knattspyrnuráðs Reykjavfkur verður haldinn f fundarsal Hótel Loftleiða laugar- daginn 9. nóvember og hefst kl. 13.30. Grótta STOFNUÐ verður sérstök hand- knattleiksdeild hjá Iþróttafélag- inu Gróttu á Seltjarnarnesi laugardaginn 2. nóvember. Verður stofnfundurinn haldinn f anddyri Iþróttahúss Seltjarnar- ness og hefst kl. 14.00. Glímuæfingar Glímuæfingar Víkverja verða í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar Lindargötu 7 — minni salnum — á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 19.00 — 20.00. Er á æfingum þessum lögð áherzla á alhliða líkamsþjálfun; fimi, mýkt og snarræði. Miklatúns- hlaup Laugardaginn 2. nóvember fer fram þriðja Miklatúnshlaup Ár- manns á þessu tfmabiti. Keppnin hefst kl. 14.00. Danmörk vann Danir sigruðu Norðmenn með einu marki gegn engu f landsleik 18 ára og yngri f knattspyrnu, sem fram fór f Kaupmannahöfn um helgina. Markið skoraði Steen Tychosen úr vftaspyrnu. Firmakeppni með nýiu sniði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.