Morgunblaðið - 02.11.1974, Side 5

Morgunblaðið - 02.11.1974, Side 5
MOIÍBUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1974 5 Sýning Jónasar Guðmundssonar Myndiist eftir BRAGA ÁSGEIRSSON JÓNAS Guðmundsson, stýrimað- ur, rithöfundur, listmálari m.m., hefur undanfarna daga haldið sýningu á málverkum og vatns- litamyndum að Hamragörðum við Hávallagötu og lýkur henni nú um helgina. Jónas er litríkur persónuleiki og margt til lista lagt, enda löngu landskunnur og þá einkum fyrir ritstörf. Hann virðist eirðarlaus sál, sem vill hafa líf og hávaða í kringum sig og andhverfur allri lognmollu. Slíku fylgir einnig sjálfkrafa, að sjaldnast vinnst tími til að þaulvinna hlutina, hug- leiða hin dýpri rök tilverunnar ellegar velta vöngum yfir hinum dýpri iífæðum myndflatarins. í óstýrilátum pataldri hlymja orð og litir um sviðið, — skyndilega er orustunni lokið, vopnin lögð niður og þetta er allt búið og gert og verður ekki umbreytt. Það er víst enginn öfundsverð- ur, sem hemja þarf slíkan Iifs- blossa hið innra með sér, og þessu eðli fylgir auk annars að víxlspor- in og vindhöggin hljóta óhjákvæiriilega að verða mörg og þeir, sem þekkja til aðstæðna, bú- ast sjaldnast við átakamiklum hlutum frá hendi slíkra persónu- leika. Jónas Guðmundsson, sem hér er til umræðu, kemur ýmislegt mjög á óvart i sambandi við sýn- ingu sína að Hamragörðum, og hann staðfestir nú i fyrsta skipti, að hann er ekki eingöngu hæfi- leikum gæddur varðandi meðferð pentskúfsins, heldur kann hann einnig að vinna úr þeim, og það er einmitt hæfileiki hæfileikanna varðandi allar sjónmenntir. I stuttu máli þá hefur honum farið mikið fram, frá því að hann hélt síðast sýningu, form mynda hans eru til muna heillegri og hann virðist vera farinn að brjóta heilann um sálfræðilegt innsæi I litanna, því að yfir þeim er stund- um viss dulúð, sem ég hefi ekki orðið var við i myndum þessa manns áður. Ég vil nefna í í þessu sambandi myndir eins og nr. 8 „Frá Reykjanesi" nr. 19 „Vor- I nótt“ og nr. 24 „Tröllahnúkar", — sterk og sannfærandi burðar- grind einkennir og mynd nr. 7 „Kaupstaðarferð, sem er máski kröftugasta mynd sýningarinnar. Allt eru þetta vatnslitamyndir unnar á sérkennilegan hátt og eru Jónas Guðmundsson við eina af myndum sfnum að Hamragörð- um. málverkunum langtum fremri að mínum dómi og þykir mér ein- sýnt, að hann hafi hag af því að kanna sviðið nánar, geri eitthvað meira en að tylla þar tá og snúa sér svo að öðru, er hugann gripa kann. Ég tel ástæðu til að sam- gleðjast Jónasi með landvinning- inn og hvet sem flesta og eink- um Vesturbæinga til að fjöl- menna í þennan sýningarsal, því það er ekki vansalaust, hve mikið tómlæti þeir sýna þessari ágætu menningarviðleitni í borgarhluta sínum. Bragi Ásgeirsson. Sannleikurinn um Krist KRISTILEGT stúdentafélag hefur nýlega gefið út bók, sem á fslenzku nefnist: Sannleikurinn um Krist. Bók þessi er eftir sænskan prest, John R. W. Stott, og nefnist hún á frummálinu Basic Christianity. Höfundurinn er þekktur fyrir- lesari og hefur skrifað fjölda bóka. Hann hefur einnig tekið virkan þátt i brezku kristilegu stúdentahreyfingunni I.V.F. Um bókina segir höfundur, að hún sé ætluð öllum þeim, sem lifa í hinni vestrænu menningu, sem ekki er lengur kristin, þar sem flestir hafa komizt í kynni við kristni i einhveri mynd, en hafnað henni síðan. Bókin býður lesendum að endurmeta hin kristnu grund- vallaratriði, sem hafnað var á röngum forsendum. Bók þessi, Sannleikurinn um Krist, hefur verið þýdd á fjölmörg tungumál og nálgast fjöldi seldra eintaka nú eina milljón. Islenzka þýðingu bókarinnar annaðist sira Jónas Gíslason lektor. Bókin er pappírskilja, 176 bls. að stærð og prentuð í ísafoldarprentsmiðju hf. Káputeikningu gerði Þröstur Magnússon. Karl Kvaran opnar sýningu KARL Kvaran heldur málverka- sýningu í Norræna húsinu núna fyrst í növember. Sýningin verður opnuð í dag, laugardag, kl. 2 e.h. Þetta er tiunda einkasýning Karls, en auk þess hefur hann tekið þátt i mörgum samsýn- ingum, var m.a. einn af hinum svonefndu septembermönnum. Á sýningunni eru 37 olíumál- verk, sem öll eru máluð á 2—3 siðustu árum. — Sýningin verður opin til 10. nóvember. Karl Kvaran á sýningu sinni Hátíðarsamkoma í tilefni 75 ára afmælis Ásmundar Eiríksson ar, sem er í dag 2.1 1. Þá heldur Fíladelfíusöfn uðurinn í Reykjavík, hátíðarsamkomu afmælis- barninu til heiðurs. Söngkraftar Fíladelfíu munu syngja og leika sálma Ásmundar. Boðið er upp á fjölbreyttan söng. Ávörp verða fluttaf vinum Ásmundar. Samkomustjóri verður Einar J. Gíslason. Allir eru velkomnir. Fíladelfía. Ný bók Ásmundur Eiríksson sjötíu og fimm ára. Sjálfsæfisaga „Skyggnzt um af Skapabrún". Verð með söluskatti 1450,oo kr. Lesið um Skagfirska bóndasoninn er gerðist brautryðjandi landsþekktrar trúmálahreyfingar. Fæst hjá bóksölum og útgefanda. Blaða og Bókaútgáfan, Hátúni 2, Sími 20735, Box 5135, Reykjavik. Öpiö laugardag Herrabúðin við Lækjartorg er opin laugardag frá kl. 10—12. VI Ð LÆKJARTORG /T a ORYGGI VETRARAKSTRI GOODfÝEAR GOODpYEAR HJÓLBARÐA ^ ÞJÓNUSTUDEILD í rúmgóðu húsnæði að Laugavegi 172 FELGUM — AFFELGUM — NEGLUM 650 X 16 700 x 16 1000 x 20 1 100x20 Vorum að fá sendingu af Amerískum snjóhjólbörðum í stærðunum: A 78 — 13 H 78 — 14 C 78— 13 G 78— 15 E78— 14 H 78— 15 F 78 —14 J 78 — 15 G 78 — 14 L 78 — 1 5 Eigum einnig fyrirliggjandi ýmsar stærðir fyrir Evrópubíla. Opið til kl. 6 í dag — Sími 21245 — HEKLAH.F. LAUGAVEGI 170—172 — SÍMI 21240 LÍTILL BÍLL ER LAUSNIN SÍMAHAPPDRÆTTI jrSTSXw™

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.